Vísir - 19.03.1963, Síða 5
VÍSIR . Þriðjudagur 19. marz 1963.
5
Þjófarnir lokuðust inni
S. 1. föstudag barst lögreglunni
tilkynning um að tveir ungir dreng
ir hefðu Iokað sig inni i vöru-
skemmum á mótum Langholtsveg-
ar og Hlunnavogs, en í þessari
skemmu höfðu þeir hugsað sér að
afla sér sælgætis á ódýran hátt.
Það er Efnagerð Reykjavíkur,
sem er eigandi þessara vöru-
skemma og höfðu drengirnir, sem
eru á aldrinum 10—11 ára, ein-
hverja hugmynd um að þar inni
myndi vera geymdur apótekara-
lakkrís og e. t. v. eitthvert fleira
sælgæti. Gátu drengirnir smeygt
sér inn um rifu á vængjahurð á
skemmunni, en þegar þeir ætluðu
að komast Ut aftur, voru öll sund
lokuð, og rifan sem þeir komust
inn um, virtist af einhverjum á-
stæðum ekki nógu stór til að
komast út um hana aftur.
Greip drengina — að vonum —
mikil skelfing þegar þeim varð
ijóst hvernig málum þeirra var
komið, að þeir gætu orðið lokaðir
þarna inni um óákveðinn tíma í
myrkri og kulda og án þess að
hafa annað til matar, en lakkrís-
inn einann.
<$>----------------------------
Braggar —
Framh at pls 1.
ætlar að fullgera, og leigja út
eða selja, munu verða á þrem-
ur stöðum í borginni sem fyrr
segir. í fyrsta lagi er gert ráð
fyrir að Reykjavíkurborg neyti
forkaupsréttar að 48 íbúðum,
sem íslenzkir aðalverktakar eiga
í smíðum við Kaplaskjólsveg
(meðfylgjandi mynd er frá þeirri
blokk), og verði a. m. k. helm-
ingur þeirra íbúða í eigu bæjar-
ins sem leiguhúsnæði. í öðru lagi
á að reisa 12 hæða hús með 66
íbúðum við Austurbrún, rétt aust
an við háhýsin tvö á Kleppsholt-
inu, og á þetta þriðja háhýsi
þar að verða áþekkt þeim, sem
fyrir eru. Aliar íbúðir f þessu
nýja liáhýsi verði í eigu bæjar-
ins og leigðar út.
í þriðja lagi er áformað að
koma upp 54 tveggja til fjögurra
herbergja íbúðum í þriggja hæða
fjölbýlishúsum við Kleppsveg,
og verði a. m. k. helmingur þeirra
íbúða í eigu bæjarins til útleigu.
Gert er ráð fyrir að borgarráð
gangi frá reglum um ráðstöfun
hinna nýju leiguíbúða í samráði
við borgarstjóra, og sjái um all-
ar framkvæmdir.
Þessi mikla byggingaáætlun
verfður lögð fyrir fund borgar-
stjórnar Reykjavíkur n.k. fimmtu
dag.
Heimildarmaður blaðsins að
þessari frétt er Sveinn Ragnars-
son, skrifstofustjóri félags- og
framfærslumála Reykjavíkur-
borgar.
Svo heppilega vildi þó til að
einhver vegfarandi heyrði til
strákanna. Gerði hann lögreglunni
aðvart, sem sótti þá og flutti
fyrst til rannsóknarlögreglunnar,
en síðan’heim til þeirra.
Hefur rannsóknaflögreglan tjáð
Vísi að annar drengjanna — þótt
ungur sé — hafi áður komið lítil-
lega við sögu hjá lögreglunni.
Ekki er vitað til að þeir hafi
gert neina tilraun til að auðgast á
uppátæki sínu, enda mun skelfing-
in hafa orðið þeim ásetningi
yfirsterkari.
Tónverk tileinkað Yil-
hjálmi Stefánssyni
AmeríSka tónskáldið Henry
Dixon Cowell, hefur tileinkað
Vilhjálmi Stefánssyni landkönn
uði 16. sinfóníu sína, sem hann
nefnir „The Icelandic". Sinfóní-
una samdi hann fyrir WiIIiam
Strickland hljómsveitarstjóra
Gullfoss -■
Framhald af bls. 16.
inn. Kviknaði eldurinn í olíu, er
lekið hafði úr skipinu, og undir
það, sennilega um 50 tonna
magn, og er gizkað á, að eld-
urinn hafi kviknað frá Iogsuðu-
lampa eða kokshituðum ofnum.
— 1 framhaldsskeyti var sagt, að
um miðjan dag hafi eldurinn ekki
verið að fullu slökktur, en slökkvi
Iiðið haft fullt vald á honum.
Enn fremur að enginn hafi verið j
í skipinu, er eldurinn kom upp.
Það mun hafa verið kl. 8.45 eftir
íslenzkum tíma, eða 10.45 eftir
Kaupmannahafnartíma. Sennilegt
er, að þá hafi þeir, sem við
skipið vinna, verið í kaffihléi.
og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Cowell var að vinna að 16.
sinfónfunni, um það bil hálfn-
aður, þegar honum barst fregn-
in um lát Vilhjálms. Hann á-
kvað þá að heiðra minningu
hans með þvf að tileinka hon-
um verk sitt „The Icelandic".
Vilhjálmur Stefánsson var einn
af beztu fslenzku vinunum, sem
Cowell átti, en hann á marga
fslenzka kunningja.
Henry Dixon Cowell nýtur
mikillar virðingar og vinsælda
um heim allan sem tónskáld.
Á sextíu og fimm ára afmæli
hans voru haldnir tónleikar hon
um til heiðurs í New York, og
voru eingöngu leikin verk eftir
hann.
Næstkomandi mánudag held-
ur Cowell til Þýzkalands og Sví
þjóðar, þar sem verk hans verða
svo flutt undir stjórn Strick-
lands. Sinfónían „The Iceland-
ic“ verður frumflutt á tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands n.k. fimmtudag.
H. D. Cowell.
Grindahús
skemmu á
I sfðustu viku kom Mánafoss
skip Eimskipafélagsins til Seyðis-
fjarðar eftir beina siglingu frá
Englandi. Skipið hafði meðferðis
efni í mikið stálgrindarhús, sem
á að reisa hjá síldarverksmiðjunni
á Seyðisfirði og á að stækka mjöl-
geymslu verksmiðjunnar um helm-
ing.
Ætlunin er að stækka. mjöl-
geymslumar úr 2 þúsund tonna
geymslu f 4 þúsund tonn og verð-
ur viðbótarhúsið byggt í beinu
framhaldi af gömlu geymslunni.
íyrir mjöl-
Seyðisfirði
En til þess að það sé framkvæm-
anlegt hefur síldarverksmiðjan nú
keypt nágrannalóðina næst fyrir
utan. Er það söltunarstöð Einars
Guðfinnssonar sem byggð var
þama í fyrrahaust, sett upp
bryggja og önnur aðstaða til sölt-
unar. Hefur sfldarverksmiðjan nú
keypt þessa lóð og er sagt að
kaupverðið hafi verið 3 milljónir
króna.
Grindurnar í mjölskemmuna eru
nú komnar frá Englandi og verður
skjótlega farið f að skrúfa húsið
625þús. króna gjöf
í frmerkjum til FA 0
Á fimmtudaginn mun íslenzka
póststjómin gefa út ný frí-
merki og er útgáfa þeirra liður
f alþjóðlegri baráttu gegn
hungrinu f heiminum, en sem
stendur er talið að 300—500
milljónir manna f heiminum séu^
vannærðir og að um milljarð
manna þjást af ýmis konar
fæðuskorti.
Póststjórnir 130 landa hafa
ákveðið að gefa út frfmerki í
tilefni baráttunnar gegn hungr-
inu og er fólk hvatt til að nota
þau á bréf, því að þau eru tákn
hinnar alþjóðlegu samstöðu um
að fara herferð gegn hungurs-
neyð og merkisberar sem bera
merki herferðarinnar um víða
veröld.
íslenzku frímerkin sýna
mynd af síldarlöndun. Þau eru
að verðgildi kr. 5,00 og kr. 7,50.
Ríkisstjóm íslands hefur þegar
sent Matvæla og landbúnaðar-
stofnuninni (FAO) að gjöf 50
þús. eintök af hvoru þessara
merkja, sem eru að söluverði
625 þúsund krónur. Mun and-
virði merkjanna renna til starf-
semi stofnunarinnar f hinum
vanþróuðu löndum.
Ikveikj
a —
Framhald af bls. 16.
hafi verið að ræða, en auk þess
reykskemmdir á vörum verzlunar-
innar og fleiru.
1 sambandi við þenna bruna
leikur grunur á að þama sé um
íkveikju að ræða, og einkum er
það ákveðinn maður sem grunur
hefur fallið á. Hefur hann nú ver-
ið úrskurðaður í gæzluvarðhald.
Utvarpii hsfur leitað
tilbofa í skólasjónvarp
Vísir átti í rnorgun tal við
stjóra og spurði hann hverjar
Vilhjálm Þ. Gíslason útvarps-
| áætlanir útvarpið hefði um
* stofnun skólasjónvarps í sam-
bandi við hið fyrirhugaða ís-
lcnzka sjónvarp, en um skóla-
sjónvarp var rætt hér i blaðinu
r gær.
Útvarpsstjóri skýrði blaðinu
svo frá að einn þátturinn í und-
irbúningsrannsóknum þeim sem
útvarpið hefir látið vinna varð-
andi islenzkt sjónvarp hefði
fjallað um skólasjónvarp. Hefði
útvarpið nú f fórum sínum á-
ætlun har sem gert er ráð fyrir
bví að fræðslusjónvarp yrði
einn af meginbáttum hinnar ís-
lenzku sjónvarpsdagskrár. Út-
varpið hefir um skeið safnað
sér upplýsingum um fræðslu-
sjónvarp og tilboðum, sem enn
þá eru að vísu lausleg, um
tæknilega möguleika skólasjón-
varps. Og skólasjónvarpi verður
náttúrulega ekki komið hér á,
sagði útvarpsstjóri, nema sem
einum lið hins islenzka sjón-
varps.
í allan gærdag stóðu yfir yfir-
heyrslur í málinu og héldu þær
áfram til kl. 2 f nótt. Rannsókn er
þó engan veginn Iokið og átti að
halda þeim áfram f dag.
í fyrramorgun kl. tæplega hálf-
sex var slökkviliðið kvatt að Út-
skálum við Suðuriandsbraut. Þar
hafði e'!ur kviknað f skúr, en um
brunaskemmdir er blaðinu ekki
kunnugt.
Á laugardagskvöld kl. rúmlega
7 var slökkviliðið kvatt að Hátúni
j 6 vegna gruns um eld. Hafði fólk
; á 8. hæð fundið grunsamlega
reykjarlykt, en þegar að var gætt
j hafði reykinn lagt úr kjallaranum
! með röri upp á efri hæðirnar. 1
kjallaranum hafði kviknað f sorp-
: tunnu og um tjón var ekki að
ræða.
Flugvélin -
klukkustundum síðar senda
þeir út neyðarkall og segjast
þurfa að nauðlenda. Samkvæmt
miðun eru þeir aðeins 430 sjó-
mílur frá Gander. Þetta er
það síðasta sem til þeirra
heyrðist. Þeir hafa þá farið með
86 mílna hraða að meðaltali
þessa leið, enda við mikinn
mótvind að strfða, sennilega
50—60 mílna hraðari vind.
Síðustu fréttir af leitinni
herma að þrjár flugvélar hafi
verið að Ieita laust fyrir há-
degi. Tvær flugvélar leituðu í
mjög þröngum hring en ein
fór ut..n við hann. Þetta voru
Loftleiðavélin, ein vél frá
bandarísku strandgæzlunni og
ein frá kanadíska flughernum.
Stefán Magnússon er fæddur
26. 8. 1926, lærði flug f Spartan
School of Aeronautics f Tulsa
í Oklahoma og lauk þaðan prófi
í ágústmánuði 1946. í janúar
1947 byrjaði hann starf sitt hjá
Loftleiðum og hefur verið þar
síðan. Kona Stefáns er Svava
Þórðardóttir og eru börn þeirra
3 talsins.
Þórður Úifarsson er fæddur
14. 6. 1939, hefur starfað hjá
Loftleiðum síðan árið 1960 sem
aðstoðarflugmaður. Kona hans
er Guðný Árdal og eru börn
þeirra 3 talsins.
Þeir félagar voru í fríi hjá
Loftleiðum og notuðu það til
að fara utan að sækja vélina,
sem er eign Flugsýnar h.f., en
Stefán er einn eigenda félagsins.
Skólafólk
Látið tæknina létta yður námið. Höfum fyr-
irliggjandi afar hentug ensk segulbandstæki.
Verð kr. 6.500,00.
RADÍÓSTOFAN, Laugaveg 72.