Vísir - 19.03.1963, Page 8
V1SIR . Þriðjudagur 19. marz 1963.
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði,
1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
IIII.1111,1 IWTMBriW——
Óttinn við útlönd
Þórarlnn Þórarinsson framsóknarmaður hefir borið
fram tillögu á Alþingi sem hann kveður eiga að koma
í veg fyrir það að útlendingum verði kleift að eignast
hér fyrirtæki.
Þessi tillaga er síðasta innleggið i herferð framsókn-
armanna á þeim vettvangi að reyna að telja fólki trú
um að ríkisstjórnarflokkarnir vilji opna landið fyrir
erlendum auðmönnum. Fyrst var Efnahagsbandalagið
lengi notað í þessum sama tilgangi. Slegið var á strengi
þjóðerniskenndarinnar og sjálfstæðishugsjónarinnar
og reynt að læða þeirri hugmynd inn hjá almenningi
að engir væru skeleggari málsvarar frelsisins en fram-
sóknarmenn. Því skal ekki á móti mælt, að tvímæla-
laust er þeim flokki annt um að varðveita frelsi þjóð-
arinnar, ekki síður en öðrum lýðræðisflokkunum. En
skörin er tekin að færast allmjög upp í bekkinn þegar
því er slegið föstu í sömu andránni, að framsókn sé
eini flokkurinn sem treystandi sé til þess að gæta sjálf-
síæðishagsmuna íslenzku þjóðarinnar.
Það er þýðingarlaust fyrir framsókn að ætla að
skapa sér eitthvert kosningamál úr þessum efniviði.
Það vita allir sem blöð lesa og hlusta á útvarp að það
sem hindraði það að ríkisstjórnin vildi sækja um fulla
aðild að EBE voru einmitt ákvæði Rómarsamningsins
um innflutning erlends f jármagns. Þau taldi ríkisstjóm-
in ekki samræmast íslenzkum hagsmunum. Þetta ætti
ekki að þurfa að rifja enn einu sinni upp. En samt skal
það gert, því að framsóknarmenn geta snúið stað-
reyndunum við á skemmri tíma en einu ári.
Ráðherrar núverandi ríkisstjórnar sitja ekki í sætum
sínum með umboð frá þjóðinni til þess að afhenda
útlendingum auðlindir landsins. Hlutverk þeirra er ein-
mitt að tryggja hagsmuni landsins sem bezt á fjár-
málasviðinu sem öðmm sviðum. En framtíð þjóðar-
innar verður ekki björt ef óttinn við eðlilega samvinnu
við aðrar þjóðir og þátttöku í bandalögum vina og ná-
grannaþjóða okkar verður heilbrigðri skynsemi yfir-
sterkari.
Hagstæð samvinna
Það er ánægjulegt framtak, er fjögur fyrirtæki
hyggjast stofna nýja niðursuðuverksmiðju hér í borg
og framleiða fyrir erlendan markað. Norskt ffrma sel-
ur vöruna. Einmitt þetta samstarf sýnir hver ávinn-
ingur er af því að hafa skynsamlega samvinnu við
erlenda menn og félög - samvinnu, sem báðum er til
hags. Margt er enn ógert á sviði gernýtingar sjávar-
afurða. Þar hlýtur erlend reynsla og erlend samvinna
að auðvelda okkur sóknina.
Glæpafíokkur norskra
nazista afhjúpaiur
Lögreglan í Osló hefur
verið önnum kafin síð-
ustu daga við að afhjúpa
glæpaflokk ungra pilta í
borginni, sem hafði m. a.
komið sér upp furðulega
miklu vopnasafni.
I flokknum voru piltar á aldr-
inum 18—20 ára og litu þeir á
sig sem leynilegan nazistaflokk.
Kölluðu þeir sig SS-deildina í
Osló, höfðu búið sér til nazista-
fána og merki og unnu haka-
krossinum eið með sama hætti
og SS-menn gerðu á dögum
nazista. Tveir piltar eru foringj-
ar flokksins, en grunur leikur á
því að eldri menn, gamlir nazist
ar standi að baki hreyfingunni.
★
Það vekur megtan óhugnað
hve piltunum hefur tekizt að
safna sér miklum vopnabirgð-
um. Miklum fjölda af rifflum,
nokkrum Iéttum vélbyssum og
auk þess talsverðum birgðum af
dýnamitl, vítisvélum og hand-
sprengjum.
Þegar norska lögreglumenn-
irnir fundu dýnamítbirgðir
þeirra kom í ljós, að þær voru
mjög hættulegar, þar sem hluti
dýnamítisins, er svo sprengihætt
að það getur sprungið hvenær
sem er.
Flokkurinn hefur tekið þátt í
ýmis l^onar afbrotum, aðallega í
Osló og nágrenni, en fram að
þessu hefur hann ekki beitt
vopnum við afbrotin. Þó hafa
piltarnir notað dýnamít við að
sprengja upp peningaskápa.
Lögreglan er þegar búin að
handtaka tíu þessara pilta og
kom í ljós, að sumir þeirra
gengu með skammbyssur á sér.
Vopnabirgðir fundust á heimil-
um þeirra og I klefa einum sem
þeir notuðu sem aðalbækistöð.
Þar fannst og mikill fjöldi naz-
istamerkja og ýmissa gagna um
félagsskapinn, 1 herbergi eins
piltsins fór lögreglan að skoða
bækur. Tóku lögreglumenn nið-
ur úr hillu þykka bók, en þegar
þeir opnuðu hana urðu þeir þess
vísari að skorið hafði verið úr
síðunum til þess að geyma þar
skammbyssu.
★
Lögreglan hafði sýningu á
vopiiasafninu og segja blöðin
sem Iýsa henni, að sýningin hafi
verið all óhugnanleg. Þar var
fjöldi af vélbyssum, hermanna-
rifflum og skammbyssum, stórir
hlaðar af skotfærum, m. a. hlað
in vélbyssumagasln. Þá voru
þar einnig þýzk skrautsverð og
Frh. ð bls. 13
1 plöggum sem fundust I bækistöð piltanna var mikið af nasista-
merkjum. Hér er teikning sem á að sína rísandi sól yfir norskum
fjöllum og nazistamerkið yfir.