Vísir - 19.03.1963, Síða 10
JO
V í S I R • Þriðjudagur 19. marz 1963.
Veiðiár —
,/
fnunhald af bls. 4.
rétt til Iangs tíma af Hafnar-
fjarðarkaupstað, sem er eigandi
vatnsins.
Hér hefur f höfuðdráttum ver
ið greint frá öllu helztu laxveiði
ám landsins svo og siiungsvötn
um og silungsám, sem til greina
koma til stangveiði. Ætti þetta
að vera til nokkurrar glöggvun
ar fyrir þá veiðimenn sem langa
til að renna einhvers staðar færi
í poll á ferðum sínum um landið
í sumar.
Til gamans er einnig birt sam
anburðarskýrsla á laxveiði í
nokkrum ám á s. 1. sumri og
sumrinu næsta áður, ásamt
meðalþunga laxanna í hverri á
fyrir sig.
Ár
Eliiðaár
Laxá í Kjós
Bugða
Norðurá
Laxá í Dalas.
Viðidalsá
Laxá í Aðaldal
Vatnsdalsá
Laxa-
fjöldi
19611962
769 856
1047 995
140 132
983 1011
743 423
1227 1329
880 955
1203
Meðal þ.
í pundum
1961 1962
4.96 5.35
6.08 6.94
6.25 5.93
5.37 5.53
6.20 8.14
8.11 7.93
8.18 9.57
8.92
Ofangreind skýrsla er að þvi
leyti athyglisverð að hún sýnir
a. m. k. f sumum tilfellum hví-
líkar sveiflur geta orðið í lax-
veiðinni frá ári til árs, en þar er
Laxá í Dalasýslu gleggsta dæm-
ið. Þar veiddust allt að þvf helm
ingi færri laxar í fyrrasumar
heldur en sumarið næsta á und
an. Hins vegar er meðalþungi
laxanna mun meiri I fyrra held
ur en 1961.
Af framantöldum ám hefur
Laxá í Aðaldal staðið sig hvað
bezt, bæði hvað aukingu laxa-
fjölda snertir og eins aukningu
þunga hinna veiddu laza.
Listsýningar —
Framhald af bls. 7.
árs. Það má fara nokkuð nærri
um, að forsprakkar Félags fs-
lenzkra myndlistarmanna muni
vilja sitja einir að þeirri fúlgu
— ekki sizt af því, hvað hún
er rausnarleg. Við getum aðeins
vonað, að aðrir taki í taum-
ana, og svo verði um hnútana
búið, að þessu mikla fé verði
varið til að bregða upp mynd af
allri íslenzkri list en ekki aðeins
litlu vafasömu broti hennar.
Það er okkar skoðun, að svo
langt hafi verið gengið í of-
beldinu, að Alþingi verði að
taka í taumana! Við vonum, að
menn — innan Alþingis og ut-
an — átt sig á því, þegar
þeir hugsa þetta mál til hlitar.
Annað væri ekki vanzalaust."
•
Vísir vill taka undir þessi orð
hins ágæta listamanns, Finns
Jónssonar, formanns Myndlist-
arfélagsins. Enginn getur látiö
sér á sama standa um það,
hvers konar mynd er brugðið
upp af íslenzkri list erlendis
.— sfzt þegar almannafé er var-
ið til slikrar listkynningar. Sú
klfka, sem öllu hefir fengið að
ráða i þessum efnum að und-
anfömu, hefir beitt aðra órétti
alveg nógu lengi. Alþingi verð-
ur að sýna, að það telur nógu
Iangt gengfð og nú skuli breyt-
ing á verða. Hafi þessir menn
þá enn í hótunum um að taka
ekki þátt í sýningum erlendis,
ber ekki að amast við þvi. Þeir
hafa þá dæmt s’g og list sfna
sjálfir ef þeir þora ekki að sýna
hana við hlið verka frá öðrum
Þa8 yrði þungur áfellisdómur
en naumast óréttmætur.
Stúdentarnir —
Framhald af bls. 9;
virtist sem Ghana ætluðu að
hafa við Búlgörunum. Þá komu
lögreglumennirnir og stöðvuðu
leikinn. Þeir gerðu enga tilraun
til að finna Búlgarana sem áttu
upptökin en handtóku Ghana-
mennina. Fjórir af þessum sex
Ghanamönnum meiddust I átök-
unurn. Var þeim sleppt úr haldi
næsta dag, en sendir þegar f
stað heim til Accra með flugvél
að beiðni Ghanastjórnar. Hinir
tveir sem voru ómeiddir urðu
að dúsa í fangelsi í heilan mán-
uð áður en mál þeirra kæmi fyr-
ir dómstól. Einu vitnin i máli
þeirra voru Búlgarar, sem höfðu
verið áhorfendur að aðförinni
gegn þeim. Annar stúdentinn
George Ammah var dæmdur f
eins árs fangelsi, hinn E. A. Att-
iga í þriggja mánaða fangelsi.
En að kröfu Ghanastjórnar
voru þeir Iátnir lausir og sendir
heim
Jjetta atvik olli miklum óróa
meðal afrískra stúdenta í
Búlgaríu. Við áttum að vísu enn
vini meðal Búlgara, en búlgar-
ska stjórnin gerði engar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir of-
sóknir gegn okkur. Af þessu
drógum við þá ályktun, að yfir-
völdin styddu ofsóknirnar gegn
okkur.
Fram að áramótum 1961—2
voru afrísku stúdentarnir í Búlg-
aríu tiltölulega fáir, aðeins
nokkrir stúdentar frá Mali,
Súdan og Gíneu. Þá var heldur
engin þörf fyrir þá að mynda
samtök með sér. En þegar við
stúdentarnir frá Ghana komum
þangað vildi svo til, að við
bjuggum allir á sama stúdenta-
garðinum. Við ákváðum að stof-
na félag Ghanastúdenta til þess
að koma saman og ræðast við
og var ég kjörinn formaður þess.
Okkur kom aldrei til hugar að
fara að biðja um leyfi til að
mega stofna slíkt félag og var
heldur ekkert sett út á það.
'yið vorum komnir til Búlg-
aríu til að Iæra, en ekki til
að skipta okkur af stjórnmálum.
1 byrjun vorum við mótfallnir
því að stofna sameiginlegt félag
allra Afríkustúdenta af ótta við
að það myndi blandast inn í
stjórnmál. En nú kom að því, að
við komumst á þá skoðun að
slík félagsstofnun væri nauðsyn-
leg, ekki til að skipta sér af
stjómmálum heldur til að vem-
da hagsmunni okkar, koma fram
sameiginlega fyrir okkar hönd,
þegar Iögregluvernd brygðist og
ennfremur til að stuðla að vin-
áttu og kynnum milli búlgar-
skrar æsku og Afríkumanna.
I desember s.l. höfðum við
gert uppkast að lögum félags
Afrikustúdenta og um leið og
við ákváðum að stofna það gen-
gu stúdentar frá 22 Afríkulönd-
um í það. í stjórn voru kjömir
fimm stúdentar og var formað-
urinn Tetteh Tawiah, heimspeki-
stúdent frá Ghana. Þegar við
höfðum stofnað félagið buðu
við tveimur mönnum að gerast
verndarar félagsskaparins sendi
herra Ghana í Búlgaríu og
menntamálaráðherra Búlgaríu
og snerum við okkur til hans í
vináttuskyni við Búlgaríu.
Við urðum því undrandi, þeg-
ar íormaðurinn Tawiah var
skömmu síðar kallaður á fund
menntamálaráðherrans, sem til-
kynnti honum að við yrðum ap
leysa félagskapinn tafarlaust
upp, þar sem hann strlddi ð
móti búlgörskum reglum.
Camtímis þessu fórum við að
^ heyra orðróm um að búl-
\
gölsk stjórnarvöld héldu að fé-
Iagið ætti að vera pólitísk
samtök fjandsamleg búlgörsku
stjóminni. Þess vegna ákváðum
við nú að gera sendinefnd út
á fund menntamálaráðherrans
afhenda honum lög félagsins og
skýra út hinn ópólitíska tilgang
félagsins. Hann tók við lögun
um, en svaraði engu, bað okkur
aðeins um að koma síðar og
tala við sig.
Það næsta sem gerðist var,
að þann 6. febrúar var for-
manni félagsins Tetteh ’l'awiah
vikið úr háskólanum og voru
ástæðurnar sagðar þær, að
hann hefði sótt illa kennslu-
stundir og ekki tekið próf á rétt
um tíma. Sannleikurinn var, að
allir stúdentar í Búlgaríu fá
ástundunarskírteini, þar sem
tímasókn þeirra er skráð. Allir
prófessorarnir höfðu undirritað
skfrteini hans og lýst sig á-
nægða með ástundun hans. Og
próf hans hafa dregizt vegna
þess, að kennslubók, sem hann
átti að lesa var ófáanleg og
hafði prófessorinn gefið honum
frest eins og sjálfsagt var.
Sakargiftirnar voru þannig
falsaðar, en þó hefði verið erf-
itt að fullyrða að um ofsóknir
hefði verið að ræða, ef það
hefði þá ekki gerzt um leið, að
varaformaður félags afrískra
stúdenta, Amlak frá Eþíópíu
hefði ekki líka fengið áminn-
ingu um að honum yrði vikið
úr skóla, ef hann fylgdi ekki
reglunum. Þá var það fyllilega
Ijóst, að brottvikningin var ekki
af persónulegum ástæðum held
ur eingöngu vegna þess, að búlg
ölsku stjórnarvöldin voru fjand
samleg félagi okkar.
Jj ^augardaginn 9. febrúar var
J Tawiah skipað að verða á
brott úr landinu innan 12 klst.
Þegar fréttir af þessu bárust
söfnuðust um 150 afrískir stúd-
entar saman á stúdentagarðin-
um og gengu síðan Lenin-stræti
til skrifstofu forsætisráðherr-
ans. Við ætluðum að biðja hann
um að veita Tawiah að nýju
inngöngu í Háskólann. í ráðu-
neytinu var fyrir svörum for-
ingi Kosomol, æskulýðsfylking
ar kommúnista. Hann sagði að
forsætisráðherrann væri ekki
við, en hann myndi vilja ræða
við tokkur kl. 9 á mánudags-
morgun.
Á mánudaginn fór sjö manna
sendinefnd okkar til forsætis-
ráðuneytisins og kom þar á
réttum tíma. En þegar hún
hafði beðið í biðstofunni f fimm
klst. kom ritari forsætisráðherr
ans fram og tilkynnti henni að
ráðherrann yrði ekki til viðtals
fyrr en síðar um daginn. *
Seinna um daginn kom lög-
reglustjóri borgarinnar á stúd-
entagarðinn til okkar og til-
kynnti okkur, að „kröfugöng-
ur“ eins og við hefðum farið
til skrifstofu forsætisráðherr-
ans væru bannaðar en við höfð
um gengið skipulagslaust eftir
götunni. Hann benti okkur á að
refsingin við þessu væri 3 árá
fangelsi og jafnvel 15 ára fang-
elsi, ef það væri gert þrátt fyrir
aðvörun og bað hann okkur um
að skilja orð sín nú sem að-
vörun. Við svöruðum að við
hefðum ekki verið í neinni
kröfugöngu, hefðum aðeins vilj
að fá áheyrn hjá íorsætisráð-
herranum. Þá benti hann okkur
á það, að ef við vildum fá við-
tal við forsætisráðherrann ætt-
um við að leggja beiðni um
það fyrir innanríkisráðherrann.
Ákváðum við nú að fara til
innanríkisráðherra á þriðjudags
morgun.
y^n áður en það gæti orðið
gerðist alvarlegri atburður.
Sterkt lögreglulið, a.m.k. hundr
að lögreglumenn komu að stúd
entagarðinum kl. 3 aðfaranótt
briðjudagsins og umkringdu
hann. Við vorum auðvitað allir
í fasta svefni, en lögreglumenn
irnir gengu til þeirra herbergja
þar sem stjórnarmeðlimir stúd
entafélags okkar bjuggu. Við
vorum svo heppnir að búlg-
arskir vinir okkar höfðu varað
okkur við, að við mættum eiga
von á heimsókn lögreglunnar,
Þess vegna höfðu fimm stjórn
armeðlimir falið sig í öðrum
herbergjum. En tveir þeirra
voru í rúmum sínum, Matthews
frá Togolandi og Daniel Orfah
frá Nigeríu. Handtók lögreglan
þá og sagði þeim að hafa hljótt
um sig er þeir voru leiddir burt
með valdi. En Matthews hróp-
aði hástöfum er hann var leidd
ur burt: — Ég hef verið hand
tekinn og er leiddur burt, en
ég stend sem fyrr með afríska
stúdentafélaginu. „Við hróp
hans vöknuðum við og þegar
við litum út um gluggann og
sáum að húsagarðurinn var full
ur af lögreglumönnum.
Lögreglan leitaði ekki í öðr-
um herbergjum, en það má í-
mýnda sér, að okkur varð ekki
svefnsamt það sem eftir var
nætur.
Ijegar kom fram á morgun á-
kváðum við í sameiningu,
að okkur væri orðið óvært í
Búlgarfu. Þess vegna ákváðum
við að pakka niður í ferðatösk
ur okkar og skyldum við síðan
ganga allir í hóp með ferðatösk
urnar til menntamálaráðuneyt-
isins og sýna þar með að við
værum staðráðnir í að fara úr
landi. Við ætluðum að krefjast
þess í ráðuneytinu að félögum
okkar yrði sleppt úr fagelsi þeg
ar í stað, ef það fengist ekki
fram ætluðum við að krefjast
þess að fá þegar vegabréf og
farmiða burt úr Búlgaríu. Við
héldum saman sem eimt maður
og lögðum af stað rúmlega 200
afrískir stúdentar frá 21 Af-
ríkulandi. Þar var snjókoma og
skaflar á Lenin-stræti.
Við höfðum farið langleiðina,
þegar við sáum allt í einu mörg
hundruð jeppabíla koma að okk
ur úr öUum áttum og út úr
þeim stukku sennilega 6—7
hundruð vopnaðir lögreglu-
menn, sem umkringdu okkur.
Öll umferð stöðvaðist en lög-
reglumennirnir og flokkur ó-
einkennisklæddra borgara réð-
ist að okkur með kylfuhöggum
og barsmíðum. Þeir börðu af-
rísku stúlkurnar í hópnum engu
siður en piltana. Stúdína ein
frá Togolandi fékk slíkt högg
á andlitið að blóðið streymdi
úr nefi og munni hennar, marg
ir aðrir stúdentar meiddust
sumir alvarlega.
Síðan var gengið að því að
handtaka okkur og sérstaklega
stjómarmeðlimi félags okkar.
Búlgaskir stúdentar komu og
bentu Iögreglunni á stjórnar-
meðlimina og þeir voru hand-
teknir hver á fætur öðrum. En
þegar þeir bentu á Tawia var
okkur nóg boðið og við mynd
uðum þétta skjaldborg honum
til verndar. Sú skjaldborg rið-
laðist ekki fyrr en lögreglan
rauf hana með miskunnarlausri
atlögu.
AIls voru 50 afrískir stúdent
ar handteknir og lokaðir í fang
elsi, en næsta dag var öllum
sleppt nema stjómarmeðlimun-
um
, Eftir að Allen W. Dulles dró
v sig í hlé sem yfirmaður leyni-
. þjónustunnar hefur hann ekki
* hikað við að Iáta sfna skoðun
, á hlutunum í ljós — og hann
hefur sérstakt dálæti á að tala
| um Kúbu-vandamálið, sem
hann átti þó sinn þátt f að
:l gera.
En Bandaríkjamenn eru ekki
> sérlega hrifnir af siðasta spá-
dómi hans:
— Kúbuvandamálið? segir.
hann. Bjartsýnismenn halda
: að við þurfum að burðast með
það i hálft ár, bölsýnismenn
reikna með sex árum en ég
geri ráð fyrir 60 árum.
X
Richard Nixon fyrrverandi
varaforseti Bandaríkjanna virö
ist ekki geta verið án þess að
koma opinberlega fram .Eftir
kosningaósigurinn í Kalifomíu
sagði hann að nú væri öllu
því Iokið hjá honum sem héti
að koma fram opinberlega —
en nú segir hann að hann sé
fús til að haida fyrirlestra um
stjómmálaleg og efnahagsleg
vandamál.
Og hann var tekinn á orðinu.
Eitt af hinum stóru sjónvarps
félögum í New York hefur ráð
ið hann til að tala um stjóm
mál í vinsælasta þætti sjón-
varpsins.
X
Nýlega var sjónvarpsviðtal í
BBC við Paul Getty, olfukóng-
inn og ríkasta mann hcims.
— Hvað ætti maður eigin-
lega að gefa manni, sem hefur
allt í þessum heimi?, var spurt.
— Tja, svaraði Getty, smá-
grein í mannkynssögunni væri
ágæt gjöf. Annars er mfn heit-
asta ósk að ég væri ekki alveg
svona leiðinlegur. Ef til viil er
það vegna þess að það virð-
ast allir þekkja mig og taka
eftir mér. Ég öfunda litla kaup
sýslumanninn sem er óþekkt-
ur. \.
— Og hvað kallið þér „lit-
inn“ kaupsýslumann, herra
Getty?“
— Mann, sem græðir um 10
milljónir á ári. (Það er það
sem Getty græðir á einum
degi).
— Og þegar maður hefur
nú svona miklar tekjur —
hvernig er þá hægt að eyða
þeim?
— Það hugsa ég aldrei um.
Ég hugsa bara um að græða
melra.
— En er nú ekki sagt: „Þú
getur ekki tekið það með
þér“
— Jú, og það er alveg á-
gætt. Auramir yrðu þokkateg
byrði hinum megin.