Vísir - 28.03.1963, Síða 9
V í S IR . Fimmtudagur 28. marz 1963,
• -I
jjga
TjAÐ er mjög vel til fundið
hjá Þjóðleikhúsinu að frum
sýna Andorra eftir Max Frisch
á hinum alþjóðlega leikhúsdegi.
Leiklistin er alþjóðleg listgrein
og Andorra er gott dæmi um
stefnu hinnar nýju kynslóðar
leikritahöfunda sem sífellt leit-
ast við að ávarpa allt mannkyn
ið í verkum sínum, draga heims
myndina saman í hnotskurn.
Þeir sneiða hjá allri staðfærslu,
leikrit þeirra gerast raunar hvar
sem er. Tilgangur þeirra er ekki
fyrst og fremst sá að segja á-
horfendum ákveðna sögu heldur
verða orðin og athafnirnar leið-
sögn til nýrrar víðáttu sem birt
ist handan sögunnar i leiknum
og gerir hann ^ð ákveðnum
boðskap. Nútímaleikritun er
meðvituð tilraun höfundar-
ins til þess að hafa áhrif á
manninn, mannkynið, til hins
betra. Þannig er leiklistin orð-
in áhrifamikið afl í baráttunni
fyrir bættum heimi. Leikhúsið
er predikunarstóll nútímans.
j Andorra er tekið fyrir eitt-
hvert alvarlegasta vanda-
vandamál mannkynsins: kyn-
þáttafordómar. Ungum dreng er
sagt að hann sé Gyðingur. Af
þeim sökum er hann ofsóttur,
hrakinn og smáður. Þetta verð-
ur honum veruleiki og óum-
breytanlegur sannieikur: hann
er Gyðingur. Þegar drengurinn
fær svo loksins að heyra sann-
leikann um sjálfan sig er það
orðið of seint. „Hversu marg-
an sannleik hafið þið?“ segir
hann þegar honum er sagt að
hann sé ekki Gyðingur heldur
sonur kennarans. Hann er orð-
inn Gyðingur í hjarta sínu og
því verður ekki breytt. Prestur-
inn kaþólski hafði áður sagt
honum að hann yrði að taka
það á sig að vera Gyðingur,
nú segir pilturinn við prestinn
að hann verði að taka Gyð-
inginn á sig. Sjálfur getur hann
ekki breytzt úr þessu. Hin forna
lygi er orðin að veruleika.
pRESTURINN kaþólski tekur
ekki á sig Gyðinginn frem-
ur en aðrir. Þegar pilturinn er
sakaður um morð er presturinn
sá eini sem getur sannað sak-
leysi hans en hann bregzt og
kýs að þegja. Hann þorir ekki
að ganga í berhögg við almenn-
ingsálitið. Eftir á þegar piltur-
inn hefur verið drepinn vitna
borgararnir um sakleysi. sitt.
Þeir harma mjög að þetta skyldi
gerast en segjast einungis hafa
effir Max
Frisch
leikstjóri
Walfer
Firner
verið áhorfendur og ekkert get-
að gert. En biturleiki höfund-
arins birtist í því að þeir harma
atburðinn raunverulega aðeins
vegna þess að drengurinn var
þrátt fyrir allt ekki Gyðingur.
Annars hefði þeim svo sem stað-
ið á sama. 'dúi
TVf'enn hafa ugglaust tilhneig-
ingu til þess að áiykta sem
svo að Max Frisch sé þarna að
ritið alþjóðlegt og varanlegt
gildi meðan kynþáttafordómar
eru til í veröldinni. En snilld
verksins kemur fyrst og fremst
fram í því hversu beitt ádeilan
er og óhugnanlega lifandi. And-
orra er hreint meistaraverk og
sá maður sem ris ósnortinn á
fætur að sýningu lokinni hlýtur
að bera stein í hjarta stað. Og
höfundur nær áhrifum sínum
þótt hann geri ekkert til þess
að koma á óvart, þvert á móti
segir hann áhorfendum fyrir-
fram hvað muni gerast. Gildi
verksins er nefnilega ekki fólg-
ið í atburðarásinni heldur þung-
anum, veruleikanum og þeirri
ljóðrænu fegurð sem höfundi
tekst að birta þrátt fyrir ó-
hugnanlegt raunsæi. Höfundur-
inn varpar fram spurningum
sem hver og einn verður að
svara fyrir sig: hvernig hefðum
við brugðizt við? Hefðum við
tekið á okkur Gyðinginn? Hefð-
um við gætt bróður okkar? Eða
hefðum við beygt hjá eins og
Pétur Gautur og kosið auðveld-
ari leiðina: að horfa á, hafast
ekki að, vera nytsamur sakleys-
ingi, lenda ekki í vandræðum?
Hefðum við þorað að mótmæla
eða hefðum við fylgt fjöldanum,
þessu samfellda flóði af hug-
ieysi einstaklinganna?
1 ariÍEbne! lií 5* .ri a:r:oA
T eikstjórn próf. Walters
Firners er mjög styrk, ör-
ugg og vandlega unnin. Andi
hans svífur alls staðar yfir
beina spjótum sínum gegn naz-
istum en ádeilan er miklu víð-
tækari en svo. Gyðingahatur er
miklu eldra fyrirbæri í veraldar-
sögunni en nazisminn þótt hans
hlutur sé verstur. Auk þess er
Andorra árás á alla kynþátta-
fordóma þótt dæmi sé tekið af
Gyðingi. Þess vegna hefur leik-
vötnunum og hann blæs lífi i
hvert atriði og nýtir möguleika
verksins til fulls. Það er ekki
siður hinna nýrri leikritahöf-
unda að einskorða túlkun
verka sinna og þar af leið-
andi hafa leikstjórar mikið
frelsi. Þetta frelsi notar
Firner mjög skemmtilega með
Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld.
atriðum sérri vifðast srriá
en hvessa , ádeilu - höfundarins
til muna eins og til dæmis
þegar hann lætur prestinn
hætta við að gera krossmark
fyrir Andra — því vitanlega
getur kaþólskur prestur ekki
gert krossmark fyrir Gyðingi,
að minnsta kosti ekki maður
sem er „kristinn að atvinnu"
eins og faðir Benedikt. Ég get-
varla hugsað mér að hægt sé að
setja Andorra á svið hér með
meiri árangri en Walter Firner
nær en ætti ég að finna að ein-
hverju væri það helzt, að ef til
vill mætti segja að ná hefði
mátt meiri ógn í Gyðingaskoð-
unina. Þá má deila um val í
tvö hlutverk. Verður vikið að
því síðar en raunar er það ó-
hægt um vik af því maður veit
ekki að hve miklu leyti hann
Á torginu i Andorra: Gisli Alfreðsson, Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinnsson, Lárus Pálsson, Gunnar Eyjólfsson, Baldvin Halldórsson
og Jón Sigurbjörnsson.
hefur ráðið hlutverkaskipun.
En ég vil undirstrika ótvíræð-
an sigur leikstjórans.
^ndri, hinn ógæfusami pilt-
ur, er afbragðsvel leikinn
af Gunnari Eyjólfssyni, sem
leikur af ógleymanlegri hlýju
og ást á viðfangsefni sínu.
Honum tekst fullkoml,ega að ná
aldri piltsins og skilur örlög
hans. Og honum tekst að setja
sig svo í spor Andra að hann
lifir hann á sviðinu. Leikur
hans er sönn list. Hitt er svo
annað mál að svo lítur út sem
Þjóðleikhúsið ætli hreinlega að
ganga af Gunnari dauðum á
þessum vetri. Hann hefur far-
ið með hlutverk Péturs Gauts
sem er eitt erfiðasta' hlutverk
sem til er. Jafnframt setur
hann Dimmuborgir á svið og nú
bætist Andri við. Auk þessa
setti hann „Frænkuna" á svið
og lék í „17. brúðunni". Þjóð-
leikhúsið má ekki níðast þannig
á beztu iistamönnum sínum.
Það á að vaka yfir heill ■ þeirra
í stað þess að reyna að eyði-
leggja þá.
Kristbjörg Kjeld leikur Bar-
blin einnig af mikilli list en
henni tekst kannski ekki eins
að ná unglingsaldrinum og
Gunnari. Hún verkar þroskaðri
en hann. Leikur hennar nær há-
marki i lokaatriðinu þegar Barb
lin í geðveiki sinni reynir að
kvitta yfir syndir landa sinna.
Innlifun hennar er þá slík að
sjaldgæft er að sjá þvílíkan
'leik hér. Ég hygg að Kristbjörg
hafi hér náð lengst í list sinni
til þessa.
^ndorrarnir eru sundurleitt
fólk og misjafnlega skapað
af höfundi sínum. Skemmtileg-
asti náunginn meðal þeirra er
vafalítið héraðslæknirinn og
Lárus r ' -,on túlkar þennan
dæmigerða hugleysingja og
kjaftaskúm af dæmafárri leikni.
Framhald á bls. 10.
Þióðleikhúsið:
ANDORRA