Vísir - 19.04.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 19.04.1963, Blaðsíða 5
V í S IR . Föstudagur 19. apríl 1963. ■I ______________________5 tfn'- iffMMMMMfBIHMMMBMBMMi HERSVEITIR FRA N- VIETNAM STREYMA TIL LAOS Maria Maack. í bandiyískum fréttum segir, að dragi að lokaúrslitum á Krukku- sléttu og hersveitir frá Norður- Vietnam streymi þangað. Horfur eru taldar svo alvarlegar í Laos, að borgarastyrjöld kunni að bjótast út þá og þegar, en þó mun verða gerð ný tilraun i dag til þess að koma á nýju samkomu- (»---------------------------------- lagi um vopnahlé, en Pathet Laos liðið rauf hið fyrra. I seinustu fréttum frá Vienenti- ane segir, að Pathet Laos liðið hafi tekið Pongsovan á Krukku- sléttu, og er þá ófallin aðeins höf- uðstöð hlutlausa liðsins við forustu Kong Le hershöfðingja, en í gær bárust fréttir um, að hún væri umkringd. Höfuðstöðin og flug braut við hana er í aðeins 10 km. fjarlægð frá Pongsovan. Það var talið líklegt í gær, að Souwana Phouma forsætisráðherra stjórnarinnar, muni gera nýja til- raun til sátta í dag og fara þeirra erinda til Krukkusléttu ásamt sendi herrum Breta og Sovétríkjanna. Dean Rusk utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur neitað ger- samlega ásökunum kínversku stjórnarinnar, að Bandaríkin hafi spillt friðinum í Laos, — kínversk: ir kommúnistar noti þetta að yfir- skini, en standi á bak við Pathet Laos, svo og kommúnistar í Norð- ur-Vietnam. Hann lýsti yfir fullum stuðningi við Genfarsáttmálann, sem átti að tryggja hlutleysi Laos og frið. Maria Maack endurkjör inn formaður Hvatar Mánudaginn 8. april sl. hélt sjálfstæðiskvennafélagið „Hvöt“, aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu. Formaður félagsins María Maack setti fundinn, er hófst kl. 8,30 e.h. Formaður gaf ýtarlega skýrslu um störf félagsins á liðnu starfs- ári. Störf félagsins á árinu voru með ágætum, margir fundý haldn ir, bæði fræðslu og skemmtifund- ir. Eihnig var farin ánægjuleg ferð á sl. sumri. Gjaldkeri gaf yf- irlit urn fjárhag félagsins, höfðu konur unið ötullega að fjársöfnun með bazar og hlutaveltu. Þá gáfu starfandi nefndir innan félagsins skýrslur um störf sín, höfðu þær allar starfað af mikl um dugnaði. Þá var gengið til stjórnarkjörs. María Maack var einróma endur- kjörinn formaður félagsins. Einnig var öll stjórnin endur- kjörin I einu hljóði, en hana skipa: Ásta Björnsdóttir, Ásta Guðjóns- dóttir, Auður Auðuns, Gróa Péturs Sögusagnir — Framhald -.1 bls. 1. togari Bæjarútgerðarinnar hafi átt að farast í óveðrinu, heldur margir. Þegar búið var að bera eina söguna nógu kröftuglega til baka, komst saga um ann- an togara — jafn tiihæfulaus — á kreik. Þannig áttu fjórir togarar að hafa farizt, þeir Ing- ólfur Arnarson, Þorsteinn Ing- ólfsson, Jón Þorláksson og Pét- ur Halldórsson. En þetta er ekki nein ný bóla, sagði Þorsteinn Arnalds. Þetta hefur skeð í nærri hverri óveð- urshrotu um tveggja eða þriggja undanfarinna ára skeið, þangað til í fyrra, að þessi orðrómur snögglega hætti, eftir að Þor- steinn hafði getað rakið sögurn- ar til ákveðinna manna hér í borg og hótað þeim lögsókn ef þeir hættu ekki þessu illkvittn- islega fleipri. Annar þeirra hafði þá afsökun að hann hafi heyrt þetta í strætisvagni! Þorsteinn kvaðst og vita þess dæmi frá fyrri árum, að tilsvarandi sög- ur hafi verið raktar til ðkveð- inna manna og þeir orðið að standa skil orða sinna frammi fyrir dómstólum. Nú hafa þessar illkvittnislegu sögusagnir um skipstapa hjá Bæjarútgerðinni legið niðri um nokkurt skeið, þangað til að þær gusu allt í einu upp í óveðrinu í páskavikunni. Þorsteinn Arn- alds kvað greinilegt að þessum sögum væri komið á kreik af ákveðnum vilja, hins vegar kvaðst hann ekki fá skilið hvað lægi bak við þvílíkan hugsana- hátt, þarna væri um undarlegt sálrænt fyrirbæri og sjúkleika að ræða. dóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Helga Marteinsdóttir, Jórunn ísleifsdótt- ir, Kristín Magnúsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Lóa Kristjánsdótt- ir, Ólöf Benediktsdóttir, Ragnhild- ur Helgadóttir, Soffía Jacobsen, Valgerður Jónsdóttir. Endurskoðendur voru kosnir Brynhildur Kjartansdóttir og Sess elja Konráðsdóttir. Varð úti Rétt fyrir hádegi í fyrrad. fannst miðaldra maður, sem orðið hafði úti f miðri Reykjavíkurborg. Maður þessi fannst rétt fyrir vest an Sænska frystihúsið. Hann hef- ur sýnilega lagzt þar fyrir og sofn- að, en síðan hefur snjóað yfir hann og hann króknað. Ekki verður vit- að með öruggri yissu, hve lengi maðurinn hefur legið þarna, en þó a. m. k. næturlangt ef ekki lengur. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni i morgun var hinn látni 57 ára gamall, bú- settur utanbæjar, en kom næsta oft til Reykjavíkur og drakk þá jafnan mikið. —- Hefur lögreglan nokkrum sinnum haft afskipti af honum sökum drykkjuskapar hans. Hann lætur eftir sig konu, börn og aldraða móður. Lífskjörin Framh. af bls. 1 vildu Framsóknarmenn sem minnst tala. Enn kom þar fram að hið eina úrræði þeirra í efnahagsmál- um er að lækka vexti, þótt þeir viti fullvel að slík vaxtalækkun er ekki nema lítið brot af þeirri byrði, sem atvinnuvegunum var sköpuð með kauphækkunum, sem orðið hafa undanfarin missiri. Þórarinn Þórarinsson gerði mjög villandi samanburð á timalaunum við vinnu hér og á Norðurlöndum og dró af því ályktanir að lífskjör væru verri hér en annars staðar. í heild má segja að málflutning stjórnarandstöðunnar hafi einkennt málefnaskortur. Nóg var um gagn- rýnina, en hvergi bólaði á úrræð- um til lausnar vandamálum þeim. sem þjóðin á við að etja. Aflsnn ú Akranesi 7100 fonn Aflinn iagður á land á Akranesi 1.—15. apríl nam 1135 tonnum í 130 sjóferðum, en heildarafiinn frá áramótum til 15. þ. m. var 7800 tonn í 801 sjóferð. Hæstur er Sæfari með 603 tonn, næstur Sigurður með 608 og þriðji Anna með 588. lögrn um lokuifartmus lugður frum / Tillögur Sigurðar Magnússon- ar og Páis Líndals um breyttan Iokunartíma sölubúða voru lagð- ar fram í borgarstjórn Reykja- víkur á fundi hennar í gær. Með þeim fylgdu umsagnir þrettán aðila, sem málið snertir. Geir Hallgrímsson borgarstjóri gat þess að tillögumönnum hefði verið falið að ræða við fulltrúa verzlunarmanna um málið, en umsögn þeirra var sú eina, sem ekki tók efnislega afstöðu til málsins í einstökum atriðum. Þeir, sem sendu umsagnir, voru Bakarameistarafélag ís- lands, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Mjólkursamsalan, Neytendasamtökin, Öryrkja- bandalag íslands, Félag sölu- turnaeigenda, Strætisvagnar' Reykjavíkur, Samband veitinga- og gistihúsaeigenda, Kaup- mannasamtök íslands, Kaupfé- lag Reykjavíkur og nágrennis, Heilbrigðisnefnd, Lögreglustjór- inn í Reykjavík og borgarlækn- ir. Ýmis sjónarmið komu fram í þessum umsögnum. — Verður unnið úr þeim á næstunni, og er þess ekki langt að bíða að málið verði tekið til umræðu í borgarstjórninni. Skipaður veður- -<?> Hringferðir — s?! öeh .stíiðfsJu . «■ .iviíít/vj rt^ rJh.9'i iö-mv ovi öf: : i / g'--' '"■ ■ ■ Skipaður hefur verið nýr veð- , velli. Hefur hann unnið þar siðan urstofustjóri er taka mun við af : að undanteknu einu ári, sem hann Teresíu Guðmundsson, sem gegnt var við framhaldsnám í Stokk- hefur þvi starfi undanfarin ár. Er hólmi. það Hlynur Sigtryggsson veður-! Hlynur tekur við starfi veður- fræðingur. ! stofustjóra 1. júlí n. k. Hlynur er fæddur að Núpi í Dýra ÖxmidsiEsheiði « Framh at l. siöu lestinni og hélt norður á Öxnadals heiði á miðvikudagskvöldið. Komst bann upp á háheiðina en sat þar fastur. Farþegarnir, sem allt voru harðduglegir skíðagarpar, yfirgáfu bílinn og héldu niður í Bakkasel. í gær var hríðin svo svört, að þeir treystu sér ekki að halda áfram og í morgun voru þeir enn kyrrir í Bakkaseli 1 morgun sendi Vegagerðin á Ak ureyri björgunarleiðangur með plógbíl og veghefil og í kjölfar hans fór bílalest, sem ætlaði suð- ur yfir Öxnadalsheiði, en bílalest in, sem veðurteppt var í Varma- hlið, átti að fara í slóðina norður yfir. Enn var skafrenningur í morg un uppi á heiði, en frostlaust orð- ið norður á Akureyri. Vaðlaheiði hefur verið ófær frá því að páskahretið hófst, þó hafa tveir mjólkurbílar brotizt yfir hana á mjög löngum tíma. En jeppar, sem reynt hafa að komast yfir heið ina hafa flestir eða allir gefizt upp og setið fastir. Leiðin norður í Þing eyjarsýslu hefur hins vegar verið fær um Dalsmynni, en þar er mik- il snjóflóðahætta sem stendur og j fáir bílar lagt í þá áhættu. Vegirnir til Grenivíkur og Dal- víkur, sem lokuðust vegna snjóa- laga, hafa nú verið opnaðir aftur og mjólkurflutningar til Akureyrar ganga eðlilega. Á Akureyri eru enn margar göt- ur illfærar eða ófærar vegna skafla, en aðalgötur hafa hins vegar allar verið mokaðar. Hlynur Sigtryggsson firði árið 1921, sonur Sigtryggs Guðlaugssonar prests og skóla- stjóra þar. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, stund aði síðan nám í veðurfræði við Cali forníuháskóla og lauk þaðan mast- ersprófi árið 1946. Sama ár hóf hann störf við veðurstofuna í Reykjavík. Þar starfaði hann til 1952, en var þá ráðinn deildarstjóri við veðurstofuna á Keflavíkurflug- Ný byltingartilraun hefur verið bæld niður i Argentínu. Bryn- varðar bifreiðar fara um götur Buenos Aires. — Gerðar hafa verið 3 miklar byltingartilraun- ir í Argentínu undanfarna 14 mánuði og margar minni. Framhald af bls. 1. frá Reykjavík til ísafjarðar, Ak- ureyrar, Egilsstaða, Hornafjarð- ar, Fagurhólsmýrar og þaðan aftur til Reykjavíkur. Á tíma- bilinu 1. júní til 1. sept. verður farmiði allan hringinn seldur á 2 þús kr. Ferðafólkið getur stig- ið af á hvaða stað sem það kýs og dvalizt þar um sinn og haldið hringferðinni áfram seinna. Er þess er vænzt að þessar ferðir verði t.d. vinsælar hjá erlendum ferðamönnum. Annars er sumaráætlun í höf- uðdráttum hagað með svipuðum hætti og í fyrra. Viðkomustað- irnir verða þessir: Akureyri, Kópasker, Þórshöfn, Sauðár- krókur, Húsavlk, ísafjörður, Vestmannaeyjar, Fagurhólsmýri, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir, Hella og Skógapndur. Sumarfargjöldin sem voru tek- in upp í fyrrasumar á nokkrum flugleiðum ganga í gildi 1. júní og til 30. sept. Eins og venjulega fjölgar flug- ferðum mjög með sumrinu. Nokk ur dæmi: Til Akureyrar verða þrjár ferðir daglega á mánudög- um, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum, en tvær ferðir aðra daga. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir virka daga og ein á sunnudögum. Til Egilsstaða verða átta ferðir í viku, til Horna fjarðar fjórar og Fagurhólsmýrar þrjár, svo nokkuð sé nefnt. Dott í Tjörnina I gær brast ísinn á Reykjavíkur- tjörn undan pilti, sem var á ferð eftir Tjörninni og fékk pilturinn kalt bað. Ekki þurfti samt að sækja hjálp honum til aðstoðar, þvf hann komst af sjálfsdáðun upp og ekki vitað til að honum hafi orðið meint af volkinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.