Vísir - 19.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 19.04.1963, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Föstudagur 19. aprfl 196S. VISIR Dtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og s^greiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. - Simi 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Framsókn magnaði verðbólguna Hver ber ábyrgð á verðbólgunni í Iandinu? Forsætisráðherra, Ólafur Thors, gerði í ljósu máli grein fyrir því í útvarpsumræðunum, að vinstri stjóm- in magnaði hana og hljóp síðan frá vandanum. Her- mann lýsti því yfir að óðaverðbólga væri skollin á og hengiflugið á næstu grösum. En hann hafði engin úr- ræði nema segja af sér. Þessa þurfa menn að minnast nú, er stjómarand- staðan geipar um að ríkisstjórnin eigi sök á verðbólg- unni. Og gengisbreyting var eina ráðið eftir að stjóm Hermanns hafði skilið við krónuna í kaldakoli. Toll og skattatekjurnár nægðu hvergi fyrir uppbótunum. Framleiðslan hefði stöðvazt. Það er því fyrst og fremst framsóknarflokkurinn, sem ber ábyrgð á gengisbreytingunum. Hann skapaði það ástand fyrir 1958 og aftur í verkfallinu 1961, sem gerði þær óhjákvæmilegar. Sú staðreynd má ekki gleymast né týnast í því moldviðri, sem framsóknar- menn reyna nú þyrla upp kringum þessi mál. / fang kommúnista Þá er það orðið fullvíst. Þjóðvamarflokkurinn hefir undirritað sinn eigin dauðadóm. Að vísu hafði þeim dómi að mestu þegar verið fullnægt. Flokkurinn var í andaslitmnum áður en bandalagið við kommúnista kom til. En sáttmálinn kastar rekunum á gröf flokks- ins. Hlutverk hans í íslenzkum stjórnmálum er nú á enda. Má segja að lyktimar hafi verið í samræmi við líf flokksins allt: að hverfa í náðarfaðm kommúnista og gefa þar upp öndina. En það er fróðlegt rannsóknarefni hvers vegna kommúnistar biðluðu svo mjög til hinna fáu þjóðvam- arhræða fyrir þessar kosningar. Skýringarinnar er ekki langt að leita. Það er óttinn við fylgismissi í kosn- ingunum, sem hefir knúið þá til þess hð fara bónarveg að flokki, sem þeir hingað til hafa forsmáð og gert gys að. Og hin nýja þjóðfylking sýnir og annað. Einar 01- geirsson og menn hans lögðust ákaft gegn þvi að flokk- urinn væri útþynntur með þjóðvamarblóði. En þeir máttu sín einskis í þeim deilum og vom ofúrliði bomir af SÍA-mönnum og Lúðvík Jósepssyni. Þjóðfylkingin er því um leið teikn um að völd hinna gömlu Stalinista í flokknum fara óðum þverrandi. Hinir nýju Moskvu- menn hafa slæft branda Einars. En því hlaupa foringjar þjóðvarnar svo ákaft í keltu kommúnista? Orsökin er sú að samstarfið er eina leið- in til þess að Gils Guðmundsson fái ömggt þingsæti og Bergur verði varaþingmaður. En hvað stendur sú sæla lengi? mm KRUSÉFF MISST MÉIRIHLUTA SINN? Jtalskir kommúnistar, sem vom fyrir nokkru í heimsókn austur í Moskva, skýrðu frá því, þegar þeir komu til baka, að þeir hefðu heyrt þrálátan orðróm um það austur þar, að Krúsjeff forsætisráð- herra Sovétríkjanna myndi innan skamms segja af sér og hætta þátttöku í stjómmálum. Frásögn þeirra hefur ekki fengizt staðfest op- inberlega, en verið getur að eitthvað sé til í þess- um orðrómi. Margir at- burðir úr þessu einræð- isríki spyrjast fyrst sem orðrómur austur í Moskvuborg. Það hefur stundum áður ver- ið um það rætt, að Krúsjeff væri heilsutæpur, að hann hefði fengið snert af hjartaslagi og oft hefur hanrí dvallzt langdvölum í sumarbústað sínum við Svarta- hafið til að safna kröftum. En verið getur, að æðstaráð- heyrðu, voru ekki byggðar á heilsuleysi Krúsjeffs, heldur var sagt, að mál hefðu nú skipazt þannig f æðstaráðinu eða mið- stjórn kommúnistaflokksins, að meirihluti fulltrúanna væri orð- inn andvígur Krúsjeff og væri Krúséff nú aðeins um það að tefla að unni og er sagt að þeir hafi fengið aðra fultlrúa, sem eru varkárir og vilja allt til vinna gegn Krúsjeff hefði aukizt í Æðstaráðinu vegna deilunnar við kínverska kommúnista. Þar veita honum lausn með fullum heiðri. ítalirnir fréttu, að mótstaðan að lægja deilurnar við Kínverja. Sumum sérfræðingum í Rúss- landsmálum finnst þetta að vfsu ótrúlegt, þvf að hætta hljóti að vera á því að Kínverjar færi sig enn meira upp á skaftið ef Rússar láti undan þeim og heimti þá til sín forustuna í herbúðum kommúnista. En verið getur, að æðstaráð- ið vilji fara einhverja millileið f samningum við Kfnverja, en Krúsjeff hefur gengið svo langt í árásum á Kínverjana bæði á flokksþinginu mikla f Moskvu f eru nokkrir fulltrúar taldir enn vera nálægt gömlu Stalinslín- fyrra og á austur-þýzka flokks- þinginu f Berlfn í vetur, að hann sé ekki talinn vænlegur til að. koma á málamiðlun. ítalimir greina og frá þvf, að margir kommúnistar f Rússlandi séu óánægðir með það að Krús- jeff hefur ekki tekizt að marka sér svið sem hugsjónafræðingur Marxismans. Bækur hafa að vísu verið gefnar út f Rússlandi með ræðusöfnun eftir hann og með tilvitnunum í ummæli hans en allt að einu er ekki litið á hann sem neinn spámann. Hann er all vinsæll meðal rússneskr- ar alþýðu, ekki hvað sízt fyrir gamansemi sfna, smásögur og hnyttileg tilsvör, en spekingur virðist hann ekki vera talinn. Það er litið svo á, að illt sé að una þvf að forustumaðurinn sé ekki Marxískur spámaður og þegar þar við bætist að for- ustumaður Kínverja er hins veg- ar álitinn mikill hugsjónafræð- ingur, þá stendur Krúsjeff illa að vígi. í hópi kommúnista er Krús- jeff jafnvel sakaður um að virða Marxískar kennisetningar að vettugi. Hann er talinn tækifær- issinni og margir Ifta svo á, að hann hafi sveigt kenningar Marxismans alveg eftir sínu höfði, eða jafnvel þverbrotið kennisetningar hans. Krúsjeff situr nú f sumarbú- stað sfnum við Svartahafið og andar að sér hinum ferska blæ vorsins. En er hann aðeins að safna kröftum fyrir næstu átök í stjórnmálabaráttunni? Hann varð 69 ára nú í vikunni og ekki er talið að hann sé neitt alvarlega veikur, þó vitað sé að hann er hjartaveill og eigi í erfiðleikum með lifrina. Ef til vill er hann aðeins að undirbúa brottför sína úr stjórn- inni með heiðri og væntir þess þá að mega eyða ellidögunum f friði við Svartahafið. Kommúnístehrsprakkar í V-Þýzkalandi handteknir Samkvæmt fréttum frá vest- ur-þýzku fréttastofunni hafa 12 forsprakkar kommúnista f V.-Þ. verið handteknir, sakaðir um kommúnistiska starfsemi, en flokkur kommúnista er bannað- ur þar i landi sem kunnugt er. 1 NTB-fréttum segir, að lög- reglan f Hamborg, Slésvík-Hol- stein og Neðra-Saxlandi geri nú gangskör að því, að rannsaka hvort kommúnistar hafi ólög- lega starfsemi með höndum. Við húsrannsóknir hefur fundizt mikið af kommúnistiskum plögg um, en neitað er frekari upplýs- ingum, meðan unnið er að eftir- grennslunum. Vitað er þó, að loftskeytasenditæki hafa verið gerð upptæk, og að meðal hand- tekinna er kona, sem hafði beint radiosamband við Austur-Þýzka land. — í Hamborg voru 5 kommúnistaleiðtogar handteknir er þeir voru að koma af fundi. I'búð hinnar handteknu konu var^ einn aðalsamkomustaður for- sprakka kommúnista f Hamborg. Fyrirskipanir um handtöku voru gefnar af saksóknara ríkisins í Flensborg, sem .pólitísk afbrot' heyra undir. Eftirgrennslanir varðandi starf semi kommúnista hófust með leynd fyrir nokkrum mánuðum. Flcsk Thresher enn ófundið Bandarfska flotamálaráðuneytið hefur opinberlega neitað sann- leiksgildi fréttar um, að flakið af kafbátnum Thresher sé fund- ið. — Blaðir Boston Globe birti frétt um, að það hefði fundizt á 2500 metra dýpi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.