Vísir - 19.04.1963, Blaðsíða 10
10
V í S I R . Föstudagur 19. apríl 1963.
Iðnþingið —
Framhald af bls. 4.
mál iðnaðarsamtakana, að lög
Iðnlánasjóðs yrðu e-1 :urskoðuð
með eflingu sióðsins fyrir augum.
Ber því að fagna hinni nýju lög-
gjöf, er skapar möguleika fyrir
eflingu sjóðsins. Að vísu gera
lögin ráð fyrir nýjum tekjustofni,
0.4% gjaldi, sem innheimtist af
iðnaðinum í landinu og verður
það iagt á sama stofn og aðstöðu
eiald er lagt á skv. lögum frá
1962 um tekjustofna sveitarfé-
lasa. Áður en ákveðið var að
fella gjaldstofn þennan inn í
lögin var haft samráð við stjórn-
ir F.Í.I. og Landssambands iðn-
aðarmanna og töldu stjórnir fé-
laganna sig ekki geta staðið
gegn þvf að Iðnlánasjóður hlyti
þennan tekjustofn. Uppbygging
fjárfestingarlánasjóða atvinnu-
veganna hefur sífellt grundvall-
azt meir á slíkum gjöldum, sem
innheimt eru af viðkomandi at-
vinnuvegum. Þó ýmis rök mæli
gegn því, að útlánageta sjóðanna
sé að verulegu leyti háð inn-
heimtu slíkra gjalda, varð ekki
hjá þvf komizt nú að samþykkja,
að áðurnefnt gjald yrði lagt á
iðnaðinn, ætti efling Iðnlánasjóðs
að haldast í hendur við eflingu
annarra fjárfestingar lánasjóða.
Willys jeppi ’55.
Saab Station ’67.
Opel Kapitan ’56
Citroen ’63, kr. 146.6 þús.
Óskráður.
Ford Consul 55.
Jeppar ’42—’46.
Ford St. Taunus ’55.
Buick St. '52.
Austin A ’49.
Scoda Octavia ’61.
Scoda Octavia ’59.
Opel Caravan ’55.
Comet ’61.
Morris ’60.
Ford '58
Opel Record ’59, vill skipta á
Ford Taunus.
Henry J. ’55, 2 dyra.
Moskvitsh ’61.
Moskvitsh ’55.
Fiat 600 ’58, vill skipta á yngri
bíl.
Chevrolet ’55, mjög fallegur
6 cyl. beinskiptur.
Gjörið svo vel, skoðið bílana.
______Símar 18085 og 19615.
VW—’62 115 þús.
VW—’57 70 þús.
i VW-rúgbrauð ’62 120 þús.
Opel Kapitan ’60 180 þús.
Chevrolet ’55 100 þús.
Chevrolet ’57 100 þús.
Ford ’60 Galexie 200 þús.
Skipti
Ennfremur hundruð ann-
arra bifreiða með ýmis-
konar greiðsluskilmálum.
SKÚLAGATA 55 SÍMt I5iU
Við breytum bílum í peninga
og peningum í bíla.
Komið - Skoðið - Seljið - Kaupið
Höfum kaupendur að nýjum og nýlegum
evrópskum bílum t. d. Taunus, Ford
Anglía, VW, Opel, Volvo, einnig 6 manna
bílum t. d. Ford ’60 Opel Capitan ’60—61
og Benz ’61—’62.
Hringið í sima 23900 og 20788
5 ifaKWKSí'w': vw&m-tnfsm-wma1 aauwiiiWL
Er það gert í trausfi bess, að Iðn-
lánasjóður njóti á hinn bóginn
svipaðrar fyrirgreiðslu af hálfu
hins opinbera hvað útvegun láns-
fjár snertir og fjárfestingarlána-
sjóðir landbúnaðar og sjávarút-
vegs og er þar bæði átt við inn-
lent og erlent fjármagn. Hefur
með lögunum opnast möguleiki
fyrir þvf að svo geti orðið, þar
sem Iðnlánasjóði er heimilað að
taka allt að 100 millj. kr. lán eða
iafnvirði þeirrar fjárhæðar í er-
Iendri mynt, ef árlegt ráðstöfun-
arfé sjóðsins nægir ekki til þess,
að hann geti á viðunandi hátt
gegnt hlutverki sfnu.
★
Umræður og athuganir á
hugsanlegri einhvers konar aðild
íslands að Efnahagsbandalagi
Evrópu komust á s.l. á það stig,
að útlit var fyrir, að einhver á-
kvörðun yrði tekin í þeim málum
innan tíðar. Svo sem kunnugt er,
ritaði viðskiptamálaráðherra
F.f.I. og fleiri samtökum bréf,
þar sem lýst var yfir því, að
þróun samstarfs og samruna
landa Efnahagsbandalagsins og
þeirra Ianda, er stóðu að stofnun
fríverzlunarsvæðis, væri komin á
'■fið "tig. að navðv-nicgt væ.ri
að rfkisstíórnin tski upp við-
ræður vio þau samtök. er hér á
landi hefðu mestra hag -muna að
gæta. Tilnefndi F.f.I. Pctur Sæ-
mundsen sém fulltrúa f nefnd.
sem skipuð var fulltrúum frá
öðrum hagsmunasamtökum. í
framhaldi af störfum þeirrar
nefndar voru síðan skipaðar und-
irnefndir, er kanna skyldu m. a.
vandamál hinna ýmsu atvinnu-
greina frekar. Hóf iðnaðarnefnd-
in störf á s.l. ári og var Þor-
varður Alfonsson fulltrúi F.Í.I. í
henni. Beindust störf þeirrar
nefndar að athugun á vandamál-
um þeirra iðngreina, sem nú búa
við tollvernd og voru samdar
nokkrar skýrslur þar að lútandi.
Hin mikia óvissa, sem upp
kom, er slitnað hafði upp úr við-
ræðum Breta við fulltrúa Efna-
hagsbandalagsins í Briixelles,
hafði hins vegar í för með sér
að störf þessarar nefndar hafa
legið niðri um nokkurn tíma. Á
meðan nefndin starfaði, var sú
ákvörðun tekin, að fá hingað til
landsins fyrir miiligöngu tækni-
aðstoðar O.E.C.D., norskan sér-
fræðing í málum, er varða að-
Höfum kaupendur
Höfum kaupendur að 2, 3, 4 og 5 herbergja íbúðum.
Miklar útborganir.
fostfeigna og ski^cisob
Sfonráðs Ó. Sævolássonoi
Hamarshúsinu 5 hæð (lyfta)
Símar 20465, 24034 og 15965.
HÚSASMIÐIR -
EFTIRLIT
Mann vantar til að hafa eftirlit með byggingu
íbúðarhúss. Upplýsingar í síma 35433 eftir
kl. 18,00.
uð
,;>'-.iiim''/andamál iðnaðarins. Fyr-
ir valinu varð deildarstjóri i
ncr'ka iðnaðarmála rá ðuney ti n ú
/'í kom hann til landsins í marz
’.l. og dvaldi hér eina viku. Átti
hann m. a. viðræðufund með
formanni, varaformanni og fram-
kvæmdastjóra F.Í.I. Hefur hann
nú þegar falið opinberum emb-
ættismönnum upplýsingasöfnun
um iðnaðinn hér á landi og mun
hann vera væntanlegur hingað
aftur i maí og dvelja hér um
mánaðartíma og að því loknu
skila skýrslu um athuganir sínar.
Er því að sjá sem enn sé að
gerast eitthvað í þessurn málum
og mun stjórn, F.I.I. fylgjast vel
með framvindu þeirra á næsjt-
unni.
★
í febrúar s.l. átti Félag ísl. iðn-
rekenda 30 ára afmæli. 30 ár er
ekki langur tími í sögu einnar
þjóðar. Þó geta 30 ár og enn
styttri tími verið æði afdrifarík
í örlögum einnar þjóðar hvort
heldur til vaxtar eða hnignunar.
Við, sem höfum átt því láni að
fagna, að fylgjast með félaginu
frá stofnun þess og til þessa
tíma, séð það vaxa frá sinni upp-
runalegu smæð og umkomuleysi
til þess, sem það þó hefir náð í
dag, getum ekki annað en glaðzt
yfir vexti félagsins og hafa feng-
ið tækifæri til að vera þátttak-
endur í þessari framvindu. Enda
þótt segja megi, að við héfðum
öll kosið, að framvindan hefði
gengið hraðar þá má ekki van-
meta það, sem náðst hefur.
Kóngur vill sigla en byr hlýtur
að ráða. Og sem betur fer sjáum
vér mörg þau áhugamál, er vér
í upphafi sáum í draumsýn og
settum okkur mark að berjast
fyrir, að þau eru tekin að rætast.
Iðniánasjóðurinn er að eflast
og ná að verða iðnaðinum gagn-
leg lyftistöng,
Iðnaðarbanki er kominn á fót
og í vexti.
Félagið hefur nú loks eignazt
sín snotru húsakynni.
Skattalög, eitt af heiztu bar-
áttumálum félagsins hafa verið
færð til lags, enda þótt enn
þurfi við að bæta.
Tollskráin nýja má teljast end-
urbót enda þótt frekari lagfær-
ingar þurfi við.
Skilningur á þýðingu iðnaðins
eykst smámsaman.
Loks eigum við í vændum að
eignast öruggan talsmann iðnað-
arins í sölum Alþingis.
★
Nú eru tímamót í sögu ís-
lenzks iðnaðar. Mörg þau verk-
efni, er félagið tók sér fyrir
hendur að berjast fyrir, hafa
fengið nokkra lausn. En ný við-
fangsefni koma í staðinn. Áfram
skal halda.
Hugmyndir um útvikkun mark-
aða og aukningu og freisi í við-
skiptum þjóða i milli fær nú æ
aukinn hljómgrunn. Þar verður
hver að standa sig á samkeppnis
hæfnisgrundvelli einum. Ef úr
verður verður það efalaust próf-
raun, sem ekki verður án sárs-
auka. Þar á íslenzkur iðnaður
ekki að standa sig verr en aðrar
íslenzkar atvinnugreinar, ef sama
á að ganga yfir alla og engum
úthlutað sérréttindum. En með
skynsemi kemst vart slíkur fé-
lagslegur markaðsbúskapur á,
nema jöfnuð sé aðstaða hinna
ýmsu aðila í hinum mismunandi
löndum.
Lausn rnargra þessara mála
snýr að ríkisvaldinu. Til þess að
fá framgang rnála vorra verðuni
við að eflast að valdi og vinna
málum okkar aukinn skilning út
á við. Þessu náum við aðeins með
að þiappa okkur saman, þétta
raðir okkar og standa einhuga,
ekki nokkur hluti okkar heldur
allir. Þetta bið ég ykkur að bera
í huga. Ég viidi skora á ykkur
að standa allir saman í einhuga
fylkingu um málefni okkar, þvi
aðeins er sigurinn viss.
awAcraaaraMM imi m ■iiiiiii————■
j
Frægt
■jC fó!k
Á bandarísku plötunni „The
First Faniily“ sem eins og
kunnugt er er eins konar skop
stæling af forsetafjölskyldunni
er m. a. báttur frá „toppfundi”
i Hvíta húsinu.
Kennedy
Kennedy forseti leggur
skyndilega til að fundarmenn
taki sér hlé og fái sér sam-
loku og ölglas. Hann spyr fyrst
dr. Adenauer:
— Hvað gætuð þér hugsað
yður að fá?
— Vestræna samloku.
— Og þér hr. Krúsjeff?
Krjúsjeff
— Nú, úr þvi að Adenauer
vill fá vestræna samloku þá
vil ég fá austræna samloku.
— Það höfuð við þvf miður
ekki, herra Krússjeff.
— Úr því að svo er, gefið
mér þá austari helminginn af
vestrænu samlokunni hans
Adenauers.
— Já, sjáum til. Þarna höf-
um við ef til vill loksins feng-
ið eitthvað til að tala um herra
Krjúsjeff, segir Kennedy for-
seti og kinkar kolli.
*
Ótrúlegustu kiúbbar og félög
eru til í Ameríku og einn
klúbburinn hcitir „The Bald
Head CIub“ — klúbbur sköll-
óttra manna. Klúbburinn hefur
hafið baráttu, sem Iiklega mun
brátt breiða sig til annarra
landa: Þeir krefjast þess að
rakarar gefi afslátt þegar þeir
klippa sköllótta menn.
>!■
Eftirfarandi saga er sögð af
hinni stórbrotnu frönsku leik-
konu, Söru Bernhardt.
Er hún var á sýningarferð
í USA til að afla fjár handa
syni sínum iék hún eitt sinn
Kamelíufrúna fyrir kúreka-
flokk í villta vestrinu. En kú-
rekarnir virtust ekkert hrifnir
af listakonunni og höguðu sér
illa.
Gekk þá Sara fremst á svið-
ið og sagði við bá í reiðitón:
— Piltar mínir, ef þið hagið
ykkur ekki skikkanlega, læt
ég mig deyja í öðrum þætti.