Vísir


Vísir - 23.04.1963, Qupperneq 11

Vísir - 23.04.1963, Qupperneq 11
n VÍSIR . Þriöjudagur 23. aprO 1963. borgin í dag Slysavarðstofan I Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring- inn — Næturlæknir kl. 18—8, simi 15030. )) Nætur- og helgidagavarzla vik- una 20.-27 apríl er í Ingólfs- Apóteki. Útivist bama: Börn yngri en 12 ára, til kl. 20.00, 12—14 ára, til kl. 22.00. ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 23. apríl. Fastir liðir eins og venjuléga 18.00 Tónlistartími barnanna 20.00 Elsa Sigfúss syngur. Dr. Páll ísólfsson leikur með á Dóm- kirkjuorgelið. 20.20 Þriðjudagsleikritið: .Ofurefli’ 21.00 Mozart: Hornkonsert nr. 2 Es-dúr K.417. 21.15 Erindi: Þrælahald og hvíldar- dagar til forna. 21.40 Corelli: Concerto grosso nr. 9 í F-dúr. 21.50 Inngangur að fimmtudags- tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. 22.10 Lög unga fólksins • 23.10 Dagskrárlok. ■ SJÓNVARPIÐ Þrlðjudagur 23. aprfl. 17.00 Phil Silvers 17.30 Salute to the States 18.00 Afrts News 18.15 Air Force News Review 18.30 The Andy Griffith Show 19.00 Exploring 20.00 The Real McCoys 20.30 The U.S. Steel Hour 21.30 To Tell the Truth 22.00 Crisis 22.30 Stump the Stars ' 23.00 Lawrence Welk Dance Party Final Edition News ÝMISLEGT Málfundafélagið Oðinn: Skrif- stofa félagsins i Valhöll við Suð- urgötu er opin á föstudagskvöld- um kl. 8.30—10, slmi 17807. A þeim tíma mun stjórnin verða til viðtals við félagsmenn og gjaldkeri taka við félagsgjöldum. Minningaspjöld blómsveigssjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá: Áslaugu Ágústsdóttur, Teiga- gerði 17, Guðfinnu Jónsdóttur, Mýrarholti v/Bakkastíg, Guðrúnu Benedikts, Laugarásvegi 49, Guð- rúnu Jóhannsdóttur, Ásvallagötu 24, f skóverziun Lárusar Lúðvíks- sonar, Bankastræti 5 og i bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti. Tekib á móti Ýilkynningum i bæjarfréttir i sima I 16 60 stiörnuspá morgundagsins Háskólabíó, sýnir um þessar mundir kvikmyndina í kvenna- fans, með Elvis Presley, Stellu Stevens, og Laurel Goodwin. Myndin er ákaflega létt og fjörug, og meðleikarar Presleys prýðilegir. Efni er að vísu ekki stórbrotið, en þokkalega með farið. Þetta er cinkum mynd fyrir ungt fólk, og lftil hætta á að því leiðist mikið. Myndin er af Presley, ásamt. tveimur litl- um kínverja stúlkum, sem sungu og twistuðu með honum. BLOÐ & TIMARIT Nýtt tímarit, „Jörð”, tekið sam- an af Syerri Hób»ars?y«ú: Og Þor- steini Gylfasypii ?em báðir stunda norræn fræði, f Háskóla, íslanda hefir byrjað göngu sfna. Ábyrgðar maður er Sverrir Hólmarsson, en útgefandi er Helgafell. Tímarit þetta fjallar um bók- menntagagnrýni. 1 upphafsorðum segja þeir m.a.: „Hér verður spurninga spurt . . . þessi samantekning, sem hér kemur fyrir hvers manns sjónir heitir ekki „tfmarit um bókmenntir” þaðan af sfður „menningamál”. Andúð okkar útgefenda á slfkri nafngift á ekki eingöngu rætur að rekja til þessara innantómu glamuryrða: bókmenntir, listir, menning, heldur og til hins, að skrifum þeim sem í þessu riti birtast, verður fremur ætlað að fjalla um tal manna um svo kallaðar bókmenritir og listir Slíkum myndum sem þess- ari er hægt að ná f hundraða- tali á hverjum degi, og hvar sem er í bænum. Það er nú óneitanlega dálítið frekt að leggja jeppanum þama, um kínverskum stúlkum, sem en sjálft inntak þessara orða, hvert sem það nú annars er. Efni þessa fyrsta heftis ritsins er: Upphafsorð, Vísa Hildar Hrólfs- dóttur, Sweeney á meðal nætur- gala„,;£pkepnilegir menn, Die kunst iátTárig ..., stund og staður, iitAðventa'Og-'Lokaorð. Hrúturinn, 21: marz til 20. apríl: Hafirðu valið þann kost- innn að leggja út f áhættuna f dag, þá gerðu það á eigin á- byrgð. Hafðu rödd samvizkunn- ar að leiðarljósi. Nokkrir erfið- leikar í fjármálunum fyrirsjáan- legir. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Sneiddu hjá þeim snörum, sem aðrir kunna að reyna að leggja fyrir þig með því að hlýða inn- sæi þíriu. Á þann hátt gæti nokkur hagnaður einnig fallið þér í skaut. Tvíburarnir, 22.maí til 21. júní: Þér er óráðlegt að leggja hart að þér ef þreyta Ieitar á þig. Það kemur fyrir að hugur- inn þarfnast einnig hvíldar. Gerðu ekkert, sem skapað getur öfund annarra í þinn garð. Krabbinn, 22.júni til 23. júlí: Láttu engan leiða þig af réttri braut á sviði fjármálanna, þvf það gæti leitt til tjóns. Haltu leyndarmálum þínum í kyrrþey. Vertu varkár í vali nýrra vina og kunningja. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Forðastu að gera sljjótráðnar ráðstafanir, vegna óþolinmæði. Það tekur oft talsverðan tíma að rannsaka hlutina niður í kjöl inn, en maður finnur venjulega hin réttu ráð á þann hátt. Meyjan, 24. ágúst tiI23. sept.: Alls konar efasemdum kann að skjóta upp f huga þér í dag. Þú þarft að taka þær hverja út af fyrir sig og afsanna, áður en þær ná að skjóta rótaröngum og.grafa um sig f sál þinni. Vogin, 24. sept. til 23. okt.r Dagurinn er heppilegur til að slíta vinskap við þá kunningja þína, sem hafa gengið um of á fjárráð þín að undanfömu. Það er mála sannast að peninga- vinirnir eru lítis virði. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þér hættir til að vera óstað- fastur og ráðþrota, þegar þú mætir mótbárum eða andstöðu. Gefðu þér nægan tíma til að yfirvega málin í ró og næði. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú leysir þau störf sér- staklega vel af hendi, sem þú hefur gaman að. Þú mundir trauðla vera ánægður við störf, sem þarfnast lítillar tilbreyt- ingar. Steingeitin. 22.des. til 20. jan.: Þeir aðilar, sem álíta að þeir hafi áunnið sér trúnaðartraust þitt hafa nokkra tilhneigingu til að misnota sér aðstöðu sfna. Flýttu þér ekki um of við verk- efnin. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Það gæti verið að nær ógerlegt sé.að ná þeim árangri við störfin í dag að þú verðir fyllilega ánægður. Þér ætti að vera ánægjuauki f því að skrifast á við ástvin. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Góðar horfur á sviði fjár- málanna ættu ekki að þurfa að valda því að þú tapaðir haldi á venjulegum hyggilegum að- ferðum. Óhyggilegt að auka út- gjöldin áður en teknanna er aflað. m. Desmond: Nú er mér öllum lokið. Þorpari: Heyrir þú eitthvað? Jack: Ekkert nema bárugjálfur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.