Vísir - 29.04.1963, Síða 3

Vísir - 29.04.1963, Síða 3
V í S IR . Mánudagur 29. apríl 1963. 75 Rætt við Landsfundarfulltrúa: Fjörmikið athafnaiíf um alit land Á laugardaginn birtust í Vísi nokkur stutt viðtöl við athafna- menn utan af landi, fulltrúa á Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Þar lýstu þeir í fáum orð- um helztu framkvæmdum, sem stóðu yfir í héruðum þeirra, voru fyrirhugaðar eða nýlega var lokið við. Fréttamaður Vís- is hitti fjóra Landsfundarfull- trúa nokki-u síðar og ræddi stuttlega við þá um sömu efni. Bar þar allt að sama brunni og f hinum fyrri samtöium: í hér- uðum þeirra og bæjum er mikil atvinna — miklar framkvæmdir. Árni Jónsson. Stórbyggingar á Akureyri Fyrst var rætt við Árna Jónsson, tilraunastjóra á Akur- eyri. Hann drap á framkvæmdir í höfuðborg Norðurlands og sveitinni í kring. — Þar er feiknarlegur hug- ur í mönnum hvað byggingar- mál snertir. Úthlutað hefur ver- ið fleiri lóðum á Akureyri, frá áramótum, en nokkru sinni fyrr. Ýmsar stórbyggingar eru í smíðum og má þar m. a. nefna nýtt Sjálfstæðishús, samkomu- og veitingahús, sem væntanlega verður opnað um miðjan júní. Á vegum bæjarins eru einnig miklar byggingarframkvæmdir. Nefna má viðbyggingu við gagnfræðaskólann, elliheimili, sem var tekið í notkun á sl. ári, það er fyrir 30 vistmenn. Nú um páskana var opnað skíða- hótel í Hlíðarfjalli og dvöldust þar um hátíðarnar nær 200 gestir. Úr héraðinu f kring er ýmis- legt að frétta. Mjólkurframleiðsl an þar jókst á sl. ári um 5—6%. Þar er meira um framkvæmdir en undanfarin ár. Vélakaup verða meiri hjá bændum þetta ár en áður. Búin eru orðin stór og góð og véltækni þar mikil. Árni vék aftur að Akureyri, að iðnaðinum þar sérstaklega: Merkasti iðnaðurinn, sem stofn- að hefur verið til á Akureyri á undanförnum árum er niður- suðuverksmiðja Kristjáns Jóns- sonar & Co. Hjá þessu fyrirtæki hafa starfað allt að hundrað manns. Það er í stöðugum vexti. Verksmiðjan fékk nýja vélasamstæðu fyrir þremur ár- um og hefur gengið mjög vel. Aðalhráefnið er smásild, sem veiðist á Pollinum. Önnur iðn-' aðarfyrirtæki á Akureyri hafa einnig keppzt við að endurnýja hjá sér. En hjá okkur eins og annars staðar er vinnuaflsskortur mik- ill. Það vantar bæði verkamenn og faglærða. Stundum tefst uppskipun við höfnina vegna þess að verkamenn vantar. Þetta stendur auðvitað margri framkvæmdinni fyrir þrifum. Hafnnrbætur á Sigiufirði Baldur Eiríksson, forseti bæj- arstjórnar á Siglufirði varð næst á vegi okkar: Miklar hafn- arbætur hafa átt sér stað á svo- kallaðri Innri Höfn, svo ég nefni einkum opinberar fram- kvæmdir. Endurbætur á Síldar- verksmiðjum ríkisins hafa verið stöðugar, f þessu sambandi má geta endurbóta á síldarverk- smiðju Rauðku. Mikill bygging- arhugur er í mönnum. Fyrirhug- að er að reisa verkamannabú- staði og verið er að byggja nýtt sjúkrahús. Þá má geta fyrsta áfanga eins konar ráðhúss fyrir Siglufjörð, en í þessum áfanga verður bókasafn bæjarins. Bærinn heldur áfram ræktun- arframkvæmdum sínum á Hóli, kúabúi, sem hann rel^ur. Baldur Eiríksson. Siglfirðingar binda miklar vonir við Strákaveg. Nú er bú- ið að ákveða fjárveitingar til hans, svo að það mál er sem sagt á lokastigi. Loks má geta þess að atvinna hefur verið góð og tekjur manna eftir því. Hermann Þórarinsson. Fólk vill flytja til Blönduóss Hermann Þórarinsson, útibús- stjóri á Blönduósi er einn af frambjóðendum Sjálfstæðis- manna f Norðurlandskjördæmi vestra. Hann gat fyrst um ýms- ar framkvæmdir á Blönduósi. — Félagsheimilið er ein stærsta framkvæmdin hjá okk- ur. Verið er að byggja brú með tvöföldunft akreinum yfir Blöndu. Fyrri helmingnum var lokið sl. sumar og verður brúin væntanlega fullgerð í haust. Fyrirhugað er að byg^ja sam- eiginlega byggingu fyrir útibú Búnaðarbankans og skrifstofur Blönduósshrepps og héraðs- bókasafn. Kaupfélagið er byrjað á nýju verzlunarhúsi. Kaupfé- lagið ætlar að reisa verksmiðju til að vinna úr úrgangi frá nær- liggjandi sláturhúsum. Það verð ur þarflegt fyrirtæki. Loks má geta þess að kaupfélagið hefur sett upp fóðurblöndunarvélar. Tvö vélaverkstæði eru á Biöndu ósi og voru þau bæði stækkuð á þessu ári. Plastverksmiðja var reist í fyrra. Rekstur hennar gengur vel, mikil eftirspurn er eftir framleiðslu hennar. Tilfinnanlegur húsnæðisskort- ur er á Blönduósi, hélt Her- mann áfram. Nokkur íbúðar- hús eru í smíðum, en það er alltaf að koma nýtt fólk,, sem vili setjast að hjá okkur. At- vinna er næg — en húsnæði vantar fyrir fólkið, eins og ég sagði. Þvl næst vék Hermann að framkvæmdum bænda með nokkrum orðúm. Hann gat þess að þeir hefðu lagt í allnokkur vélakaup, nýrækt væri talsverð og yfirleitt blómlegt í sveitinni og grózka mikil. Merkilegar lagqsetningar Loks hittum við Sigurð MöIIer, erindreka Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi. Hann bar mikið lof á Ingólf Jónsson landbúnaðarráðherra, sem hann kvað hafa undirbúið og fengið samþykktar ýmsar lagasetningar er væru bændum ómetaniegar, ekki aðeins bænd- um á Suðuriandi heldur um alit land. — Þær snerta þjóðarhag, sagði Sigurður, og eru mjög þýðingarmiklar sem slíkar. — Þá hefur hið opinbera haldið áfram að auka við- vatnsaflsstöðvarnar, sem fá orku sína úr vatnsaflsstöðvum Árnessýslu. Verið er að bæta við einni vatnsaflvélinni ennþá í Sogsvirkjunina, við Irafoss. Framsóknarmenn eigna sér þessar framkvæmdir allar sam- an, sagði Sigurður, einnig þessa nýju viðbót, en öllum má vera ljóst að það var Sjálfstæðis- flokkurinn sem hrinti þessari síðustu framkvæmd af stað og hefur iengst af öllum flokkum á íslandi og bezt barist fyrir rafvæðingu landsins. Sigurður Möller. Farfuglar fá háseignma Víði■ velli fyrir Það mun fyrir nokkru hafa verið afráðið að Farfugladeild Reykjavík ur fengi húseignina Víðivélli við Sundlaugaveg til afnota fyrir gisti- heimili í sumar. Áður hafði komið til tals að Farfuglar fengju ásamt Æskulýðs- ráði Reykjavíkur, húseignina Höfða til umráða, en af því varð þó ekki og þess í stað hafa borgaryfir- völdin látið Farfuglum Víðivelli í té a. m. k. um óákveðinn tíma. Hér er þó aðeins um tímabundna lausn að ræða, því að þetta hús- næði á að rífa áður en langt um líður. Það hefur því komið mjög til álita að félagið festi kaup á hent ugri húseign, þar sem það verður erfiðara með hverju árinu sem líður að notast við bráðabirgðahús næði. Þetta mál er nú til athug- unar hjá Farfuglum. Þeir munu eiga skuldlausa eign að ’verðmæti um 14 millj. kr. og tekjuafgangur s. 1. árs nam um 43 þús. kr. Starfsemi Farfugladeildar Reykja víkur hefur aukizt mjög hröðum skrefum undanfarin ár. Þá hefur þátttaka í ferðum og skemmtunum félagsins og fjöldi gistinátta er- lendra manna á vegum þess farið ört vaxandi. En gistingar útlend- inga eru orðnar svo margar á sumrin að Farfuglar hafa orðið að ráða fastlaunaðan umsjónarmann við gistiheimilið, sem það hefur til þessa haft I Austurbæjarskólanum. Á s. 1. sumri efndu Farfuglar til 21 ferðar víðs vegar um land, en þó einkum um nágrenni Reykjavíkur. Þátttakendur voru rúmlega 560, og svarar það til þess að 2? þátt- takendur hafi verið í hverri ferð til jafnaðar. Gistingar útlendinga í gistiheim- ili Farfugla í Reykjavlk voru sam- tals 204Ö á s. 1. sumri, og er það 300 gistingum fleira en sumarið 1961. Það sumar gistu I’slendingar 1600 nætur I erlendum farfugla-. heimilum. I nágenni Reykjavíkur á Farfugla deild Reykjavíkur tvö gistiheimili, Heiðarból skammt frá Lögbergi og Valaból I nágrenni Kaldársels. Þau i hafa hvort um sig verið starfrækt l um 20 ára skeið. i Farfugladeild Reykjavíkur hefur j nýlega sent frá sér áætlun um sumarferðir^, en samkvæmt henni 1 eru rúmlegá 20 ferðir áætlaðar um : helgar, og þrjár langferðir fyrir sumarleyfisfólk. Sú fyrsta verður ' dagana 13.—21. júlí I Þórsmörk. Þar verður dvalið I viku, og efnt til gönguferða um nágrennið. Dagana 20.—-28. júlí verður farið I Arnarfell hið mikla og gengið á Arnarfell, Arnarfellsmúla, I Nauthaga og gæsa i verin. Ennfremur verði farið á Há- I göngur, I Eyvindarkofaver, og að | Hrauneyjafossi ef tími vinnst til. Síðasta sumarleyfisferðin verður 7. — 18. ágúst I óbyggðirnar vestan , Vatnajökuls, I Veiðivötn, Tungár- botna á Keriingar og Sveinstindum Fögrufjöll I Grasver að Útfalli.Gert er ráð fyrir að dvelja 3—4 daga við Langasjó, en síðan haldið I Eldgjá og loks um Fjallabaksveg syðri 'til Reykjavíkur. Formaður Farfugladeildar Reykja víkur er Ragnar Guðmundsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.