Vísir - 07.05.1963, Page 1

Vísir - 07.05.1963, Page 1
Það hefur nú komið fram við réttarhöldin í Millwoodmálinu að mr. Wood, eigandi togarans, hafði samband við herskipið 'Palliser, eftir að John Smith, togaraskipstjórinn, hafði verið fluttur þar um borð, og ýmist krafizt þess að Smith yrði flutt ur til Skotlands með togaranum Juniper, ellegar hvatt Smith til að gefa sig fram í Reykjavík og mæta þar fyrir dómi. Helgi Hallvarðsson, staðfesti þann framburð mr. Wood, að hann hafði hvatt Smith til að fara til Reykjavíkur, í réttar- höldunum f morgun. Kvaðst Helgi hafa heyrt orðaskipti Mr. Wood við Hunt skipherra eða J3hn Sipith, í talstöðinni, þar sem Mr. Wood hefði hvatt Smith til þess arna. Grímur Jónsson loftkeytamað ur á Óðni, lagði fram í réttinum í morgun, segulbandsupptöku, þar sem væntanlega verður hægt að heyra þau samtöl sem heyrðust í talstöð Óðins og fram fóru manna á milli varð- andi þennan atburð. Verður það eflaust mikilvægur stuðningur f málinu, þótt segulbandsupptök ur sem þessar séu ekki teknar sem fullgildar sannanir. Á myndinni sést Grfmur Jóns son, loftskeytamaður, með segulbandsupptökuna en fyrir aftan hann til vinstri stendur Þórarinn Bjömsson skipherra. Ágætar aflasölur y Segulband í réttinum VISIR 53. árg. — Þriðjudagur 7. maí 1963. — 100 tbl. Tveir togarar seldu f Bretlandi í gær og einn i Þýzkalandi. Tals- verður hluti aflans var ýsa og án efa er það hátt verð á henni, sem af leiddi, að þetta reyndust mjög góðar sölur. Röðuli seldi 142 tonn fyrirl3.364 sterlingspund og var aflinn mest ýsa, en Kaldbakur seldi 144 tonn fyrir 12.580 sterlingspund og var mikill hluti aflans ýsa, en nokkuð af þorski, og skýrir það verðmun- inn. Báðir seldu í Grimsby. Þá seldi Þorkell máni f Bremer- haven samtals 135 tonn og var það ekki allur aflinn, sem togarinn var með. Af hinu selda magni munu hafa verið 15 tonn af sfld og 48 tonn af ýsu og mun það ýsuaflanum að þakka að verulegu leyti að minnsta kosti, að ágætt verð fékkst fyrir ofangreind 135 tonn eða samtals 124.900 mörk. Framhald á bls. 5. Vegir færir til Húsavíkur Vegasamband er sæmilegt frá Reykjavfk og allt norður tii Húsa- vfkur og hvergi teljandi snjór á vegum, að því er fréttaritari Vfsis á Akureyri tjáði f morgun. 1 Skagafirði var nokkur snjó- koma f gær og einhver skafrenning ur, en ekki talið þó að vegir hafi teppzt á aðalieiðum norður. i 1. stýrimaður Óðins staðfestir fyrir rétti: Hunt skipherra lofaði að koma John Smith til fsiands Réttarhöldum í Mil- wood málinu var haldið áfram í morgun og kom fyrstur fyrir réttinn, Helgi Hallvarðsson 1. stýrimaður á Óðni. Stað festi Helgi m. a. að Hunt skipherra á brezka her- skipinu, hefði í viðtali við Þórarin Bjömsson, sagt að hann skyldi sjá til þess að John Smith yrði fluttur til Reykja- víkur. Átti þetta samtal þeirra skip- herranna sér stað í brú Óðins,<r eftir að John Smith, skipstjóri á Milwood hafði verið fluttur yfir f togarann Juniper. Þórar- inn hafði mótmælt þeirri ráð- stöfun og spurt hverju hún sætti og hafði Hunt þá sagt að hann skyldi sjá til þess að Juni- per yrði snúið til Islands með Smith. Helgi kvaðst hafa hlýtt á þetta samtal þeirra Hunt og Þórarins. Ekkert varð úr þessu loforði Hunt eins og kunnugt er, en John Smith fluttur um borð í herskipið Palliser, skip Hunt’s. Eftir það, kvaðst Helgi hafa heyrt í talstöð varðskipsins, samtal Hunt skipherra við ein- hvern mr. Wood í Skotlandi, sem hafði krafizt þess að Hunts, að Smith yrði fluttur aftur um borð í Juniper og með honum Framhald á bls. 5. HELGIHELGAS0N AÐ SLÁ METIÐIVERTIDARAFLA Þa8 þykir nú ljóst, að fiskibátur- Inn Heigi Helgason sem gerður er út frá Patreksfirði ætli að slá ls- landsmetið f aflamagni á vetrar- vertfð. Þegar hann kom f höfn f fyrrakvöid var hann með 40 tonn og við það komst heildarafli hans á vetrarvertíðinni upp í 1340 tonn. Hið núgiidandi íslandsmet setti Binni f Gröf á Gullborginni fyrir nokkrum árum, þegar heildarafli hans komst upp í 1363 og vantar 1 Helga Helgasyni að slá metið. því 23 tonn til Helgi Helgason fór aftur út f gær og mun hann koma til hafnar eftir tvo til þrjá daga. Þá má bú- ast við því að hann verði kominn ! upp fyrir hið gamia met. Skip- Siglt á bryggjuna / þriðja sinn stjóri á Helga Helgasyni er bogi Magnússon, Enskur togari sigidi s.l. sunnu- dagskvöld á olíubryggju Esso á Akureyrarhöfn og olli á henni tals- verðum skemmdum. Togarann sjálfan sakaði ekki neitt. Togarinn heitir Ross Stalk og kom þeirra erinda til Akureyrar að taka olíu. Hvassviðri var og lét togarinn ekki nægilega að stjórn þegar honum var rennt upp að bryggjunni. Rakst stefnið inn í bryggjuna og braut stórt skarð I hana. Sjópróf fóru fram í málinu í gærmorgun og að þeim loknum sigldi togarinn heimleiðis, eftir að hafa sett 600 þús. kr. bótatrygg- ingu. Tjónið hefur þó enn ekki verið metið. Bryggjan, sem togarinn rakst á, hefur orðið fyrir tilsvarandi skakkaföllum áður, en það var í fyrrasumar þegar skip rakst tví- vegis í sama skiptið á bryggjuna og olli þá á henni verulegum skemmdum. Var viðgerð nýlokið þegar óhappið bar að í fyrrakvöld. Bjarni Ólafsson slifnaði upp B.v. Bjarni Ólafsson slitnaði upp frá legufærum f 'gærdag, þar sem hann lá inn á sundum Rak togarann fyrst upp á sker fyrir framan Vatnagarða, losnaði síð- an og var að reka upp í fjöru, þegar dráttarbáturinn Magni kom á vettfang og dró hann út og síðan inn í Reykjavíkurhöfn, þar sem hann liggur nú við Ægisgarð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.