Vísir - 07.05.1963, Qupperneq 2
2
V í S IR . Þriðjudagur 7. maí 1963.
n
Frá leik Þróttar og Fram í gær. Sést hér hvernig annað markiB var sett. Markmaðurinn lengst til
hægri kemst ekki að. Framari lengst t. v. reynir að bjarga á línu en hitti ekki og boltinn fer í mark.
Sigurmörkin tvö komu á
tveim síðustu mínútunum
A r\ l -• rt'ýl'i-r ■ ‘y> Jk -eaissit^AiSSatíSÍ?Stiíx:.\-''
Þróttur Frum 2-0 í Reykjavíkurmótinu
Enn vann Þróttur sigur yfir íslandsmeisturunum
Fram, en leikur liðanna fór fram í norðann garra, sem
gerði þegar á fyrstu 30 mínútunum útaf við 4 leik-
menn, 3 úr Fram og einn úr Þrótti. Allir kenndu þeir
meiðsla, tognana o. s. frv. og sýnir \liklega fram á
þjálfunarskort. Þróttararar unnu verðskuldað, en ekki
leit lengi vel út fyrir að sigur ætlaði að hafast, en er
aðeins voru 2 mínútur eftir skoraði Þróttur markið og
hið síðara strax á eftir.
HELLAS í B0Ð.I
ÁRMENNINGA
Leikurinn í gærkvöldi var annars
sem leikur KR og Vals á sunnudag,
mjög háður fimbulkuldanum, sem
norðanáttin blés inn á „leiksviðið".
Þróttarar náðu í fyrri hálfleik betri
leik en Fram, þótt á móti vindi
væri að sækja og voru oft allnærri
að skora, en Framarar sjaldnar.
Axel Alexsson v. útherji hefði t.
d. átt að geta skorað eftir 3 mín-
útur en Geir varð hlutskarpari og
náði boltanum frá honum með
úthlaupi. Geir kom síðan aftur
verulega við sögu, þegar hann
varði fallegt skot Hauks Þorvalds-
sonar um miðjan hálfleik. Framar-
Staðon
Staðan í Reykjavíkurmótinu f
knattspyrnu:
Valur 4 3 1 0 7 7:3
Þróttur 4 2 1 1 5 10.7
KR 2 1 0 1 2 5:3
Fram 4 0 0 4 0 1:10
Markhæstir:
Jens Karlsson, Þrótti, 5, Berg-
steinn Magnússon, Val, 4, Axel
Axelsson, Þrótti, 2, Gunnar Felix-
son, KR, 2.
ar áttu fyrstu verulegu tilraunina
á 35. mín. Ásgeir Sigurðsson,
sókndjarfasti Framararinn þetta
kvöld, skaut þrumuskoti rétt yfir
þverslá Þróttarmarksins.
í síðari hálfleik bjuggust menn
vip að Þróttur tæki forystuna, sem
varð þó mun seinna en búast mátti
við. Haukur átti þó gott skot f
þverslá, geysifast og faliegt, en
þvaga upp úr þvf var mjög hættu-
ieg. Tveim mínútum síðar verður
mikil bilun á vörn Þróttar en
Baldur Scheving fór illa með all-
gott færi á vítapunkti og sendir
laust f órafjarlægð framhjá.
Er eftir voru 5 mfnútur lyfti
Jens Karlsson yfir Frammarkið úr
sæmilegu færi, nálgaðist boltann á
sinn gamla hátt, með löngum
þungum skfefum, og teygði sig að
lokum eftir honum, f staðinn fyrir
stuttu skrefin, sem hafa reynzt
honum vel að undanförnu og gefið
honum góð skot. Héldu menn að
þar hefði Jens lyft sfðasta tæki-
færinu yfir þverslá.
% Svo var ekki, 88. mín. leiks-
ins færði loks mark, og reyndar
var þar að verki Jens Karlsson.
Hornspyrna, ein af fjölmörg-
um, var tekin frá vinstri, góður
bolti sem skapaði hættu, þvaga
myndaðist æðisgengin og
«a——
meira en hálft Þróttarliðið
pressaði á marklínu. Það var
Jens sem gekk ötullega fram
að vanda og þrælaði boltanum
í netið.
• Mfnútu síðar var boltinn
enn kominn að Frammarklnu.
Skot, og boltinn hrekkur af
Geir fyrir fætur Ómars Magn-
ússonar, h. útherja Þróttar, sem
lendir á móti Geir, sem sparkar
á móti. Ómar hafði betur í við-
ureigninni og boltinn þaut í
netið.
Dómari var Einar Hjartarson og
hefur oftast dæmt betur, en auð-
vitað kemur slæmt veður illa niður
á dómurum ekki síður en leik-
mönnum.
Sund- og íþróttafélagið Hellas
er eitt af öflugustu íþróttafélögum
Svíþjóðar og hefur margar fþrótta-
greinar á stefnuskrá sinni, svo sem
knattspyrnu, fimleika, sund, frjáls-
ar fþróttir, skíðaíþróttir, tennis,
skautahlaup, skylmingar o. fl.
Handknattleikur er mjög f há-
vegum hafður í félaginu, og eru
handknattleiksmenn Hellas nú Sví-
þjóðarmeistarar í handknattleik ut-
anhúss.
Félagið er stofnað um sfðustu
aldamót. Um 1930 tekur Hellas að
iðka handknattleik og nær skjótum
árangri í íþróttinni. Þegar á árinu
1936 vinna Hellas-menn sænska
meistaratitilinn í handknattleik og
næsta ár einnig. Hellas hefur æ
sfðan verið f hópi beztu handknatt-
leiksfélaga Svíþjóðar og leikur nú
'í „Allsvenskan". í fyrra var Hellas
í fjórða sæti, en f ár var keppnin
ákaflega hörð og hafnaði Hellas í
sjötta sæti með 17 stig. Þriðja liðið
f röðinni hlaut aðeins einu stigi
meira. 1 útihandknattleik hefur Hell
asmönnum gengið mun betur, og
sigruðu þeir á sænska meistaramót-
inu í útihandknattleik 1962.
Hellas sannaði það á nýloknu
keppnistímabili að félagið á mjög
sterkt handknattleikslið. Aðeins
„Heim“ tókst að vinna Hellas á
heimavelli f Eriksdalshöllinni í
Stokkhólmi. Liðið er skipað fljót-
um og sterkum mönnum, sem geta
sýnt mjög góðan handknattleik.
1 þau 29 ár sem „Allsvenskan"
hefur verið háð, hefur Hellas verið
það í 17 ár. Ef litið er á leikafjölda
félagsins og skoruð og fengin m,örk,
kemui- í ijós, að félagið hefur staðið
sig mjög vel á löngu tímabili. Það
er sjöunda í röðinni meðal sænskra
félaga frá upphafi hvað árangur
snertir. 1 267 leikjum hefur Hellas
fengið 260 stig, unnið 110 leiki,
gert 31 jafntefli og tapað 126.
Hellas hefur alltaf átt góða for-
ystumenn, sem hafa stjórnað fé-
laginu með ágætum. Má þar nefna
Allan Adolfsson, sem er gjaldkeri
sænska handknattleikssambandsins
og mikill sérfræðingur f öllu er
lýtur að reglum og lögum hand-
knattleiksins.
Liðsmenn Hellas í Islandsferðinni
eru: (Þess ber þó að gæta, að ekki
kemur nema annarhvor þeirra
Christian Laurent eða Jan Hodin.
Laurent kemur ef hann fær orlof
úr herþjónustu, annars Hodin).
Hans Friborg, markvörður, 32
ára, prentari. Varamaður Lennart
{Ung í A-liði Hellas. Hefur leikið
20 Ieiki f A-liðinu. Mjög efnilegur,
og fær nú verulega eldskírn.
Alf Gustafsson, varamarkmaður,
17 ára, námsmaður. Mjög efnileg-
ur.
Nils-Georg Hornhammer, hægri
bakvörður, 32 ára, bankalögmaður.
Hefur leikið einn landsleik. Form.
handknattleiksdeildar Hellas. Mjög
virkur leikmaður með gott keppn-
isskap og hefur frábæra hæfileika
til að hvetja liðsmenn sfna.
Rickard Johansson, vinstri bak-
vörður, 24 ára, rafvirki. Hefur leik-
ið 6 landsleiki. Mjög góð skytta og
lýkur aldrei leik án þess að skora.
Hann er flokksstjóri liðsins. Skor-
aði 76 mörk f 18 leikjum í „All-
svenskan" í ár.
Bert Johansson, miðvörður, 33
ára, embættismaður. Fyrirliði liðs-
ins. Hefur í 10 ár verið traustur
varamaður í A-liði Hellas og bætir
frammistöðu sína með hverju ári.
Hættuleg vinstrihandarskytta.
Sven Thelander, hægri framherji,
29 ára, trésmiður. Hefur leikið einn
landsleik. Hefur stöðugt verið í A-
liðinu sfðan hann var 17 ára. Sókn-
harðasti maður liðsins og ein bezta
skyttan. Skoraði 50 mörk f „All-
svenskan" í ár.
Lcnnart Eriksson, miðframherji,
verzlunarstjóri. Fjölhæfasti Ieikmað
Framhald á bls. 5.
I dag
HELLAS — Reykjavíkur-
úrval að Hálogalandi kl.
8,15 í kvöld. Ekki er ólík-
legt að Svíarnir reynist
máttugri en síðast, enda er
það vandi erlendra liða að
fara mjög vaxandi í litla
Hálogalandssalnum eftir
því sem þau keppa fleiri
leiki þar.
HANDKNATTLEIKSLIÐIÐ HELLAS. Aftari röð frá vinstri: Bertil Sárneman þjálfari, Bert Johannsson,
Per Gullström, Björn Gullström, Gustaf Andersson (á bak við), Lennart Eriksson, Ragnar Arve, og Björn
Wedelin. — Fremri röð frá vinstri: Nils Georg Hornhammer, Roland Mattsson, Lennart Ring, Rickard
Johansson og Sven Thelander.
wmmmxvœiaisBBBnm* i n im wb«mwiiimwm«iI,iw»[jii—i—g——
■1 ’-r;:: íl.ipn «!!1i