Vísir - 07.05.1963, Síða 5

Vísir - 07.05.1963, Síða 5
VlSIR . Þriðjudagur 7. maí 1963. 5 Smith neitaSi enn að koma — Ég á hér skip, sem kostar kostar fyrirtæki mitt stórfé að láta það liggja hér. Ég er kom- inn hingað til að afla mér upp- Iýsinga um þetta mál, og reyna að fá togarann afhentan, segir Mr. John Wood, útgerðarmaður togarans Milwood, en hann kom til Reykjavíkur í gærkveldi. Ég reyndi að fá John Smith með mér, en hann þverneitaði. Lögfræðilegur ráðunautur minn talaði við hann á sunnudag, en tókst ekki að fá hann til að láta af ákvörðun sinni. — Er John Smith enn þá í þjónustu yðar? — Nei, hann vinnur ekki fyr- ir mig núna. — Fær hann annað skip hjá yður? — Ég hef ekkert skip handa honum. — Hvöttuð þér Hunt skip- herra á Palliser til að hjálpa John Smith aftur um borð á Juniper. — Ég man það ekki. Ég hef verið svo utan við mig vegna þessa atburðar að ég man lítið hvað ég sagði, í einstökum at- riðum. Ég man ekki nákvæm- lega hvenær ég talaði við skip- herrann á Palliser. Wood verður hér a. m. k. í Ferðafélag íslands efnir til síð- ustu kvöldvöku sinnar á þessu starfstímabili í kvöld í Sjálfstæðis- húsinu. Kvöldvakan verður helguð Kerl- ingarfjöllum sérstaklega, en þar er ætlunin að reka allviðtæka starf- semi í sumar með skíðanámskeið- um, sem standa yfir samfleytt um sex vikna skeið, frá 7. júlí til 14. ágúst. Hvert námskeið stendur yfir í viku og verður efnt til vikulegra ferða, þangað á vegum Ferðafélags- ins á meðan námskeiðið stendur yfir. 1 fyrrasumar, var efnt til hlið- stæðra námskeiða við mjög góða aðsókn og almennar vinsældir þátt takenda. En auk þess sem Kerlingarfjöll eru hið ákjósanlegasta skíðaland, jafnt að sumri sem aðra tíma árs- ins, eru þau einnig tilvalin fyrir gönguferðir. Þar er margt að sjá og mörgum náttúrufyrirbærum unnt að kynnast. Þar eru mikil hverasvæði, sérkennilegar bergteg- undir, jöklar og ísheliar, falleg fjöll og hrikagljúfur. Af fáum fjöll- dag og á morgun. Hann var ekki viðstaddur réttarhöldin í morgun. Var hann á skrifstofu Mynd þessi af John Wood, útgerðarmanni var tekin á Hótel Borg í morgun. um á Islandi gefur meira né feg- urra útsýni en einmitt af Kerlingar fjöllum. Á kvöldvökunni í kvöld segja þeir Valdimar Örnólfsson og Eirík- ur Haraldsson skíðakennarar frá skiðaiðkun og skíðanámskeiðum Ferðafélagsins í Kerlingarfjöllum, dr. Björn Sigurbjörnsson sýnir lit- skuggamyndir og Magnús Jóhannes son sýnir kvikmynd af þessu svæði. Á eftir verður myndagetraun og að lokum stiginn dans til miðnætt- is. Þetta verður síðasta kvöldvaka Ferðafélagsins þar til á n. k. hausti. Aflnsölur — Framhaid af bls. 1. Verð á ýsu hefur verið hátt á brezkum markaði að undanförnu og mun hátt á vestur-þýzkum lfka, þar sem fremur lítið hefur borizt á markaðinn af ýsu, og einkum munu enskir togarar hafa aflað lít- ið af ýsu. Geirs Zoéga, umboðsmanns brezkra togaraeigenda. Um kl. 10 fór hann þaðan niður á Hótel Borg, þar sem hann býr, og athugaði ýms gögn, sem hann hafði fengið um málið. Hellas — Framhald af bls. 2. ur liðsins og er jafnvígur í öllum stöðum. Bjöm Danell, vinstri framherji, 21 árs, brunavörður. Hefur Ieikið einn Iandsleik. Vann sig nú í ár upp í hóp beztu handknattleiks- manna Svíþjóðar. Álitinn hraðasti og viðbragðsfljótasti leikmaður Svía. Staðsetningar hans eru frá- bærar. Mjög skotharður. Christer Laurent, hægri fram- herji, 20 ára, stúdent. Afar efni- legur leikmaður. Skæður línu-leik- maður og vinstrihandarskytta. Per Olaf Nordn, miðherji, 19 ára, stúdent. Ekki sterkur en mjög tekniskur leikmaður. Allan Malmsten, framherji, 22 ára, stúdent. Góður línu-leikmaður og hefur mjög góðan samleik. Jan Hodin, vinstri framherji, 20 ára, stúdent. Hættuleg vinstrihand- arskytta og mjög skotharður. Sven Hellstadius, bakvörður, 21 árs, stúdent. Mjög efnilegur leik- maður. Verður væntanlega fastráð- inn í A-liðið á næsta keppnistíma- bili. Bo Johansson, bakvörður, 24 ára, benzínstöðvarstjóri. Miðvörður f B- liðinu. Árangursríkur unglingaleið- togi. Þjálfari: Bertil Sárneman, þjálf- ari, 54 ára, embættismaður. Var frárfilíerji og afbragðsgóður leik- maður á árunum 1930—1940. Var kunnur fýrir snjöll vinstrihandar- skot. Fararstjóri: Gösta Hakanson, 48 ára, forstjóri. Hann er gjaldkeri aðalstjórnar félagsins. Kunnur frjálsíþróttamaður á yngri árum. Sænskur meistari f 4x400 m. boð- hlaupi 1943. Þrátt fyrir ýtrustu viðleitni, reynd ist Hellas ókleift að senda hingað tvo af beztu mönnum liðs sfns, þá Lennart Ring, markvörð og Björn Gullström. Þeir, ásamt Björn Dan- ell og Sven Thelander, voru af sænska handknattleikssambandinu kvaddir til sérstakra æfingabúða 1.—5. maí til undirbúnings lands- leiks Svfþjóðar og Sovétríkjanna í handknattleik. Robeson — Framhr Id af bls 8 — Ég var Iengi sannfærður um að þjóðernisminnihlutarnir í Sovétríkjunum lifðu f fullkomnu frelsi. En dag nokkurn uppgötv- aði ég, að þetta er ekki satt Kerlingarfjalla- kvöldvaka F.í. Dominikanska Ifðveldið kært fyrir öryggisráðm Duvalier forseti Haitilýðveldisins hefir kært Dominikanska lýðveldið fyrir viðbúnað til ofbeldisaðgcrða og fhlutunar með liðssafnaði við landamærin og öðrum ráðstöfunum og værl friðinum stefnt f voða með þessum viðbúnaði. Sfðar birtíst frétt um það í út- varpi Haitilýðveldisins, að flótta- menn þeir, sem teknir voru í sendi- ráði Dominikanska lýðveldisins, og fangelsaðir, fengju að fara frjálsir ferða sinna, en það var út af inn- rásinni í sendiráðið og töku flótta- mannanna, sem hótað var innrás. í Washington var litið svo á, að Duvalier væri að reyna að snið- ganga Stofnun Vesturálfulýðveld- anna með því að snúa sér til Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en Stofnun Vesturálfuríkjanna hefir einmitt það meginhlutverk, að varðveita friðinn f Vesturálfu, og framkvæmdastjórn þess hefir setið á stöðugum fundum f Washington út af ófriðarhættunni á Karibahafi. Til átaka á landamærunum hafði ekki komið, er síðast fréttist, enda beið forseti D. L. ákvarðana frá framkvæmdaráði Vesturálfurfkj- anna. Leikklúbburinn Grfma sýnir einþáttunga Odds Björnssonar í fimmta sinn miðvikudagskvöld kl. 9. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýning- unum og var uppselt á síðustu sýningu. — Myndin er af Valdimar Lárussy.ii og Sveinbirni Matthíassyni í hlutverkum kyndaranna f þætt- inum „Við Iestur framhaldssögunnar“ Gyðingar, Armenfumenn og aðr ar þjóðir voru að vísu ekki skyld aðir til að fara í sín eigin leik- hús eða veitingahús, en þeir voru neyddir til að taka upp sovétlífshætti. Þeim var sagt að menning þeirra væri á lægra stigi en rússnesk menning. Einu miklu rithöfundarnir voru rúss- neskir. Þá var þvf haldið fram að vestræn list væri spillt. Ég varð fyrir vonbrigðum því að hér fann ég annað form kúgun- ar, sem var hættulegra vegna þess, að hún var framkvæmd f nafni frelsisins. Ákvörðun Robesons um að segja skilið við kommúnismann, er örlagarík ákvörðun í lífi hans,. persónulegur harmleikur, en hjá henni varð ekki komizt. Huiit — Framnald at hls 1 tafarlaust til Skotlands. Þessu hafði Hunt svarað til, að hon- um væri það óheimilt án fyrir- mæla yfirmanna sinna f landi. Aðspurður upplýsti Helgi og, að hann hefði sfðar heyrt f tal- stöðinni, þennan mr. Wood aft- ur að tali við annað hvort Hunt skipherra eða John Smith, þar sem Wood hefði lagt að Smith að fara til Reykjavíkur og koma þar fyrir dóm. Réttarhöldin hófust kl. 10.15 i morgun, og þegar yfirheyrslu yfir Helga Hallvarðssyni var lokið, kom Grímur Jónsson loftskeytamaður, aftur fyrir dóm, og lagði nú fram segul- band það, sem hefar að geýma þau samtöl sem heyrðust f tal- stöð Óðins og getið hefur verið um í réttarhöldunum. M. a. mun þar heyrast samtal það sem mr. Wood átti við herskip- ið og skipherra þess. Cleymdi að slökkva Maður sem býr f kjallaraher- bergi ætlaði að hita sér morgun- kaffi laust fyrir kl. 10 í gærmorg- un og kveikti í þvf skyni á raf- magnshellu. Allt f einu mundi maðurinn eftir því að hann þurfti að skréppa til Hafnarfjarðar og til þess að ná strætisvagninum í tæka tíð þurfti hann að hafa hrað- ann á.. Flýtti hann sér af stað en gleymdi að slökkva á hellunni. Um kl. 5 í gær kom maðurinn í herbergi sitt aftur. Hafði hellan þá brennt sig í gegnum fótskemil, sem hún stóð á og' sömuleiðis í gegnum gólfið á herberginu. Ekki hafði eldur þó kviknað að ráði, sem mun hafa stafað af þvi að loft- laust mjög var inni og súrefnis- laust. Kosningaskrifstofa Sjólfstæðisfiokksins Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins fyrir utankjör- staðaatkvæðagreiðslu hefir verið opnuð í Valhöll við Suð- urgötu. Skrifstofan er opin alla daga kl. 10 f. h. til 6 e.h. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi cosningarnar. Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem erður fjarveranjli á kjördag, innanlands og utan. Utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsla hefst sunnudaginn 12. maí. Símar skrifstofunnar eru: 23118 og 22136.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.