Vísir - 07.05.1963, Page 15
V1S IR . Þriðjudagar 7. maí 1963.
75
©O
tramhaldssago
eftir Jane Blackmore
stjörnuskin
og sku
— Bíddu andartak, sagði hún
við drenginn, meðan ég sæki þá.
Hún bankaði á dyrnar. Enginn
svaraði og hún gekk inn. Tann-
læknirinn hafði brugðið sér frá.
Það var því enginn og hvað var
eðlilegra en að hún tæki sanzkana
og færi út aftur? Hvernig gat hana
rennt grun í, að með því tefldi
hún sér í mikla hættu — með þvi
að vera nokkrar sekúndur ein í
tannlækningastofunni.
Og þcgar þau voru sezt og voru
að leggja af stað datt henni í
hug, að kaupa glas með Kölnar-
vatni. Hún ætlaði að gefa það frú
Vane, sem henni var farið að þykja
svo vænt um, og svo var hún móð-
ir mannsins, sem hún elskaði. Og
hún nam þv£ staðar fyrir utan
verzlun nokkra, fór inn og keypti
glasið.
En þetta reyndist líka hættulegt
uppátæki.
14. kapíuli.
Sorrei hikaði dálítið áður en
hún fór inn í herbergi frú Vane,
vegna þess að kliður af manna-
máli barst til htnnar þaðan. Henni
vatð órótt, því að það var karl-
mannsrödd, sem hún hafði heyrt
Davíð gat ekki verið kominn til
baka. Það gat enginn annar verið
en Rupert, en hvers vegna hafði
hann litið inn til hennar á þessurn
tíma dags. Hún hafði haldið, að
hann væri á skrifstofunni.
Hún opnaði hurðina snögglega
og renndi augunum yfir stofuna.
Þau litu bæði þegar I áttina til
hennar. Rupert sat á stól við rúm-
ið og lyfti brúnum, er hann sá hana
en vottur beygs var á andliti
gömlu konunnar.
— Ég hélt, að þér væruð á
skrifstofunni, Rupert, sagði hún.
Hann brosti, en það var eins og
augu hans kipruðust saman.
— Ég fékk höfuðverk, enn einu
sinni.
Hún ieit hvasst á hann. Hann
hafði líka fengið höfuðverk daginn
sem ,,óhappið“ kom fyrir. Þá beind
ist grunurinn að Díönu, sem hafði
drukkið frá sér allt vit. Var hann
kominn þarna til þess að leiða grun
frá sér, ef eitthvað gerðist?
Hún gekk að rúminu.
— Þérf fáið oft höfuðverk í
seinni tíð, sagði hún þurrlega.
— Já, stundum þjáist ég af hon-
um dögunum saman, sagði hann
og andvarpaði.
Það var auðséð á honum að
hann var óstyrkur á taugum og eitt
hvað öðru vísi en hann var vanur.
Það gat hann ekki dulið með flá-
ræðislegu brosi sínu. Hann starði
á hana rannsakandi augum.
' — Þetta hefir gehgið vel? spurði
frú Vane.
— Ágætlega. Jónatan hlakkar
til þess að sýna yður tönnina. Og
'hérna er dálítið handa yður, bætti
■hún við hlýlega.
— Gjöf, sagði frú Vane og eins
og birti yfir henni, það var eins-
taklega vinsamlegt af yður, Sorrel.
Sorrel fórst heldur klaufalega að
taka umbúðirnar utan af glasinu,
vegna þess að hún gaf um leið
gætur að Rupert sem sat hinum
megin við rúmið og fylgdist með
hverri hreyfingu hennar — og
vissulega bar hann það ekki með
sér nú, að hann væri með slæman
höfuðverk.
— Kölnarvatn, sagði frú Vane
glöð, er glasið kom í Ijós. Og sú
tegund, sem ég helzt vil. Kærar
þakkir, Sorrel.
— Kölnarvatn, endurtók Rupert
silkimjúkri röddu — hin fullkomna'
gjöf.
Sorrel rann eins og kalt vatn
milli skinns og hörunds. Það var
ekki hægt að lesa í hug hans, en
henni fannst hvert orð, sem kom
af vörum hans, hafa sömu áhrif,
og hún væri snert köldum gómum
— og henni fanst illmennskulegr-
ar sjálfsánægju gæta í lymsku-
legu augnatilliti hans, — eins og
hann þættist viss um að sigra í
einhverju tafli, sem hann hafði
flækt hana inn í. Hvernig skyldi
hann hugsa sér að reyna að nota
sér það, að hún gaf frú Vane glas
með Kölnarvatni? Hvað leik var
hann að leika? — Hún reyndi að
stappa í sig stálinu, reyndi að
bægja frá löngun til þess að líta
undan, henni fannst, að hún mætti
til að stara á móti og reyna að
lesa úr köidu tilliti þessara biáu
augna, hver áform hans voru, en
hún varð óstyrk — henni fannst,
að hún væri að komast á það stig,
er hún stóð hjálparvana við rúm
Peters kvöldið áður en hann dó
og horfði l augu hans og reyndi
að lesa hugsanir hans. Og þá fannst
henni, að hún hefði brugðizt
honum. Hún var að þvi komin að
bugast, en þá heyrðist hlaupið að
dyrunum og inn kom Jónatan og
bjargaði henni. Hann kom eins og
eldibrandur.
— Amma, hrópaði hann, hér er
tönnin mín. Viltu sjá hana?
Rupert hafði horft á Sorrel einni
sekúndu lengur en hann hefði átt
að gera. Það var sem koma Jóna-
tans með þessum hætti slægi hann
út af laginu. Hann leit undan og bar
hönd að enni sér.
— Þarftu að koma svona þjót-
andi og æpandi, drengur? kallaði
hann skerandi röddu.
Hugaræsing drengsins hjaðnaði á
andartaki. Gamla frú Vane eins
og sökk til hálfs niður í rúmið,
Ónotahrollur fór um Sorrel, því
að þetta var allt jppgerð hjá
Rupert.
Rupert ýtti harkalega aftur á
bak stólnum, sem hann sat á, um
leið og hann stóð upp.
— Ó, höfuðið á mér, — þessir
verkir eru alveg að drepa mig,
— Eruð þér viss um, að það séu
höfuðverkirnir, sem valda yður-
kvölum, Rupert. spurði Sorrel.
— Auðvitað er ég viss um það,
sagði hann hryssingslega. Hver
þremillinn ætti það að vera?
— Það var nú það, sem ég var
að hugsa um, sagði Sorrel hægt.
Hún varð þess vör, að frú Vane
horfði á hana undrandi, en hætti
ekki að horfa á Rupert. Hann ieit
á hana rannsakandi augum, en
snéri sér svo frá og sagði.
— Ég held ég fari að hátta, sagði
hann. Mig grunar, að þetta kast
verði langvarandi.
Hann var kominn út að dyrunum
þegar frú Vane sagði vingjarnlega:
— Ég vona sannarlega, að svo
reynist ekki, Rupert, og að þetta
iíðffijótt hjá,
— Þökk, Felicity, sagði hann
lágH, hlýrri röddu, eins og þegar
hann lagði sig allan fram til þess
að vera sem nærgætnastur og
vinsamlegastur.
Sorrel hafði kreppt hnefana svo
fast, að neglurnar skárust inn í
hörundið. Aldrei hafði henni verið
eins ljóst og nú, að Ruper var
vondur maður, hættulegur maður,
og helzt hefði hún viljað æpa svo
hátt, að allir mættu heyra, að hann
væri hættulegur maður, sem allir
ættu að varast.
En hún stóð þarna eins og hún
gæti ekki hreyft sig úr sporum —
nú skelfd og ráðþrota.
Rupert leit enn sem snöggvast
á Sorrel. Hann sá glöggt, að hann
hafði skotið henni skelk í bringu.
Hún var blátt áfram dauðskelkuð
og hann naut þess, að sjá hana
kveljast. Hann var nú ekki í nein-
um vafa um, að hún vissi að það
var uppgerð hjá honum, að þykjast
þjást af höfuðverk. En hún vissi
ekki ástæðuna. Hún gat ekki vitað
hana. Og jafnvel þótt hún gæti
Veggfesfing
IVlælum upp
Setjum upp
5 t MI 13743
LINíDARGÖTU 2.5
sér þess til var ekkert, sem hún
gat gert. Og þess vegna var sjálfs-
ánægja hans enn meiri en ella.
Hann hafði komið fyrr heim en
vanalega til þess að geta verið einn
með förnarlambi sínu. Til þess að
stæla hugrekki sitt, — prófa það
því að hann varð að vera viss um,
að það bilaði ekki, er verst gegndi.
Þetta hafði verið lærdómsríkur
hálftími, fyrir mann eins og hann,
sem svo var komið fyrir, að sálar-
líf hans var allt afskræmilegt orð-
ið. Hann taldi sig búa yfir miklu
valdi og var i þann veginn að beita
því — án þess að nokkuð væri
hægt að sanna á hann sjálfan.
Þegar Sorrel kom með Kölnarvatns
glasið fanst honum, að ef nokkuð
hefði vantað til að hann gæti fram-
kvæmt áformið, þá væri það nú
fengið það hafði verið næstum
skoplegt allt saman, er þau voru
þarna þrjú í svefnherberginu, hann,
Sorrel og gamla konan. Hann með
morðáform í hug. Tengdamóðir
hans, fávfs í tiltrú sinni á honum.
Og Sorrel, sem átti að gjalda skuld
hans við þjóðfélagið. Hann var viss
um að hún var ekki í vafa um
hvað hann ætlaði sér, en jafnframt
að hún gerði sér ekki grein fyrir
hvaða hlutverk það var, sem hann
ætlaði henni í þessum hroðalega
leik.
Þegar hann var kominn í svefn-
herbergi sitt varpaði hann af sér
klæðum. Hann var £ mikilli hugar-
æsingu yfir að finna til þess valds,
sem hann hafði. Og enn um stund
— í nokkrar klukkustundir, ætlaði
hann að njóta þess að vita af þessu
valdi. Þetta var yndisleg iifinning,
fannst honum. Seinna, þegar stund
in kæmi, yrði hann að vera alveg
rólegur. Nú gat hann látið öldur
tilfinninganna rísa hátt og notið
þess, að þær hrifu hann með sér.
Hann varð óþolinmóður, óeirinn,
jafnvel löngun hans efir Marlene
gat ekki vakið slíkar kenndir með
honum. Hún gat bara látið hann
njóta þess að lifa ástalífi. Felicity
T
A
R
Z
A
N
Snemma næsta morgun bjugg-
ust Tarzan og Pace til að skilja.
Þakka þér einu sinni enn fyrir
EAKLY the kiext
s—\ ^ MOKNINSiTARZAW AN7
J V 57 PACS F’REPAREP’ TO
tK, “' krTF1! -
-----------FAKT C0/A7Akiy.
"THANK YOU AGAIN
FOFE. ALL VOUK HELI’
TAKZAN,'5AI7 PAC£.
allt sem þú hefur gert fyrir mig,
sagi Pace. Siðan hélt hann í átt-
ina til strandar og heim.
Skyndilega flaug apamanninum
í hug, að Pace vissi hvert hann
væri að fara og hvað hann ætti
A THOUSHT SUPP’ENLy
0CCUKEE7 TO THÉAPS-
AN— PAC5 K.NEW
’VHERE HE WAS SOINS,
3UT WHAT OF HI,V\SELF-
WHER.E TO NOW?..
að gera En hvað með hann sjálf-
an? Hvert átti nú að halda ...
Vane hafði gefið honum tækifæri
til þess að öðlast vald. Hann hugs-
aði líka til hennar með þakklæti.
Þakklæti hans var svo mikið, að
honum fannst það vera elska svo
mikil, að hann hafði aldrei getað
trúað því fyrr, að hann hugsaði
þannig til hennar.
Snann
/y- ■& sr ,r , Í7
SAMEINAR MARGA KOSTi: '
FAGURT ÚTLIT, ORKU, TRAUSTtEIKA
RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI
OG
LAGT VERÐ!
TÉKHNESHA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
VONAMTMTI 12. ÍÍMI J7Í8I
^ 5ELUR
VVV ’62 Opel Record ’60—’63
Opel Caravan ’60
Moskwitsh ’55—’60
Dodge ’öO__’59
Scoda 1200 St. ’56
Citroen ’53. Vill skipta á Land-
rover eða Gipsy.
Ford Taunus ’50—’63
Reno Daulphin ’62
Corabella ’62, 3 dyra. Samkomu
iag.
Chevrolet ’55—’59
VW ’56 kr. 65 þús. Góður bíll.
Opel Varavan ’62 kr. 160 þús.
Vörubílar:
Mercedes Benz ’55_’61
Volvo ’55—’62
Ford ’47—’55
International ’57. Fallegur bíll
Ford 28 manna rúta ’54 með
nýuppgerðum Mercedes Benz
dieselmótor. Verð 180 þús.
Mótorhjól: Harley Davidson í
góðu standi. Verð: samkomulag
Gjörið svo vel skoðið bilana.
Borgartúni 1.
Sfmar 18085 og 19615
S t r e t c h
kvenbuxur
SfiS