Vísir - 07.05.1963, Page 16

Vísir - 07.05.1963, Page 16
ISIR Þriöjudagur 7. maf 1963. Eldsupptök í rannsókn Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni í morgun er ennþá ekkert upplýst upp upptök eidvoðans í Gamla kompanlinu. Magnús Eggertsson varðstjóri sagði að unnið væri að rannsókn málsins og m. a. væri Rafmagns- eftirlit ríkisins að athuga hvort hugsanlegt væri að eldsupptökin stöfuðu út frá rafmagni. Annars sagði Magnús að mjög erfitt væri um alla rannsókn vegna þess hve allir hlutir í húsinu væru kol- brunnir. Það væri heldur ekki unnt að átta sig á hvar i salnum eldsupptökin hafi verið því hæðin var öll alelda þegar að var komið og að heita má allt jafnbrunnið bar inni. Ekki kvað Magnús að vitað væri að nokkurt rafmagnstæki hafi ver- ið skilið eftir í sambandi þegar húsið var yfirgefið, en það var kl. 7 á laugardagskvöldið og ekki vitað um neinar mannaferðir þar sfðan. Vetromki t SKLUFIRDI í mal 15 ÞÚS. KW. JARDCUFU- STÖD IHVCRA CCRDI Dr. Gunnar Böðvars- son, forstjóri jarðhita- deildar Raforkumála- skrifstofunnar, sagði í viðtali við Vísi í morg- un, að eins og sakir stæðu liti helzt út fyrir að næsta stórfram- kvæmd í virkjunarmál- um landsmanna yrði jarðgufustöð í Hvera- gerði. Þetta yrði fyrsta jarðhitavirkj un hér á landi til raforkufram- Ieiðslu með almenningsnot fyr- ir augum, og hefir verið reiknað út að vinnslukostnaður raf- magns frá slikri jarðhitastöð yrði um 25 aurar á kílóvatt- stund, sem er svipaður kostnað ur og á rafmagni framleiddu I meðalstórum vatnsaflsstöðvum en rúmlega helmingi minni fram leiðslukostnaður en á rafmagni frá olíukyntri gufustöð, eða dieselstöð I Reykjavík Frá oliu- kyntri stöð yrði vinnsluverð raforkunnar 50—60 aurar á kfló vattstund. Ekki er óliklegt að -------------------------------- Alit Neytendasamtakanná á tillögum um lokunartíma Neytendasamtökin hafa birt grein argerð út af þeim tillögum og breytingum á lokunartíma sölu- búða, sem borgarráð hefur nú til athugunar. Þar er skýrt frá því að stjórn Neytendasamtakanna sé tillögunum samþykk I öllum þeim atriðum þar sem þær miða að rýmkun og auknu frjálsræði, en andvig þeim að þvi leyti sem þær takmarka þjónustu við neytendur að nokkru marki umfram það sem almenningsheill sannarlega krefji. Neytendasamtökin halda því fram að reglur um lokunar- tima sölubúða hafi 1 langt árabil verið í augljósu ósamræmi við hagsmuni borgarbúa og réttarmeð- vjtund og er nefnt sem dæmi lok- unartími allra almennra verzlana á laugardögum á sumrin, sem auk annarra óþæginda skapar beinlínis umferðaröngþveiti í borginni. Það sem samtökin gagnrýna eink um í tillögunum er að þau segja að frá sjónarmiði neytenda sé ekki þörf á svo glöggri verkaskiptingu milli verzlana, söiutuma og veit- ingahúsa sem þar sé gert ráð fyrir. Myndi það takmarka til muna þá þjónustu við neytendur sem ætlun- in með tillögunum er að auka. Segir I greinargerðinni að það brjóti í bága við réttarmeðvitund. Þá er það gagnrýnt að I tillög- unum er gert ráð fyrir að kvöld- sölustöðum verði Iokað kl. 22 I stað 23,30. Segja þeir að slík tak- mörk séu ósanngjörn. Loks benda neytendasamtökin á það, að mikið hagræði væri af því fyrir borgarbúa að allar þær mat- vöruverzlanir, sem uppfylla skil- yrði heilbrigðisnefndar fái að selja mjólk í hyrnum, svo lengi sem þær em opnar og þá einnig út um sölu- op. Segja samtökin að mikillar tregðu mjólkursamsölunnar hafi gætt í þessu efni, jafnvel þó verzl- anir vilji selja mjólk án nokkurrar þóknunar. framkvæmdir við 15 þúsund kiló vatta jarðgufustöð I Hveragerði hefjist I byrjun næsta árs, sagði Gunnar Böðvarsson. Hann tók það fram að ekki hefði þó endanlega verið ákveð ið að byggja næsta orkuver í Hveragerði, en eins og stæði væri reiknað með því. öllum frumáætlunum fyrir slíka virkj un er lokið, kostnaðaráætlanir hafa einnig verið gerðar og út frá þeim reiknað vinnsluverð raf magnsins, sem fyrr var sagt. Einnig hefir verið leitað tilboða í aðalvélar í jarðhitaorkuver í Hveragerði, og öllum tæknileg- um undirbúningi lokið. Helzt gæti það breytt þessari ráða- gerð um virkjun I Hveragerði, ef við nánari samanburðarrann- sóknir, sem alltaf er unnið að, væri talið hagkvæmara að ráð- ast næst i 60 þúsund kilóvatta virkjun i Þjórsá við Búrfell, sem áður hefir verið minnzt á. En meiri likur eru til að næsta sporið í virkjunarmálunum verði stigið í Hveragerði. Lengi fram eftir vetri undr- uðust menn það óvenjulega blíð viðri sem rikti hér um Iand allL En seinni hluta vetrar og þegar liður fram á vorið hefur vetur- inn loks gengið t garð og með þelm ósköpum, að menn óttast um ailan gróður. Á Norðurlandi rflcja nú, þegar komið er fram i maí hálfgerðar vetrarhörkur. Um siðustu helgi var stórhrið á Siglufirði og er nú allt þakið i fönn hvert sem Iitið er í þessum norðlenzka bæ, eins og myndin sýnir. Eyðilagði maf fyrir 5 0 manns 1 gærkveldi var kært til lögregl- unnar yfir manni sem komið hafði inn i veitlngahús, neytt veitinga, en þegar hann var krafinn greiðslu varð hann óður, olli skemmdum og hljóp við sv.o búið á brott. Þegar maðurinn hafði neytt veitinga þeirra sem fyrir hann voru bornar var hann krafinn greiðslu svo sem venja er til. Brást hann þá við reiður, kvaðst ekki borga, en I æðiskasti sem greip hann braut hann glerplötu í afgreiðslu- borðinu með þeim afleiðingum að glerbrotin hrundu niður á mat, sem var I borðinu og ætlaður var 50 manns. Þetta skeði á tiunda timanum 1 gærkveldi, og hljóp maðurinn út úr húsinu að Ioknu þessu afreki sínu. Hann þekktist og verður væntanlega sóttur til saka. Ungllngnr í Vestmnnnneyjum fú: 3-5 þúsund fyrir vikuna Þegar unglingar í Vestmanna- eyjum opna launagreiðsiuum- slögin, eftir páskahrotuna höfðu flest þeirra að innihalda milli þrjú og fimm þúsund krónur eftir vikuna. Sem kunnugt er af fréttum er og hefur verið undanfarið mikill skortur á vinnuafli í Vestmanna eyjum og i páskahrotunni unnu nær allir nemendur gagnfræða- skólans í frystihúsunum. En nemendur í skólunum eru um tvöhundruð og sjötiu. Þessa dag ana standa yfir vorpróf i skólan um að lýkur síðasta prófi 13. maí. Má þá gera fastlega ráð fyrir að unglingamir hefji strax vinnu, því alltaf eykst mann- eklan i Vestmannaeyjum. Fjöldi fólks hefur hætt í frystihúsun- um að undanfömu til þess að sinna ýmsum vorönnum land- búnaðarins. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.