Vísir - 13.05.1963, Qupperneq 5

Vísir - 13.05.1963, Qupperneq 5
V1SIR . Mánudagur 13. maí 1963. 77 Verkefnið er að gera hið ósýnilega sýnilegt Við þetta tækifæri vil ég leyfa mér, að drepa með fáeinum orðum á nokkur vandamál list- fræðslu, sem við eigum við að etja. Segja má, að erfiðara sé nú á dög- um en áður fyrr að af- marka ákveðna stefnu í listafræðslu. Við lifum á tímabili, þar sem allt er leyfilegt á sviði myndlist ar. Fjöldi ólíkra stefna krefj- ast jafnréttis. Sökum tæknilegra framfara er samband fjarlæg- ustu heimsálfa og óskyldustu þjóða orðið mjög náið. Þekking okkar á listaverkum liðinna alda er af sömu ástæðum orð- in mjög víðtæk, svo að við höf- um vanizt á að meta til jafns allt sem fyrir augum okkar ber. Þó er eitt fyrirbæri, sem gerir ungu fólki, sem vill helga sig list eða listnámi, erfitt fyrir. Enda þótt næstum allar list- stefnur séu viðurkenndar með meira eða minna umburðarlyndi virðist meginþorri manna, eink- um listamanna, vera sammála um, að ein stefna sé algerlega úrelt og ótímabær, sem sé hin akademiska þjálfun. Að vera akademískur á sviði myndlista er nú á dögum orðið skammar- yrði. Það þýðir að listamaður- inn fari margtroðnar slóðir, að verk hans skorti frumleika og þrótt persónuleikans, að hann sé að herma eftir öðrum, tyggja upp það sem þúsund sinnum hefur verið sagt áður. Mætti ætla að Stephan G. Stephans- son hafi haft þetta í huga er hann kvað: List er það líka og vinna lítið að tæta í minna. Alltaf í þynnra þynna, þynnkuna allra hinna. Kurt Zier. Harkalegar hefur aldrel verið ráðizt á það sem akademiskt mætti kalla. Eitt er það þó sem mælir á mót þessum orðum Stephans G.: að hann hefur tekið í arf það dýrmætasta, sem gerði honum kleift að verða það sem hanri varð, þ.e. móðurmál- ið. Þannig hafa allir meistarar Edn af neniendamyndunum á sýningu Handiðaskólans. nútímans vaxið upp úr hinni akademísku menntun, hvort sem hún var veitt í háskóla eða á bóndabæ. En tvennt ólíkt virð ist mér vera, að vaxa upp úr þessari þjálfun og yfirvinna hana og öðlast nýtt frelsi, eða að sniðganga hana. Cé litið á þróun listar á ís- landi og reyndar víðar, dylst manni ekki að hún er einmitt mótuð af byltingarsinn- aðri andúð á hefð akademískra kenninga. Afleiðing þessa er i algreymingi. Margir listamenn og sérilagi hinir ungu, reyna að tiieinka sér, eins fljótt og unnt er — reyndar fyrr en unnt er, — einhvern persónulegan svip eða stíl, og sé því ekki að heilsa reyna þeir að koma mönnum á óvart með tilgerð og afkára- skap. Vasklega er tekið til 6- spilltra mála og ávallt gnægð aðdáenda til staðar. Ekkert er þó eins svikult og slíkur frami því enn sem fyrr eru í gildi orð Ólafs páfa: „Þat vil ek at þeir ráði sem hyggnari eru. Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð er þau koma fleiri saman.“ Læt ég hér staðar numið við að ræða kosti og ókosti hinna ýmsu stefna. Þegar allt kemur til alls verða allar stefnur eins leiðinlegar og dauðs manns gröf, er andinn, sál og hugur hafa yf-irgefið þær. Ckiljanlegt er að ungur maður, sem er að hefja listnám, verði fyrir áhrifum af tog- treitu hinna ýmsu stefna. Sannarlega förum við ekki var- 'hluta af því hér í skólanum. Á móti hverju blaði sem hér er á vegg, væri máske fróðlegt að sjá önnur tvö, sem við höf- um stungið niður í skúffu. Myndi þar koma glögglega í Ijós aðaleinkenni byrjunarstarfs í listum nú á dögum, en það eru: 1. Óþolinmæði og fljótfærni. 2. Sterkari trú á eigin ramm- leik og ímyndunarafli en á skapandi form (fantasí) sjálfr ar náttúrunnar, sem þess vegna er ekki einu sinni skoð- uð. 3. Annað skrefið er stigið á und an því fyrsta, reynt er að búa til stíl áður en víðtæk form- þekking hefur náðst. I fáum orðum er það áber- andi hvernig hver og einn segir álit sitt um málið án þess að hafa kynnt sér það. Mér er ljóst, að til varnar framangreindu mætti segja: Á að stíga skref afturábak og hafa í hávegum hið akademíska nám, sem þegar verst gegnir einkennist af eftirfarandi: 1. Andlausri iðjusemi. 2. Hugsunarlausri eftiröpun. 3. Yfirborðslegum og tæknileg- um gljáa og glans. 4. Innantómri handleikni. Það liggur í augum uppi að hvortveggja er slæmt og þarf hér að sigla milli skers og báru En það er hægara sagt en gcrt. Þessi sýning á að gefa bráða- Ein af myndunum á nemendasýningu Handíðaskólans, Klettar, eftir Þorgerði. Hún lauk prófi úr forskóla myndlistardeildarinnar. birgðasvar við því, hvaða meg- inatriði við hér i skólanum leggj um til grundvallar myndlista- námi. Af ásettu ráði eru frá upphafi farnar tvær leiðir: 1. Að þjálfa augað til að skoða og athuga fyrirbæri náttúr- unnar. 2. Að efla þekkingu á lögmáli lita og lína, sem jafnan — á heldur óheppilegan hátt — kallast abstrakt fyrirbæri. ^ð því er snertir athugun á náttúrunni, gætu blóma- og ■ steinateikningar sýnt, að jafn- vel venjulegt jurtarblað eða brot úr hrafntinnu eru mun meira abstrakt, þ.e. formhreinni . og ríkari, en margt sem maður kann að skapa með ímyndunar- afli sínu. Hins vegar eru æfing ar í lita- og formfræði. Tilgang- ur þeirra er að láta nemendur uppgötva sérkenni lita og forma. Líti maður á þær, kem- ur í ljós, að sérhvert dæmi, hversu abstrakt sem það kann að sýnast, ber þó öll einkenni þeirrar handar, er það skapaði, j^.e.a.s. túlkun persónuleika höf- undarins. Má því álykta, að um afdrif þess mannlega og þess persónulega þarf ekki að ótt- ast, þótt hér séu þræddar, að því er virðist, andstséðar leiðir. Risti aðeins báðar leiðir nægi- lega djúpt, skapast samband þeirra á milli og þær sættast um síðir. Að geta gert sér grein fyrir eðii og lögmáli forms, sem venjulega er kallað „að sjá“ er í raun og veru eins skapandi hæfileiki og þekking á listræn- um tækjum og vald til að beita þeim. Verkefnið er alltaf að gera hið ósýnilega sýnilegt, Iivort sem um er að ræða ævin týri hins innri eða ytri heims manns. Ég hef hér látið mér tíðrætt um myndlist, en það er ekki af vanmati á því sem Sýnt er frá hinum deildunum. Síður en svo. Vera má, að t.d. Vefnaða- deildin „steli sýningunni”. Oft öfundum við listamenn þá, sem í starfi sínu eru bundnir ákveðn um reglum verkfæranna, t.d. vefstólnum í Vefnaðardeildinni, skrifpennanum í deild Hagnýtr- ar grafikar, steini og pressii í Frh. á bls. 22. KURT ZIER RÆÐIR UM MYNDLIST

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.