Vísir - 13.05.1963, Side 6

Vísir - 13.05.1963, Side 6
«5 VlSIR . Mánudagur 13. maí 1963. 12, „KíTTARGÆUA" VíRK- FALLSVARBA ÓLÖGMÆT Frn mól8 Knssagerðnr- innnr gegn Dngsbrún Verkfallsverðir ætluðu að meina efnisvörubílum Kassagerðarinnar flutninga sína úr birgðageymsiunni. Fyrir rúmum hálfum mánuði var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykjvíkur í lögbanns máli Kassagerðarinnar gegn Verkamannafélag- inu Dagsbrún. — Vann Kassagerðin málið. Hér var um mjög mikilvægt málefni að ræða og komst borgardómarinn að þeirri niðurstöðu að aðilar að vinnustöðvun hafi ekki rétt til þess að taka í sínar eigin hendur réttarvörzlu í verkföll- um. Þetta þýðir m.a. það að verk- fallsvörðum er ekki heimilt að stöðva umferð um þjóðvegi eins og t.d. 1 verkfallinu 1955, hella niður mjólk fyrir mönnum eyði- leggja matarbirgðir o.s.frv. Hót- anir um ofbeldi við þá menn sem að löglegum störfum eru fá ekki lengur viðgengizt, og er hægurinn einn að beiðast lög- banns gegn slíku framferði f verkföllum. Kemur þá lögreglan til skjalanna og sér um að lög- banninu gegn slíkum ólögmæt- um „réttarvörzluaðgerðum" sé framfylgt. Ólögleg réttargæzla. Stefnandi í málinu var Kassa- gerð Reykjavíkur eins og fyrr segir, en verkfallsverðir í verk- fallinu 1961 höfðu hindrað flutn ing á efnivöru til Kassagerðar- innar Ur birgðageymslu við Skúlagötu. Málið flutti Páll S. Pálsson hrl. fyrir hönd Kassa- gerðarinnar. í málssókn sinni og greinargerð fyrir borgardómi vék hann almennt að megin- atriðum málsins og þá fyrst og fremst því hvort sú kenning fengi staðizt að sú röskun sem verkföllum fylgdi væri lögmæt, og réttargæzla verkfallsvarða f verkföllum væri lögleg, en aðal vörn Verkamannafélagsins Dags brúnar byggðist á þessu atriði. Þar sem hér er um mjög við- urhlutamikið atriði að ræða, atriði sem væntanlega reynir á síðar hefur blaðið farið þess á leit við sækjanda málsins að fá til birtingar kafla úr greinar- gerð hans f málinu. Fer hann hér á eftir. Bolabrögð. „Nú eru verkföll lögleg, og sú röskun, sem þeim fylgir, er því ekki ólögmret,“ segir síðan í greinargerð gerðarþola. Þessi stórhættulega kenning virðist hafa rutt sér rúms meðal forystumanna fslenzkrar verka- Iýðshreyfingar síðasta áratug- inn. Hún fær engan veginn stað izt: Framkvæmd hennar hefur sézt í meiri háttar verkföllum. Verkfallsmenn hafa þvergirt þjóðvegi landsins, er að höfuð- borginni liggja, bannað flutn- ing vörutegunda um vegina, svo sem matvæla og benzíns, hellt niður fyrir vegfarendum benz- fni og mjólk, án þess að bæta í nokkru , og lokað umferð að og frá vinnustöðvum með of- beldi. Þetta er „röskun“, sem Iöglega boðuðum verkföllum hefur fylgt, nú hin sfðustu ár, og bitnað hefur á aðilum, sem ekki hafa átt nokkum þátt í vinnudeilunni. Kenjning þessi, um lögmæti „verkfallsaðgerða", á sér enga stoð í lögum. Vinnu- löggjöfin rriyndi hafa tekið það fram berum orðum, ef hún ætl- aðist til þess að lögleg yfirlýs- ing um verkfall eða verkbann heimilaði, og. það jafnvel án bótaábyrgðar, ap deiluaðilar beittu hvom annan bolabrögð- um, sem ella þykja óhæf og lögð er refsing við f almennum hegningarlögum, hvað þá að slíkar aðgerðir beinist gegn þriðja manni, bóta- og refsi- laust. Dálítið kynnti ég mér vinnu- löggjöf f Bretlandi um sex mán- aða skeið hjá Ministry of Labo- ur í London og deild þess ráðu- neytis í Bristol á árinu 1952. Varðandi reynslu mfna um þetta atriði, að því er brezka vinnulöggjöf og framkvæmd hennar snertir, vitna ég til bækl ings míns „Vinnumál", er út- gefinn var af félagsmálaráðu- neytinu 1954. Er mér ekki kunnugt um, að nágrannarfki okkar á Norður- löndum viðurkenni sem réttar- reglu, að „verkfallsaðgerðir", sem brjóta gegn bannákvæð- um almennra laga, séu heimilar eða séu undanþegnar bóta- skyldu. Hvort sem svo er eða ekki, geta fslenzkir dómstólar ekki viðurkennt slfkt, að 6- breyttri Iöggjöf, og það fer ekki milli mála, að almennir dóm- stólar dæma um bótaskyldu vegna brota á almennum lögum, en ekki félagsdómur, sem dæm- ir milli vinnudeiluaðila, um mál er vinnulöggjöfina snertir. Lögbanns krafizt. Þó að Kassagerð Reykjavík- ur h.f. hefði verið aðili að Vinnuveitendasambandi lslands, átti lögbann gegn löglausum aðgerðum Dagsbrúnar vel við. Ef yfirlýsandi verkfalls eða verkbanns grípur til ofbeldis- aðgerða gegn fyrri viðsemjend- um sfnum á vinnumarkaðnum, hlýtur mótaðilinn, þolandi verknaðarins, að geta krafizt lögbanns við slíku. Ella væri því slegið föstu, að á tfmum verkfalls eða verkbanns skyldi ríkja löglaust ástand. Ef verkfalls- eða verkbanns- aðila þykir réttur sinn brotinn, getur hann reynt að sækja mál sitt eftir löglegum leiðum. Þess vegna er út f hött að reyna að réttlæta ofbeldið með útskýring um greinargerðar á dskj. HI, 6 og 14—17 um rétt Dagsbrún- ar til þess að semja fyrir bif- reiðarstjóra, enda mótmælti ég þvf sem röngu, að því er starfs menn umbj.m. snertir. En þó að svo hefði verið, og Dags- brún taldi umbj. minn hafa framið lagabrot gagnvart sér með áframhaldandi bifreiða- akstri, átti félagið þess nægan kost að stöðva slfkt með lög- legum leiðum, þ.e. með lög- banni. Þann kostinn velur fél- - agið ekki, vegna þess, að það veit, að dómstólar gætu ekki staðfest slfkt lögbann, og þess vegna er ofbeldisleiðin valin, f trausti þess, að málinu verði ekki vísað til dómstóla." Háttur Breta. Árið 1952 kynnti Páll S. Páls- son sér vinnulöggjöf Breta á vegum Alþjóðlegu vinnumála- stofnunarinnar f Genf og dvald- ist hann f Bretlandi um hálfs árs skeið. I riti um vinnumál er hann samdi eftir heimkom- una og Félagsmálaráðuneytið gaf út segir Páll m.a.: „Ég vil ekki láta hjá lfða að geta þess að ef svo illa tekst til að vinnudeila veldur því að verkfall eða verkbann skelli á, þrátt fyrir allar sáttatilraunir, þá er þess stranglega gætt í Stóra Bretlandi, að aðilar sem að vinnustöðvun standa, verði ekki á nokkurn hátt valdir að al mennum lagabrotum f sambandi við framkvæmd vinnustöðvun- arinnar“. Dagsbrún hefur áfrýjað máli þessu til Hæstaréttar og Kassa- gerðin gagnáfrýjað. Verkfallsverðir Dagsbrúnar halda uppi hinni ólögmætu „réttar- vörzlu“ sinni við birgðageymsiona. Lögregian skakkar leildnn. \

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.