Vísir - 20.05.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 20.05.1963, Blaðsíða 11
V í SI R . Mánudagur 20. maí 1963, 23 Hitaveifumyndmni Sokið: Kwikmyndafélag stofaað , . Maður þarf að vera fæddur með ástríðu, sem á ekkert skylt við skynsemi eða takmark". fsisim,, Daníelsson rithöf. — Framh. af 13. síðu. kennilega — og þess vegna er erfitt fyrir rithöfunda, sem hafa mótazt við aðstæður annarra tíma að finna tjáningu, sem fellur í þennan nýja farveg. Þjóðlífið hefur breytzt og um leið sálarlíf fólks.“ „En verða ekki rithöfundar fyrst og fremst að bergmála líð- andi tíma og hugsun og siðferði (eða siðleysi) samtímans?" „Ég tel, að skáldskapar- gildi fari ekki eftir því, hversu mikið er tekið inn í það af deg- inum í dag, ef svo mætti- segja.“ „Hver er mórall þinn í sög- unum?“ „Ég hef aldrei skrifað bók í ákveðnum pólitískum tilgangi eða til að þjóna ákveðnum siða- lögmálum einhverrar stefnu". „Ertu kannski norrænn hetju- dýrkandi?" „Ég er hvorki haldinn rasa- hugsjón eða kynþáttaofstæki — ég trúi á manneskjuna, að hún láti ekki auðveldlega ginnast af heimskunni. Ég trúi á sið- ferðisþrek manneskjunnar í lífs- baráttunni. Ég hef tilhneiging til þess í bókum mínum, að leiða manneskjuna á yztu nöf til að prófa, hvað kemur fram í henni, þegar boginn er strengdur til hins ýtrasta". „Þú leggur mesta áherzlu á persónusköpun?“ „Aðalviðfangsefnið er mann- eskjan“. „Finnst þér þægilegt að skrifa um ástina?“- „Aldrei skrifað raunverulega ástarsögu; ástarlýsingar hafa komið sem eðlilegur hlutur (Hrafnhetta er að vfsu ástar- saga á sinn hátt). Hvorki ást né hatur einkennir mínar bæk- ur“. „Hvað einkennir þær þá?“ „Þær fjalla um óttann — ég hef töluvert fengizt við óttann. Það er hugsanlegt, að ég gangi með óttakomplex án þess ég hafi hugmynd um það ...“ „Hvað óttastu Guðmundur?“ Nú stóð hann á fætur og gekk að glugganum og svo vék hann sér frá honum og fór að ganga um gólf. „Hugsaðu þér öll þessi litlu börn, sem fæðast eða eru að fæðast í skugga af atóm- sprengju -— maður er alls ekki hræddur um sjálfan sig lengur — manni finnst bara svo ægi- legt, að heimurinn I dag geti ekki skapað þessu nýja lífi ör- ■ yggi — maður ber fyrst og fremst ábyrgðarkennd til æsku framtíðarinnar. Þessi ótti fær- ist yfir fleira, mörg form, ótti við skrímsli nútímamenningar, ótti við ný vopn, vélar, ótti við eyðileggingu andlegra verðmæta mannlífsins“. * * TCRtJlN kom inn og bauð í kvöldskatt. Hún sagði Guð- mundi að vara sig á blaða- mönnum (Guðmundur er blaða- maður sjálfur, ritstýrir Suður- landi á Selfossi,- og góðvinur og laxafélagi Matthíasar Jo- hannesens og málkunningi Sigurðar A. Magnússonar). ...Það á alltaf að snúa út úr fyrir blaðamönnum, og þessi er mjög varasamur", sagði blessuð konan. „Þetta er vel sagt af henni“, sagði eiginmaðurinn (sem á jafn-hugulsama konu). t * Rétt áður en Hús skáldsins var kvatt, spurði ég: „Telurðu skáldsöguna vera að líða undir Iok?“ „Ég brosi í kampinn, þegar ég hevri þetta — hef verið að frétta þetta eftir Kiljan af og til — og Iíka útþynnt viðkvæði Steins heitins Steinars, „að hið hefðbundna form sé dautt“. Mér finnst samt ekkert ein- kennilegt, að menn segi þetta, t. d. Kiljan, ef hann hefur misst áhugann — ég tek þctta eins og það er talað“. „Hvaða afl knýr mann til að vera rithöfundur?“ „Maður þarf að vera fæddur með ástríðu, sem á ekkert skylt við skynsemi eða takmark. Ef höfundur er gæddur þessari ástríðu, dugar honum það til að vera skapandi listamaður, svo lengi sem hann Iifir“. — s t g r. Leiðr.: Framarlega í viðtalinu féll niður síðasti hluti orðsins: Eyrarbakkabugur. Þetta raskar illilega merkingu setningarinnar, en hún á að hljóða þannig: Haf- rænan frá Eyrarbakkabug sleikti andlit komumanns. — stgr. @2* ðcemið í §iý|ar ambúðir í byrjun þessa árs, samþykkti Borgarráð Reykjavíkur að láta gera kvikmynd urri hitaveitu borgarinnar, og var Gesti Þor- grímssyni falið að sjá um fram- kvæmdir. Þorgeir Þorgeisson kvikmyndastjóri, var ráðinn til að annast leikstjóm og gera handrit. Vélar voru Ieigðar frá Englandi, og líka myndatöku- maður Cristopher Menges. Að- stoðarmyndatökumaðurinn er íslendingur, Donald Ingólfsson. Tónlist og tónupptöku önn- uðust Jón Ásgeirsson tónskáld og Knútur Skeggjason magnara vörður. I myndinni koma fram sonúr og dóttir Gests, þau Guð jón Ingi, og Ragnheiður. Kvikmyndatökunni lauk 30. apríl, og höfðu þá verið tekin um það bil 10,000 fet á filmu. Reiknað er með að notuð verði um 1200 ft. Gestur og félagar hans, hafa athugað um töku fréttamynda, sendu meðal annars BBC frétta- kvikmynd I sambandi við Mil- wood málið, en telja að taka slíkra mynda svari vart kostn- Hér gefur að líta kvikmyndastjörnurnar tvær, Ragnheiði og Guðjón Inga. Er verið að „filma“ ferðalag þeirra eftir hitaveitustokkunum. aði. Út frá þessari mynd, hefur svo sprottið nýtt kvikmynda- félag, Kvikmyndafélagið Geysir. Meðal hluthafa þess, eru Gestur Þorgrímsson Ragnar Þorgríms- son, Þorgeir Þorgeirsson og Jón Ásgeirsson tónskáld Ætlunin er að reyna að kynna hitaveitumyndina á einhveri kvikmyndahátíð erlendis, en tal- ið vafasamt að hún verði sýnd hérna, þar sem hún er of löng til að vera aukamynd, og of stutt til að geta verið aðalmynd. Söguþráðurinn, er fléttaður inní vandamál, sem börnin eiga við að stríða, og lýkur með frumlegri sögu sem stúlkan seg- ir piltinum, þar sem hann á að ímynda sér að hann sé vatns- dropi. t Að því er Gestur Þorgr.msson segir, mun Geysir ekki vera með neinar ákveðnar fram- kvæmdir á döfinni enn sem komið er. (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.