Vísir - 21.05.1963, Page 4
Spjallað við frú
Susan Boothby eigin-
konu brezka sendi-
herrans hér á landi
:••••■...........
„fsland er töfrandi
land“, byrjar frú Sus-
an Boothby, eiginkona
brezka sendiherrans hér
á landi. „Það er þegar
orðið einn af mínum eft-
irlætisstöðum, og ég
kann prýðilega við mig
hér“.
„En verðið þér ekki að segja
þetta um hvaða land sem þér
búið í sem sendiherrafrú?"
„Nei, nei, ég segi það í ein-
lægni. ísland er svo ólíkt öll-
um öðrum löndum, sem ég hef
komið til, það er ekki sami as-
inn og taugaspennan og vfða
verður vart annars staðar, eink-
um þó í stórborgum — hér er
gott að slappa af. Ég vona bara,
að ég verði ekki alltof löt á
endanum!"
Hún situr í rúmgóðri setu-
stofunni á heimili brezku sendi-
herrahjónanna að Laufásvegi
33. Það er sólskin og gott veð-
ur, og snyrtilegur garðurinn
fyrir framan húsið er að byrja
að jafna sig eftir páskahretið.
í kjöltu hennar liggur Fanny
og rymur hástöfum af vellfðan.
Fanny er hundur heimilisins,
1 árs gömul, ensk „pug“, fjarska
vingjarnleg, en nokkuð gefin
fyrir hóglífi, segir frú Boothby.
hvað anr.jð en í Englandi. Og
það er hressandi að ganga úti í
þessu hreina og góða lofti.
Fanny er mikill göngugarpur
og elskar Heiðmörk, þar sem
hún getur hlaupið um og látið
eins og hún vill“.
„Hvað eruð þið búin að vera
lengi? Komuð þið ekki í fyrra?“
„Jú, það er ár síðan. Við
fórum til Akureyrar, Mývatns
og Seyðisfjarðar f fyrrasumar
og bjuggum í tjaldi. Það var
alveg undursamlega fallegt hér
um bil alls staðar. Island minn-
ir mig dálítið á Grikkland, þeg-
ar veðrið er gott og sjórinn
sterkblár. Maðurinn minn segir,
að það sé líkt sumum hlutum
af Kína. Stundum minnir það
mig líka á Burma".
„Hvernig kunnuð þér við
Burma?“
„Ó, það er, held ég, uppá-
haldslandið mitt — og Island
er næst á eftir. Það er mikil
náttúrufegurð í Burma, og fólk-
ið er alveg ógleymanlegt... svo
elskulegt, vel gefið og skemmti-
Iegt í viðmóti. Við vorum þar
eitt og hálft ár“.
„Og lærðuð þér tungumálið?"
„Nei, því miður. Maðurinn
minn talar kínversku, en ég
kann ekki annað en frönsku
auk enskunnar og dálítið f
þýzku. Ég lærði þýzku sem
krakki, en nú er ég að mestu
leyti búin að týna henni niður.
Islenzku hef ég ekki treyst mér
Frú Susan Boothby á heimili sínu. í kjöltu hennar situr Fanny,
tilbúin að verja húsmóður sfna gegn varasömum ljósmyndurum.
Á veggnum hangir málverk af Geysi eft.ir enska málarann Nicholas
Pocock, en á borðinu er mynd af Elizabeth II Bretadrottningu.
,Island er ólíkt öllum
öðrum löndum
Kannske gengur henni lfka vel
að slappa af á Islandi.
„Þér hafið náttúrlega búið
í mörgum löndum?"
„Ja, ekki nærri eins mörgum
og maðurinn minn. En þessi
sextán ár, sem við höfum ver-
ið gift, höfum við búið á ýms-
um stöðum, m. a. f Belgfu,
Kanada og Burma. Við vorum
fimm ár í Belgíu, áður en við
komum hingað."
„V/’oru ekki talsverð viðbrigði
’ að flytjast hingað norður
eftir?“
„Jú, að ýmsu leyti. I Belgíu
er alltof margt fólk í litlu landi,
en hér er landið stórt með fáa
íbúa — það er miklu skemmti-
legra, finnct mér, það er dá-
samlegt að geta reikað um einn
og frjáls úti í náttúrunni án
þess að rekast alls staðar á
hópa af fólki".
„Finnrt yður ekki fullkalt
héma?“
„Nei, alls ekki. Enda höfum
við verið mjög heppin með
veðrið. Svo eru húsin dásam-
lega hlý og vel upphituð. Eitt-
til að læra, þó að ég vildi óska
þess, að ég gæti talað hana.
Sérstaklega þegar við erum
uppi í sveit — fólkið er svo
dásamlega gestrisið og hlýlegt,
að ég hef varla kynnzt öðru
eins. En ég verð að láta mér
nægja bros og bendingamál,
þar sem enskan kemur ekki að
notum“.
X^anny teygir úr sér og geisp-
ar, rvo hoppar hún niður
úr kjöltu frú Boothby og leggst
við ofninn.
„Letiblóðið þitt!“ segir frú-
in brosandi og klappar henni
á kollinn. „Börnin hérna í kring
eru öll stórhrifin af Fanny“,
bætir hún við. „Ef ég fer út í
búð, koma þau og spyrja: „Hvar
er Fanny? Hvernig líður
Fanny?“ Annars á Harry sonur
okkar hana, þó að hún sé jafn-
hænd að okkur öllum".
„Hvað er Harry gamall?"
„Sjö ára. Hann fer í ameríska
skólann hér. En hin börnin eru
í skólum í Englandi. Þau eru tíu,
fjórtán og fimmtán ára. Það er
gallinn á að fara svona land úr
landi, að annað hvort getur
maður ekki haft börnin hjá sér
eða þau verða rótlaus".
„Hvernig kann Harry við sig
hér?"
,Ó, hann elskar Island. Hon-
um fannst hann strax eiga
heima hér. Það er eitt enn, sem
mér líkar vel á íslandi, að börn-
in eru svo frjáls og sjálfstæð.
Þau hafa ótrúlega mikið frelsi
og verða fljótt fullorðinsleg".
„Sumir kvarta nú yfir þessu
frelsi og segja, að þau þurfi
miklu strangari aga“.
„Ja, kannske. Það er erfitt að
finna meðalveginn. Ég held, að
það væri gott, ef þau gerðu
meira af því að iðka íþróttir,
fótbolta og ýmislegt þess kon
ar. Börn þurfa að fá útrás fyrir
lífskraftinn, en mér hefur ekki
fundizt nóg tækifæri hérlendis
til að æfa íþróttir — það getnr
reyndar vel verið, að mér skjátl-
ist í þessu. Við hjónin förum
oft í Sundlaugarnar snemma á
morgnana, en Harry vill heldur
fara i Sundlaug Vesturbæjar".
„Farið þið ekki öðru hve-ju
til Englands?"
„Jú, jú, við búum þar oft
eitt ár í einu á milli þess sem
við erum send til landa úti um
heiminn. Við eigum hús í Lon-
don við Holland Park. Annars
veitir mér ekkert af því að
skipta svona oft um heimili,
maður lærir að safna ekki of
mörgu í kringum sig“.
T/'rú Boothby er sonardóttir
A jarlsins af Asquith, sem var
forsætisráðherra Bretlands á ár-
unum 1908—1916. Hún var sex
ára, þegar hann andaðist, en
man samt greinilegar eftir hon-
um en flestum öðrum.
„Hann var yndislegur afi“,
segir hún. „Svo þolinmóður og
góður alltaf. Hann elskaði böm
og átti tuttiigu og tvö barna-
börn, sem hann vildi helzt hafa
öll í kringum sig í einu. Við
vo-um mjög samrýmd í fjöl-
skyldunni og erum enn. Afi
hafði eitthvert það undraverð-
asta minni, sem ég hef nokkurn
tíma heyrt um — til allrar
óhamingju hef ég ekki erft það!
Hann flutti allar sínar ræður
blaðalaust, og hann lék sér að
því að læra utanbókar löng
kvæði, leikrit o. s. frv.... hann
kunni kynstrin öll af ljóðum.
Einu sinni lærði hann að gamni
sínu utan að nöfnin á öllum
V í SIR . Þriðjudagur 21. maí 1963.
hestum, sem hafa unnið í Derby-
veðreiðunum, þó að hann hefði
engan áhuga á kappreiðum.
Hann leit rétt á listann, en
eftir það gátum við spurt hann,
hvaða hestur hefði unnið hvert
tiltekið ár, og honum skjátlað-
ist aldrei".
Nú kemur Ingimundur, ljós-
myndari Vísis, til að taka mynd
af frú Boothby. Fanny vaknar
af værum blundi, en tekur gest-
inum vel. Enda fær hún að vera
með á myndinni. Hún stillir
sér upp eins og þaulvön fyrir-
sæta, opnar augun upp á gátt
og brosir blíðlega. En þegar
Ingimundur nálgast með Ijós-
myndavélina og miðar þessu
ískyggilega verkfæri á hana,
bregður ungfrú Fanny í brún,
og hún geltir hástöfum. Við út-
skýrum fyrir henni, að Ingi-
mundur sé mesta gæðablóð og
vilji hvorki henni né húsmóð-
ur hennar neitt illt. Þá róast
hún og lítur aftur kókett inn í
ljósopið.
veggnum hanga tvö málverk
af Geysi eftir enska lista-
manninn Nicholas Pocock, sem
kom hingað til Iands árið 1789,
líklega með vfsindaleiðangri
undir forystu John Stanley.
Þau voru seld á uppboði f
London fyrir nokkrum árum,
og keypti þá brezka stjórnin
þau og lét senda þau til bú-
staðar brezka sendiherrans á Is-
landi.
„Hvernig finnst yður að vera
húsmóðir á íslandi, frú Booth-
by? Það hlýtur að vera ólíkt
t. d. Burma eða Belgíu".
„Já, það er mjög ólíkt öðr-
um stöðum, sem ég hef verið
á, og ég þurfti að venjast þvf
í byrjun að fá ekki meira úrval
af grænmeti og ávöxtum. En
núna gengur allt betur — ég
kunni ekki að verzla fyrst og
þekkti ekki íslenzka matinn".
„Og hvernig finnst yður hann
núna?“
„Ágætur yfirleitt. Okkur
finnst skyrið sérstaklega ljúf-
fengt, og hangikjöt þykir mér
gott, en annað kjöt síðra. Fisk-
urinn er auðvitað mjög bragð-
góður — ég hef hvergi fengið
aðra eins lúðu og hér. Og ribs-
berin íslenzku bera af öllum,
sem ég hef áður bragðað".
„Hafið þér fylgzt með tón-
leikum, málverkasýningum og
öðrum listviðburðum hér?“
„Já, við erum bæði mikið gef-
in fyrir tónlist og höfum haft
ánægju af tónleikum hér. Við
höfum ekki farið oft á leiksýn-
ingar málsins vegna, en skemmt-
um okkur prýðilega á Shake-
speare-sýningunni hjá Leikhúsi
æskunnar í vetur. Það var mik-
ill kraftur í unga fólkinu, og
ég álít, að það sé gott fyrir
unga leikara að glíma við
Shakespeare, þótt hann sé erf-
iður viðureignar“.
„^g hafið þið eignazt marga
vini hér á þessu eina ári?“
,Já, heilmarga. Fólkið er svo
indælt og gestrisið, að mér
finnst ég ekkert framandi inn-
an um það. Enda tala flestir
ensku, og það kemur sér vel,
þvi að ég er hrædd um, að ég
geti aldrei lært íslenzku að
neinu gagni".
„Hvað búizt þér við að verða
hé: lengi?“
„Ó, það veit maður aldrei í
þessari stöðu. Tvö eða þrjú ár
í viðbót, gæti ég trúað, kannske
fjögur, það er ekki gott að
segja. Ég víídi gjaman vera
lengi á íslandi — ég er þegar
að verða heimavön hér“.
— SSB