Vísir - 21.05.1963, Blaðsíða 5
V í S IR . Þriðjudagur 21. maí 1963.
í útvarpsþætti í gærkvöldi
voru geðveikramálin á dagskrá
og svaraði dr. Tómas Helgason,
yfirlæknir á Kleppi spurningum
blaðamannanna. Þar kom ýmis-
legt athyglisvert fram, og
skulu hér tilfærð nokkur atriði
úr upplýsingum yfirlæknisins:
Neyðarástand.
Segja má að algert neyðar-
ástand ríki í geðveikimálum
þjóðarinnar í dag. Þörf er á
meira en helmingi stærra spít-
alaplássi en fyrir hendi er,
þannig að rúmur helmingur
geðsjúklinga, er þyrftu að vera
í sjúkrahúsi, er nú í heimahús-
um. Ýmsar ástæður liggja til
þess að aðgerðir í geðveikra-
málum hafa orðið út undan, m.
a. sú, að mönnum hefir hætt til
að hafa lágt um þessi mál og
jafnvel til að forðast að horfast
í augu við staðreyndir í sam-
bandi við þau. En það er síður
en svo ástæða til að fara með
meiri leynd með geðsjúkdóma
og geðtruflanir en líkamlega
sjúkdóma. Talið er að þriðji
hver maður hér á landi þurfi
einhvern tíma á ævinni læknis-
ráð eða læknismeðferð vegna
geðsjúkdóma eða taugatruflana, ]
á því sést hve geðtrufianir eru
f rauninnl algengar og nauðsyn-
legt: að horfast í .augu við þá
staðreynd . svo að hægt sé að
hjálpa þeim sjúklingum eins og
öðrum.
Ný Iyf stórbót.
Fyrir fáum árum var farið að
nota ný lyf við geðlækningar,
sem segja má að hafi stórbætt
allar batahorfur geðsjúklinga.
Fyrir daga þessara lyfja útskrif-
uðust um 80% sjúklinga á
Kleppi áður en árið var liðið, en |
nú útskrifast þaðan 90% sjúk- ]
linganna fyrir þann tíma og er
það mest þakkað þessum lyfj-
um. Þar að auki hafa lyf þessi
orðið til þess að mjög hefir
dregið úr rafmagnslosti við
geðlækningar.
Vantar 300—400
sj'úkrarúm.
Kleppsspítalinn er raunveru-
lega ekki nema fyrir 240 sjúk-
inga. Auk þess dveljast um 20
geðsjúklingar annars staðar og
um 30 geðsjúklingar í Far-
sóttarhúsinu í Reykjavík. Eins
og sakir standa þyrfti að
tvöfalda sjúkrarúmafjöldann
sem fyrr segir og fjölga þeim
síðan árlega að meðaltali um
12 til þess að mæta eðliiegri
fólksfjölgun þjóðarinnar.
Bráðabirgðahús.
Nú vita menn að alllangan
tíma tekur að teikna, útvega
fé til og byggja nýtt og full-
komið geðsjúkrahús, og í milli-
tíðinni er nauðsynlegt að leysa
hinn bráðasta vanda í þessum
málum. Hafa nokkur hús komið
til orða f því sambandi, svo
sem Kristneshæli og Vífilsstaða
hæli, þá méð þeim fyrirvara að
sjúklingar þaðan yrðu t. d. fiutt-
ir í Reykjalund. En þessi sjúkra
hús munu þykja gamaldags og
henta miður geðsjúklingum, og
virðist dr. Tómas Helgason
telja að til greina kæmi að fá
til bráðabirgða afnot af efstu
hæð vesturálmu nýju Landspít-
alabyggingarinnar fyrir geð-
veikralækningar, ef þess væri
kostur, en um þetta hafa ekki
verið teknar neinar ákvarðanir.
Geta má þess að í öðrum lönd-
um er algengt við stóra spítala
að þar séu geðlækningadeildir
með öðrum deildum.
Lögreglan gætir
sjúklinga í fangahúsi.
Það kom skýrt fram £ út-
varpsviðtali þessu hve hörmu-
lega illa menn eru settir ef ein-
hver verður gripinn af geð-
veikikasti og þyrfti þegar að
komast í sjúkrahús. Þá er
hvergi í sjúkrarúm að fá, og
þrátt fyrir einlægan hjálparvilja
allra, sem hlut eiga að máli
verður það æði oft eina úrræðið
að fá lögreglumenn til þess að
gæta hins sjúka einhvern tíma
í fangageymslu, eða í heima-
húsum þar til um hægist eða úr
raknar með einhverju móti.
Sigyrð&ir —
Framhald af bis. 16.
kosið í nefndir. Var fundinum
síðan frestað um eina viku og
á framhaldsaðalfundinum voru
gerðar ýmsar ályktanir.
Stjórn Kaupmannasamtak-
anna er skipuð 19 fulltrúum,
það er einum frá hverju aðildar
félagi, einum frá einstaklingum
og einum..oddamanni.
Á fyrsta fundi stjórnarinnar
sem haldinn var að loknum
aðalfundi var kosin fimm
manna framkvæmdastjórn og
skipa hana nú Sigurður Magnús
son kjörinn af aðalfundi for-
maður, ísleifur Jónsson vara-
formaður, Björn Guðmundsson
ritari, Jón Mathiesen og Edvard
Frímannsson. Nánar verður sagt
frá aðalfundinum í blaðinu á
morgun.
SAGA SMITHS
KAPTEINS.
Tíminn hefir komizt í óvenju
lega feitt i morgun. „Bretar
ganga á lagið“ segir blaðið yfir
þvera forsíðuna og er í hátsð-
arskapi. Og lesandinn spyr sak
leysislega: Hvaða lag? Og ekki
stendur á svörunum hjá hinum
rösku Tímamönnum. Brezka
stjórnin sendi íslendingum orð-
sendingu hinumegin helgar-
innar. í henni var sagt að
brezka stjórnin harmaði að
Smith kapteinn komst hjá hand
töku, að hún liti alvarlegum
augum á málið eins og íslenzka
ríkisstjórnin og hefði hvað eftir
annað lagt að Smith kapteini að
standa fyrir máii sínu fyrir ís-
lenzkum dómstóli.
Þess vegna er erfitt að skilja
fyrirsögn Tímans öðruvísi en
þannig að brezka stíórnin gan'’!
á það lag að leggja íslendingum
lið i málinu, en samt mun það
ekki hafa verið ætlun blaðsins
að sú yrði niðurstaðan.
Kosningar eru nefnilega fyrir
fyrir dyrum og því þarf að gera
Bretann sem allra tortryggileg-
astan og læða því inn hjá þjóð-
inni að eftir kosningar muni
hann heimta nýjan landhelgis-
samning og helzt afnám 12
mílna landhelginnar.
STÓRA SPRENGJAN.
Og það er fróðlegt að sjá
hvernig blaðið snýr málinu í
hendi sér til bess að fá út þessa
niðurstöðu. í orðsentí‘ngunni er
ekki eitt orð um 12 mílna land-
helgina, eða það að Bretar vé-
fengi hana. En þar segir að
brezka stjómin geri fyrirvara
urn Iagarök málsins, þ. e. a. s.
hún getur ekki framselt brezkan
ríkisborgara hingað til lands,
þar sem afbrot hans er ekki
þess eðlis samkvæmt lögum,
enda ekki slíkur samningur i
gildi milli þjóðanna tveggja. En
þessa setningu notar Þórarinn
sem stórsprengju og segir að
þetta þýði að Bretar véfengi 12
mílurnar.
EKKI Á MOKKA.
Það þarf einstaklega skarpan
mann, með mikil brióstheilindi.
til þe~s að komast að svo diúp-
viturri niðurstöðn Ungum mönn
um sem hyggjast læra nólitíska
blaðamennsku er ráðlagt að
þrautkynna sér hetta dæmi, því
betur er ekki annarstaðar hægt
að sjá hvernig á að fara að því
að Iumbra á andstæðingum. Að
vísu er heimildin engin, en það
skiptir engu máli — aðeins ef
unnt er að skjóta andstæðinginn
í kaf með þessari sérstæðu
blaðamennsku. Sumir myndu
kannski segja að slíkir afbragðs
pennar ættu betur heima í hópi
skáldsagnahöfunda uppi á Mokk
a en það er mesti misskilningur.
Þessi þjóð á nóg af mönnun.
ímyndunaraflsins í rithöfunda-
stétt en of fáa í hópi blaða-
manna.
Og það er líka önnur ekki ó-
merkari hlið á þessu máli.
FYRSTA DAGINN.
I
Alkunna er að Þórarinn Þór- !
arinsson, ritstjóri landhelgis-
blaðsins, er næsta utanríkisráð-
herraefni kommúnista í nýrri
vinstri stjórn. Ef sú stjóm
kcmst á laggirnar verður gaman
að lifa í landinu. Þá fáum við
landgrunnið allt á fyrsta degi,
200 mílur eins og Suður Arne-
ríkuríkin. Bretar munu örugg-
lega bera fram harðorð mót-
mæli. En það skiptir engu máli.
Hinn nýi utanríkisráðherra hefir
*p'að og safit að við eigum bað
einir og þá hlýtur það að vera
rétt.
Þannig getum við einir ráðið
lögum og Iofum á úthafinu, að-
eins ef réttir menn eru í stjóm.
Björn Bragi Magnússon
Jón Björnsson
Arangurslaus leit
Ekkert hefur komið fram enn®
sem komið er, sem á nokkurn hátt
getur gefið visbendingu um hvarf
piltanna tveggja sem hurfu úr
Reykjavík í vikunni sem leið,
þeirra Jóns Bjömssonar og Björns
Braga Magnússonar.
Slysavarnafélagið hélt enn uppi
leit í gærdag, en árangurslaust.
Farið var á báti út í Engey, Viðey
og Akurey og gengið þar allar
fjörur til að kanna hvort nokkuð
hafi rekið. Þá var í útvarpinu
komið ú framfæri tilmælum um að
fólk sem byggi nálægt sjó kannaði
fjörur og léti Slysavarnafélagið
vita ef eitthvað hafi rekið sem ein-
hverja vísbendingu gæti gefið um
hvarf trillubátsins eða mannanna
tveggja. 1
Hringt var til Slysavarnafélags-
ins frá nokkrum stöðum suður
með sjó eftir að tilmæiin höfðu
verið lesin í hádegisútvarpinu í
gær og voru menn sendir allt suður
að Stapa, til að rannsaka það sem
fólkið hafði fundið í fjörunni, en
ekkert af því benti til þess að það
stæði í nokkru sambandi við týnda
bátinn né mennina tvo.
Loks voru gengar Seltjarnarnes-
fjörur í gær, en árangurslaust eins
og öll hin leitin.
AfOakóngur —
Framhald sl bls. 1.
kunnugt er hinn landskunni afla
kóngur Eggert Gislason, sem
hafði árangurslaust reynt að
miðla málum. Verkfallinu á bát-
um Guðmundar hefur nú verið
aflýst og fóra þeir á veiðar í
nótt. Sömuleiðis hefur verið af-
lýst vinnustöðvun í landi, sem
átti að koma til framkvæmda
26. þessa mánaðar við báta Guð
mundar, og hefur hann þannig
haft réttinn sín megin í þess-
um málum öllum:
Félagsdómur dæmdi verkfall
Verkalýðs- og sjómannafélags
Miðnesshrepps á bátum Guð-
mundar ólöglegt á þeirri fors-
endu, að eigi væri heimilt, eins
og félagið hafði þó haldið fram
að beita ákvæðum fyrsta liðar
17. greinar laga nr. 80 frá 1938,
en samkvæmt þeim ákvæðum
heimilast verkalýðsfélagi að
beita vinnustöðvun til að knýja
fram fullnægju á áður uppkveðn
um dómi félagsdóms. Hafði
verkalýðsfélagið haldið þvf fram
að samkvæmt dómi félagsdóms
frá 18. janúar s.l. væri Guð-
mundi Jónssyni skylt að skrá
á síldveiðibáta sína í Sandgerði
samkvæmt síldveiðisamningi frá
1958 og 1959. Félagsdómur
taidi hins vegar að skylda G.J.
samkvæmt fyrrnefndum dómi
frá 18. janúar, væri eigi svo
fullkomlega skýlaus að áður-
greindur dómur gæti orðið
verkaiýðsfélaginu heimild til
vinnustöðvunar.
Sfyrkir —
Framhdd af bls. 8.
þáttum, er áhrif hafa á frjósem-
ina. 45 þús. kr.
Dr. Georg Walker tii rann-
sókna á Austfjarðablágrýtinu.
20 þús. kr.
Dr. Þorleifur Einarsson, jarð-
fræðingur, til greiðslu á kostn-
aði við aldursákvarðanir sýnis-
horna á fornskeljum og mó. 10
þús. kr.
leiðréffing
í Vísi sl. föstudag, birtist mynd,
af Bjarna Guðjónssyni myndskera,
og var hann þar nefndur Tómas-
son. Þetta leiðréttist hér með.
Skemmtiferð
SjálfstæðiskvennafélagiÖ Hvöt fer í skemmti-
för fimmtudaginn 23. (uppstigningardag).
Farið verður um Suðurnes, að Reykjanesvita
og til Keflavíkur. — Farmiðar og upplýsingar
í dag og á morgun hjá Gróu Pétursdóttir
Öldugötu 24. Sími 14374 og Kristínu Magnús-
dóttir Hellusundi 7. Sími 15768 og Maríu
Maack Þingholtsstræti 25 og Guðrúnu
Þorkelsdóttir Sindra Seltjarnarnesi. Sími
13031.
W
m|