Vísir - 21.05.1963, Side 7
V í SIR . Þriðjudagur 21. maí 1963.
7
SKIPID HRUNDIÍJARD-
SKJALFTUNUM
Fyrir nokkru birti Vísir mynd af
kirkjuskipi frá Akureyri. En það er
viðar en þar og á Siglufirði sem
skip eru í kirkjum. Skip hefur ver-
ið í Árbæjarkirkju hjá Reykjavík
undanfarið eða frá því skömmu
Vtir að hún var vígð.
Frá þessu skýrði Lárus Sigur-
björnsson skjalavörður Vísi og því
jafnframt, að það hafi verið Henry
Hálfdánarson forstjóri sem færði
Árbæjarkirkju skipið að gjöf af
hálfu Slysavarnafélags I'slands.
Skyldi skipið vera sjófarendum til
heilla. Það er eftirmynd af norsku
briggskipi, sem var í förum milli
Austfjarða og Noregs fyrir um það
bil 100 árum. Sá sem smíðaði það
hét Kristján Imsland og var bú-
settur á Siglufirði. Seinna komst
það f eigu Slysavarnafélagsins, en
skömmu eftir að Árbæjarkirkja var
vígð, færði Slysavarnafélagið skip-
ið kirkjunni að gjöf.
Það mun hafa verið altítt í ka-
þólskum sið að skip voru hengd
upp í kirkjur, einkum þær kirkjur
sem helgaðar voru Nikulási biskupi
á Bár (Bori á Italíu). Hann var í
dýrlingatölu og sérstakur verndari
sjófarenda í öllum kaþólskum lönd
um. Nikulás þessi hefur og fleira
til síns ágætis en að vernda sjó-
farendur, því hann hefur á síðari
öldum orðið enn kunnari sem jóla-
sveinn víðs vegar um heim, og
nafn hans þá oftast verið stytt í
heilagan Kláus (St. Claus).
Hér heima á íslandi munu skip
hafa hangið uppi í ýmsum kirkjum,
þ. á m. nokkrum í naésta nágrenni
við Reykjavík. Lárus Sigurbjörns-
son kvaðst t. d. ekki muná betur
en að hann hafi á yngri árum sín-
um séð skip á kirkjuloftinu á Bessa
stöðum, sem vafalaust hefur hang-
ið í kirkjunni áður fyrr.
Sá sögulegi atburður gerðist í
sambandi við kirkjuskipið í Árbæ
núna í vor, að það slitnaði niður
í jarðskjálftunum á dögunum og
skemmdist þá allmikið, möstur
brotnuðu og stög slitnuðu. Var það
mikið verk og vandasamt að koma
öllu í samt lag aftur, en því verki
er nú að mestu lokið og verður
skipið bráðlega sett upp í kirkjuna
aftur.
Hafði skipið verið fest upp í
Árbæjarkirkju á sínum tíma með
messingþræði eða snúru, sem er
mjög sterk og á að þola bæði mik-
inn þunga og átak. Rétt áður en
jarðskjálftinn kom, sem var á laug
ardegi, hékk skipið á sínum stað í
kirkjunni, en mánudaginn næstan
á eftir, þegar komið var næst í
hana, lá skipið á gólfinu, allt meira
og minna skemmt. Kvaðst Lárus
ekki finna aðrar skýringar á því
fyrirbæri en þær að málmþreytu
hafi orðið vart í festingunum og
þegar jarðskjálftakippirnir komu,
hafi þær hrokkið í sundur við
hristinginn. Hvort skipið hefur dott
ið niður við snörpu kippina sem
komu fyrst, eða þræðirnir smám
saman juðast sundur við 'vægari
kippi á eftir, skal ósagt látið, en
jarðskjálftamælar töldu 57 hrær-
irifeáþ jjieftá ’skipti.
Hér sést hvernig möstrin hafa farið og stög slitnað á skipinu, er það
datt ofan úr kirkjunni í jarðhræringunum í vor. Það var mikil vinna
að koma þessu í samt Iag aftur. (Ljósm. Á. Ó. L.).
Vilja takmarka fískinn-
ílutning til BRETLANDS
Brezkir togaraeigendur hafa lagt !
til við fiskimálanefnd brezka þings
ins, að fisklandanir í Bretlandi
verði takmarkaðar við ákveðið j
magn eða 750 þús tonn á ári. Er j
það 25 þúsund tonnum minna en
landað var í Bretlandi að meðaltali
árin 1960—62. Það er ætlun tog-
araeigendanna, að engin takmörk
verði á löndunum úr heimatogur-
um, en þetta komi niður á erlend
um fiskiskipum.
Tilgangur togaraeigenda með
þessu er að halda uppi fiskverði í
Bretlandi, svo að brezki sjávarút-
vegurinn fái traustari fjárhagsleg-
an grundvöll.
I tillögum togaraeigenda er ætl-
azt til að innflutningur fisks frá
öðrum Iöndum megi ekki fara yfir
20% af heildarlöndun. Innflutning-
urinn hefur verið að jafnaði um
18% síðustu ár.
Fjármálablaðið „Financial Times“
skrifar um tillögur togaramanna,
að hér sé um að ræða hreinar
verndartakmarkanir Gagnrýnir blað
ið afstöðu þeirra og segir að höfuð
atriðið sé ekki að innleiða inn-
flutningshöft, heldur að bæta fisk-
iðnaðinn. Segir það, að dreifingar-
kerfi fisks í Englandi sé orðið úr-
elt og þyrfti að endurnýja það, auk
þes sem útvegsmenn ættu að taka
upp hraðfrystingu í ríkari mæli en
nú er.
Skipið í Árbæjarkirkju eins og það var á meðan það hékk uppi áður en óhappið vildi til.
50 manna skáli vii Vest-
mannsvatn langt kominn
Eins og kunnugt er var unnið
að byggingu sumarskála við Vest-
mannsvatn í Aðaldal á vegum Þjóð
kirkjunnar í fyrra og var 50 manna
skáli gerður folrheldur. Vinna er
hafin að nýju við þennan skála, er
nú verið að innrétta hann og þeir
bjartsýnustu gera sér vonir um að
einhver not megi hafa af honum
síðsumars eða í haust.
Þarna við Vestmannsvatn hugsar
þjóðkirkjan sér að hafa sumarbúðir i
fyrir börn, líkt og verið hefur und- j
anfarin ár að Löngumýri í Skaga- !
firði. Æskulýðssamband kirkjunn-
ar á Norðurlandi hefir forgöngu
um að koma upp þessum sumar-
búðum, og er umhverfið við Vest-
mannsvatn hið fegursta og kjörinn
sumardvalarstaður. — Formaður
æskulýðssambands nyðra er séra
Pétur Sigurgeirsson.
I þeim skála, sem verið er að
reisa, verður salur fyrir 50 manns,
Þar verður bæði matazt og sofið.
i til að byrja með, og haldnar sam-
j komur, en síðar á að byggja svefn-
i skála út í frá, og fleiri byggingar.
Auk sumardvalar fyrir börn er hug
myndin að hafa þarna foringja-
námskeið fyrir fólk, sem viil taka
að sér að veita æskulýðsstarfi
forustu. Ennfremur helgarmót fyr-
ir ungt fólk, og yfirleitt á þarna
að verða miðstöð fyrir æskulýðs
starf. Safnað var fjár til sumar-
búðanna við Vestmannsvatn á
æskulýðsdegi kirkjunnar fyrir norð
an í vetur og einnig safnaðist
töluvert mikið til þeirra á Kirkju-
vikunni á Akureyri.
Norskur bókaklúbbur
Fyrir rúmu ári hóf nýtt útgáfu-
fyrirtæki „Den norske BOK-
KLUBBEN" starfsemi sína. Hefur
hann nú gefið út 15 skáldsögur,
ýmist norskar eða þýddar á
norsku, eftir úrvals höfunda. Eng-
ar bækurnar eru frumútgáfur,
heldur endurprentanir á bókum
sem hlotið hafa almennar vinsæld-
ir og viðurkenningu fyrir frábært
bókmenntagildi.
Meðal bóka þeirra, sem þegar
eru komnar frá „BOKKLUBBEN"
má nefna „Det farvede slör“ eftir
Somerset Maugham, „Landet som
Gud ga Kain“ eftir H. Innes,
„Helvetet hinsides havet" eftir
Aage Krarup Nielsen, „Triumpf-
buen“ eftir Remarque og eftir
norska höfunda hafa komið út
„Fjorten dager för frostnettene"
eftir Sigurd Hoel,
Utgáfur BOKKLUBBEN eru
smekklegar og vandaðar að öllum
frágangi, og verðið þó ekki nema
sem svarar þriðjungi venjulegs
bókaverðs. Til þess að fá þær
verður fólk að gerast meðlimir
klúbbsins og skuldbinda sig til að
kaupa að minnsta kosti 6 af hverj-
um tólf bókum, sem koma út á ár
inu. Meðlimir fá ókeypis lítið blað
um bókmenntir, sem klúbburinn
gefur út. Verð bókanna, sem ein-
göngu eru seldar innbundnar, er
innan við 100 krónur.
Stefán Stefánsson bóksali á
Laugavegi 8 hefur nú tekið að sér
umboð fyrir BOKKLUBBEN hér á
landi. Hjá honum geta menn gerzt
meðlimir og fengið allar upplýsing
ar um þessa bókaútgáfu, og bækur
sem áður eru útkomnar fást einnif
pantaðar í bókaverzluninni.