Vísir


Vísir - 21.05.1963, Qupperneq 16

Vísir - 21.05.1963, Qupperneq 16
VISIR Þriðjudagur 21. maí 1963. Loxve/ð/ hófst í morgun LaxveiCi hófst f morgun f net í Hvítá og ósasvæði hennar f Borg- arflrði. Laxveiði í Hvítá er leyfð frá og með 20. maí ár hvert. Hins vegar er hún friðuð um hverja helgi frá föstudagskvöldi til þriðjudags- morguns og ekki leyft að hafa net í henni þann tíma. Af þeim sökum voru ekki Iögð net í ána fyrr en í morgun. Hvítá er sem stendur mjög vatnslítil sökum kuldanna og það auðveldar mjög allar aðgerðir við að leggja netin. Hins vegar er venjan sú að í kuldatíð þegar lítið vatn er í ánni er hedur ekki mik- illar veiði að vænta. Eru Borgfirð- ingar því engan veginn bjartsýnir á mikla veiði meðan kuldatíðin helzt. 70 m re\ ykháfur rís o ð A 'letti ■ Slys í morgun Það umferðarslys varð í morgun á mótum Kringiumýrarveg ar og Miklubrautar. Ellefu ára drengur, Sigurhans Sveinsson, Bergþórugötu 14 var á reiðhjóli á lejð austur Miklubraut, en þegar hann kom að mótum Kringlumýrar- vegar bar að bíl sem kom að norð- an Kringlumýrarveginn og kvaðst bílstjórinn ekki hafa séð drenginn fyrr en hann lenti fyrir bflnum. Dreogurinn hlaut talsverð meiðsl og skrámur á fótum, hendi og höfði, en talið þó að hann myndi ekki vera alvarlega meiddur. Aðalfundur Kaupmannasumtakannú: Sigurður Magnússon endur- kjörinn hrmuður Aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands var nýlega hald- inn. Var hann settur í húsi Hringferð forsetahjónanna Forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhalisdóttir eru nú f hringferð f kringum landið. Fara þau með strandferðaskipi og koma við til heimsóknar f hverri höfn. Mynd þessi var tekin fyrir nokkrum dögum, er þau höfðu Iokið heimsókn til Akureyrar og voru að ganga um borð i skipið. Með þeim á myndinni er FriOjón Skarphéðinsson bæjarfógeti. Slysavarnafélagsins við Granda garð miðvikudaginn 8. maí, af formanni Sigurði Magnússyni. Fundarstjóri var kjörinn Sigurð ur Óli Ólafsson alþingismaður en fundarritari Reynir Eyjólfs- son kaupmaður í Reykjavik. Á fundinum fluttu ræður for- maður og framkvæmdastjóri samtakanna. I Kaupmannasam- tökunum eru nú starfandi 17 félög auk einstaklinga og er heildartaia einstaklinga og fyrir tækja innan samtakanna nú orð in rúmlega 600. Að loknum yfirlitsræðum voru lagðar fram tillögur og j erindi til afgreiðslu og síðan Framh. á bls. 5 Eftir um það bil 10 daga mun sjötfu metra hár reykháfur sildarverksmiðjunnar á Kletti gnæfa yfir Laugameshverfið. En eins og kunugt er af frétt- um er markmiðið með bygg- ingu reykháfsins m.a. það að koma í veg fyrir að lykt sú er lagt hefur yfir Laugameshverfið f norðanáttinni finnist ekki. Tvö reykgöng em á reykháfn um og er þá stækkun verk- smiðjunnar höfð f huga, en að- eins önnur verða notuð fyrst um sinn. Einnig er í smfðum dæla hús við hliðina á reykháfnum og verður það sennilega tii- búið um svipað leyti og hann. Ails mun taka 21 dag að steypa reykháfinn upp og er unnið við það á tveimur vökt- um allan sólarhringinn og not- uð skriðmót, en steypt með svo i kölluðu hraðsementi. Verktaki er Stapi h.f., yfir- smiður Jón Pálsson, en múrara meistari Magnús Baldvinsson. Jafnframt byggingu reykháfs- ins er reistur vandaður stái- stigi utan á honum og einnlg verða sett á hann tvö öryggls- ljós vegna flugumferðar. Sigurður Magnússon Góð borholu opnuð ímorgun Ný hitaveituborhola tók að gjósa í morgun rétt hjá Lækjarhvammi. Og enda þótt mælingar hafi ekki farið fram á henni ennþá er hún tal in f röð hinna efnilegri borhola hér i borg. Lokið var við að bora holu þessa í gær, en hún var þá orðin 764 metra djúp. 1 nótt var unnið við að létta á henni og í morgun tók hún skyndilega að gjósa. Gosið kom svo ört og skyndilega að ekki var komið við mælingum á henni, en á þessu stigi er ekki unnt að segja nákvæmlega um vatnsmagn hennar né hitastig, en allt bendir til að það sé hvortveggja betra en f meðallagi, eða jafnvel með bezta árangri sem fengizt hefur við bor- un hér í Reykjavik. LFm það er enn ekki unnt að segja, en e.t.v. tekst að mæla holuna sfðar í dag eða þá alveg á næstunni. Samkvæmt upplýsingum frá þeim verkfræðingunum Jóhannesi Zöega hitaveitustjóra og Sveini Einarssyni hafa stærstu borholurn- ar á þesu svæði gefið yfir 20 sek- úndulftrar og ekki sé fjarstætt að hugsa sér að þessi síðasta hola flytti allt að því eins mikið magn. Hitastig allra holanna á þessu svæði hefur verið mjög gott eða 130-136 stig,. Þær gefa nú um það bil helmingi meiri hitaorku held- ur en jafnmikið vatnsmagn frá Reykjaveitunni. Þessi hola hjá Lækjarhvammi sem opnaðist í nótt er 764 metra djúp og telst þvf með grynnri holum sem gefið hafa vatn á þessu svæði. GÓÐ SÍLDVEIDI Síldvelði næri 20 skipa í gær- kvöldi og morgun nam nálægt 13.000 tunnum. Síldin veiddist SSA af Selvogsvita og norður af Hrauni og um 24 sjómílur NV af Akra- nesi og allt vestur undir Jökul. Til Akraness komu 6 skip með 4000 tunnur. Afli bátanna sem lönduðu á Akranesi, var sem hér segir: Höfr- ungur II 1200, Höfrungur 900, Skírnir 900, Sveinn Guðmundsson 600, Haraldur 300, Reynir 200. Fréttaritari Vísis segir þetta ágæta síid, en hún er mögur. Nokkuð af henni er flakað og er þetta seinasti dagurinn, sem síld er tek- in til flökunar. Nokkuð er fryst en meirihlutinn fer í bræðslu. Afli annarra báta, sem blaðinu er kunnugt um: Ásgeir Torfason 350, Jón á Stapa 1000, Ólafur Magnússon 1000, Steingrímur Trölli 500, Jökull 500, Stapafell 600, Sæþór 600, Súlan 550, Eld- borg 1400, Straumnes 650, Draupn ir 600, Sigurður Bjarnason 400, Gjafar 1650, Auðunn 700, Guð- mundur Þórðarson 450, Huginn 650, Héðinn 1300, Ktffrte 1500.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.