Vísir - 22.05.1963, Síða 1

Vísir - 22.05.1963, Síða 1
Verðhækkun á sildarlýsi Verö á síldarlýsi hefir fariö mjög hækkandi frá áramótum og eru horfur á, að gott verð haldist, og jafnvel, að það fari hækkandi. Um áramótin var verð á síld- arlýsi mjög Iágt, um 30 stpd. tonnið, en hefir hækkað upp í 57y2 sterlingspund tonnið í dag. Horfur eru góðar að því er verð og sölu sfldarlýsis varð- ar á komandi síldarvertíð. Fyrirfram hefur veriö selt verulegt magn af síldarlýsi — um 20.000 t. — eða V3 til helmingur af afla komandi síld- arvertíðar. Yfirlýsing brezku ríkisstjórnorinnar: FRAMLEN6INCAR LANDHCL6IS- SAMNINCSINS [KKI ÓSKAB 12 mílna landhelgin afdráttarlaust viðurkennd í GÆR gaf brezki sendiherrann hér á landi þá yfirlýsingu fyrir hönd brezku stjórnarinnar í land- helgismálinu að Bretar hafi ekki í hyggju að fara fram á framlengingu þriggja ára undanþágutíma- bilsins ,sem lýkur 11. marz 1964. Fuilyrðing um hið gagnstæða verður að teljast alvarleg rangtúlkun á ótvíræðri og afdráttarlausri afstöðu brezku ríkis- stjórnarinnar, segir í yfirlýsingunni. Þá lýsir brezka stjórnin því einnig yfir í orð- sendingu sinni að enginn ágreiningur geti verið um það að hún hafi með landhelgissamningnum í marz 1961 viðurkennt fyllilega 12 mílna fiskveiðiland- helgina við ísland. Með þessari yfirlýsingu brezku stjórnarinnar eru fullyrðingar blaða stjómarandstöðunnar end- anlega reknar heim til föðurhúsanna um að Bretar Þannig reyndi Tíminn á sunnudaginn að falsa efni orðsendingar muni biðja um framlengingu á Iandhelgissamningn- um og að þeir viðurkenni ekki enn 12 milna land- helgina. Þær fullyrðingar hafa verið bíræfin kosn- ingablekking og óvenju óheiðarleg blaðamennska. Enn einu sinni hefir nú verið undistrikað, og í þetta sinn af hálfu brezku ríkisstjómarinnar, að slíkar getsakir eru gjörsamlega úr lausu lofti gripnar. 1 framhaldi af símskeyti, sem birtist 1 dagblaðinu Tímanum 19. þ. m., er þvl f morgun hald- ið fram í sama blaði, að orð- sending ríkisstjórnar Bretlands tii ríkisstjómar Islands frá 17. þ.m. svarðandi Milwoodmálið, sé „túlkuð svo af talsmönnum brezka utanríkisráðuneytisins viö fréttastofur, að brezka stjórnin telji sig ekki hafa við- urkennt 12 mflna fiskveiðiland- helgi við ísland enn“. Jafnframt heimtaði biaðið að fslenzka rík- isstjórnin krefði brezku rfkis- stjórnina frekari upplýsinga um þetta atriði. í tilefni þessara skrifa hefir utanrfkisráðherra, Guðmundur f. Guðmundsson, f dag vakið athygli ambassadors Breta f Reykjavík á framkomn- um fullyrðingum Tfmans um talsmenn brezku utanríkisþjón- ustunnar og óskað upplýsinga um, hvort hér sé rétt með far- ið. Ambassadorinn fullvissaði ráðherrann um, að hér væri far- ið algjörlega rangt með, og hefir hann afhent ráðherra skriflega orðsendingu sem hljóðar þannig í fslenzkri þýð- ingu: „Kæri ráðherra. Þér hafið spurt mig f emb- ættisnafni hvort ríkisstjórn mfn geti gefið nokkra skýringu á þeim fullyrðingum dagblaðsins Tímans f morgun, að opinber orðsending ríkisstjórnar minnar til ríkisstjórnar Isiands frá 17. þ. m„ varðandi Milwood- málið sé „túlkuð svo af tals- mönnum brezka utanríkisráðu- neytisins við fréttastofur, að brezka stjórnin telji sig ekki hafa viðurkennt 12 mflna fisk- veiðilandhelgi við Island enn“. Ég leyfi mér að svara þessu svo, að ríkisstjóm mfn hefur skýrt mér frá, að talsmaður hennar hafi haft fyrirmæli um að halda sér alveg að efnishlið Bretastjómar. orðsendingarinnar frá 17. maf, en þar var, eins og þér vitið, ekki minnzt á fiskveiðilögsög- una. Ég get þess vegna ekki séð neina ástæðu fyrir þvf að slfkur skilningur skyldi hafa verið lagður í ummæli taismannsins. Ágreiningurinn milli Bret- lands og íslands um tólf mílna fiskveiðilandhelgina var endan- lega leystur með orðsendingum frá 11. marz 1961 milli rfkis- stjórna okkar, og þar með féll rfkisstjórn mín endanlega frá mótmælum sínum gegn tólf mílna fiskveiðilögsögu umhverf- is ísland. Samkvæmt orðsend- ingunum frá 11. marz 1961 get- ur enginn ágreiningur orðið milli landa okkar um, að tólf mflna fiskveiðilögsagan við fs- land er viðurkennd af hálfu rfkisstjórnar minnar. Þegar þriggja ára tfmabilið, þar sem brezkum togurum hafa verið heimilaðar fiskveiðar á á- kveðnum svæðum innan tólf mílna fiskveiðitakmarkanna, rennur út hinn 11. marz 1964 munu brezkir togarar sleppa þeim rétti. Ég vil ieyfa mér að endur- taka enn einu sinni þær yfiriýs- ingar sem rfkisstjórn mfn hefur áður gefið íslenzku rfkisstjórn- inni um að rfkisstjórn mín hefur ekki f hyggju að fara fram á framlengingu þriggja ára tfma- bilsins, sem lýkur 11. marz 1964. Fullyrðing um hið gagn- stæða verður að teljast alvarleg rangtúlkun á ótvfræðri og af- dráttarlausri afstöðu ríkisstjóm- ar minnar í þessu efni. Yðar einlægur, (sign) E. B. Boothby“. Að gefnu tilefni hefur utan- rfkisráðuneytið talið rétt að of- anritað komi fram. Utanríkisráðuneytið, 21. maí 1963. Holnesi fyrir 40 þús. manna hyggð / Fossvogi, Breiðholti og Selási Á fundi borgarráðs Reykjavfk ur f gær var samþykkt að heim- ila borgarverkfræðingi að bjóða ;út aðalholræsi fyrir byggð f Fossvogi, Breiðholti og Selási, en í þessum hverfum er gert ráð fyrir að rísi upp 30—40 þúsund m..nna byggð á næstu 10—20 árum. Þetta holræsi verður 7,3 km. að lengd, lengsta aðalhol- ræsi sem gert hefir verið í ein- um áfanga, og á að ná ofan frá stíflunni hjá Elliðaárstöðinni, og út eftir Fossvogsdal, út í djúpan ál fyrir utan Shellstöð- ina f Skerjafirði. Þessi stórfram- kvæmd kostar milljónatugi, lík- lega 40—50 milljónir. Verkið verður boðið út 1. júní n.k., framkvæmdir eiga að hefjast í september n.k. og á þeim að ljúka á 2 árum. Það er þó áskilið að unnt verði að tengja borgarsjúkrahús ið í Fossvosi við hið nýja hol- ræsi fyrir lok næsta árs svo að ekki standi á því hvað starfsemi sjúkrahússins varðar. Aðalhol- ræsið á sem fyrr segir að ná upp að Elliðarárstöð. Þaðan á að framlengja það upp í Selás og upp undir Rauðavatn og leggja það undir Elliðaárnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.