Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 3
Afmæli manna Séð yfir Súlnasalinn á Hótel Sögu. Hér sjást m. a.: Ólafur Ág. Ólafsson, Guðmundur Sölvason, Ragnar Borg, Ólafur Einarsson, Haraldur Ólafsson, Hiimar Fenger formaður félagsins, Arent Claessen, Ólafur Þorsteinsson o. fl. 1 gær héldu stórkaupmenn upp á 35 ára afmæli félags síns með veglegu hófi að Hótel Sögu. Veizlan hófst með því að Hilmar Fenger formaður Félags íslenzkra stórkaupmanna fiutti ávarp. Því næst flutti Vilhjálm- ur Þ. Gíslason fróðlegt og skemmtilegt erindi um upphaf heildverzlunar á íslandi. Ávörp fluttu þeir Sigurður Magnússon form. Kaupmanna- samtakanna, Þorvaldur Guð- mundsson formaður Verzlunar- ráðs og Gunnar Friðriksson for- maður Félags íslenzka iðnrek- enda og færðu þeir FlS gjafir. Kaupmannasamtökin gáfu kryst alblómavasa, Verzlunarráðið fundarhamar og félag iðnrek- enda færði forláta blómakörfu. Þá flutti viðskiptamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason ræðu og ennfremur tók til máls Arent Claessen sem var frumkvöðull eð stofnun félagsins fyrir 35 ár- um og fyrsti formaður. Myndsjáin birtir í dag nokkr- ar myndir úr þessu skemmti- lega hófi. Nokkur hluti háborðsins: talið frá vinstri: Þorvaldur Jón Júlíusson, Gísli J. Johnsen, Carl Olsen, Kristján G. Gíslason, Eglll Guttormsson, Sigurður Magnússon og Þorvaldur Guðmundsson. Við eitt langborðið sjást m. a.: Haukur Ólafsson, Guido Bernhöft, Gunnar Ásgeirsson, Guðmundur Árnason, Björn Hallgrímsson, ólafur Johnsen, Jóhann Möller og Otto Michelsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.