Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 15
75 Burke lögreglufulltrúi leit á vél- rituðu síðuna, sem lá á borðinu fyrir framan hann. Það var eitt- hvað sem ekki kom heim. Það sem vantaði var það, sem ávallt var hið mikilvægasta í svona mál- um, að geta grafizt fyrir hve á- stæðan var til þess að glæpur var framinn — hver tilgangurinn var. Saklaus mannsekja gat haf tæki- færi til að drýgja glæp. Aðferðin gat verið bragð. Slungins glæpa- maður gat fléttað þetta saman, en ástæðan, tilgangurinn — það var það mikilvægasta: Orsök þess, að morð var framið. Og Sorrel Thorn- hill hafði enga ástæðu, en það hafði Rupert Bagley. Hann mundi komast yfir eina milljón, ef allt gengi honum að óskum. Það var hugsanlegt, að morðing inn hafði komizt inn um gluggann með þvf að nota stigann. Og svo var það þráðarspottinn —■ skýrslan hafði valdið Burke vonbrigðum, en svo fór hann að hugsa um þráðinn á ný. Það voru engin fingraför á glerhylkinu. Morðinginn gat hafa notað hanzka. Það hefði getað gerzt á þann hátt. Hann reis á fætur svo snögglega að stóllinn hraut um koll. -— Komdu, Dobson, kallaði hann, við verðum að fara aftur. Það var ekki margra mínútna akstur til tannlækningastofunnar. Ung kona í hvítum kirtli opnaði fyrir þeim og bauð þeim til sætis í biðstofunni, hvarf svo og kom aftur. — Herra Proudfoot getur talað við ykkur eftir fimm mfnútur. En tíu mínútur voru liðnar, er þeim var boðið inn til hans. — Ég hef sannast að segja búizt við ykkur, svaraði Proudfoot. Ég er reiðubúinn að svara fyrirspurn- um ykkar. Lögreglufulltrúinn brosti þurr- lega. — Hvar geymið þér glerhylkin með „ethylklorid“? — Hérna, sagði tannlæknirinn og gekk að veggskáp. — Er hann læstur? lramlnld<;sago eHir Jane Stackrr.cre —Nei. — Það mundi þannig vera auð- velt fyir sjúkling, ef enginn væri inni, að hnupla einu eða tveimur hylkjum? — Það er að minnsta kosti hugs- anlegt, að slíkt gæti komið fyrir. Burke gekk út að glugganum. — Er ungfrú S«rrel Thornhill einn af sjúklingum yðar? — Nei. — En Rupert Bagley? — Já, hann kemur hingað oft. Hann hefur mjög slæmar tennur. — Hvenær var hann hér síðast? — í gær. — gær? Burke horfði hvasst á hann. — Já, hann var sá fyrsti sem kom í gær. — Hafið þér nokkurn tíma not- að þetta efni, er hann kom hingað vegna tanna sinna? Proudfoot leit snöggt á hann. — Ég held nú það. Herra Bagley er mjög óstyrkur á taugum. Lögreglufulltrúinn var steinhissa — Er Rupert Bagley taugaveikl- aður? Proudfoot hló. — Það er oft svo, að fólk, sem að jafnaði er rólynt og taugasterkt er einkennilega viðkvæmt, ef um líkamlegan sársauka er ,að ræða, Rupert Bagley blátt áfram heimt- aði, að ég notaði þetta efni til svæfingar, í þau skipti sem ég dró úr fjonum tennur, en það hef ég gert þrisvar. — Hann veit þá hverníg efnið er notað? — Já. — Og veit hve hættulegt það er? — Það er honum vel kunnugt. — Og hann veit hvar þér geymið það? Proudfoot kinkaði kolli. — Herra Bagley er vel gefinn maður og fróðleikfús. Hann spyr margs um tæknileg atriði — og hann spurði ávallt um allt, sem ég notaði, er ég var að draga úr hon- um tennur. Lögreglufultrúinn gretti sig. — Kemur aðstoðarstúlka yðar hingað —- er hún hér, þegar þér eruð að fást við sjúklinga yðar? — Vissulega, en ekki þegar Rup- j ert Bagley er hér. Hann er hégóm- I legur —I segist vera hræðilegur ! með gapandi munninn, og ekki vilja láta unga konu sjá sig þann- ig. — Var hann nokkra stund einn hér í gær? — Það held ég ekki, sagði tann- læknirinn hugsi, en svo var eins og hann áttaði sig, við vorum að tala um sálfræði — hún er sam- eiginlegt -áhugamál okkar beggja. Ég á mjög góða bók um sálfræði — eins konar lykilbók, og hann bað mig um að lána sér hana, og ég fór inn til að sækja hana. Hún er hér í næsta herbergi. Lögreglufulltrúinn hugsaði sem svo að nú væri margt að skýrast og ný viðhorf komin til sögunnar, en sagði ekkert um það. — Jæja herra Proudfoot, ég þakka yfir upplýsingarnar, síðan kvaddi hann og fór ásamt Dobson undirforingja. 21. kapítuli Diana horfði á eftir Rupert, þeg- ar hann gekk út úr baðstofunni. Henni fannst einhvern veginn, að að nú hefði hún að fullu misst tök in á honum. Hún þrýsti höndunum að brjósti sér í örvæntingu. Henni fannst tóm framundan, er hún hugsaði til ókominna ára. Hún gat engrar ástar vænzt eða umhyggju —- hún yrði einmana kona og ó- hamingjusöm. Hún beit á vör sér. Enginn þurfti á henni að halda. Engum þótti vænt um hana. Eng- inn þráði hana. Allir voru á móti henni, Iítilsvirtu hana, fordæmdu hana. Hana var farið að verkja í höfuð ið. Hún huldi andlitið í höndum sér — og á milli barði hún hnef- anum á enni sér. Hún heyrði eins og óljóst, að einhver ávarpaði 'hána. Hún heyrði það, en gat ekki greint nein orðaskil. Einhver stóð fyrir framan hana. Hún sá það eins og gegnum þoku. — Farið burt, stundi hún — lof- ið mér að vera einni. — Frú Bagley, eruð þér veik? Þokunni létti og andlitið fyrir framan hana tók á sig lögun. Hún sá þykka, ljósa hárið, augun, munn inn, mjúkar varirnar, sem biðu eft ir að vera kysstar, og höfuðverk- urinn varð nú svo sár, að það var eins og glóandi teinn hefði verið rekinn í höfuð hennar. Mörg gleymd atvik komu fram í huga hennar. Hún sá nú fyrir hugskotsaugum sínum hversu Rup- ert hafði fylgzt með augunum hverri hreyfingu þessarar stúlku. Hún fann nú hvernig Marlene hafði ávallt reynt að dylja fyrirlitningu sína á henni. Og hafði ekki ávallt verið annar hreimur í rödd Ruperts þegar hann talaði til hennar? — Já, voru ekki liðin þrjú ár frá því er Marlene gerðist þerna þarna í húsinu — og var það ekki skömmu eftir að Marlene kom, sem breyt- Getið þér sagt mér hvar Blómvallagata er? ingar fór að verða vart á fram- komu Ruperts gagnvart henni. Og nú kom það yfir hana sem reiðarslag, er hún minntist þess, að það var skömmu eftir að Marlene kom á heimilið, sem móðir hennar breytti erfðaskránni. Rupert hafði ekki hugmynd um, að hún — Diana —• vissi um það, en móðir hennar hafði sagt henni það rólega og ákveðið, að það væri henni fyrir beztu, að hún hefði erfðaskrána svona. Þetta var upphafið af því að það var kominn einhver ósýni- legur veggur milli hennar og Rup- erts, sem ekki varð komizt yfir. Hún hafði fundið, að móðir hennar hafði dálítið slæma samvisku út af því, að hafa látið undan Rup- ert — en það var án efa vegna þess, að hann hafði unnið hana algerlega á sitt band með gullhömr um og uppgerðri umönnun, að hún hafði breytt erfðarskránni. En Diana hafði ekki látið sér skiljast fyrr en nú hvað á bak við lá. Hún hafði trúað því, sem henni hafði verið sagt. Það hafði sært hana djúpt, að bæði móðir hennar og Rupert töldu hana ekki færa um að fara með fé, en hún hafði þó trúað að þau gerðu þetta af um- hyggju fyrir henni. Nú vissi hún allt í einu hverriig í öllu lá. Hve blindir menn gátu verið stundum. Hve blind hún hafði verið. Þegar hún horfði lömuð í augu Marlene skildist henni, að hún var fjandmaður hennar. Þessi unga stúlka hafði allt það til að bera, sem hana skorti, æsku og fegurð — og hún gat alið honum son. Hún átti nú Rupert. Hún hafði tekið hann frá henni. Nú var það sem orð hans hljóm- uðu fyrir eyrum hennar: Sé þig seinna! Hún fór að hugsa með meiri hraða en venjulega. Hún yrði að fá sannanir — sjá það með eig- in augum, heyra það með eigin eyrum — vita án nokkurs vafa, að það var satt, sem hún óttaðist mest. Og þá fyrst mundi hún vita hvað hún gæti gert. — Æ, ég er bara dálítið þreytt, Marlene, sagði hún og var bæði undrandi og stolt yfir ró sinni. Ég held sannast að segja, að ég fari upp og halli mér út af dálitla stund. — Já, gerið það frú. Bar tillit bláu sakleysislegu augn anna því ekki vitni, að henni var léttir að svarinu? Og var ekki ör- Iítill vottur þeirrar fyrirlitningar sem undir niðri var. Diana titraði frá hvirfli til ilja, er hún horfði á eftir henni, er hún fór út úr herberginu. Nú gat hún hugsað alveg skýrt. Rupert mundi hafa farið út í garðinn. Að líkind- um hafði hann mælt sér mót við ástmey sína á afskekktum stað, þar sem ekki gat sézt til þeirra frá húsinu. Kannski inn á milli runnanna handan tjarnarinnar. I Marlene mundi ekki verða lengi að skjótast þangað gegnum matjurt argarðinn og gat verið komin aftur áður en grunsemdir Porchy vökn- uðu. GKAS THOSE VIKIES, ITO, ANf PULL THE EKIPS SACK'. FKOW THE KIVEIZ! QIJICH! IP WE STAKI7 HER long the ckocs WILL K.USH us! mss Tarzan og Ito, leggja leið sína langt inn í hina ókönnuðu frum- skóga. Þar koma þeir að á nokk- urri, sem er full af krókodílum. Tarzan: Varlega ég hef aldrei séð svona marga krókodíla sam- ankomna, þeir hljóta að vera glor hungraðir. Ito: Ef ég hleyp hratt, þá get ég líklega hlaupið eftir bökum þeirra. Tarzan: Ég hef nú meiri trú á að þú mundir hlaupa upp í þá. Ég kann betra ráð. Hjálpaðu mér að safna saman vínviðartágum. Við verðum að vera fljótir, ann- | ars hafa krókodílarnir okkur til miðdegisverðar. Vinnubuxur iðeins kr. 198.oo ijáaleitisbraut 20 Sími 12614 ess

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.