Vísir - 22.05.1963, Síða 16

Vísir - 22.05.1963, Síða 16
VISIR Miðvikudagur 22. mai 1963. Nýtt frímerki Póststjórnin hefur ákveðið að gefa út nýtt frímerki þann 2. júlí n. k. Er verðgildi þess 3 krónur Tg sýnir merkið yfirlitsmynd af \kureyri. Er frímerkið gert eftir ' 'ómynd af bænum og verður grænt 1 litinn. Merkið er prentað hjá Courvoisier í Svisslandi með 'delio-prentun. Pantanir og greiðslur fyrir fyrsta dagsumslög og frimerki sem eiga að afgreiðast á útgáfudegi þurfa að hafa borizt fyrir 11. júní. Músatyfus Allt Ijósmyndasafnið ónýtt ALLT bendlr nú tll þess, að eitt verSmætasta ljósmynda eða filmusafn á landinu, safn Jóns Kaldals ljósmyndara sé ónýtt. Hér er um óbætanlegt tjón aS ræða. Jón hefur um áratuga skeið verið viðurkenndur einn fremsti mannamyndaljósmynd- ari landsins. Hann hefur tekið myndir af öllum helztu forustumönnum þjóðarinnar, stjómmálamönnum og listamönnum. Myndir hans athugað nokkrar plötur af mynd um sem ég hélt mest upp á og reynt að ieysa þær sundur í vatni. En þetta gekk iila. Plöturnar hafa límzt saman og umslögin lfmast við þær. Stafar þetta af heitum reyknum og gufunni. Hin ljósnæma himna á plötunum hefur þannig skemmzt. Og þó svo að reynt væri að bjarga þessu með þol- inmæði og mikilli vinu, þá munu jafnvel þær myndir sem Sagði Jón Kaldal af Halldóri Laxness, Gunnari Gunnarssyni, Kjarval voru að- eins sýnishorn af þeim listrænu myndum sem hann hafði gert af beztu fulltrúum þjóðarinnar. Og nú þegar fréttamaður Vísis kom niður í hið brunna hús að Laugavegi 11, hittu þeir Jón þar fyrir,' þar sem hann var sem beygður maður að skoða verksummerkin. — Það er sennilega allt ónýtt hjá mér, sagði Kaldal, þar sem hann var að skoða filmusafn sitt. ~2g hef hægt yrði að bjarga, bera þess merki. — Hvað var ftlmusafnið stórt? — Það má segja að það sé um 100 þúsund myndir. Á sum um plötunum eru 16 myndir. EKKI AÐ GEFAST UPP. — Hvað ertu búinn að vera hér lengi til húsa? — Ég er búinn að vera hér í þessu húsi síðan 1925, ég geymdi hér allt mitt safn og öll tæki. Mest er þetta nú ó- nýtt En ég ætla ekki að gefast upp, það þýðir ekkert. Á GANGI UPP LAUGAVEGINN — Varstu við vinnu á stof- unni, þegar að eldurinn braust út? — Nei, ég ætlaði að fara að sækja skyrtur f þvottahús og skrapp þangað, og skildi eftir opna hurðina til þess að fá hreint loft inn. Þegar ég var kominn upp að Laugavegs Apó- teki heyrði ég einhvem hrópa upp „Eldur“. Sneri ég mér þá við og sá eldblossana standa út um gluggann á skrifstofu Ölvers, sem er á sömu hæð og stofan mín. Hljóp ég samstund is niður eftir, upp á loft og Iokaði hurðinni. Meira gat ég ekki gert, þvf reykurinn var orð in svo mikill. Og ef mér hefði ekki tekizt þetta væri sennilega alit brunnið til kaldra kola hjá mér. — Er þetta ekki I fyrsta skipt ið sem þú verður fyrir bruna- tjóni? — Jú, þetta er í fyrsta skiptið sem ég verð fyrir brunatjóni, en það hefur einu sinni áður kvikn að í húsinu, þá á hæðinni fyrir neðan. En það var svo lítið að ekkert tjón varð hjá mér. — DÁLÍTIÐ HRÆDDUR. — Varstu aldrei hræddur við að geyma allar plöturnar hér? — Ég get nú varla neitað því að ég hafði verið dálítið hræddur við það. Og að siðustu, hve mikið er fjárhagslegt tjón þitt af þess- um bruna. — Það get ég ekki sagt. Ég hafði þetta tryggt, en ég efast stórlega um að tryggingin hrökkvi fyrir vélum. Og margar myndimar verða ekki metnar til fjár. Ekkert vitað um orsakir brunans á Laugavegi 11 Stórbmni varð f gær í húsinu Laugavegi 11. Hús þetta er eign Silla og Valda, gamalt timbur- hús með framhlið út að Lauga- vegi en tvær álmur sem liggja út í baklóðina. 1 húsinu vom tíu fyrirtæki bæði verzlanir og skrifstofur, meðal þeirra má nefna verzlun- ina Vogue, stórt ritvélaverk- stæði Otto Michelsens umboðs- manns IBM og ljósmyndastofa Kaldals. í einu herbergi hafði Jóhannes Geir Jónsson málari vinnustofu sína. Eldurinn kom upp I skrif- stofuherbergi heildverzlunarinn- ar ölvers um kl. 2 síðdegis og urðu margir vegfarendur um Laugaveg varir við hann þegar eldtunga brauzt út um glugga. Slökkviliðið kom á staðinri og safnaði þangað öllu sínu liði, 5 bílum og auk þess vom fengnir stigabfiar frá rafmagnsveitunni. Eldurinn var svo magnaður í Framh á bls. 5. Landhelgisbrotið óvilja- verk að söga skipstjóra Á fjórða tímanum í fyrrinótt tók varðskipið Þór togarann SPURS frá Grimsby að meint- um ólöglegum veiðum út af Stokksnesi, 1.2 sjómílur inni í bannhólfi sem þar er. Skip- stjóri á þessum togara er Þórar- inn E. Ólgeirsson, sonur Þórar- ins ræðismanns f Grimsby. Skip stjórinn hlýðnaðist þegar fyrir- mælum varðskipsins og fylgdi þvf til Seyðisfjarðar þar sem réttarhöld hófust í máli hans kl. 10 í morgun. Laust fyrir hádegi í dag hafði Vfsir samband við Seyðisfjörð og hafði skipstjórinn þá verið yfirheyrður. Hann viðurkennir fullkomega mælingar Þórs og að hann hafi verið kominn inn f bannhólfið samkvæmt þeim. Hins vegar ber hann að hér hafi verið um algert óviljaverk að ræða. Þarna er sterkur straum- Framh. á bls. 5 Jón Kaldal að skoða Ijósmyndaplötusafn sitt f morgun. Ljósm. B.G. MÚSA TYFUS Á SVEITABÆ Fegurðarsamkeppnin hefst ó föstudag Taugaveikibróðir, eða Músa- tyfus, hefir komið upp á bæ nokkrum f Kjós. Fimm manns hafa veikzt á bænum, að likind- um allir af þessari sömu veiki. Tvö böm em í borgarsjúkrahús- inu í Reykjavík en þrennt af heimillsfólkinu varð minna las- ið og fór ekki f sjúkrahús. Það má nú heita liðinn mánuður síðan seinasti maðurinn af þess- um fimm veiktist og er ekki vitað til þess að veikin hafi borizt á aðra bæi. Rannsókn fer nú fram á því, hvaðan veikin hefir borizt, en henni er ekki lokið. Afurðasala var stöðvuð frá þessum bæ sl. föstudag er ljóst var orðið að taugaveikibróðir hafði komið upp þar. Fegurðarsamkeppni Islands verður haldin n. k. föstudag og iaugardag. Fer hún nú fram í nýjum húsakynnum hinum glæsilega samkomusal, Súlna- salnum f Hótel Sögu. Það eru sex stúlkur sem keppa til úrslita og eiga þær allar nokkur verð- laun og ferðir f vændum. En sigurvegarinn sem fyrstu verð- Iaun fær verður krýnd fegurð- ardrottning Islands af ungfrú Sigrúnu Ragnarsdóttur, sem áð- ur var fegurðardrottning. Fyrstu verðlaunin verða ferð til Kalifomiu til fegurðarkeppn- innar á Langasandi. Einnig býð- ur skipakonungurinn Onassis fegurðardrottningu íslands til þriggja vikna siglingar um Mið- jarðarhafið. Orslitakeppnin fer fram í súlnasalnum á föstudagskvöld- ið. Dómnefnd skipa Jón Eirfks- son læknir, Karolfna Pétursdótt- ir frá Loftleiðum, frú Ólöf Swanson fulltrúi frá alheims- fegurðarsamkeppninni á Langa- sandi, Sigrfður Gunnarsdóttir tízkusérfræðingur, Eggert Guð- mundsson listmálari, Guðmund- ur Karlsson biaðamaður og Sig- urður Magnússon blaðafulltrúi Loftleiða. Á laugardaginn er svo gert ráð fyrir því ef veður leyfir, að stúlkurnar aki í skrautvagni frá Tízkuskólanum niður Laugaveg, Bankastræti, suður Lækjargötu og Fríkirkjuveg yfir Tjarnarbrú að Hótel Sögu. Þar fara fram lokaúrslit ásamt krýningu feg- urðardrottningar íslands og fegurðardrottningar Reykjavfk- ur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.