Vísir - 01.07.1963, Side 3
VlSlR . ivianudagur 1. júlí 1963.
3
Tólf þúsund vildu eigendumir fá fyrir þennan, en prangið upphófst þá þegar
og væmtanlegur kaupandi bauð 8.000 krónur um leið og hann var búinn
að gera allítarlega skoðun á hestinum, en þama skoðar hann hvernig járnum
hestsins er háttað.
„Hvað skyldir þú vera gamall, vinurinn“, segir þessi hrossaspekúlant frá
Reykjavík og skoðar upp í eitt söluhrossið að Heliu.
410 þús.
Hestamannafélagið Geysir i
Rangárvallasýslu efndi s. 1. laug
ardag til hestamarkaðs eða sölu
sýningar á hestum og er það í
fyrsta sinn sem slík sölusýning
fer fram á hestum.
Sýningin fór fram i tamningar
stöð félagsins á Hellu og var þar
margt um manninn meðan á sýn
tngunni stóð, enda veður mjög
gott.
Alls voru til sölu 40 hestar og
nam heildarverðmæti þeirra sam
kvæmt söluskrá alls um 410
þús. krónur. Fyrirkomulag mark
aðsins var þannig að hestunum
var komið fyrir á tölusettum
básum. Fyrir ofan hvem hest
var hengd tafia með öllum
helztu upplýsingum um hestinn.
Sölusýningin hófst klukkan
fjögur með því að hver hestur
fyrir sig var leiddur út og hon-
um riðið spölkorn.
Tveimur stórum verðtöflum
var komið fyrir utan við tamn-
ingastöðina og á þeim stóð verð
það sem eigendur hestanna
vildu fá fyrir þá og einnig nokk
rar upplýsingar um hvern hest.
Hæsta verð sem sett var upp,
var fyrir Goða, jarpan 9 vetra,
eign Magnúsar Gunnarssonar í
Artúni. Vildi Magnús selja hest-
inn á 18 þúsund krónur. Ódýr-
asti hesturinn á sölusýningunni
var á krónur 6,500 en alls voru
á sýningunni 23 hestar sem
kostuðu 10 þúsund og þar yfir.
Eftir að hestarnir höfðu verið
sýndir, mátti reyna þá, en til
þess að það yrði ekki misnotað
varð að greiða 100 kr. gjald fyr
ir að fá að reyna hvern hest í
10. mín.
Ef einhver hugðist kaupa hest
samdi hann við eigandann, al-
gjörlega um kaupin. Nokkrlr
hestar seldust á þessum fyrsta
hestamarkaði og virtust allir
vera ánægðir með þennan fyrsta
hestamarkað á Islandi.
Magnús í Ártúnum sýnir hér kostagrip og segir: „18 þúsund krónur og ekki eyri minna“. Væntanlegur kaupandi íiorfir á griplnn af
áhuga. (Ljósm. Vísis B. G.)
1
BS5S!