Vísir - 01.07.1963, Page 4
4
VÍSIR . Mánudagur 1. júlí 1963,
Kaupmenn og kaupfélög
HURÐARSKRÁR
JOHNSON
Utanborðsmótorar
3 hestöfl 15 hestöfl
5 - 18 -
5Vz - 28 -
10 - 40 -
Viðgerða- og varáhlutaþjónusta.
Gunnar Asgeírsson hf.
Suðurlandsbraut 16 . Sími 35200.
HEILDV. SIG. ARNALDS
Stýrimannastíg 3 . Sími 14950
Ýmsar gerðir fyrirliggjandi
Grn |—J ff=j |—j
V//////////sm '/////////;
Lélegum leik FRAM og
AKRANESS lauk með 2:2
„Topplið“ 1. deildar deildu
stigum jafnt í leik á Laug-
ardalsvelli á laugardaginn
var. Lauk leiknum með
jafntefli 2:2 eftir herfilega
lélegan leik, ekki sízt hjá
Akranesi, sem þó hafði
gjörsigrað íslandsmeistara
Fram 6 dögum áður á
heimavelli sínum. Þannig
er íslenzk knattspyma, ó-
stöðug eins og veðrið.
Fram til hróss má segja
að það litla, sem fannst af
knattspymu kom frá þeim.
Leikurinn var aðeins þriggja
mín. gamall er Baldvin Baldvinsson
skorar fyrra mark Fram. Hann
fylgdi eftir, nokkuð sem framherj-
ar íslenzkra liða trassa að gera,
mistök urðu í hinni sundurleitu
vörn Skagamanna og skot Baldvins
rann í gegnum klofið á Helga tí'an.,
markverðinum og fréttaritaranum
sem er sárreiður iþróttablaðá-
mönnum (sbr. viðtaj við hann i
Aþbl. nýlega).
Fátt skeði annars merkilegt í
fyrri hálfleik og enn færra í seinni.
Sigurður Einarsson varð að yfir-
gefa völlinn í fyrri hálfleik vegna
meiðsla, en Akurnesingar áttu sitt
bezta færi er Ríkharður brunaði
upp miðuna og gaf boltann til
Ingvars í stað þess að skjóta sjálf-
ur, -— Ingvar hins vegar klúðraði
herfilega. Annars áttu liðin nokkur
hættuleg tækifæri en nýttu ekki.
Ingvar Elísson kom síðastur við
boltann, er Skagamenn jafna á 3.
mínútu. Hann þrælaði boltanum
inn í gegnum varnarnetið á mark-
línunni, en áður hafði boltinn
hrokkið í þverslá og út á mark-
teiginn.
Vítaspyrna á 7. mínútu færði
Akranesi forystuna, 2:1. Ríkharður
hafði brotizt upp, en Geir sigrað
í orrustunni við hann, en boltinn
hrokkið til Skúla sem skaut en
Hrannar Haraldsson sem stóð á
marklínunni var þegar sem ör í
loftinu eftir boltanum og fékk
gómað hann í horninu en víta-
spyrnan var óumflýjanleg. Skúli
Hákonarson skoraði auðveldlega úr
henni, en Geir markvörður hjálp-
aði ekki með að beygja sig niður
í markinu.
Á 16. mín. skoruðu Framarar
jöfnunarmarkið. Aukaspyrna var
tekin á Helga Daníelsson innan
vítateiks og Hrannar vippaði bolt-
anum yfir varnarvegg Akraness og
Baldur Scheving skoraði laglega
með skalla.
Framarar áttu allan seinni hálf-
leikinn að undanteknum nokkrum
fálmkenndum tilraunum Akraness
og voru óheppnir að vinna ekki
með minnst tveggja marka mun.
Beztu menn Fram voru þeir
Björn Helgason, Hrannar og Baldur
Scheving, en af Akurnesingum var
aðeins einn maður góður, Jón
Leósson, framvörður, en liðið í
heild brást gjörsámlega.
Dómari var Magnús Pétursson
og hefði mátt vera mun ákveðnari.
HurSur skellur á
hörðum leikvelli
Hafnarfjörður vann Þrótf 5:0
Liðið, sem ógnar 1. deildarlið-
unum, vinnur íslandsmeistarana og
Bikarmeistara og almennt hefur
verið talið öruggt um sigur í 2.
deild, Þróttur, hafði ekkert að gera
í hendurnar á liði Hafnfirðinga,
sem varla er hægt að segja að æfi
nokkuð að gagni. Fimm sinnum
urðu Þróttarar að sækja boltgnn
í netið, fimm sinnum var lið þeirra
niðurlægt og hinum tveimur stigum
var kippt úr vörzlu þeirra, en engu
var líkara en þau væru komin
þangað, strax fyrir leikinn, svo ör-
uggir voru Þróttarar um sigur,
enda lauk fyrri leik liðanna 5—1
fyrir Þrótt.
Fyrsta markið kom á 3. mín. fyrri
hálfleiks og var það Henning Þor-
valdsson miðherji að verki, en Jón
Björgvinsson fór heldur illa að ráði
sínu og missti boltann inn fyrir
sig. 1 hálfleik var staðan 1—0, en
Hafnfirðingar áttu mun hættulegri
færi, en leikurinn jafn, mikið þóf
á báða bóga ekkert fallegt eða lær-
dómsrfkt, sannkallaðir tréhestar á
hinum harða og leiðinlega knatt-
spyrnuvelli þeirra Hafnfirðinga.
Strax á 5. mín. síðari hálfleiks
skorar Sigurður „Sídon“ Sigurðs-
son, áður kunnur Valsmaður, en
nú þjálfari Hauka. Hann notfærði
sér mistök Þróttar i vörn. Þriðja
markið skoraði hann einnig eftir að
hafa sloppið upp miðjuna. 4:0 eftir
25 mín. leik I seinni hálfleik. Enn
Sídon Valsmaður eftir að ungur og
mjög efnilegur piltur Jóhann
Larsen lék einleik upp að enda-
mörkum og gerði algjört grín að
Þrótturum og sendi síðan á Sfdon
óvaldaðan fyrir markinu. Vita-
spyrna á vísvitandi og ónauðsyn
lega hönd á Grétar Guðmundsson
og 5:0 var staðreynd, jafnvel þótt
Hafnfirðingar yrðu að tvítaka
spyrnuna. Borgþór skoraði örugg
lega í bæði skiptin. Þróttur fékk
sín tækifæri, en misnotaði herfilega
t. d. vítaspyrnu á síðustu mín. leiks
ins, grútmáttlaust skot, sem Ragn
ar Jónsson, handknattleikskappi
varði með því að leggjast á jörðina.