Vísir - 01.07.1963, Page 5

Vísir - 01.07.1963, Page 5
VIS IR . Mánudagur 1. júlí 1963. JT Æ ÍB ® í kvöld kl. 20.30 leiða Danir og Islendingar saman hesta sína í frjálsum íþróttum í 6. sinn, en keppnin fer fram á Laugardalsvell- inum. Danska landsliðið kom til Reykja vikur í gærkvöldi, en í því eru 35 íþróttamenn og að auki 3 farar- stjórar. Danirnir vooru hinir hress- ustu, en brostu góðlátlega, þegar þeir heyrðu um svartsýni íslenzku bk.öamannanna í sambandi við úr- siit keppninnar. ísiendingar þreyttu fyrst keppni víj Dani hér á Melavellinum 1950 og þá sigurðu íslendingar með tals- verðum yfirburðum. Árið eftir í þriggja landa keppninni í Osló sigr- aði Island bæði Dani og Norð- menn á Bislet. Næst kepptu íslend- ingar við Dani í Kaupmannahöfn 1956 og var það jöfn og skemmti- leg keppni, sem lauk þó með ör- uggum íslenzkum sigri eftir frábært boðhlaup íslenzku sveitarinnar í 4x400 m. Danir komu til Reykja- víkur árið eftir og þá var spáð jafnri viðureign, en það fór á ann- an veg, ísland sigraði með 20 stiga mun. Loks kepptu þjóðirnar f Ran- ders 1958 og enn sigruðu Islend- ingar, en eftir jafna viðureign. Tví- vegis hafa íslendingar og Danir verið með í keppni í Osló, þar sem Jón Pétursson kringlukastari I alvöru sleggjukasti. sex lið tóku þátt. 1 annað skiptið hlaut ísland fleiri stig, en Danir í síðara skiptið. Allt bendir til þess nú, að Danir sigri með miklum mun, en ekki er rétt að vera of svartsýnn, íslenzkir frjálsíþróttamenn hafa oft komið á óvart og þó margir ungir nýliðar séu í landsliðinu, er engin ástæða til of mikillar svartsýni, keppni getur orðið jöfn í mörgum grein- um og mikið er komið undir hlið- hollum áhorfendum. I kvöld verður keppt í eftirtöld- um greinum: 110 m grindahlaupi, 100 m hlaupi, 400 m hlaupi, 1500 m hlaupi, 5000 ,m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi, langstökki, stangar- stökki, kringlukasti og kúluvaarpi. Við ætlum ekki að spá neinu um væntanleg úrslit landskeppninnar, en teljum það góða útkomu, þó að Danir hefðu 10 stig yfir eftir fyrri daginn. Tíðindamaður íþróttasíðunnar skrapp upp í Skíðaskálann í Hvera- dölum á sunnudaginn, en þar dvald ist meirihluti íslenzka landsliðsins um helgina, æfði létt og slappaði af fyrir keppnina í kvöld. Þegar bifreið vor brunaði í hlað- ið hljómaði fagur söngur, en Val- björn Þorláksson lék undir á gítar, aðrir voru í sleggjukasti með „raunverulega sleggju“. Virtust all- ir í bezta skapi og ekki var kvíða að sjá á nokkrum manni. Engin ásfæða svartsýni Við snerum okkur fyrst að Guð- mundi Hermannssyni, fyrirliða og aldursforseta liðsins og spurðum hann tíðinda. — Við höfum tekið lífinu með ró, hlaupið létt og hvílt okkur vel. Það hefur verið sungið, spilað og teflt og allir hafa slappað af og notið lífsins. Allir eru ánægðir og vel hvíldir, en þó ákveðnir að selja sig dýrt gegn Dönum. Ég vil engu spá, sagði Guðmundur ,en mér lízt bara vel á keppnina og þeir ungu ust um ullu Akureyri — er iÍBiinr vcsrði vifispfrnaa frá Val Fyrsti leikur íslandsmótsins er fram fer á Akureyri, var leikinn í gærkveldi og var leikurinn á milli Vals og heimamanna. Leikið var í blískaparveðri og við metað- sókn áhorfenda eða um 2000 IBA kaus að leika undan hægri norðangolu og -sól, sem var mikið til baga leikmönnum. Strax á fyrstu mín. átti Valur hættulegt skot, sem fór rétt fram hjá stöng. Valur átti mun meir í fyrri hálf- leik en nýttu ekki góð tækifæri STAÐAN í 1. DEILD. Staðan í mótinu og markhæstu Mörk: menn: Akranes 6 3 1 2 14—10 7 Skúli Hákonarson, Akranesi Skúli Ágústsson, Akureyri Bergsteinn Magnússon, Val 5 5 4 K.R. 6 3 1 2 10—10 7 Steingrímur Björnsson, Akureyri 4 Fram 6 3 1 2 7—7 7 Ellert Schram, KR 3 Akureyri 6 2 2 2 13—13 6 Ríkharður Jónsson, Akranesi 3 Valur 5 2 1 2 10—8 5 Gunnar Felixson, KR 3 Keflavík 5 1 0 4 7—11 2 Kári / .ason, Akureyri 3 I sem þeim buðust Akureyrarliðið ] með Kára, Skúla og Steingrím, i sem \ aðalmenn, áttu góða kafla, ! með góðri aðstoð framvarðanna, ; einkanlega Guðna. En þeim tókst ekki betur upp en Val er upp í marki var komið, þó áttu þeir 4 hættuleg tækifæri en ekki tókst að koma boltanum í netið. Á 18. mín. voru Valsmenn í sókn, og lyktaði henni með skoti á mark, sem Jón Stefánsson varði með hendi. Bergsteinn Magnússon tók vítaspyrnu og sendi hægra meginn við Einar, sem var snöggur að vanda, og bjargaði í horn, við þessa hornspyrnu skap- aðist mikil þvaga við markið, en Akureyringum tókst að hreinsa aftur í horn. I lok hálfleiksins urðu gróf mistök í vörn Vals, og komst Þormóður (varamaður P'áls Jónssonar, sem meiddist í þessum Framhald á bls. 6. og nýju menn ,sem nú keppa með okkur, þessum gömlu, eiga áreiðan- lega eftir að gera garðinn frægan, þó síðar verði. E.t.v. verður það gegn Dönum, sagði Guðmundur að lokum. Valbjörn Þorláksson keppir í sex greinum í landskeppninni og mikið er undir því komið hvernig honum gengur. — Hvað vilt þú segja um lands- keppnina, Valbjörn? — Þetta verður erfitt fyrir mig, að einbeita mér í fjórum greinum fyrri daginn, fyrst 110 m grinda- hlaupi, siðan 100 m hlaupi, þá stangarstökki og loks 4x100 m boð- hlaupi. Það vjll til að ég er vanur þessu. Ég álít að það sé örlítill möguleiki í 110 m grindahlaupinu, en það er allt komið undir við- bragðinu og jafnvæginu á fyrstu grindunum. 110 m hlaupið verður erfiðara, en í stangarstökkinu á ég að sigra. Seinni daginn er ég mest spenntur fyrir 400 m grindahlaup- inu, en þá grein hef ég ekki reýnt síðan í fyrra. Valbjörn átti ekki nógu sterk orð til að lýsa hinum frábæra aðbúnaði í Skíðaskálanum, ágætur matur, góð rúm og allt 1. flokks. Tapi oft ver- /ð spóð áður Jón Þ. Ólafsson sagði lítið. — Ég j vonast til að sigra Danina í há- I stökkinu, en það er ekki rét.t að vanmeta þá, þeir eru báðir efni- | legir og góðir íþróttamenn. Um keppnina í heild vildi hann ekkert segja, en sagði þó, við unnum síð- ast og við göngum út í þessa j keppni með þá von að sigra, þó að allir spái okkur ósigri. Kristleifur Guðbjörnsson var sof- andi, er við komum uppeftir, en hann var vaknaður, þegar við vor- um að fara og við spurðum eins og fávísar konur hvort hann álíti sig hafa möguleika gegn Petersen í hindrunarhlaupinu. — Ekki get ég ímyndað mér ann- að, ég hef Sigrað hann hingað til og hvers vegna skyldi ég ekki gera það nú? I Kristján Mikaelsson — ákvæðisvinna — Vinnan fyrst, SVÖ......... Ekkí gátu ajlir landsliðsmennirn- ir tekið lífinu með ró um helgina og hvílt sig fyrir átökin í kvöld og annaðkvöld. Einn af þeim var Kristján Mikaelsson, sem keppir í 400 m í kvöld og 800 m annað kvöld. Kristján hefur starfað í ákvæðisvinnu til kl. 10 á hverju kvöldi undanfarnar vikur og unnið alla daga. Kristján vann þó ekki nema til kl. 7 á laugardag og sunnu dag og hann ætlaði að hætta klukkutíma fyrir keppnina í kvöld. Þetta má kalla sanna áhuga- mennsku í íþróttum. Myndin af Kristjár.i er' tekin 17. júní. Halldór Guðbjörnsson er yngstur aðeins 17 ára en öldungurinn í liðinu er Guðmundur Hermannsson um fertugt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.