Vísir - 01.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 01.07.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Mánudagur 1. júlf 1963. VÍSIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. ' w Ritstjórí: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjórí: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Bjarmi nýrrar aldar Ennþá hefir Alþýðusamband íslands ekki svarað formlega þeirri tillögu ríkisstjómarinnar að Iátin verði fara fram ítarleg rannsókn á greiðslugetu atvinnufélag- anna í sambandi við kauphækkanir verklýðsfélaganna. En á laugardaginn lýsti forseti A. S. í. því yfir hér í blaðinu að miðstjómin hefði tekið jákvæða afstöðu í málinu. Verður að líta svo á, að samþykki verklýðs- hreyfingarinnar liggi því fyrir. Er hin mesta nauðsyn, að formlegt samþykki berist sem fyrst svo unnt sé að hefja rannsókn þessa, en Vinnuveitendasamböndin hafa þegar lýst sig samþykka slíkri rannsókn. Sú greiðslugetu og kjaramálarannsókn sem hér er um að ræða er nýmæli hér á landi. Hún er það vegna þess að ætlazt er til að væntanlegar kauphækkanir verði ákveðnar í samræmi við niðurstöðu hennar, í stað þess að nefnd sé tala af handahófi, eins og oft áður hefir átt sér stað, - tala sem iðulega hefir legið langt fyrir ofan greiðsluþol atvinnuveganna. Afleiðing in hefir þá orðið sú að hækkuninni hefir verið hleypt inn í verðlagið. Dýrtíðin hefir vaxið og gengisfelling fylgt í kjölfarið nokkra seinna. Þessi kjararannsókn er einnig nýmæli að því leyti að nú samþykkja báðir aðilar að virða niðurstöðumar og láta þær móta framtíðarkjarastefnu sína. Áður hef- ir það iðulega borið við að verklýðssamtökin og mál- gögn þeirra hafa haldi því fram að þær niðurstöður sem ríkisstjómin hefir lagt á borðið væra rangar og beinlínis falsaðar verklýðsstéttunum í óhag. Fyrir slíkt á nú að vera skotið loku. Tryggt á að vera að rann- sóknin verði algjörlega hlutlaus, enda framkvæmd af fulltrúum og hagfræðingum verklýðssamtakanna, ekki síður en vinnuveitenda. Því er von til þess að nú finn- ist loks sameiginlegur óvéfengjanlegur grandvöllur, sem frekari launahækkanir verða byggðar á. Ef í ljós kemur að vaxandi þjóðarframleiðsla, hagræðing í at- vinnuvegunum, kostir ákvæðisvinnu og verðlag á er- lendum mörkuðum leyfir frekari launahækkanir en þau TÆ%, sem þegar hafa fengizt, er sjálfsagt og eðli- legt að laun verði enn nækkuð. Ef hins vegar kemur í ljós að ekki er grundvöllur fyrir meiri hækkunum þá verður að ætla að verklýðs og launþegasamtökin sýni þá ábyrgðartilfinningu að bíða með frekari launa- kröfur unz efnahagur þjóðarinnar leyfir þær. Auðvitað væri það æskilegast að laun iðnaðar- manna og annarra starfsstétta gætu þegar í stað hækk- að um 15-20% eins og nú er í bígerð að knýja fram. En ef í ljós kemur að þjóðarbúskapurinn þolir ekki slíkar hækkanir þá er iðnaðarmönnum enginn fram- tíðarhagur í þeim. Þess vegna er það mikið fagnaðarefni að verk- lýðssamtökin hafa tekið jákvæða afstöðu til kjara- og greiðslugeturannsóknarinnar. Hún getur, ef vel tekst, boðað nýja öld í íslenzkum launamálum. hai ★ Bandarísku tillögumar um kjamorkuflota Norður-Atlants- hafs bandalagsins eru stöðugt mjög á dagskrá og umdeildar. 1 vikunni sem leið, er Kenne- dy forseti var að ljúka Irlands- heimsókn sinni, en hann flaug að henni lokinni til London í fyrradag, til viðræðna við Mac- millan, var mikið um það rætt, að eitt þeirra mála, er þeir myndu ræða væri tillögumar um kjamorkuflota Norður- Atlantshafsbandaiagsins, þótt af opinberri hálfu væri látið mest f það skfna, að viðræð- umar myndu aðallega snúast um fund þann í Moskvu, sem haldinn verður til þess að reyna að koma skrið á sam- komulagsumleitanir um bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. En þvf var ekki neitað, að þeir myndu einnig ræða kjarnorkuflotann, en tillögurn- ar um hann em frá Bandaríkja- mönnum komnar, og fá engan byr hjá brezkum sérfræðingum, en samkvæmt tillögunum verða ofansjávarherskip f þessum flota, mönnuð blönduðum á- höfnum frá þátttökuríkjunum. skuldbundið sig til aðildar að kjamorkufiota slfkum sem þeim, er um er rætt. ★ Fyrr f vikunni var sagt í Washington, að þar gerðu menn sér nú ljóst, að málið væri ekki enn komið á það stig, að hægt væri að hefja formlegar samn- ingaumleitanir. Nú er að sjálf- sögðu beðið vitneskju um hvort eitthvað hafi gerzt í þessu máli á viðræðufundum Macmillans og Kennedys. Meðal annars er spurt hversu fast Bandaríkja- menn muni fylgja fram tillög- um sínum þrátt fyrir andúð brezkra sérfræðinga? ★ Einn af ræðumönnunum í lávarðadeildinni, er málið var rætt þar í fyrri viku, Henderson lávarður, ræddi afstöðu Vestur- Þýzkalands. Hann sagði að ef til vill stefndi það ekki að þvf að verða kjarnorku-stórveldi, en tillögurnar um kjamorkuflotann með blönduðum áhöfnum hefði upphaflega komið fram til þess að fullnægja óskum Vestur- Þjóðverja, að verða „meðlimir i kjamorkuklúbbnum", eins og hann kvað að orði. ★ Þótt segja megi, þegar kjarn- Macmillan hann við tilraunum þeirra með kjarnorkuvopn á næsta ári, og svo gæti farið, að fyrir lok þessa áratugs yrðu kjarnorku- veldin orðin fimm — sameinuð Vestur-Evrópa hið fimmta. ★ Jafnvel þótt samkomulag Tillögurnar um kjurmku- fíotu NATO sætu undbyr Eins og í upphafi segir fá þessar tillögur ekki byr á Bret- landi, og ýmsir helztu sérfræð- ingar þeirra hafa vegið þær og fundið þær Iéttvægar. Þær voru til umræðu í lávarðadeildinni í vikunni. Þar talaði Montgo- mery lávarður, sem áður hafði farið um þær hinum háðuleg- ustu orðum, og bætti þar nú ýmsu 'við, svo sem, að f stað þess að berjast við fjandmenn- ina utan herskipanna myndu þeir berjast innbyrðis f herskip- unum, og hló þá allur þing- heimur. Hann sagði líka, að þetta væri mesta hernaðarleg vitieysa, sem nokkru sinni hefir komið fram o. s. frv. Nú er Monty vanur að taka upp f sig, en enginn ber honum á brýn, að hann hafi ekki vit á hermál- um, en flotasérfræðingur er hann að vfsu ekki. ★ En það var ekki Montgomery einn, sem fordæmdi tillögurnar, það gerðu lfka menn eins og jarlinn af Avon (fyrr Sir Anthony Eden), Mountbatten lávarður, og Home lávarður kom sér hjá að segja neitt á- kveðið, var greinilega ófús að ræða tillögurnar um kjarnorku- flota, og sneri sér að því að ræða fyrirhugaða ráðstefnu f Moskvu, en hana situr fyrir Bretlands hönd Hailsham lá- varður, „sessunatur minn“, sagði Home lávarður, „sem nú ætlar til Moskvu til þess að sannfæra Rússa um, að nú sé tíminn til þess að fallast á bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn. Áður hafði hann sagt, að málið væri ekki enn komið á það stig, að það hafði verið rætt í fastaráði Norður- Atlantshafsbandalagsins. Og það hefir verið lýst yfir af hálfu stjómarinnar, að hún hafi ekki orkuflotann ber á góma, að hér sé um fyrirkomulagsatriði á kjarnorkuvömum bandalagsins að ræða, þá er málið að sjálf- sögðu tengt afvopnunarmálun- um f heild, banni við tilraunum með kjarnorkuvopn s. r. frv. Kennedy forseti hefir lýst Kcnnedy yfir ,að hann telji mikilvægt, að samkomulag um slíkt bann (með fullnægjandi eftirliti) ná- ist á þessu ári, en mjög er það dregið f efa, m. a. af U Thant framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að slíkt samkomulag náist. Hann ræddi vi& frétta- menn á laugardaginn og taldi stórveldin hafa „misst af stræt- isvagninum", og ekki líklegt, að þau gætu fengið Kína til þess að hætta við áform um að verða kjarnorkuveldi. Býst næðist um bann, væri það gagnslaust, nema stórveldin þrjú gætu fengið Kína og Frakk land til þess að hætta við áform í þessum efnum. Afstaða De Gaulle varðandi Frakkland sem kjamorkuveldi, en jafnvel þótt sú breyting yrði, að þeir draum- ar hans rættust ekki, og vestur- evrópskt kjamorkuveldi kæmi til sögunnar, — hverjir ættu að knýja Kfna til þess að hætta við sfn áform. Það horfir að minnsta kosti ekki vænlega um einingu um hugsjónir ög stefnu kommúnista, þótt halda eigi sovézk-kínverska ráðstefnu um það mál eftir tæpa viku. — En f þann mund, er hún er skammt undan, kallar Krúsév alla helztu kommúnistaleiðtoga á sinn fund f Austur-Berlín til þess að treysta sig f sessi sem höfuð- Ieiðtoga kommúnista á alþjóða- vettvangi, og lætur birta ræðu, sem hann flutti nýlega með haðri gagnrýni á hina kommún- istisku bræður f austri. ★ Þær fréttir bárust f gær af viðræðufundi þeirra Kennedys og Macmillans, að þeir hefðu náð samkomulagi um afstöðu Breta og Bandaríkjamanna á fundinum sem hefst f Moskvu 15. júlf um bann við tilraunum með kjamorkuvopn, og önnur vandamál, sem um var rætt, — nema eitt, og var það lagt á hill una f bili. Það var kjamorkuflot inn, sem um er rætt f þessari grein, sem var tekin saman fyrir helgi, að undanskildum þessum niðurlagsorðum. — Stjómmálafréttaritarar segja að Kennedy hafi ekki tekizt að breyta afstöðu brezku stjórn- arinnar er vilji ekki taka endan lega ákvörðun, þar sem sérfræð ingar hafi gert ýmsar athuga- semdir við tillögumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.