Vísir - 01.07.1963, Síða 9
9
VfSIR . Mánudagur 1. júlí 1963.
Spjallað við frú Ann
Penfield, eiginkonu
bandaríska sendiherr
ans hér á landi
„Það er allt í lagi með
að vera diplómat, ef mað
ur hefur hestaheilsu og
sterka fætur“, segir frú
Ann Penfield, eiginkona
bandaríska sendiherrans
hér á landi. „Öll þessi
kokkteilboð og sam-
kvæmi, maður þarf að
standa tímunum saman
upp á endann — já, ég
held því alltaf fram, að
fæturnir séu þýðingar-
meiri en heilinn í þessu
starfi. Gamall vinur
minn, sem hafði verið
sendiráðsstarfsmaður
meirihluta ævinnar,
sagði einu sinni við mig:
„Heilinn í gömlum dipló
mat er eins og pappírs-
karfa full af hálfskrifuð
um skilaboðum og ófull-
gerðum bréfum“. — Og
það var mikið til í því
hjá honum“.
Frú Penfield er há og grann-
vaxin kona, fjörug og skemmti-
leg, talar ofsahratt og er ó-
hrædd við að segja meiningu
sína. „Það er nú meira, hvað
fólk getur gert sér skrítnar
hugmyndir um diplómatalífið",
heldur hún áfram. „Sérstaklega
í Bandaríkjunum. Ég hef oft
haldið smáfyrirlestra um það í
klúbbum og á kvennasamkund-
um, og spurningarnar, sem ég
fæ yfir mig á eftir! „En hvað
gerið þið eiginlega?" spyrja
blessaðar manneskjurnar með
himnesku sakleysi. „Þurfum við
nokkuð á þessum sendiherrum
að halda?“ Og það, þegar mað-
ur er búinn að leggja sig allan
fram við að lýsa starfsemihni
sem nákvæmlegast fyrir þeim!
„Og margir ímynda sér, að
við gerum aldrei annað en svífa
um í dýrlegum veizlufagnaði
alla ævina — og gieyma því,
að það myndi drepa hverja
meðalmanneskju á nokkrum
mánuðum að mega ekki hafa
annað fyrir stafni. Ég man einu
sinni, þegar við vorum í Lon-
don og stórveizla var haldin í
sendiráðinu. Þangað kom einn
bandarískur öldungadeildar-
þingmaður. „Mikið skelfing
hljótið þið að hafa það náðugt,
þessir diplómatar". sagði hann
og leit í kringum sig. „Ekkert
nema samkvæmi og kokkteil-
boð í ykkar lífi“. Þá komst ég
nú f vígahug. „Lítið þér á þessa
konu þama“ sagði ég og benti
á frú, sem var gift einum af
starfsmönnum sendiráðsins
okkar í London. „Hún er ný-
komin frá Indlandi. Dag nokk-
urn þegar hún skrapp út til að
gæta að barninu sínu, sem lá í í
vöggu á stéttinni fyrir framan
húsið, kom hún að risastórri
kobraslöngu, sem hafði hringað
sig utan um vögguna. Og sjáið
þér þennan mann? Hann var í
Indónesíu og missti hér um bil
sjónina á báðum augum, þegar
hann smitaðist af einhverjum
austrænum sjúkdómi, sem
læknarnir gátu ekki greint. Og
þessa konu? Hún var f Norður-
Kína, og hún varð að fæða
barn sitt uppi á eldhúsborði
með aðstoð eiginmanns síns,
því að Japanirnir, sem höfðu
hertekið landið, leyfðu ekki, að
læknir yrði sóttur til hennar.
Og ...“ — „Nei, nei, nei, þetta
er meira en nóg!“ hrópaði aum-
ingja þingmaðurinn og gafst
upp. Ég hefði getað bent hon-
um á miklu fleiri. Og Iátið
hann vita, að það þyrfti nú
líka að undirbúa öll veizlu-
höldin. Nei, fólk flest gerir sér
litla grein fyrir, hvað dipló-
matalífið er f raun og veru“.
víða,
Jafið þér . farið
. hehninn?" % . w „
„Ja, ég fór hringinn í kring-
um hnöttinn, þegar ég var
stelpa. Ég fæddist í London,Frú PenfieId með Kedzie, dóttur sína, og boxerhundinn Bosco.
þegar foreldrar mínir voru
ir það, þegar ég hitti aldrei
neinn, sem ekki talar reiprenn-
andi ensku? Jafnvel þótt maður
rekist á fólk einhvers staðar
úti í eyðisveitum, kann það
annað hvort ensku eða dönsku,
en hana talar maðurinn minn,
svo að aldrei er hægt að nota ís-
Ienzkukunnáttuna, sem raunar
er ekkert til að státa af“.
Nú opnast hurðin, og risa-
vaxinn boxerhundur kemur
hlaupandi inn. Sá kann að
fagna gestum — sleikir mann
í framan, þangað til hvert púð-
urkorn er þvegið burt. Hann er
mjög víðreistur eins og hús-
bændurnir og hefur dvalizt í
London, Vínarborg, Washing-
ton, Aþenu og nú Reykjavík.
Börnin elska hann, og frú Pen-
field segir, að hann sé órðinn
spilltur af dálæti.
„Láttu ekki svona, Bosco“,
áminnir hún hann. „Honum
finnst svo spennandi að vera
eini boxerhundurinn á landinu",
segir hún svo. „Gerir sig merki-
legan og þykist heldur betur
vera eitthvað. En hann er ó-
sköp góður í sér“.
„Hvernig kann hann við
diplómatalífið?" ^
„Alveg prýðilega eins og við
hin. Hann hefur hið rétta hug-
arfar: lætur hverjum degi nægja
sína þjáningu. Nei, ég vil end-
urtaka, að ég kann mjög vel
við mig í þessu starfi, og það er
geysilega lærdómsríkt. En
heilsan er fyrir öllu. Það reynir
á líkamann að skipta stöðugt
um Ioftslag og mataræði, og það
er ekki beinlínis heilsusamlegt
að vera bitinn af 17 tegundum
skordýra fyrstu nóttina, sera .
maður er í nýju landi, eins pg
ein frúin, sem fór til Sierra
Leone. Ég myndi segja, að að-
alvandamálið væri börnin. Til
,F æturnir
meiri en
mn
á ferðalagi, og fannst það mjög
vel til fundið af mér að koma
í heiminn á þeim stað. Ég elska
London, það er yndisleg borg,
og mér finnst hún svo hlýleg,
þó að fólk segi, að hún sé ís-
köld. Mamma varð snemma
ekkja, og hún ferðaðist með
mig um alla veröldina. Ég var
tvö ár í skóla f Rómaborg, og
seinna fór ég í Sorbonne. Við
urðum svo hrifnar af Kína, að
við tókum hús á leigu f Peking
og vorum þar tvö ár. Maðurinn
minn var þar tíu ár, en lagði
á flótta, þegar ég kom — því
stríði ég honum a. m. k.
oft með — við hittumst
ekki fyrr en sfðar og þá í
Washington. Ég fór f skóla á
ýmsum stöðum, og menntunin
varð þess vegna dálftið með
höppum og glöppum; maðurinn
minn segir alltaf, að ég hafi
alls enga, en það er nú kann-
ske fullmikið sagt, því að ég
hef fengið nasasjón af mörgu,
þótt ég kunni ekkert til fulln-
ustu. Betra uppeldi getur dipló-
mat varla fengið, álít ég. Hver
getur svo sem vitað nokkurn
hlut til fullnustu? Ég er mjög
hrifin af diplómatalífinu; það
á prýðilega við mig“.
„Og hvar hafið þér verið
sem diplómat?"
„Við skulum sjá — 4 ár í
London, 2 f Prag, 2 f Vín, 2 í
Aþenu, 3 f Washington og nú
2 ár hér á íslandi. Ég, sem var
fastráðin í að fara heim til
Bandaríkjanna og setjast að um
kyrrt og hreyfa mig ekki fram-
ar úr landi. Mér fannst nóg
komið af ferðalögum fyrir æv-
ina eftir allt hringsólið með
mömmu. Ég var alltaf ákveðin
í að giftast ekki diplómat.
Svona er að taka ákvarðanir út
í bláinn. Það hlýtur annars að
vera voðalegt fyrir fólk, sem
vill geta lagt sínar áætlanir
langt fram í tímann, að vera
diplómatar. Það er skrítið að
vita aldrei, hvert maður fer og
hvar maður verður, og nauð-
synlegt að geta lagað sig eftir
kringumstæðunum án mikillar
fyrirhafnar. Við erum búin að
vera tvö ár á íslandi — kann-
ske verðum við hér tvö-þrjú
ár í viðbót, kannske verðum við
send eitthvað annað á morgun.
Maður getur aldrei verið viss.
Mér finnst mátulegur tfmi fjög-
ur ár í hverju landi“.
|LTún iítur út um gluggann.
Það er glampandi sólskin
og hlýtt f veðri. „Æ, ég
vildi, að sumrin væru svolítið
heitari hér“, segir hún. „Mér
finnst veturnir alls ekkert
kaldir, en á sumrin væri indælt
að hafa meiri sól. Við höfum
farið um allt ísland með tjald
og skoðað ótal undurfagra
staði; þetta verður hrein para-
dís fyrir skemmtiferðamenn,
þegar búið verður að laga dá-
lítið vegina og byggja nokkur
hótel á vfð og dreif um sveit-
irnar. Ég elska Sundlaugarnar,
við förum í þær á hverjum
morgni, og hér í sendiráðinu
er oft deilt um það af kappi,
hvort betra sé að fara í Sund-
laug Vesturbæjar éða Laugarn-
ar — ég held stíft með Laug-
unura. Það er einn galli á ís-
lendingum; þeir eru allir svo
góðir í ensku, að það er ómögu-
legt að fá tækifæri til að æfa
sig f íslenzku. Ég hef farið í
íslenzkutíma og stundað námið
samvizkusamlega, en hvað þýð-
svona 14—15 ára aldurs er allt
í lagi að ferðast um með þau,
en úr því finnst mér þau þurfa
að fara f skóla í ættlandi sínu
til að geta fest þar rætur“.
„Og eigið þið börn?“
„Já, sextán ára dóttur,
Kedzie. Hún er í skóla á vet-
uma f Bandaríkjunum, en hjá
okkur í sumarleyfunum. Við
höfum löng sumarleyfi í skól-
unum eins . og þið á íslandi.
Kedzie er hér í fiskvinnu og
líkar það feiknalega vel“.
„Talar hún íslenzku?"
„Nei, en hún hlýtur að læra
hana fljótt, þvf að enginn talar
orð í ensku, þar sem hún vinn-
ur — það hlýtur annars að
vera eini staðurinn á íslandi,
þar sem enginn talar önnur
mál en íslenzku“.
„Nú, þarna er lausnin fengin
— þér verðið bara að fara í
fiskvinnu til að æfa yður f
málinu!“
„Já, þér segið nokkuð; kann-
ske ætti ég að fara að stunda
fiskvinnu í hjáverkum?"
— SSB.