Vísir - 06.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 06.07.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 6. Júlí 1988^ Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). '’-potsm'ðja V£«is. — Edda h.f. j Skipting þingsæfa Flestum er enn í fersku minni æðið, sem greip Framsóknarleiðtogana 1959, þegar ákveðið var að j breyta kjördæmaskipulaginu og draga úr því óréttlæti, j sem yfirgnæfandi meirihluti slenzkra kjósenda hafði i Iengi orðið að þola, vegna úrelts fyrirkomulags. Allt j sem Framsóknarmenn sögðu þá um áhrif kjördæma- ! breytingamar, hefur reynzt helber vitleysa. Það hefur þegar sýnt sig að kjördæmaskipunin, eins og hún er j nú, er miklu heppilegri og betri en sú gamla, og því i var breytingin 1959 stórt og mikilvægt spor í rétta átt. En þrátt fyrir þá breytingu skortir enn talsvert á að fullum jöfnuði sé náð milli flokkanna um skiptingu þingsæta. Uppbótarþingsæti eru of fá, til þess að öllu réttlæti verði fullnægt. Eftir haustkosningarnar 1959 hefði þurft þrjú uppbótarsæti til viðbótar þeim 11, sem úthlutað var og ákveðin eru. Af þeim hefði Sjálf- stæðisflokkurinn fengið tvö og Alþýðuflokkurinn eitt. Framsókn græddi á óréttlætinu eins og endranær. Eftir síðustu kosningar hefði þurft 5 sætum fleira til jöfnunar. Af þeim hefðu Sjálfstæðismenn fengið þrjú Alþýðuflokkurinn eitt og kommúnistar eitt. Hins vegar fékk Framsókn nú tveimur þingsætum fleira en atkvæðamagn hennar sagði til um. Það er því auð- sætt að fyrr eða síðar verður frekari breytinga krafizt, enda hafa nú þegar komið fram um það ábendingar í blöðum. Samkvæmt því sem að framan var sagt, væri þingmannatala flokkanna nú þessi, ef hægt hefði verið að ná fullum jöfnuði með úthlutun uppbótarsæta: Sjálfstæðisflokkur 27. Alþýðuflokkur 9, Fram- sóknarflokkur 19 og kommúnistar 10. Samkvæmt því hefðu stjómarflokkamir 36 þingmenn, en stjórnarand- staðan 29. ! Sérréftindasjánarmið < Nú sem stendur liggur ekkert fyrir um nýja kjör ' dæmabreytingu, þótt raddir séu famar að koma fram um það, eins og áður var sagt. En réttlát kjördæma- skipan er auðvitað ein af máttarstoðum lýðræðisins og ranglát kjördæmaskipun er andstæð lýðræðislegri hugsun. Þess vegna getur þess varla orðið langt að J bíða, að málsvarar flokkanna, sem ranglætið bitnar á, j hafi forgöngu um sanngjamar breytingar. • En hvenær sem að því kemur, má ganga að því vísu, að Framsóknarforingjarnir fái æði og ólmist ákaf- lega. Lýðræðishugsjón þeirra er ekki hærri en svo, að óréttlætið er réttlæti ef Framsóknarflokkurinn hef ur hag af því. Þetta er í fullu samræmi við sérréttinda sjónarmið flokksforustunnar á öllum sviðum. Hversu rangfengin og ósanngjöm sem þau „réttindi“ eru, setja foringjamir allt á annan endann, ef reynt er að hrófla við þeim. m m. i'' ' Kommúnistar boða bræðralag blakkra og hvítra,en blakkir háskólanemendur eru beittir misréttl austan tjalds og leita annað. 1 Sovétrlkjunum hafablakkir stúdentar verið barðir til óbóta fyrir aS dansa vlð rússneskar stúlkur. Kynþáttavandamál Það er mikið rætt um kyn- þáttamisréttið í Bandaríkjunum í seinni tíð. Ber tvennt til, eink- um, að málið er svo mjög á dag- skrá. Harðnandi barátta blökkufólks ins sjálfs fyrir að fá viðurkenn- ingu 1 reynd á jafnrétti því, sem það á heimild til samkvæmt stjórnarskránni, og sem reynt er að tryggja því með frekari laga- * sétningu — og í öðru lagi vegna ötullar forustu stjórnarinnar að tryggja fólkinu þann rétt, með Kennedy forseta I fararbroddi, með dómsmálaráðherrann, bróður sinn, sér við hlið og marga aðra forustumenn aðra, Lyndon B. Johnson varaforseta o. fl. Eins og að lfkum lætur, hefur það haft sfn áhrif á blökkufólk f Bandarfkjunum, að hver Afríku þjóðin h^fur fengið frelsi og sjálfstæði, sumar kannski full- fljótt, vegna þess að þær voru ekki viðbúnar að tjórna sér sjálf ar, og er kunnugt hversu fór í Kongó — það voru „vindar breytinganna", sem Macmillan talaði um, sem fóru yfir álfuna — og áhrifa þeirra hefur gætt hvarvetna, þar sem hörundsdökk ir menn eiga við misrétti að búa. En það er mjög fjarri því, þótt blökkufólk í Banaríkjunum búi sumsstaðar við misrétti, að ekki sé sömu sögu að segja miklu víðar, og sumsstaðar miklu verri sögu. Hvemig skyldi nú vera ástatt annarsstaðar? Bandarískt tímarit birtir um þetta yfirlit, sem her er stuðzt við. BRETLAND. Til vandræða, stundum mjög alvaiiegra átaka, hefur komið í brezkum borgum, en samveld isborgarar allir höfðu ótakmark- aðan rétt til þess að koma til landsins f atvinnuleit. Setja varð lög til þéss að binda enda á þennan frjálsa innflutning. Vegna laganna koma nú um 500 blökkumenn til Bretlands mánaðarlega (áður 5000, aðal- lega frá Vestur-Indíu), frá Pak- istan 50 (áður 40.000), Indlandi 600 (áður 3000 mánaðarlega). Misrétti er beitt gagnvart blökkufólki að því er varðar leiguhúsnæði, gistingu 1 gistihús um o. fl. Á Bretlandi eru 500.000 blökkumenn (1 af 100 íbúum) og kynþáttavandamál valda erfið- leikum og deilum (í Bandaríkj- unum er 1 af 9 fbúum negrar). Það hefur færzt f vöxt á Bret- landi að svart og hvítt fólk gangi f hjónaband, en þar er margs konar misrétti — aðskiln aður fólks eftir litarhætti á vinnustöðum o. s. frv. AFRÍKA. 1 Kongó til dæmis er útbreitt hatur á hvítum mönnum. Þarna eru það nú blökkumennimir, sem famir eru að njóta forrétt- indanna, en misrétti beitt gegn hvftu fólki, svo að það flýr land. Sama er að segja um Kenya, sem fær sjálfstæði á þessu ári. Það er sagt af hinum nýju landsins hermm, sem eru blakkir, að ekkert kynþáttamis- rétti verði, en samt neyðast bændumir f „hvítu" hálöndun- um, sem þeir hafa ræktað upp svo að til fyrirmyndar er, til að selja jarðir sfnar, — og hinir blökku taka við. Þúsundir hvftra landnema eða fólks af landnema stofni, hefur þegar flúið land. 1 Kenya eru 7 milljónir blökku- manna, 60.000 hvítir menn og 165.000 Indverjar, sem lifa þar einangraðir, og búa við margs konar misrétti. ASÍA. Hvergi í Austur-Asíu frá Jap- an til Indlands, er hægt að finna Iand, þar sem ekkert kynþátta- misrétti er. Aðskilnaður eftir kynjum er lögleyfður sumsstað- ar. 1 Japan er litið á Kóreumenn, sem búið hafa alla sína ævi í Japan, af megnri fyrirlitningu — litið á þá sem „arinars flokks borgara". Og í Japan eru þrjár milljónir þeirra (Eta — hinir ósnertanlegu), hinir fátækustu meðal hinna fátæku. Fyrr á tím um máttu þeir ekki fara út fyr- ir þorp sín nema „milli sólar- lags og sólarupprásar". Kúgunarlög varðandi Eta voru afnumin 1871, en samt eru enn 6000 bæjar- og sveitarfélög í Japan, þar sem allir eða naér allir eru af Eta-stofni. Fjöldi fyr irtækja beitir þetta fólk mis- rétti, neitar þvf um vinnu, og það má heita ógerlegt fyrir slíkt fólk að giftast út fyrir sfna stétt. í Indónesíu hefur 300.000 er- lendum kaupmönnum verið bannað að reka viðskipti utan aðalborganna. Flestir eru Kín- verjar. Afleiðingin var, að 40 þúsund þeirra héldu heim til Kína. í Thailandi voru 10 fylki lýst bannsvæði, sem Kínverjar máttu ekki stfga sfnum fæti á. Á Fil- ippseyjum og á Malakkaskaga hefur einnig verið þjarmað mjög að Kínverjum. 1 Innri-Mongólfu og Tibet hafa svo Kínverjar beitt ofsóknum og flutt inn kín- verska landnema. Á Indlandi, þar sem Bandaríkjamenn eru gagnrýndir fyrir aðskilnað (segregation) blakkra frá hvítum mönnum, hefur frá alda öðli verið þannig ástatt, í þessum efnum, að þeir gætu betur litið í eigin barm, og f Suður-Amer- íku er litið á Indverja sem skepnur. Og í Kanada er litið á Indíána sem annars flokks borgara, og þeir, og einnig blökkumenn, kvarta yfir, að þeim sé neitað um vinnu, hús- næði, aðgang að ýmsum stöð- um, aðeins vegna litarháttar síns. Og svo mætti lengi áfram halda. í stuttu múli • Aukakosning hefir fram far- ið í 2 brezkum kjördæmum. Héldu jafnaðarmenn báðum með svipuðum meirihluta. Fylgj flialdsmanna minnkaði um helming og gætir þar á- hrifa álitshnekkis Macmill. Þátttaka var Iítil ,einkum meðal ihaldsmanna að talið er. © Kennedy forseti hefir sæmt dr. Ralph Bunche varafram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og söngkonuna Marion Anderson frelsisorð- unni ,sem aðeins 31 manni hefir hlotnazt til þessa — og þau eru fyrstu blökku- mennirnlr, sem f& hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.