Vísir - 11.07.1963, Síða 3

Vísir - 11.07.1963, Síða 3
Ví SIR . Föstudagur 12. júlí 1983. ate^amaataiBH ►rMaBB'iaMBBra. UJBXÍ5BXS2SSK3Í Það eru engar ýkjur sem við’ höfum heyrt hér fyrir sunnan um Ennisveg, — þetta verður tvímælalaust hættulegasti vegur landsins. Vegarstæðið sjálft er hrikalegt, vegurinn sjálfur verð- ur glæfralegur. Hann er lagður utan í snarbratta hlíðina, þar sem grjótflug og skriðuföll eru nær daglegir viðburðir. Fyrir of- an slútir urðótt hengiflugið, fyr- ir neðan blasir við stórgrýtt fjar an. Hámarki nær dramatíkin, er því er bætt við, að hluti hlíðar- innar, sem vegurinn liggur í gegnum, heitir Dauðsmanns- skriða. Getur þá nokkur efazt lengur um hættuna?! Miil Séð yfir Ólafsvík og yfir á Ólafsvíkurenni. Merkt er hvar vegurlnn kemur ( fjallið. Þverhnípið er mun meira þegar lengra dregur. Vegastæði um Dauðsmaimsskriður Við lögðum land undir fót, fréttamenn Vísis, nú í vikunni, og heimsóttum vegagerðarmenn- ina þarna vestur á Snæfellsnesi, sem nú vinna nær dag og nótt að því, að láta þann gamla draum þeirra Snæfellinga rætast — að tengja Ólafsvík og Rif, sem þýðir að vegasambandið hringinn í kring á Snæfellsnesi verður órofið. Þýðing og mikilvægi þess, að nú hefur verið lagt í að ryðja braut f Ólafsvíkurenni, verður ekki metin í krónum, en verður hins vegar fljótt Ijós, þegar kom ið er á staðinn sjálfan. Með til- liti til þess, að verið er að hefja stórkostlegar hafnarframkvæmd ir á Rifi og að í Ólafsvík er gríðarmikið hraðfrystihús, þá er þýðing vegarins auðsæ. Frá þess um stöðum er ekki nema stein- snar á ein beztu fiskimið við strendur íslands. Og mikið skal því til mikils vinna. í Ólafsvíkina er nú kom- in stærsta ýta, sem hér á Iandi er og ekkert skal til sparað, til að vegurinn geti orðið að veru- leika. Frh. á bls. 7. Einn mannanna frá „Efra Falli“ borar. Búið er að leggja um 150 metra, þótt auðvitað sé ekki fullfrá því gengið enn. Hér sýst önnur ýtan (sú minni) af þeim tveim, sem i veginum eru, ryðja utan í hlíðinni. Glöggt má sjá til hægri hversu mölin er laus.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.