Vísir - 13.07.1963, Síða 3

Vísir - 13.07.1963, Síða 3
V í S I R . Laugardagur 13. júlí 1963, 3 : ■ 1 saltpækilshúsinu liggur osturlnn f plastkerum í þrjá sólarhringa. Ljósm. Vísis: B. G, Guðmundur verkstjóri með skorpuiausan ost. Stykkið vegur um 15 kg. Framleiða eingöngu skorpulausan ost Mikið er að gera þessa dag- ana hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi við framleiðslu á skorpulausum osti, sem m. a. er seldur mikið til útflutnings. Fréttamaður og ljósmyndari Vísis litu sem snöggvast inn i ostagerðina í gærmorgun og hittu þar að máli einn af verk- stjórunum Guðmund Jónsson, sem gekk með þá um húsa- kynnin og sýndi þeim það helzta, sem var þar að sjá. Þessa dagana er það eingöngu skorpulaus ostur, sem Mjólkur- búið framleiðir, en á vorin og haustin framlelðlr MJólkurbúið sjö tegundir af osti. Sjálf ostaframleiðslan héfst í geysistórum körum sem taka um það bil 4 þúsund lítra af mjólk hvert. 1 þessum körum er mjólkin blönduð mjólkursýru- gerlum og hleypt, einnig er hún hituð upp í 3 klukkustundir. Að því búnu er mjólkin látin renna í ílát sem síar ostefnið frá mysunni. í ílátunum er ostur- urinn pressaður og látinn i form sem hann stendur klukkustund í, eða þangað til hann er kæld- ur. Eftir að kælingu lýkur er osturinn fluttur yfir i saltpæk- ilshúsið, þar sem þann qr geymdur - í pækii þrjá sólar- hringá. Og loksins, eftir að os|- urinn hefur verið geymdur í rúma viku við 20 gráða hita og aðrar fjórar vikur í 10 til 12 gráðu hita, er hann tilbúinn til sölu. Tvær stúlkur vinna við að pakka ostinum. k*. i..;.g.tac«naiaBrioa Nokkrir ungir menn vinna með form, sem osturinn er geymdur i. Einn af starfsmönnum ostagerðar Mjóikurbús Fióamanna í ostageymslunni.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.