Vísir - 13.07.1963, Blaðsíða 9
VlSIR
ngMM
Laugardagur 13. júlí 1963.
>f
Fyrir rúmlega sextíu árum
bauð Sigurður Johnson, fæddur
að Amhúsum á Skógarströnd,
sig fram sem sjáifboðaliða til að
berjast gegn Búum í Suður-
Afríku. Þar var hann i njósna-
og Iögregludeild um þriggia ára
skeið, en nú 60 árum sfðar kom
hann til íslands í fyrstu heim-
sókn sína frá því er hann yfirgaf
landið árið 1888.
— Það hefur mikil breyting
orðið hér á öllu, sagði Sigurður.
— Raunar var ég svo ungur þeg
ar ég fór héðan, bætti hann við,
að ég man haria óljóst hvernig
hér var umhorfs. Þó man ég vel
eftir ýmsu að heiman. Ég man
eftir kletti fyrir ofan bæinn á
Bíldhóli, þar sem ég var um 2ja
ára skeið. Kletturinn hét kastal
inn, furðuklettur.
Ég man líka þegar við Iögð-
um af stað í ferðina vestur um
haf. Man eftir því þegar við kom
um til Narfeyrar, en þar átti
amma mín heima. Ég man þegar
þau kvöddust pabbi og hún. Ég
man llka þegar við komum til
Isafjarðar og við fórum í land til
að kveðja systur pabba. Hún hét
Ólöf. Hvað þeim bjó í brjósti
gerði ég mér ekki grein fyrir, en
fann samt að þetta var mikil
örlagastund.
Ég kveið ekki fyrir ferðinni, sei
sei nei. Var hlutlaus með öllu
og fannst sjálfsagt að taka því
sem koma skyldi. En mikil und-
ur fannst mér til um skipið
ég gat. Ekki lærði ég neitt nema
það sem pabbi kenndi mér.Skóli
var þá enginn til í byggðarlag-
inu. Hann var ekki byggður fyrr
en ég komst yfir skólaskylduald
ur.
Þegar ég var 11 ára gamall
var ég sendur að heiman, send-
ur til snúninga á búgarði. Þar
bjuggu enskir. Var hjá þeim til
15 ára aidurs. Mjólkaði kýr og
var í ýmiskonar snatti, bæði úti
og inni.
Ævintýralöngun.
— Þú fórst í Búastríðið. Hvað
kom þér til þess?
— Ævintýralöngun. Ekkert
annað, Mig langaði ekkert til að
drepa menn, né heldur til að láta
drepa mig. Langaði bara til að
komast eitthvað úr tilbreyting-
arleysinu, eitthvað út í heim-
inn. Eitthvað þangað sem eitt-
hvað gerðist. Suður-Afríka var
ekki verri en hvað annað.
Ég var á 20. aldursári við
skógarhögg í Norðaustur-Mani-
toba. Það var um miðjan vetur.
Þá las ég í blaði áskorun um
að menn gerðust sjálfboðaiiðar
í Bretaher gegn Búum. Ég hætti
.við skógarhöggið og gaf kost á
mér til Búastríðs. Það var samt
ekki andskotalaust, því ég þurfti
að fara 50 kílómetra vegalengd
fótgangandi hvora leið til að
láta innrita mig.
Spáð að myndi
farast
— Var fljótlega lagt af stað
úr því?
— Vorum fyrst við heræfing-
ar I Ottawa um 2ja mánaða
sem flutti okkur. Ég hafði aldrei
séð skip áður. Minnir að það
héti Copland. Með því fórum
við beint strik frá ísafirði tii
Skotlands.
Basl og óvissa.
— Hvað tók við í nýju heim-
kynnunum?
— Eitthvað áþekkt og hjá öðr
um innflytjendum, basl og ó-
vissa til að byrja með. Ekki
um annað að ræða en duga eða
drepast. Fyrstu sex vikurnar
vorum við í Winnipeg, en fiutt-
um þá til Saskatchewan. Pabbi
fékk lán og byrjaði búskap með
tvær kýr. Seinna keypti hann
naut. Það gekk erfiðlega að afla
fóðurs fyrir kýrnar fyrsta vetur-
inn, en þær skrimtu. Pabbi kom
sér upp moldarkofa sem við
bjuggum í og hann var áfastur
við fjósið. Það var veggur á
milli.
Við svipuð kjör, og þessi,
bjuggu yfirleitt innflytjendur á
þessum árum, sem komu snauð-
ir vestur og áttu engan að. Ég
man ekki til að við liðum skort
né að okkur væri kalt f þessu
hreysi. Við sættum okkur við
hlutskipti okkar svo sem vera
bar.
Seinna gekk þetta betur.
Pabbi var góður smiður bæði á
jám og tré. Hann var líka lista-
skrifari. Þetta hjálpaði honurn
nokkuð í lífsbaráttunni, en hins
vegar var hann mjög farinn að
heilsu eftir langvarandi strit.
— Hvað gerðir þú sjálfur?
— Hjálpaði til eftir þvf sem
Sigurður Johnson.
breytingu búnir. Höfðum aðeins
eitt teppi hver og svo yfirhafn-
irnar sem við breiddum ofan á
okkur. En það dugði hvergi
nærri til. Seinna var bætt úr
þessu.
Mataræðið hefði getað verið
betra. Stundum var matarskort-
ur í herbúðunum, en þó aldrei
til langframa né tilfinnanlegur.
Aðalfæðan var kex og nauta-
kjöt, ástralskt, f dósum. Það
má hver sem vill kalla það ljúf-
fengt fyrir mér. En ég fæst
aldrei til að gera það.
Þorstinn var verstur. Hann
ætlaði að gera út af við okkur.
Það litla vatn sem við fengum
daglega til drykkjar var fljótt
að ganga til þurrðar. Or þvf var
ekki um neitt að ræða nema
bíta á jaxlinn og þrauka. Að
þrauka var fyrir öllu.
Flutningar allir voru mikium
erfiðleikum bundnir. Einustu
flutningatækin voru nautgripa-
kerrur og 12—16 uxar — eða
þá múlasnar — fyrir hverju
æki. Þetta var hroðalegur seina
gangur, ekki sízt ef koma þurfti
særðum mönnum í sjúkraað-
gerð. Hernaður var annar þá
heldur en hann er nú.
Nær hungurmorða.
— Er þér nokkurt einstakt
atvik sérstaklega minnisstætt?
— Það væri helzt það þegar
ég var sendur til að njósna um
nautgripahjörð sem stolið hafði
verið frá okkur. Það var langt
um liðið frá því er hjörðinni
hafði verið stolið og það vænti
enginn neins árangurs af eftir-
grennslan. Það var hins vegar
formsatriði sem sjálfsagt þótti
að uppfylla. Ég fékk mér Búa
riuníllav
!VÚ
!1*C
skeið en að þvf búnu lögðum
við af stað með gripaskipi suð-
ur til Afríku.
Því hafði verið spáð áður en
við lögðum af stað að farkost-
urinn okkar myndi missa mann
á hverjum degi fjóra fyrstu
dagana, en á fimmta degi myndi
það farast með rá og reiða.
Það sló ofsalegum óhug á
mannskapinn þegar maður dó á
hverjum degi fjóra fyrstu dag-
ana. Og ég held að fimmta dag-
inn hafi engum verið rótt —
nema mér — mér kom aldrei
til hugar að trúa þessari vit-
leysu.
— Hvernig fór?
— Nú skipið hélt leiðar sinn-
ar og það tók 29 daga að kom-
ast á leiðarenda. Hitinn var af-
skaplegur, einkum f kringum
miðjarðarbauginn. Við lágum í
einni kös f skipinu og það var
lítið hugsað um að gera okkur
lífið þægilegt eða skemmtilegt.
öðruvísi farið með hermenn þá
Sker sig á háls
Áfangastaður okkar var Cape
Town. Há fjöll umlykja borgina.
Stórkostleg og tíguleg innsigl-
ing.
Strax á 2. degi vorum við
sendir í opinni kolalest til
Transvaal. Aðbúnaður var slæm
ur, hitinn illþolandi. Margir
veiktust á leiðinni og ég man
sérstaklega eftir einum sem
fannst hann ekki geta þolað all-
ar þessar hörmungar. Hann skar
sig á háls. Meðal þeirra sem
ur í
veiktust var ég. Það greip mig
samt ekkert óyndi.
Einhversstaðar á leiðinni vor-
um við látnir halda kyrru fyrir
í 3 vikur til heræfinga. Sfðan
var haldið áfram að víglínunni
og þar hófst sjálf herþjónustan.
— Tókstu þátt í orustum?
— Nei, ég held að ég hafi
sloppið úr þessari styrjöld án
þess að úthella blóði nokkurs
manns og án þess að mfnu blóði
væri úthellt.
Ég var settur í deild með
hjarðmönnum og lögregluþjón-
um frá Suður-Albertafylki og
Saskatchewan. Það voru allt
hraustir drengir hreinasta
mannval. Þetta var riddaraliðs-
sveit og við fengum njósnahlut-
verk í hendur. Vorum sendir á
undan herliðinu til að kanna
hvar varnir Búanna væru veik-
astar fyrir og auðveldast að
sækja þá heim. Þó ég segi sjálf-
ur frá held ég að þessi sveit
okkar hafi verið afburða góð.
Betri hestamönnum hefi ég ekki
kynnzt. I hjáverkum grófum við
skotgrafir.
Misþyrmdu
Svertingjum.
— Kynntistu Búum?
— í þau þrjú ár sem ég var
í herþjónustu í Transvaal, kynnt
ist ég Búum nokkuð. Samt of
lítið. Mest eftir að friður hafði
verið saminn við þá á miðju
sumri 1902. Eftir það vann ég
við iöggæzlu og hafði meiri eða
minni afskipti af þeim. Þeir
voru eins og fólk er flest, prúð-
ir f framkomu, en mér virtist
Þeir næsta lítið upplýstir. Mest
gallinn á þeim — í mínum aug-
um — var sá hvað þeir fóru
illa með svertingana. Þeir mis-
þyrmdu þeim meir en skepnun
um. Hroðaleg meðferð. Samt
töldu þeir sig vera kristna.
Annars voru Búar mikium
hæfileikum búnir, afburða reið-
menn og skyttur að sama skapi.
Mjög góðir skæruliðahermenn.
í upphafi stríðsins höfðu þeir í
fullu tré við Bretana. Höfðu
allt aðrar bardagaaðferðir.
Lögðu aldrei til stórorustu, en
unnu Bretum þeim mun meira
ógagn f skæruhemaði og smá-
áhlaupum. Það var ekki fyrr en
Bretar tóku sjálfir upp sömu
baráttuaðferð að þeim tók að
vegna betur. Það voru Ástralíu-
menn og Kanadabúar sem
kenndu Bretum skæruhemaðar-
' aðferðir.
Þorstinn
var tilfinnanlegastur.
— Voru fleiri íslendingar
en þú sem tóku þátt í styrjöld-
inni gegn Búum?
— Við vorum fjórir, sem ég
vissi um. Einn þeirra særðist í
orustu og dó af völdum sára
sinna.
— Hvernig var daglegt líf
ykkar á þessum slóðum?
— Ofsalegur hiti á daginn.
Hins vegar hefur mér aldrei
orðið eins kalt á nóttunni eins
og þar. Fyrst í stað vorum við
illa undir þessa miklu hita-
til fylgdar sem var túlkur minn
og negri fyrir leiðsögumann.
Það var öll hersveitin. Ég og
Búinn vom ríðandi en negrinn
brokkaði berfættur á undan.
Þindarlaus að því er virtist.
Vistir höfðum við meðferðis til
3—4 daga. Við vorum 9 daga f
ferðinni og nær hungurmorða
þegar við komum til baka.
Varð almáttugur.
Við þurftum að fara yfir hin-
ar verstu torfærur, ýmist f
gegnum illfært kjarr eða yfir
fjöll. Einhvern veginn hafðist
þetta um síðir.
Mér er það f fersku minni að
á einum stað í kjarrlendi snar-
stanzaði negrinn, augun rang-
hvolfdust í höfðinu á honum.
Hann fómaði höndum og rak
upp angistarvein. Það var engu
líkara en hann stirðnaði upp og
hann fékk sig ekki hreyft af
skelfingu. Fyrir framan hann
reigði eiturslanga sig til höggs
og hver sekúnda sem leið gat
riðið á lífi hans. Ég held að á
þessu augnabliki hafi ég verið
viðbragðsfljótastur á ævi minni.
Ég hafði riffilinn ævinlega til
taks og í þetta sinn var ég
fljótari en venjulega að grfpa til
hans, miða og skjóta. Ég hæfði
höggorminn í hausinn á sömu
andrá og hann ætlaði, að
höggva negrann. Hafi ég
nokkru sinni öðlast tiltrú og
aðdáun nokkurs manns um æv-
ina var það negrans. Eftir þetta
var ég ekki framar maður í aug-
Framh. á bls. 10.
T