Vísir - 30.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 30.07.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 30. júlí 1963. 9 SmjörfíkisgerS þykir yfirleitt arðbær framleiðsla alls staðar í heiminum nema á íslandi. Hér hafa þó þrjár af smjörlíkisgerð- um hðfuðborgarinnar sameinazt um vélasamstæðu, sem fram- leiðir allt þeirra smjörliki, skipulagt sameiginlega drcif- ingu og hafa sameiginlega yfir- stjórn að nokkru Ieyti. Engu að síður hafa fyrirtækin yfirleitt verið rekin með halla undan- farin ár. Skýringin er ekki fólgin í lélégri stjórn, heldur því að smjörlíkisverð hér á iandi hefur verið ákveðið svo !ágt á und- anförnum árum að ec<i hefur nægt fyrir framieiðslu og drc'f- ingarkostnaði. Nú virðist hins vegar hafa orðið breyting á þessari afstöða verðlagsyfirvaldanna, þvf að nú fyrir skömmu fengu smjörlíkis- gerðirnar hér á landi he'mild til að hækka smjörlfkisverðið og gera forráðamenn þeirra sér vonir um að reksturinn geti gengið með eðlilegum hætti og að skuldir fyrirtækjanna haldi ekki áfram að aukast í sifellu, eins og mörg undanfarin ár. VÉLAKAUP. Þrátt fyrir þessa bágu af- komu fyrirtækjanna á undan- fömum árum ákváðu forráða- menn smjörlíkisgerðanna á síð- astl. ári að kaupa nýja véla- samstæðu til framleiðslunnar og reyndist unnt að tengja hana fyrirliggjandi bræðslu-, frysti-, blöndunar- og pökkunarkerfi verksmiðjanna. Þessi nýja vélasamstæða hef- ur þann meginkost að nú þarf mannshöndin ekki að snerta smjörlíkið fyrr en það kemur fullpakkað úr pökkunarvélun- um, auk þess sem framleiðslan verður betri. SAMVINNA HEFST. Árið 1939 hófst samvinna þeirra fjögurra smjörlíkisgerða sem starfandi voru hér í Reykja vík og laut hún eingöngu að sameiginlegum innkaupum. En árið 1946 var afgreiðsla þeirra og dreifing sameinuð svo og framleiðslan að því leyti að sömu vélasamstæðurnar voru notaðar fyrir alla framleiðsluna, en smjörlíkistegundirnar héldu eftir sem áður sínum sérein- sínum, og lærði þess vegna það sem læra þurfti hjá föður sínum og Friðrik. Hins vegar hafði hann lagt sig sérstaklega eftir tungumálanámi með skólavist að sumarlagi £ Sviss og Bret- landi, og sýndi þá aldrei neinn sérstakan áhuga á kaupsýslu. Síðan hefur hann þó leitazt við að bæta þetta upp. „Ég er að vísu enginn kunn- áttumaður í bókfærslu, fyrr en komið er út í efnahagsrekstrar- reikning, þá byrja ég að skilja hvað talað er um,“ segir Davíð í gamni. ALL STAR FESTIVAL. Eftir að Davíð varð fram- systkinum sínum, við Fitjakot á Kjalarnesi. Davfð skreppur gjarnan á sumrin tii laxveiða í Þverá og Norðurá, en á vetrum leikur hann badminton reglu- lega. Það er talsvert fróð'eiks- atriði að hann hefur ekki vanizt á reykingar. Peningarnir, sem annars hefðu farið f þann al- menna löst ganga tit bókasöfn- unar . eða hljómplötukaupa. Hefur Davíð einkum lagt stund á söfnun þjóðsagna og ferða- bóka. TVEIR KLÚBBAR. Davíð hefur gaman af að ferðast, fer næstum árlega til útlanda f viðskiptaerindum. til að segja: „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér almennt grein fyrir því, en það er hægt að þjóðnýta hvert stórfyrirtæki á íslandi á fætur öðru án þess að grfpa þurfi til sérstakrar heimildar Alþingis hverju sinni. Á undanförnum árum hefur þannig verið að langflestum hér- lendum fyrirtækjum búið, ým- ist með ranglátum skattalögum eða verðlagsákvæðum að jafn- vel gömul og gróin þjóðþrifa- fyrirtæki eru fjárhagslega mátt- vana og eiga það fyrst og fremst undir rfkisbankana að sækja hvort þeim tekst að fá nægilegt fé í daglegan rekstur eða ekki. Davið Scheving Thorsteinsson í vélasal smjörlíkisgerðanna. Davíð Sch. Thorsteinsson STJÓRNAR FRAMLEIÐSLUNNI. Hinn 33ja ára gamli fram- kvæmdarstjóri verksmiðjanna, Davíð Scheving Thorsteinsson, fór sjálfur utan tii að kynna sér uppsetningu þessara nýju véla, en í hans verkahring er að ann- ast innkaup hráefna fyrir smjör- líkisgerðirnar f nánu samráði við Magnús Sch. Thorsteinsson og Ragnar Jónsson, annast verðútreikning, annast erlendar bréfaskriftir, ákveða blöndun smjörlíkisins og fyigjast með vörugæðum eða í stuttu máli sagt sjá um allt sem viðkemur framleiðslu smjörlíkisins. Sölu og dreifingu á smjörlíkinu stjómar Haukur Gröndal og er náin og góð samvinna milli hans og Davíðs. Davíð Scheving Thorsteinsson er fæddur á Isafirði, Alþingis- hátfðarárið. Móðir hans var frú Laura Scheving Thorsteinsson, fædd Hafstein, bróðurdóttir Hannesar ráðherra Hafstein, dóttir Gunnars Hafstein banka- stjóra í Færeyjum. Faðir hans er Magnús Scheving Thorsteins- son, ‘pá bankaútibússtjóri ís- landsbanka á ísafirði, sonur Davíðs fyrrum héraðslæknis þar. Davíð var aðeins fárra mánaða gamall ér foreldrar hans fluttust búferlum til Reykjavíkur, en í höfuðborg- inni hófst faðir hans þegar handa um að setja á fót smjör- líkisgerð, sem fræg varð og Ljórpi hét. kennum. Smjörlíkisgerðirnar voru eftir sem áður sjálfstæð hlutafélög, með sérstakar stjórnir. En forstjórar þeirra starfa launalaust og taka að- eins lftilsháttar laun, sem með- Iimir félagsstjórna. Annars reka þeir flestir önnur fyrirtæki. I LÆKNISFRÆÐI. „Ég ætlaði mér aldrei að vinna í fyrirtækinu. Ég ætlaði að verða læknir. Það var ekk- ert starf fyrir mig hér. En þegar ég var búinn að vera einn vetur í háskólanum, hafði þá lokið efnafræðiprófi, andaðist Hans A. Hjartarson, sem annaðist núverandi störf mín hér. Ég fór utan 1951 til Dan- merkur að kynna mér hlið- stæða framleiðslustarfsemi, svona til þess að vita í hvorn vélarendann hráefni er látið, og var þar í nokkra mánuði. Hér hafði ég ekkert unnið, nema í útkeyrslu f afleysingum á námsárunum,“ segir Davíð, um ástæðurnar fyrir þvf að hann hóf störf hjá smjörlíkisgerðun- um. TUNGUMÁL OG BÓKFÆRSLA. Framan af voru störf Davíðs einkum f sambandi við sjálfa framleiðsluna, enda var yfir- stjórnin í höndum föður hans og Friðriks heitins Gunnarsson- ar. Davfð hafði enga viðskipta- fræðilega menntun og reynslu, þegar hann tók við störfum kvæmdastjóri átti hann sinn þátt í því að smjörlíkisgerðirn- ar keyptu í Hydrol h.f., fyrir- tæki sem m. a. herðir og hreins- ar þorskalýsi, sem notað er í smjörlíkið. Situr Davfð nú í stjórn Hydrol h.f. Nýlega keypti hlutafélagið nýjar vélar, sem gera það mögulegt að herða síldarlýsi, en hugsanlegt er að hægt verði að flytja það út. Þá hefur Davíð setið f stjórn Tennis og badmintonfélags Reykjavíkur og á nú sæti í stjórn byggingarsjóðs þess og í varastjórn Rauða Kross íslands. Það var Davíð sem aðallega skipulagði og sá um hina vel- heppnuðu sölu hérlendis á hljómplötunni „All Star Festi- val“, sem seld var til ágóða fyrir Flóttamannahjálp Sarhein- uðu þjóðanna fyrir skömmu. ÁHUGAMÁL. Davíð Scheving Thorsteins- son er kvæntur Soffíu Scheving Thorsteinsson, dóttur Jóns Mathíesen, kaupmanns í Hafnar- firði. Þau gengu í hjónaband árið 1953 og eiga þrjú börn, tvær dætur, 6 ára og 9 ára, og fjögurra mánaða gamlan son. Hljómleikar og leikhúsferðir eru meðal sameiginlegra áhuga- mála þeirra hjóna. Á sumrin dveljast þau um tíma í sumar- bústað, sem Davíð á ásamt Skemmtifegast hefur honum þótt að koma til Rómar. Vegna áhuga síns á ferðalögum hefur hann tekið þátt f litlum landa- fræðiklúbb. Klúbbinn skipa fá- einir bekkjarbræður Davíðs auk nokkurra annarra áhugamanna um slfk mál. Klúbburinn kemur saman endrum og eins. Sýna meðlimir skuggamyndir eða kvikmyndir frá ferðalögum sfn- um, og segja jafnframt stutta ferðasögu um leið. Þá hafa þeir einnig fengið utanaðkomandi fyrirlesara f heimsókn, en með- al þeirra eru ýmsir kunnir sér- fræðingar. Annar lítill klúbbur, svo kallaður Fluguklúbbur tel- ur Davíð einnig meðal meðlima sinna. Klúbbfélagar koma saman á vetrum með öngla, silkiþræði, fjaðrir og fleira og hnýta eigin silungs- og laxveiðiflugur. Svo eru sagðar veiðisögur. „Þá er maður með hugann við lax- veiði allt árið.“ HÆTTA. Kann að vera að Davíð hafi mikið verið með hugann við laxveiði. Eftir samtölum við hann að dæma eru fjárhagsmál smjörlíkisgerðanna þó alltaf efst í huga hans, og ekki sízt að undanförnu, er unnið var að breytingum á verðlagsmálum þeirra. Umræður um þau mál gáfu honum meðal annars tilefni Hingað til hefur það ekki komið fyrir að bankarnir hafi misnotað hið mikla vald, sem þeir hafa, en hvað gæti ekki gerzt, ef stjórnmálaflokkar and- vígir einstaklingsframtakinu, en hlynntir ríkisrekstri, sætu að völdum á Islandi í nokkur ár. Til allrar hamingju virðast lýð- ræðisflokkarnir hafa komið auga á þetta og eru hin nýju skattalög stórt spor í rétta átt.“ ENDURHEIMTU RÉTT SINN. Davíð trúir þvf að einstak- lingsframtakið sé sú lyftistöng sem þjóðfélag f örum vexti verður að treysta á. Allt sem háidrar framtak einstaklinga eða gæti gert það er honum þyrnir í augum. Sjálfur þekkir hann nærtækt dæmi um óheil- brigð lamandi afskipti hins opinbera. 1 náinni samvinnu við föður sinn, Magnús Sche- ving Thorsteinsson, — „hann hefur kennt mér það sem ég veit um viðskiptamál" — og Ragnar Jónsson, hefur Davíð unnið sleitulaust að því undan- farna mánuði að endurheimta rétt smjörlíkisgerðanna til að starfa á heilbrigðum grundvelli. Það hefur tekizt og eftir atvik- um er það talsverður sigur. — á e. eftir Ásmund Éinarsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.