Vísir - 30.07.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 30.07.1963, Blaðsíða 16
/ VISIR Þriðjudagur 30. júlí 1963. Kfnverska fréttastofan heldur á- fram áróðrinum um, að samkomu- lagið í Moskvu sé mest í hag Bandarikjunum, og Krúsév hafi látið blekkjast. Skipulag miðbæjar Akureyrar: Gunnlaugur Halldérsson ogMaufreð Vilhjálmsson hlutu fyrstu verðkum // Það vantar hring // <js Lokið er hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjar Akureyrar. Fimmtán tillögur bárust. Fyrstu verðlaun hlutu arkitektamir Gunn laugur Halldórsson og Manfreð Vilhjálmsson, Reykjavík, 100 þús. krónur. Önnur verðlaun hlutu Haukur Viktorsson cand. ark., Ak- ureyri, og Helgi Hjálmarsson, cand ark. Reykjavfk, 50 þús. kr. Þriðju verðlaun hlaut Slgurður Thorodd- sen stud. ark. Hafnarfirði, 25 þús. kr. Tdllaga Reynis Vilhjálmssonar, skrúðgarðaarkitekts, Reykjavík og „Það vantar hring og tóma tunnu“. Magnús Hilmarsson hefur engan frið, sifellt er kallað á hann og hér hefur hann fengið sér hjólbörur og i slær nú margar flugur í einu höggi, færir öllum síldarstúlkunum hringi í einu. — Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis á Siglufirði, Ólafur Ragn- i j arsson, einn góðviðrisdag fyrr í mánuðinum meðan næg síldarvinna var j á Siglufirði. Sjópróf vegna Gissurar hvíta: Skipstjóri breytti frumburði sínum Sjóprófum vegna strands Gissur- ar hvíta við Álftanes lauk í gær. Breytti skipstjóri þá fyrri fram- burði sínum um stefnu bátsins. í sjóprófunum á sunnudag kvaðst Blaðamenn Fundur verður í Blaðamanna félagi íslands kl. 3 siðd. í dag, þriðjudag, i Nausti (uppi). — Fundarefni: Kjarasamningar. — Áríðandi að félagsmenn fjöl- menni. — Stjómin. hann hafa tekið stefnuna suð-suð- vestur frá sexbauju utan við Gróttu en það er stefnan á Álftanes, strandstaðinn. í gær breytti skipstjórinn þess- um framburði sínum og kvaðst hafa siglt vest-suð-vestur, en það er stefnan á Keflavík, og þangað kveðst hann hafa ætlað með bátinn. Annað nýtt kom ekki fram. Mál- 'ð verður nú væntanlega sent frá bæjarfógetanum í Hafnarfirði til bæjarfógetans í Keflavík, en þar eiga skipverjar heima, og til sak- sóknara ríkisins. fr vegur opnaður Fyrir nokkru var opnaður nýr i reiða. Skiptir ekki miklu máli vegur milli Grindavíkur og Krísu- lengdarinnar vegna hvor leiðin er víkur. Það er sýsiuvegasjóður farin, sú nýja eða eldri leiðin. Er Gullbringusýslu sem hefur látið nú hægt að fara skémmtilega ryðja veginn. Er hann ágætur yfir-1 hringferð um Grindavik. ferðar, greiðfær öllum gerðum bif- Stefáns Jónssonar arkitekts Reykja vík, hlaut viðurkenningu og var keypt fyrir 15 þús. kr. Einnig til- laga Guðmundar Samúelssonar, ar- kitekts, Akranesi, sem var keypt fyrir 10 þús. kr. Um tillögu Gunnlaugs Halldórs- sonar og Manfreðs Vilhjálmssonar, sem hlaut 1. verðlaun, segir dóm- nefndin: Höfundur staðsetur mið- bæjarkjarnann beggja vegna aðal- umferðaræðarinnar, þar eð hann sýnir fram á, að ekki er hægt að fullnægja miðbæjarþörfinni vestan hennar, en í aðalatriðum er lega hennar eins og fyrirhugað er. Að vísu er í tillögunni gerð grein fyrir hugsanlegri lausn þessa vandamáls, með flutningi þjóðveg arins síðar meir, ef þörf krefur, í Hjalteyrargötu. Eigi er sýnt hvaða afleiðingar það hefði í för með sér fyrir tillöguna. Miðbæjarkjarninn er í þremur skýrt afmörkuðum hlutum inn- byrðis, er í heild mynda „harmon- iskan" miðbæ með hinni bogmynd Framh. á bls. 5 íslendingur uku of hrutt - segir þekktur enskur vísindamaður í dag kl. 17,30 flytur prófessor John Cohen frá Manchester fyrir- Iestur í 1. kennslustofu Háskólans og fjallar fyrirlesturinn um um- ferðarmál almennt og áhrif áfengis á ökumenn. John Cohen er prófessor í sál- fræði og forstöðumaður sálfræði- deildar Manchesterháskóla, sem er hin steersta í Englandi. Prófessor- inn er kunnur rithöfundur og fyrir lesari, m.a. einn eftirsóttasti sjón- varpsmaður í hópi brezkra vísinda- manna. Prófesspr Cohen kom hingað til lands sl. föstudag og mun dveljast hér þar til á morgun. Er hann hing að kominn fyrir milligöngu Ólafs Gunnarssonar sálfræðings , en Á- fengisvarnarráð, Tryggingarfélagið Ábyrgð, Bindindisfélag ökumanna og Félag íslenzkra bifreiðaeigenda greiða sameiginlega allan kostnað í sambandi við fyrirlesturinn. Prófessor Cohen sagði við frétta menn í gær að það fyrsta, sem hann hefði tekið eftir í akstri Is- lendinga væri hve hratt þeir ækju og tækju ekki tillit til þess hve veg irnir væru slæmir. Yki það að sjálf sögðu mjög slysahættuna. Sagði hann einnig að sér virtist sem ýmsu væri ábótavant í sambandi við dóma og hegningu manna sem gerzt hefðu brotlegir í umferðinni, t.d. væri of langur tími sem liði frá því er brotið væri framið og þangað til dómur væri upp kveð- inn. Næði dómur því oft ekki til- ætluðum árangri. Prófessor Cohen kom með nokkuð athyglisverða uppástungu um að gerðar yrðu sér stakar akbrautir fyrir konur, þær hefðu allt aðra skapgerð en karl- menn og ækju því öðru vfsi. í fyrirlestrinum f Háskólanum í dag mun prófessorinn koma víða við í sambandi við umferðarmál og slysahættu og mun fyrirlesturinn vafalaust verða mjög fróðlegur. Sífellt fjölgar þeim umferðar- einni hér f Reykjavfk sem fór Ökumaðurinn sem var undir á- slysum þar sem öivaðir öku- 2—3 veltur á veginum við Brúar hrifum áfengis hryggbrotnaði, menn eiga f hlut. Myndin hér að land. Tveir af fimm sem í bíln- en einn farþeginn höfuðkúpu- ofan er tekin af bfl frá bilaleigu um voru slösuðust alvarlega. brotnaði. Skipbrotsmðmtuttum geng■ ur illa uð komust heim Færeysku skipsbrotsmönnun- um af Blikur, sem þýzka eftirlits skipið Poseidon bjargaði, hefur gengið mjög illa að komast heim til Færeyja. Poseidon kom eins og kunnugt er til Reykjavíkur s.l. sunnudagsmorgun, en þá átti helmingur Færeyinganna að fljúga með flugvél F.I. kl. 11. En vegna þoku yfir flugvell- inum í Vogey var ekki hægt að fljúga. Næst var fluginu frestað til kl. 1 og síðan aftur til 2 e. h. Hafði flugfélagið þá ákveðið að senda tvær Douglas vélar. Voru skipbrotsmennirnir komnir upp f vélarnar, þegar þeim var til- kynnt, að fresta yrði fluginu, vegna þess að flugvöllurinn í Vogey væri lokaður. I gærmorgun lagði svo önnur vélin af stað með 19 Færeyinga. En á leiðinni var vélinni snúið við, því enn var flugvöllurinn í Vogey Iokaður. Lenti vélin á Egilsstöðum, þar sem skipbrots- mennirnir sváfu í nótt. Flugfé- lagið hefur samband við Færeyj- ar á klukkustundarfresti, en góð ar líkur eru taldar á þvf, að hægt verði að fljúga í dag, og munu þá báðar flugvélarnar fara. WVWWWtfVWV/S/VWSA^^WWWVW\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.