Vísir - 23.08.1963, Page 2
2
V í S IR . Föstudaginn 23. ágúst 1963
UndSrbúniiigskepp-
rti Reykjavíkur-
mótsins
Uhdlt-böHIHgskfeþþril Rfeykjávlkrir-
rneistáráhiöts Goifkiöbbs Reykjá-
víkur fór fram á goífvelli klúbbs-
ins S.i. laugardag. Þátttakendur
vóru sáriitáls 19. iiöggáfjöldi Urid-
irbúriirigskéiiþriiriridi- faðar kylfirig
um í inélstarafiokk og i. flokk. í
meistaraflokk komust eftirfarandi
kylfingar:
1. Pétur Björnsson 85
2. Helgi Eiríksson 86
3. Arnkéll B. Guðmundsson 89
4. Jóri Thorlacius 90
5. Gunnar Þorleifsson 91
6. Kári EJíasson 92
7. Ingólfur Isebarn 92
8. Ól. Sig. Ólafsson 93
Jafnir að höggafjölda urðu þeir
Óláfur Ólafsson og Sigurjón Hall-
björnsson á 93 höggum ög kepptu
til úrslita, og varin Ólafur þá
kéþþrii.
1. flokkur:
1. Sigurjón Hallbjörnsson 93
2. Vilhjálmur Hjálftiarsson 96
3. Albert Watihne 98
4. Ólafur Hafberg 99
5. Hálldór Mágnússón 101
6. Géir Þórðárson 101
7. Þorvarður Árnason 105
8. Rágnar JóftSson 105
Pétur og Ólafur
f úrslitum f golfinu.
Næstk. laugardag fer fram úr-
slitakeppni í Reykjavíkurmótinu. í
úrslitum í meistaraflokki eru þeir
Pétur Björnsson og Óiafur Ágúst
Ólafsson. I I. flokki leika til úrslita
þeir Vil'hjálmur Hjálmarsson og
Þorvaldur Árnason.
Syndið 200
metra na
> MOSKVA: — Frjálsíþrðtta-
hópur sem geyrriir tnárga beztu
menn Rússa tekur þátt f há-
skólaleikum í Brazilíu 30. ágúst,
var tilkynnt nýlega. Með Iiöinu
eru m. a. Valerij Brumel, Igor
Ter-Ovanesjan, Tatjana Tsjel-
kanova og Tamara Press.
> LISSABON: — Portúgalsld
stórklúbburinn Benfica hefur
gert samning við hinn 69 ára
gamla ungverskfædda þjálfara
Lajos Czeizler, um þjálfun á
þessu fræga liði keppnistímabil-
ið sem nú fer í hönd. Czeizler
er nú sænskur ríkisborgari.
> SAINT JOSEPH: — Hinn 34.
ára gamall sundmaður Abdel
Lativ Abo Heif vann f gær
sundkeppnina yfir Michiganvatn
í Bandaríkjunum. Sundleiðin er
96 km. Sundmaðurinn, sem er
egypzkur, fékk 15.000 dali fyrir
afrek sitt. Aðeins tveir sund-
mannanna 16, sem lögðu upp,
luku við sundið.
> LOUSIVILLE: — Cassius
Clay — áskorandi númer 1 i
þungavigtarflokki — tilkynnti i
gær að hann væri nú tilbúinn
til að slást við Cleveland WUl-
iams, sem er númer 3 á sama
Iista. Þegar „LouisviIIe Eip“
heyrði að hann mundi fá
10.000 dali fyrir hverja lotu,
sem keppnin stæði, sagði hann
að þessi keppni mundi standa
allar 15 loturnar, — sú eina
sem stæði svo lengi.
Þessi mynd er af Norðmann-
inum Kjell Hovik, sem sífellt
bætir norska metið í stangar-
stökki. — Þarna er hæðin 4.60
og yfir fór hann. Hæðin 4.70
var ekki fjarri lagi og eflaust
á hann eftir að stökkva þá
hæð og mun hærra. Er Hovik
talinn mjög lfldegur til að ryðja
sér braut meðal fremstu stang-
arstökkvara heims.
Heppnin bjargaði
Fram frá falli
— voru í sfnðinn í úrsiifubnrúttunni
Eins og flestum mun
kunnugt, verður íslands-
ttlðtið í knatíspyrnu til
Iykta leitt á sunnudag-
inn kemur með tveim
leikjum, Akureyri—KR
fyrir norðart og Valur—
Fram í LaugardaL
Sjaldan eða aldrei fyrr hefur
íslandsmót verið jafnara en nú
og svo miklar eru öfgarnar, að
íið sem var talið sigurstrang-
legt fyrir nokkrum vikum, er núKR
talið faliið, eða er a. m. k. neðstAkranes
með leik eftir við sterkasta liðFram
okkar, KR. Valur
Fyrstu leikir íslandsmótsinsKeflavík
verða íslandsmeisturunum frá íAkureyri
fyrra afdrifaríkir. Þeir unnu tvo
fyrstu leikina, AkUreýri og (
Keflavík, á sjálfsmörkum, en,
’Val á heldur hæpinni víta-
spyrnu. Allavega voru sex stig i
fyrir þessa þrjé leiki ekki sann-
gjörn úrslit. Það eru einmitt
þessi stig sem hafa orðið til
þess að félagið hefur til þessa I
verið í baráttunni um efsta sæt |
ið en ekki í fallhættunni. Vals- (
menn hafa og verið heppnir,
því báðir léikirnir við Keflavík I
voru heldur Keflvíkingum í |
hag, en 3 stiganna runnu til,
Vals.
Staðan í mótinu nú er þessi:
25:17
13
10
11:17
17:20
15:19
ió
15:20
Magaús í hópi
milliríkjadómara
Þessi fréttatilkynning barst frá
KSÍ:
„Samkvæmt reglum Alþjóða-
knattspyrnusambandsins ber hverju
knattspyrnusambandi að tilkynna
fyrir 1. sept. ár hvert hverjlr verðl
millirlkjadómarar fyrir næsta ár á
eftir.
Stjórn knattspyrnusambands Is-
lánds hefir samþykkt að tiikynna
eftirtalda dómara, sem mllliríkja-
dómara fyrir tímabilið 1. september
1965 til 1. september 1964:
Haukur Óskarsson,
Hannes Þ. Sigurðsson,
Magnús V. Pétursson.
Þess skal getið að Magnús V.
Pétursson hefur ekki haft réttindi
milliríkjadómara fyrr, en þeir
Haukur og Hannes dæmdu báðir
nýverið landsleiki og fengu mikið
Ióf fyfir. Er greinilegt að íslenzk-
ir dómarar eru að verða útflutn-
ingsvara eins og fegurðardisirnar
okkar og taflmenn. Ætti það að
verða nokkur viðvörun þeim knatt-
spyrnumönnum okkar sem sífellt
brúka sig við dómaranh á leikvelli.
> PRETORIA: — Suður-Afriku
sambandinu var i gær formlega
boðið að taka þótt í OL í Tokyo
næsta ár.
Sigur-
vegarar
í gærkvöldi fór fram á Mela-
vellinum úrslitaleikur í V. flokki
A, íslandsmeistaramóti. Til úr-
slita léku lið KR og Víkings,
og fóru leikar svo, að KR fór
með sigur af hólmi, skoraði 2
mörk gegn einu Víkinga. I hálf-
leik stóð 1—0 fyrir KR. Með
sigri þessum tryggðu KRingarn-
ir sér meistaratitilinn, og urðu
drengirnir þar með fyrstu Is-
Iandsmeistararnir (í knatt-
spymu) I ár.
V. fiokkur KR, ekki aðeins A
liðlð heldur og B og C, hefur
verið ósigrandi f allt sumar og
unnið í öllum þeim 6 mótum,
sem í V. flokki hafa farið fram.
Hafa flokkar þessir skorað 107
mörk gegn 6, engum leik tap-
að, gert eitt jafntefli, unnið
hina.
Sigurvegarnir I gær skoruðu
í Islandsmótinu 33 mörk gegn
2. Hér blrtist mynd af sigur-
vegurunum, efrl röð talið frá
t vinstri:
Björn Pétursson, Páll Gunn-
Iaugsson, Haildór Jónsson, Við-
ar Jónsson, Geirarður Geirarðs-
son, Ólafur Ólafsson, Gunnar
Gunnarsson og þjálfarinn Gunn-
ar Jónsson. Fremrl röð talið
frá vlnstri: Róbert Eiriksson,
Guðjón Guðmundsson, Andrés
Andrésson, Jónas Sigurðsson
og Geir Gunnlaugsson.
Pétur vann
olíubikarinn
Úrslitaleikur um Olíubikar G.R.
var háður á golfvelli G.R. s.l. föstu-
dag milli Péturs Björnssonar og
JÓns Thorlacius. Lauk þeirri képpni
með sigri Péturs Björnssonar eftir
mjög harðan og spennandi leik.
Að loknum 9 holum var Pétur
eina holu upp. Eftir 18 holur var
Jón eina holu upp og að loknum
27 holum voru þeir jafnir. Úrslit
fengust ekki fyrr en á 36. holunni
og lauk keppninni eins og fyrr seg-
ir með sigri Péturs 1—0.
Pétur er nú í mjög góðri þjálf-
un og má vænta mikils af honum
í Reykjavíkurmeistaramótinu sem
nú stendur yfir.