Vísir - 23.08.1963, Page 3

Vísir - 23.08.1963, Page 3
VlSIR . Föstudaginn 23. ágúst 1963, 3 SUMAR- TÍZKAN Nú er um aS gera að nota vel þá fáu sumardaga sem enn eru eftir og alltaf eru dragtimar hentug- ur og vinsæll klæðnaSur. Falleg dragt kemst aldrei úr tfzku, þótt pilsln kunni að sikka eða styttast, víkka eða þrengjast, eftir því hvað hentar duttlung- um hinna háu herra í París, sem ákveða, hvemig konur um heim allan eigi áð klæða sig vet- ur, sumar, vor og haust. Hér sjáum við nokkrar íslenzkar blómarósir, sem allar hafa lært í Tízkuskólanum. Þær sýna ýms ar tegundir dragta með ein- földu og fallegu sniði, sem á vel við flest tækifæri. Það er ekki laust við, að ungi maðurinn fari hjá sér innan um allan þennan kvenlega yndisþokka. Dragtin lengst t. v. er úr strigaefni, sú f miðjunni úr jersey, en sú t. h. úr ull. > :: ■■ 4 Hvít jerseydragt og „flug- freyjudragt“ með klassísku sniði. Takið eftir hvað hattarnir hafa mikil áhrif á heildarsvip- inn. Það er oft sagt, að án hatts- ins sé konan ekki fullklædd, þegar hún fer út. Þó fyrirgefst þeim, sem eru ungar og ferskar og með svona fallega hárgreiðslu. Dragtiraar eru úr Tfzkuverzl- uninni „Guðrún" við RauSarár- stíg, en hattarair úr Hattabúð Sofffu Pálma á Laugavegi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.