Vísir - 23.08.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 23.08.1963, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Föstudaginn 23. ágúst 1963 Nemandinn er hjól í risa- vaxinni ítroðsiumaskínu Hér birtist önnur grein ungs stúdents, Rögnvaldar Hannes- sonar, um íslenzka skóla og uppeldismál. Er hún öðrum þræði svar við tveimur grein- um, sem sprottnar voru af fyrstu grein Rögnvaldar, eftir þau Óiaf T. Jónsson og Guð- rúnu S. Friðbjömsdóttur. N JXft veltir lítil þúfa þungu H hlassi", og einkabréf rit að í grandaleysi eina kvöld- stund norður á Siglufirði hefur komið af stað slikum skrifum um menn og málefni, að ekki verður við þagað. Fyrir nokkru sá ég, að upp var slegið í Vísi þessari spurn- ingu: „Lifa íslenzkir nemendur f þrælsótta?" Það olli mér þess vegna nokkurri furðu, að þess- ari spurningu voru engin skil gerð í greinarstúf þeim sem á eftir fylgdi. í upphafi bjóst ég við, að höfundur mundi leiða hina reiðu, ungu menn inn í einhvern íslenzkan fyrirmynd- arskóla, þar sem væri frjáls- mannlegt andrúmsloft innan veggja og nemendur sýndu sannan og vaxandi áhuga á að „vita meira og meira, meira f dag en í gær“. En Ólafúf' T. Jónsson fer ekki þessa Ie|ð í vörn sinni á íslenzku skólakerfi, af hverju sem það stafar. Hins vegar er hann framúrskarandi hneykslaður á bréfkorni því, er Vísir birti á dögunum og ég hafði í upphafi ritað Ólafi Gunn arssyni sálfræðingi. TZ'jarni þess boðskapar, sem Ólafur T. kemur á fram- færi í Vísi, er þessi: Hér er ég hinn brúnaþungi, greindarlegi í- haldsmaður af guðs náð, þakk- látur og ánægður með allt og allt, sem þjóðfélagið hefur fyr- ir mig gert og afskaplega reið- ur út í reiða, unga menn, sem voga sér að gagnrýna eitt eða annað f þjóðfélaginu. Það er ómaksins vert að fara nokkr- um orðum um þennan hugsun- arhátt. Ólafur T. er fullur þakk Iætis til þjóðfélagsins fyrir að hann er ekki enn þann dag f dag fákunnandi og óuppdreginn villimaður, frumstæður eins og þegar hann ieit dagsins ljós f fyrsta sinn. Frama sinn telur hann sig eiga undir miskunn þjóðfélagsins, sem svo mikið hafi gert fyrir hann, og því skuli hann nú neyta allrar sinnar kunnáttu til lofsöngs og dýrðar óðs hinu miskunnsama þjóð- félagi. Ég tel hinsvegar, að þjóðfélaginu beri ekki aðeins skylda til að ala upp og fnennta ungt fólk, heldur bendi og á þá staðreynd, að ekkert sið- menntað þjóðfélag gæti haldizt við, væri þetta ekki gert. Ég tel mig því ekki standa í neinni þakkarskuld við þjóðfélagið fyr ir þá þjónustu, sem sjálfsagt og skyldugt er að veita hverj- um einstaklingi eftir hæfileik- um hans og getu. Meira að segja ætla ég að leyfa mér þann munað að vera sjálfstæð, hugs- andi mannvera, sem leggur sinn eiginn mælikvarða á menn og málefni og telur sér skylt að segja kosti og lesti á umhverfi sinu. Ég álít enn fremur að hverjum ungum manni sé bæði frjálst og skylt að líta gagn- rýnum augum á umhverfi sitt, óháður verkum hinna eldri, og rífa niður hið gamla og úrelta, sem verður að vlkja fyrir hinu nýja og betra, ef nokkur fram- þróun á1 að eiga sér stað. TTg fleiri ástæður liggja til þess, að ég tel mig sem ís- lenzkan stúdent ekki standa í neinni sérstakri þakkarskuld við þjóðfélagið. Leiðum hug- ann að því, hvernig íslenzka þjóðfélagið býr að námsmönn- um sínum. Hvernig hefur t. d. húsnæðismálum Menntaskólans í Reykjavík verið háttað s.l. ára- tug? Hvernig skyldu íslenzkir skólar vera útbúnir að kennslu- tækjum miðað við erlenda skóla? Hversu mikils virði hef- ur þjóðfélagið talið störf kenn- ara á undanförnum árum? Og hverjar eru efnalegar aðstæður íslenzkra stúdenta til náms? Ef við reiknum með, að þeir séu ekki styrktir heimanað, eins og oft getur komið fyrir, er út- koman úr dæmihu sú, að þeir síámpast í gegn, ef þeir eru svo „heppnir" að fá tækifæri til að vinna eins og skepnur í sumar- leyfum sínum Þeir stúdentar, sem utan fara, fá nokkurn styrk en I fæstum tilfellum nægileg- an til að kosta námið til fulls. Berum þetta svo saman við þau lönd, sem lengst eru komin í félagslegum efnum, t. d. sósíal- istaríkin, þar sem þjóðfé- Iagið telur vinnu námsmanns- ins svo mikils virði, að honum er greitt kaup fyrir. Ætla mætti að stappaði nærri lúxus og ó- þarfa, að íslendingar gangi í há- skóla, og því þakkarvert, þegar þjóðfélagið drattast til að veita þeim nokkurn stuðning. Ólafur T. Jónsson hneykslað- ist á því, að ég skuli tala um þrælsótta í íslenzkum skólum. Ef til vill er honum ekki ljóst, hvað ég á við. Þrælsótta kalla ég, þegar viðhorf nemanda til kennara síns og skóla er hið sama og þræls til húsbónda síns og vinnustaðar. Nemandi í íslenzkum skóla er fastskorð- að hjól í risavaxinni ítroðslu- maskínu, og er ætlað það hlut- vert eitt að snúast á sínum stað samkvæmt fastákveðnum lögmálum. Honum eru gefin ná- kvæm fyrirmæli um, hvað hann skuli læra í hverri grein, og helzt ætti hann að vita sem minnst annað til að hafa sem niest pláss fyrir forskriftarlær- dóminn i tima og rúmi. Frum- kvæði allt kemur ofan frá. Hið eina, sem nemandinn er spurð- ur um, er hvort hann vilji frem- ur fara í bóknám eða verknám, og fari hann í bóknámið, á hann kost á að velja milli þess, sem skammtað er f menntaskóla, kennaraskóla eða verzlunar- skóla. Skólinn spyr ekki, á hvaða grein einstaíúr nemandi hafi áhuga eða hæfileika til að læra, heldur hefur hann af vís- dómi sfnum ákveðið, að hver og einn fái sinn skammt af öll- um þeim greinum, sem kennd- ar eru. Sjónarmiðið er: „Upp með dalina, niður með fjöllin", eins og Guðrún S. Friðbjörns- dóttir sagði f Vísi á dögunum. í þessu sambandi langar mig að vitna til ummæla hinnar merku, dönsku konu, „Anne Marie Nórvig", um skólakerfið í Dan- mörku, en þau eiga vel við hér á landi. Árið 1930 fórust henni svo orð: il.iiiiiiii.il rw i Rögnvaldur Hannesson. „Áhugi er eins konar töfra- lykill að þeim möguleikum, sem leynast í börnum. Oft er sagt, að þegar börn séu þving- uð til að taka eftir, þá komi áhuginn. Það, sem kemur, er vaninn að ganga skiptur að verki og með nákvæmlega jafn- mikilli eftirtekt og bráðnauð- synleg reynist f hverju tilfelli. En það, sem í raun og veru hefur uppeldislegt gildi, gerist fyrst, þegar starfsþrá barnsins fær útrás. Allir skólar ættu að veita börnum tækifæri til að þroska uppeldi sitt og sköpun- arhæfileika og sfn eigin áhuga- mál og hæfileika. Við vitum, að ekki er um neina framþróun að ræða, ef engin frávik verða frá meðallaginu. Hið gamla skóla- kerfi kom f veg fyrir fjölbreytni, vegna þess að svo erfitt reynd- ist að kenna öllum börnum ná- kvæmlega það sama á jafnlöng- um tíma. í Englandi er sjónar- miðið þetta: Ef þú hefur sérstaka hæfi- leika á einhverju sviði, þá ein- beittu þér að því, svo að þú verðir eitthvað. En f okkar þýzkumótaða skólakerfi með öllu sínu prófa- fargani, er hins vegar sagt við börnin: Ef þér gengur vel með eitt- hvað og þú nærð f því nokkr- um árangri, þá leggðu ekki á það áherzlu, því þú færð ágæt- iseinkunn hvort sem er. Ein- beittu þér heldur að því.semþér gengur illa með til að lækka ekki meðaleinkunnina". Jgr ekki íslenzka skólakerfið hér lifandi komið? Ég minn- ist þess, að svokallað erfiðis- gildi var eitt sinn fundið upp skólakerfi okkar tiDraunar. Erf- iðisgildi er sú námsgrein talin hafa, sem nemandanum leiðist úr hófi fram og sér lftinn til- gang í að læra, en leggur sig engu að síður fram við að læra hana til að standa sig vel, m. ö. o. til að hækka meðaleinkunn- ina. En erfiðisgildið er að sjálf- sögðu keypt fyrir þann tíma og atorku, sem ella hefði notazt til að ná betri tökum á því við- fangsefni, sem áhugi og hæfi- leikar nemandans beindust að og hefðu að öllum líkindum lagt traustari hornstein að fram tfð hans og sætt hann betur við skólann. Ég varpa nú þeirri spurningu fram, hvort meiri nauðsyn beri til að fá fóik til að einbeita sér að því, sem því þykir leiðinlegt, heldur en að veita þvf tækifæri til að ná sem lengst á þvf sviði, sem það hefur áhuga á og hæfileika til að starfa. Mér virðist það eitt höfuðverkefni skólanna sem uppeldisstofnana að örva og vekja áhuga nemandanna á lær dómi, svo.þeir geti verið batn- andi og skapandi menn, svo lengi sem þeim endist aidur og heilsa. Þetta tekst fslenzkum skólum í fæstum tilfellum, um það ber hinn almenni náms- leiði glöggt vitni. Nú kann einhver að segja sem svo, að almenna menntun verði að veita í gagnfræða- og menntaskólum. Það er vissulega ‘ rétt, en hvernig er séð fyrir því í dag? Hversu mikil al- menn menntun er fólgin í að læra latneska málfræði eða graut í fimm erlendum tungum og vera ekki sendibréfsfær nema í einni til tveim? Hversu mikil almenn menntun er fólg- in f að læra efnafræði einn vetur f upphafi menntaskóla- náms til þess eins að gleyma henni? Hversu mikil almenn menntun er fólgin f að sprikla í köðlum eða standa á haus þrjá tfma f viku eða syngja drykkju- og kvennafarsvfsur við píanóundirleik einu sinni í viku? Berum þetta svo saman við það, sem látið er ógert. Hversu mikil almenn menntun skyldi vera fólgin í að kenna sögu síðustu 20—30 ára, inn- lenda og erlenda? Hversu mik- il almenn menntun skyldi vera fólgin f að veita menntaskóla- nemum innsýn í heimspekisögu, sálfræði, siðfræði og rökfræði? Hvort mundi hagur almennrar menntunar vænkast, ef kennsla í málfræði, orðmyndunarfræði, beygingafræði og málsögn minnkaði, en þess í stað eitt- hvað lesið í íslenzkum samtírr a- bókmenntum? ,,/^eip hans um réttarsalina er ekki svaravert“, segir Guðrún S. Friðbjörnsdóttir í Vísi. Sá, sem svona talar, hefði gott af að setjast á skólabekk einn vetur eða svo. Til frekari glöggvunar skal tekið fram, að í réttarsal er fólk yfirheyrt, þ. e. a. s. spurt um hlutdeild f á- kveðnum verknaði eða vitn- eskju. 1 skóla er fólk líka yfir- heyrt, þ. e. a. s. spurt um, hvað það kunni f ákveðnu fagi, sem áður hefur verið lært heima. Slík réttarhöld eru höfuðregla f íslenzkum skólum, að vísu eru til allmargar heiðarlegar undan- tekningar, en þær eru mjög ein- staklingsbundnar. Allir, sem til þekkja, vita, að f skóla fara menn til að láta hiýða sér yfir, ekki til að læra, það á að gera heima. Enda þótt yfirheyrsla og heimalærdómur sé hvorttveggja nauðsynlegir þættir kennslunn- ar, þá fer þvf fjarri, að þeir ættu að vera eða þurfi að vera einráðir, því hvaða erindi ætti fólk þá í skóla? Vissulega er rétt hjá Guð- rúnu, að ekki er hægt að draga hreina Iínu milli unglings- og fullþroska manns. (Hvenær verða menn annars fuilþroska?). Samt er það svo, að þjóðfélag- ið gerir það og má reyndar til. 1 dag er markið sett við 21 árs aldur. Mín skoðun er sú, að það mark sé of hátt. Svo merki- legt sem það er, þá ræður um- ' hverfið þvf, hvenær unglingar verða fullorðnir en ekki ein eða önnur lagasetning. Þeir, sem á- huga hafa á að kynna sér hvar, hvenær og hvernig fslenzkir unglingar verða fullorðnir, ættu að bregða sér í heimsókn smá- tíma í einhverja verstöðina eða aðra vinnustaði, þar sem þetta gerist. 1 leiðinni gætu þeir kynnt sér „manngildisstefnu" annaþjóðfélagsins, sem alið hef- ur af sér sjoppurnar og aðra menningarlega og móralska lág kúru, sem er höfuðeinkenni þjóðlífsins í dag og mótar að sjálfsögðu hina ungu kynslóð. ^uðrún álítur það litla náms- leiðalækningu að skipta völdum milli nemenda og kenn- ara. Nú er það svo, að völdum er raunar sjálfkrafa skipt milli þessarar aðila. Kennari hefur úrskurðarvald hvað snertir hæfni og árangur nemandans og verður að hafa vald til að halda reglu og vinnufriði í skóla stofunni rétt eins og verkstjóri á vinnustað. Hitt hefur svo nem andinn á sínu valdi, hvort hann lærir eða lærir ekki. Einmitt þetta vald verður hann að finna og skilja. Ég hélt, að það væri úrelt aðferð að berja menn til bókar, en það er hægt að vera því sjónarmiði trúr, þótt reglu- stiku og vönd vanti og hönd- um sé smeygt f vasana. Nám byggist á samvinnu þess, sem kennir og hins, er nemur. Þvi betur, sem báðir aðilar gera sér það ljóst, því betri árangur, þvf hollara hugarfar. Svo vildi ég að endingu ráð- leggja Ólafi T. að athuga vand- lega, hvað kalla má froðuhjóms- orð og hvað ekki, áður en hann skrifar f blöð næst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.