Vísir - 23.08.1963, Side 9

Vísir - 23.08.1963, Side 9
V1SIR . Föstudaginn 23. ágúst 1963. * Jndó-Kína dregur enn að sér athygli umheimsins. Inn.an- landsstyrjöld hefur geisað þar nær óslitið frá lokum heims- styrjaldarinnar. Árið 1054 var samið þar vopnahlé og landinu skipt upp milli kommúnista og andkommúnista í Norður- og Suður-Vietnam. En stríðið hélt áfr.am eftir sem áður, kommún- istamir sem réðu ríldum í norðurhluta Iandsins hafa bæði fengið vopn og stríðsanda frá Peking og haldið áfram ár eftir ár að læða skæruliðaflokkum sínum gegnum frumskóga og fjöll til að halda uppi hemaði f suðurhluta landsins. Um tíma höfðu þeir mikinn hluta landsins á sínu valdi, en ástandið hefur Hinn sterki maður Suður-Vietenam, Ngo Dinh Diem, f hópi hermanma sinna. CÖTUM SAICOH þó lagazt verulega á síðustu tveimur árum og valda þvf bæði breytingar, sem gerðar hafa verið í þjóðfélagsháttum f sveit- unum og ný hernaðartækni, þyr- ilvængjur hafa reynzt mikilvirkt og óvænt vopn í skæruliða- hernaði. □ j Suður-Vietnam hefur ríkt harður og einbeittur maður að nafni Ngo Dinh Diem. Hefur hann haldið stjórn uppi með stálaga og einræði. Enginn get- ur að vísu ætlazt til þess, f landi sem er jafn hrjáð af styrj- öldum og Suður-Vietnam, að þar sé komið snögglega á fót fullkominni lýðræðislegri stjórn á vestrænan mælikvarða. Samt hefur Ngo Diem oft þótt ganga furðu langt í einræðishneigð sinni og valdníðslu. Hafa hinir bandarísku ráðunautar hans stöðugt verið að krefjast þess af honum, að hann lagfæri stjórnarfarið, en ekki hafa þeir treyst sér til að styðja neinn annan til valda gegn honum. Ngo Diem er hinn sterki mað- ur Suður-Vietnam og það hefur komið í ljós, að ekki hefur reynzt auðvelt að steypa honum frá völdum. Hafa herforingja- hópar þó gert tilraunir til þess, en orðið að lúta í lægra haldi fyrir krafti hans og stálvilja. Eitt sinn höfðu uppreisnar- flokkar m. a. umkringt höll hans og höfðu þar ofurefli liðs, en hann stjómaði sjálfur vörn líf- varðar síns og hélt það út, þar til liðsauki hafði borizt. Ngo Diem getur vart talizt bandarískur leggur. Þó hann njóti mikillar hernaðaraðstoðar frá Bandaríkjunum, hefur hann jafnan farið sínu fram og bar- izt gegn íhlutun hinna banda- rlsku ráðunauta. □ IJrann hefur verið sakaður um að halda uppi fjölskyldu- ríki, hann hafi skipað bræður sína og frændur í æðstu emb- ætti og sagt er að mikil fjár- málaspilling sé meðal þessa hóps. Fjölskyldumeðlimir fái hjá honum einkaleyfi og einka- rétt til verzlunar og atvinnu- rekstrar á ýmsum sviðum og maki krókinn. Ngo Diem og hin valdamikla fjölskylda hans hefur því eign- azt fjölda óvina í þessu ,litla og styrjaldarhrjáða þjóðfélagi. Þvl hafa alltaf verið nóg efni andúðar og haturs á honum og óánægjan með spillinguna hef- ur soðið undir niðri. En allar mótaðgerðir andstæðinganna hafa strandað á því, að svo virð- ist sem enginn annar finnist I landinu nógu öflugur til að halda uppi sterkri stjórn á neyðartlmum. /jlgan sem nú hefur brotizt út í Suður-Vietnam er fyrst og fremst trúmáladeila, en slð- an blandast önnur sundrungar- efni saman við þær, allir and- stæðingar Diems fylkja sér nú saman til að reyna að steypa honum. þólskra sé hlutfallslega miklu meiri, enda kvarta þeir yfir því að kaþólsku kirkjunni sé gefið tækifæri til að sækja stöðugt á með starfsemi sinni I skólum og sjúkrabúsum. Sem dæmi um sérstöðu hins kristna safnaðar nefna þeir, að bróðir forsætisráðherrans Ngo Dinh Huc, sem er erkibiskup kaþólskra.manna I landinu með aðsefur í. borginni IIué;. hafi fengið einkaleyfi til. að flytja inn allar kennslubækur til landsins. Af þessu hafi hann fengið mikinn gróða auk þess sem þetta hafi jafngilt ritskoð- un, aðeins bækur með kaþólsk- um sjónarmiðum hafi fengið inngöngu I landið. Þá segja þeir að sveitum hersins hafi oft ver- ið skipað að vinna að viðar- höggi og byggingastörfum fyrir kaþólska söfnuðinn. Segja þeir að forréttindi ka- hópnum miskunnarlaust með vélbyssuskothríð. Er talið að um tíu manns hafi látið líifð og nokkrir tugir særzt. Ckömmu eftir þennan atburð sendu Búddhamunkarnir kröfur til stjórnarinnar um trú- arbragðafrelsi og hófu svokall- aða bænabaráttu fyrir þvl að stj'ófnih ' sámþykkti þær. En tíminn leið og við mánaðamótin hafði ekkert enn heyrzt frá stjórninni. Þá hófu munkarnir hungurverkfall og ólgan í land- inu fór stórum vaxandi við það. Ngo Diem svaraði með því að senda til Hué herforingja sem alræmdur var fyrir hörku. Þann 3. júní efndu Búddha- trúarmenn I Hué til mótmæla- göngu. Ætluðu þeir að ganga til aðalbænhússins, en voru stöðvaðir af herliði. Hefur Ngo Diem og fjölskylda hans eru kaþólskrar trúar. Er það ár- angur hins franska kristniboðs I Indó-Kína, að um 10 prósent íbúanna eða um iy2 milljón ját- ar kaþólska trú meðan yfir- gnæfandi meirihluti eða um 70 prósent er Búddhatrúar. Það er mjög óalgengt að Búddhatrúarmenn standi I trú- máladeilum. Trú þeirra er mjög umburðarlynd og hefur víða blandazt heimspekikenningum og öðrum trúarbrögðum. En Búddhatrúarmennirnir í Viet- nam segja, að hér hafi nú ver- ið svo langt gengið I misrétti og ofsóknum gegn þeim, að þeir hafi ekki lengur getað setið hjá. □ Ctjórnin hefur styrkt kaþólsku kirkjuna með margskonar hætti, veitt henni fé til bygg- ingar kirkna og skóla. Að vísu hafa Búddhatrúarmenn einnig fengið miklar fjárveitingar til að endurbæta bænhús sín, en halda þvl fram að hlutur ka- þólska safnaðarins I landinu hafi gengið svo langt, að allur almenningur, sem annars skipt- ir sér ekki mikið af trúmálum hafi ekki getað þolað þetta lengur og hafi risið upp að baki Búddhaprestanna til að mót- mæla hróplegu ranglæti. □ Jjannig fór ólgan meðal Búddhatrúarmanna vaxandi I landinu þar til það gerðist að til átaka kom I borginni Hué þann 8. maí s.l. Eftir það log- aði upp úr. 8. maí er talinn fæðingar- dagur Búddha og er helgi dags- ins meðal Búddhatrúarmanna því sambærileg við helgi jól- anna hjá kristnum mönnum. Stjórnarvöldin bönnuðu fjölda samkomur á þessum degi vegna þess að þau óttuðust ólguna meðal fólksins. Þrátt fyrir það söfnuðust nokkrar þúsundir manna fyrir framan aðalhof borgarinnar. En skömmu síðar komu brynvarðar bifreiðir stjórnarinnar þar að og dreifðu því verið haldið fram, að herliðið hafi beitt eitur- gasi gegn hópgöngunni, en aðr- ir halda því fram að það hafi verið táragas. Evrópskur Iækn- ir, sem starfaði í borginni, en hefur síðan flutt úr landi, stað- hæfir, að þetta hafi verið eitur- gas, sem olli sárum á mönnum og kveðst hann sjálfur hafa meðhöndlað sárin. YFIRL ÝSING Þar sem vissir aðilar hafa ánægju af þvl að búa til sögur, vegna bifreiðaslyss, sem mjólk ureftirlitsmaður rlkisins lenti 1, þykir rétt að upplýsa það rétta I málinu 1. Þann 15. júní s.I. var keyrt á bifreið Mjólkureftirlits ríkisins R-6996, Chervrolet-station, ár- gerð 1955, á Rangárvöllum, skammt frá Hellu. eyði- 2. Bifreið eftirlitsins lagðist I árekstrinum. 3. Mjólkureftirlitsmaður rikis ins keyrði ekki bifreiðina, en sat I framsæti hennar. 4. Mjólkureftirlitsmaður rlkis ins var um 3 vikur á sjúkrahúsi, vegna áverka, sem hann hlaut 1 bifreiðaslysinu. Reykjavik, 22. ágúst 1963 Mjólkureftirlit rikisins jþetta miskunnarleysi stjóm- arvaldanna æsti fólkið enn upp og I anda þessara einkenni- legu trúarbragða var nú tekin upp mjög óvenjuleg baráttuað- ferð. Búddha-munkar fóm að brenna sig lifandi á götum úti til að mótmæla ofbeldi stjórn- arinnar. Sá fyrsti framdi sjálfs- morð með þessum hætti þann 11. maí, hann tók benzínbrúsa, híellti yfir sig og kveikti f, sfðan hafa fimm munkar farið þessa sömu leið. Það er hörmu- legt að heyra fréttir af þessum eldstólpum á strætum Saigon og má rétt Imynda sér hvflík áhrif þetta hefur í landinu. Hvaðnæva úr heiminum ber- ast nú áskoranir til Ngo Diems forsætisráðherra og létta mis- rétti og hætta ofsóknum gegn Búddha-trúnni. Meira að segja sjálfur páfinn, Páll 6. hefur skrifað honum bréf og sagt honum að kaþólska kirkjan vilji ekki útbreiða kristni með slíkum aðferðum. En svo virðist sem hinn harðskeytti Ngo Diem taki engum fortölum. Hann er kominn svo langt á þessarri ó- happabraut, að hann virðist álíta að engar sættir séu mögulegar, ef hann gefi eftir, muni hann falla. Og síðustu fréttir herma að hann hafi nú gripið til ör- þrifaráða, sent hersveitir inn í hof Búddhatrúarmanna og fang- elsað og handtekið munkana. Ríkir nú algert hernaðarástand I landinu ekki vegna styrjaldar við kommúnista, heldur við Búddhatrúarpresta og spá marg- ir þvl, að þetta verði banabiti Ngo Diems. Þ. Th.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.