Vísir - 31.08.1963, Page 4

Vísir - 31.08.1963, Page 4
4 V 1 S IR . Laugardagur 31. ágúst 1963. t I Svífðu seglum þöndum Seglbátar eru mjög sjaldséðir við strendur íslands, og hafa verið fáir sfðan afar okkar reru til fiskjar í gamla daga. Þeir háðu marga hildi við Ægi gamla, og báru furðanlega oft sigur af hólmi. Fáir myndu nú til dags hætta sér Ut á opið haf á litlum seglbáti, en það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að nota þá. Það er ekki nauðsynlegt að hafa neina sérstaka sjómennsku kunnáttu til þess að stjórna bát, sem Iíður mjUklega um spegil- slétt sund, og það er nóg til af slíkum sundum. Skipstjórinn á fleyinu hér á myndinni er íslendingum kunn- ur fyrir annað en sjómennsku, hann er MagnUs Blöndal Jó- hannsson tónskáld. Aðspurður kvaðst MagnUs ekki hafa lært að sigla fyrr en hann fékk sér þennan bát. Það hefði hann gert í sumar, og væri nú bUinn að fá ofurást á íþróttinni. Síðan 1957 hefur MagnUs stundað svifflug, og má því segja að hann sé nokkuð háður loft- straumunum. Byrjað er að flytja inn báta eins og þann sem MagnUs á, og eru þeir frá Nor- egi. Þeir eru Ur trefjaplasti, og vegur skrokkurinn um 70 kg. Lengd er 11 fet. Áhöfnin getur mest verið 4 menn, en bezt siglir hann með einn eða tvo innanborðs. Á bátn um eru tveir fallkilir sinn á hvorri hlið, og eiga þeir að gera hann stöðugan. Með þvf að taka af mastur, stýri og ef óskað er hvalbakinn, er hægt að breyta fleytunni í mótorbát. Bátar þess ir munu kosta um 31.000 krón- ur. (Ljósm. Vísis B. G.) Vilja lengri höf- undarréttarvernd Islenzkir höfundar og höfundar- rétthafar hafa skorað á ríkisstjórn- ina að leggja til við Alþingi að vemdartími höfundarréttar „verði framlengdur úr fimmtíu árum eftir lát höfundar u. p f svo mörg ár, sem þurfa þyldr til þess að böm höfundanna megi meðan þau lifa hafa full umráð yfir verkum for- eldra sinna og nái að vemda verkin gegn allrj misnotkun." Áskorun þessi er komin fram í sambandi við það að ríkisstjórnin hefur haft f undirbúningi frumvarp að nýjum höfundalögum og mun dr. juris. Þórður EyjóJfsson, hæsta- réttardómari, hafa verið að vinna að þessu verki. Greinargerð um nauðsyn höfundarréttarverndar meðan höfundur og böm þeirra lifa, fylgdi áskoruninni, sem var undir- rituð af ýmsum forystumönnum ís- lenzkra listamanna. í greinargerðinni er talið nauð- synlegt að lengja verndartímann úr fimmtíu árum eftir lát höfundar upp í 80 ár eftir lát hans. Hvað erlenda höfunda snertir mundi verndun á verkum þeirra hérlendis ekki ná yfir lengri tíma en í gildi er í heimalandi þeirra. Ákvæði, sem um ræðir myndu því engin áhrif hafa á hagsmuni þeirra hérlendis. Þetta er álit dr. juris. Þórðar Eyj- ólfssonar, og Sigurðar Reynis Pét- urssonar, hæstaréttarlögmanns. í greinargerðinni eru nefnd þau sjö Iönd, sem hafa Iengt verndar- tímann úr 50 árum, Noregur, Frakk Iand, Spánn, Portúgal, ítalfa, Aust- urrfki og Brazilía. SAMVI N NUBANKINN hefur í dag starfsemi sína í Bankastræti 7. Bankinn er stofnaður samkvæmt heimild í iögum nr. 46, 21. aprfl 1963 og tekur við allri starfsemi Samvinnusparisjóðsins, réttindum hans og skyldum. Bankinn annast öl! innlend bankaviðskipti og greiðir vður hæstu vexti af sparifé yðar, eins og þeir eru á hverjum tíma- Afgreiðslutími bankans er alla virka dage ?—4 og 6—7 fyrir sparisjóðs- og hlaupareiknings- viðskipti, laugardaga kl. 10-12,30. Samvinnubanki íslands Bankastræti 7 . Sími 20 700

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.