Vísir - 31.08.1963, Qupperneq 15
VlSIR . Latígardagur 31. ágúst 1963.
75
Peggy Gaddis:
Kvenlæknirinn
— En ég hefi skipulagt allt svo
hún geti orðið hamingju aðnjót-
andi í lífinu, svaraði Isabel Carling
og bandaði frá sér með demants-
skreyttri hendi, eins og hún vildi
bægja frá öllu, er gæti hindrað
framkvæmd áforma hennar. Ég ætl-
aði að senda hana í frægan fram-
haldsskóla, halda dansleik, til þess
að hún gæti kynnzt, ungum, efni-
legum mönnum af góðum ættum
og stuðlað þannig að þvi, að hún
yrði vel gift —
— Skrauthýsi á Palm Beach,
sumarheimili í Maine, skemmti-
snekkja — eftirsóknarvert í margra
augum, ef til vill enn í dag —
og þó meira á liðnum tíma en nú,
er ný viðhorf og ný viðfangsefni
eru komin til sögunnar. Við erum
að hressa upp á þjóðlífsbygging-
una, frú Carling, vinna að umbót-
um á sviðj félagsmála og menning-
ar, og ungmenni landsins eru þar
að gera sitt, og ungmenni eins og
Jimmy og Louella fá þar sitt hlut-
verk að vinna. Afi minn sagði eitt
sinn, að lífið væri gjöf foreldranna
til barnanna, en foreldrarnir hefðu
engan rétt til að reyna að taka þá
gjöf og endurmóta hana eftir sínu
höfði, sínum hugmyndum. Ung-
menni þurfa leiðbeininga, víst er
um það, en það er þeirra eigið líf,
þeirra eigin framtíð, sem um er að
ræða, og þau verða að fá að móta
hana sjálf, læra af mistökum, þrosk
ast við það. Foreldrarnir gefa börn-
unum lífið, en þau geta ekki lifað
þvf fyrir þau. Og þér, frú Carling,
vafalaust elskið þér dóttur yðar?
— Hvernig þé spyrjið, sagði frú
Garling og hnykkti til höfðinu, ég
dái hana, tilbið hana!
— Hvers vegna lofið þér henni
þá ekki að Ieita sinnar eigin ham-
ingju —
- Og með því eigið þér við, að
hún eigi að varpa framtíðarham-
ingju sinni fyrir borð vegna þessa ..
— Með því á ég við, greip Mere-
dith fram í, að þér talið við dóttur
yðar í einlægni og af skilningi, reyn
ið að skilja hana — en reynið ekki
að knýja hana til þess að gera
allt eins og þér hafið — skipulagt.
Frú Carling sat andartak graf-
kyrr og þögul. Ef til vill voru hugs
anir hennar mjög á reiki - vafi
vaknaður í huga hennar, að hún
hefði gert það, sem rétt var, — að
minnsta kosti kom ekki orð yfir
hennar varir, og svo stóð hún upp
allt í einu og gekk út, án þess að
segja neitt frekar.
Meredith horfði á eftir henni,
ypptj öxlum og andvarpaði því að
hún gerði sér ekki von um, að
orð hennar hefðu haft nokkur á-
hrif. Það var komið hádegi og Mere
dith hlakkaði til að komast heim.
Rosealie lá í hengikojunni, þegar
hún kom og horfði á hana alvar-
leg á svip:
— Þú gengur þér til húðar, sagði
hún og ég ligg hér í leti — dauð-
leiðist.
Hún reis á fætur, stakk hendinni
undir handlegg hennar, og er þær
gengu inn, sagði hún:
— Hvað er næst?
— Sjúkravitjanir eftir hádegi —
Kannski þú komir með mér?
— Og hvað get ég gert, þerrað
svita af enni og vöngum sjúklinga
þinna og brosað blítt, Nei, þakka
þér fyrir.
— Jæja, ef þess þyrfti með að
þerra svita og kæla heitt enni og
vanga þá gæti frú Cooper annast
það, en líklega vildi hann heldur,
að þú sætir hjá sér og héldir í
hendina á honum.
t- Og hvér er sjúklingurinn, má
ég spyrja? sagði Rosalié híssa, en
grunsemdar kenndi I röddinni.
— Nú, ég ætla að líta inn á
heimili herra Hugh Prathers og
sjá hvernig sjúklingunum líður —
Frazier lækni.
— Er hann sjúklingur?, spurði
Rosalie.
— Kannski of mikið sagt, en
hann er hér til þess að safna kröft
um, ná fullri heilsu eftir veikindi.
Ég vona, að hægt sé að fella
læknisúrskurð um það innan tíðar,
en svo getur það líka tekið miklu
lengri tíma — tíu ár.
— Hljómar næstum eins og dóm
ur upp á lífstíð, sagði Rosalie og
fitjaði upp á nefið.
— Ef gert er ráð fyrir þvi versta
— ég vona þó, að hann verði vinnu
fær eftir 6 — 8 mánuði, gæti jafn-
vel byrjað fyrr að vera til aðstoðar,
— allt miðað við það, að hann fari
vel með sig og brjótj engar reglur.
— Jæja þó ég sé harðbrjósta
get ég ekki annað en haft samúð
með honum — þetta er nú indælis
piltur, finnst þér ekki?
— Mjög aðlaðandi, sagði Mere-
dith og beið eftir að Rosalie segði
eitthvað um hann.
— Kannskj ég fari með þér og
tefli korta við hann meðan þú vitj-
ar um hina sjúklingana.
Meredith var því fegin, að Rosa-
lie ákvað að koma, því að hún
hugði að Frazier kynni að leiðast
iðjuleysið — en Hugh var öllum
stundum á skömmtunarskrifstof-
unni á daginn. Rosalie mundi koma
honum í gott skap.
Þær höfðu ekki lokið hádegis-
verði, er síminn hringdi. Meredith
var beðin að koma í skyndi til
konu Henry Jordans, sem var mjög
lasin.
— Ég set þig af við hliðið á
húsi Hughs og kem svo í bakaleið
inni og lít inn til Fraziers.
— Fyrirtak, sagði Rosalie hressi-
lega.
En það var farið að skyggja,
þegar Meredith gat efnt loforð
sitt, og þegar hún sveigði inn að
húsi Hugh Parthers heyrði hún
hlátur. Þau sátu við borð fyrir ut-
an húsið Rosalie, Hugh og Frazier,
að tedrykkju, — það var víst Rosa
lie, sem hafði komið þeim í gott
skap. Meredith þóttist sjá það á
svip hennar, að hún hafði verið að
segja frá einhverju skemmtilegu at-
viki, og eins og að vanda var það
leikur fyrir hana að halda athygli
karlmannanna. Á diski Fraziers
voru hinar frægu, þykku pönnu-
kökur og smákökur frú Coopers,
og mjólkurglas stóð við disk hans.
Honum var sýnilega enn betur
skemmt en Hugh af frásögn Rosa-
lie, þvi að hann varð ekki komu
Meredith eins fljótt var og Hugh,
sem hafði hverja klukkustundina
af annarri verið að hlusta eftir
bílnum hennar annað veifið, og hún
var ekki fyrr stigin út úr bílnum,
er hann . var, sprottinn á fætur og
kominn til hennar.
— Sæl elskan mín, það er gott
að Frazier er hér, þvl I þvl felst
trygging fyrir, að þú komir hér við
og við. Annars, bætti hann við
lægra, kann ég því ágætlega að
hafa hann hér, þvl að hann er
ágætis náungi.
Rosalie og Frazier litu nú upp
og Meredith var und:r eins komin
I sama sólarskapið og þau, hún
gat afþreytzt og notið þess að vera
með þeim og gleymt skyldustörf-
unum smástund, og Hugh þurfti
ekki að ganga mikið á eftir henni
til þess að neyta kvöldverðar með
þeim, en hann varð að lofa henni
að hringja heim, svo að henni yrði
gert aðvart, ef eitthvert kall kæmi.
— Það er víst ekki heiðarlegt,
að gleyma að hringja til Jennie,
sagði Hugh, — nei — vertu ekki
smeyk — ég hringi, fiýtti hann
sér að bæta við, en honum til
undrunar kom ekkert sjúkrakall
þetta kvöldið, svo að þau gátu ver-
ið saman allt kvöldið, sem var I
alla staði hið ánægjulegasta.
Klukkan var farin að ganga ell-
efu, er þær óku heim, Meredith og
Rosalie, og mösuðu saman um hve
allt hefði verið ánægjulegt , og
Meredith hugsaði um það þakklát-
um huga, að hafa átt heilt kvöld
alveg áhyggjulaus og getað gleymt
því, að hún hafði lengi unnið of
mikið og haft lítinn svefn marga
nóttina.
— Ertu ánægð með hvernig
Frazier fer fram? spurði Rosalic
er þær voru komnar heim. Hann
virðist vera að braggast.
— Ég held nú það, sagði Mere-
dith glaðlega. Hann hefur þyngzt
um tvö pund og er mjög að bragg-
ast, og það sem bezt er, hann er
kátur og bjartsýnn.
— Það er annars einkennilegt,
sagði Rosalie eftir nokkra umhugs-
un, hvernig fer stundum I þessu
blessaða lifi. Hann er ungur og
framgjarn, ágætis piltur ,stundar
sitt nám af kostgæfni, lýkur lækn-
isprófi og hlakkar til að geta lækn-
að aðra, en veikist — meðan alls
konar lýður, sem ekkert gagn er
I, sp.gsporar um við beztu heilsu,
— hvers vegna þarf þetta að vera
svona, Merry?
— Ég vildi, að ég vissi það,
Rosie, svaraði Meredith. Hún hafði
svo oft, síðan er hún tók við af
Jónatan, spurt: Hvers vegna? Og
það var sjaldnast neitt svar að
finna. Og hún ályktaði að tilgangs-
laust væri að reyna að svara, betra
að verja kröftunum við störfin, ein-
beita huganum að þeim, I stað þess
að reyna að svara svona spurning-
um.
Þegar Meredith var komin upp
I beindist hugur hennar mjög að
Ronalie. Hún ól sannast að segja
áhyggjur varðandi hana, en lét það
ekki uppi við hana, því að Rosalic
myndi hafa mislíkað það. Hún var
sjálfstæð, fór sínar götur. Vildi
engin afskipti annarra. Og kannski
var það engin furða, þótt hún
SSílSSffrhS
vansæl — hafði aldrei .^erið söm
eftir andlát Tims Abernethys, því
að enn eimdi eftir af sektartilfinn-
ingunni I huga hennar. Það var
sárt til þess að hugsa, að eigin-
girni og tillitsleysi skyldi verða að
leiða til þess, að piltur eins og
Tim Abemethy beið bana. Meredith
sá hann enn fyrir hugskotsaugum
sfnum eins og hún hafði séð hann
I hinu ógleymanlega vorkvöldi fyr-
ir næstum ári, þegar hann kom til
þess að fara með Rosalie á dans-
leik. Hann var hár, ljós yfirlitum
bláeygur, ljós á hár, sólbrenndur,
klæddur einkennisbúningi lautin-
ants I flugherum.
Bækistöð hans var I Fallhlífa-
skólanum I fjöllunum nálægt Riv-
er Gap. Tim varð ástfanginn I
Rosalie. Það gat ekki duliz nein-
um. Meredith var ekki I vafa um,
að um djúpa, heita ást var að
ræða af hans hálfu, og Rosalie
beitti töfrum sínum. til að glæða
eldinn I huga hans, vel vitandi
hvert vald hún hafði yfir honum.
Hann hafði komið snemma, til þess
að segja henni, að hann hefði
fengið tilkynningu um að gegna
skyldustarfa um nóttina og gæti því
ekki farið með hana á dansleikinn.
T
A
R
Z
A
i
ICILL THEW, CHIEF GAKIA.1 THEIK \
CAK! 5E EEASE7 FROW.THE TEIBE J
0K7EE THEtt TEIE7— UKIFEK.
CIVILIZE7 LAW'
LET THEA\ BE TEIE7
AKI7 SEKITEKICE7 IKI
WOABUZZI—IKI A
COUET OF LAWÍ
Dreptu þá ekki Gana segir
Tarzan. Það er hægt að þurrka
þennan smánarblett af ættbálkn-
um með því að láta dæma þá í
Mobuzsi. 1 sama bili geystist
Captain Joe Wildcat inn f þorpið
ásamt mönnum sínum, og allir
með vélbyssurnar tilbúnar. —
Captain Wildcat hrópar Tarzan
undrandi, hvað ert þú að gera hér.
Skjóttu ekki. Við héldum að mann
æturnar væru búnar að kála þér
líka, svarar Wildcat, glaður við
að sjá að Tarzan er ómeiddur.
Rosalie hafði komið illa fram og
auvirðilega að áliti Meredith. Hún
sagði við hann I fússi, að ef hann
færi ekki með hana á dansleikinn
gæti hann farið sína leið, — svo
að hann hafði látið að ósk hennar,
en orðið að fara I flugferð I morg-
unsárið, svefnlaus og æstur á taug-
um — og flugvél hans hrapað og
hann beið bana.
Þetta hafði mikil áhrif á Rosalie.
Hún gerðist svo þunglynd, að
Meredith óttaðist um hana, en með
skynsamlegum fortölum hafði hún
getað haft þau áhrif á hana, að
hún reif sig upp úr þunglyndinu.
Hún fór að ráði; Meredith og fór I
verksmiðju þar sem unnið var að
styrjaldarframleiðslu, vann þar að
logsuðu fyrir ágætu kaupi — og
var nú komin heim, óeirin og ó-
ánægð — og að því er virtist til
I allt.
Meredith lá langa stund andvaka
og hugleiddi þetta allt, en loks
tókst henni að sofna.
Áttundi kapituli.
Marthy Peebles frænka átti
heima I þriðja húsj frá mylnunni I
Afdalnum. Hús hennar var gam-
all, traustur bjálkakofi með fjór-
um herbergjum. Kofinn hafði verið
byggður af Peebles nokkrum fyrir
meira en öld, en hann var með
þeim fyrstu, sem settist að þarna
I fjöllunum. Hann stundaði aðal-
lega loðdýraveiðar til þess að sjá
fyrir sístækkandi fjölskyldu sinni.
RósóL
0
Odýrcsr þykkar
drengjapeysur j
HAGKAUP
Miklatorgi
AlWV