Vísir - 05.09.1963, Page 1

Vísir - 05.09.1963, Page 1
VISIK 53. árg. — Fimmtudagur 5. sept. 1963. — 194. tbl. Ráðhústeikningar tsð verða tHbúnar Héraðslæknir slasast: 2 Reykjavíkurheknar við heknisaðgerð á Norðfirði Það slys varð í Norðfirði hjá bænum Skorrastað, í gærmorg- un að fólksbifreið lenti út af veginum og endastakkst. í henni var, auk ökumanns, Þor- steinn Ámason, héraðslæknir. Læknirinn meiddist mikið en ökumaðurinn slapp tiltölulega vel. Ekki þótti ráðlegt að fiytja lækninn með bíl í veg fyrir sjúkraflugvél á Egilsstöðum, og var þess í stað beðið um lækn- isaðstoð frá Reykjavík. Tveir Reykjavíkurlæknar, dr. Bjami Jónsson og Gunnar Guðmunds- son, flugu austur að Egilsstöð- um með flugvél frá Birni Páls- syni upp úr hádeginu í gær, þaðan óku þeir til Neskaupstað ar og framkvæmdu nauðsynlega lælcnisaðgerð á Þorsteini lækni og voru Jóm Árnason sjúkrahús læknir á Norðfirði og aðstoðar læknir hans cinnig við aðgerð- ina sem mun hafa Iánast vel. Læknirinn ,sem slasaðist, mun hafa brotnað í hálslið og fengið heilahristing. Reykjavíklæknamir komu aft ur til Reykjavíkur með Bimi Pálssyni laust fyrir hádegið í dag. Þá beið flugvél austur á Egilsstöðum frá Bimi eftir 2 sjúklingum af Vopnafirði, sem flytja átti suður. Bfoðid f dag Vísir hefur eftir ömggum heimildum að ráðhússarkitekt- ar séu að leggja síðustu hönd á uppdrætti sína af ráðhúss- byggingu við norðurenda Tjam- arinnar. Eins og kunnugt er hefur nefnd arkitekta starfað að þessu verki í samræmi við ákvörðun borgarstjórnar. Þegar þeir hafa lagt fram teikningar sínar mun málið verða tekið til yfirvegun- ar borgaryfirvalda, sem mun upp úr því taka endanlega á- kvörðun um byggingarfram- kvæmdir. Nýja kjötið að koma í verzlanir Fyrsta slátrun hjá Sláturfé- Iagi Suðurlands hófst í morgun á sauðfé frá tveim bæjum, Gufunesi I Mosfellssveit og Mjóanesi í Þing- vallasveit, samtals rúmlega 100 jfár. 1 dag verður um 60 kindur sóttar til slátrunar að Hálsi í Kjós. Þetta er fyrsta sumarslátrunin í ár, en óheimilt er að selja það fyrr Danir taka við Grænlantisfiuginu af Fiugféiagi ískmds Um næstu mánaðamót renna út samningar Dana við Flugfé- lag íslands um Grænlandsflug Flugfélagsins, sem undanfarið hefur verið staðsett f Syðra Straumfirði. Þetta leiguflug Flugfélagsins á vegum Grönlandsfly hefur að mestu verið bundið við flutn- ingaflug og að nokkru farþega- flug milli staða á Grænlandi. Þá hefur og þótt mikið öryggi í því að hafa staðsetta flugvél í Syðra Straumfirði. sem getur auðveldlega komizt yfir Græn- landsjökul fyrirvaralítið ef slys ber skyndilega að höndum, flytja varahluti og annað þess- háttar. Birgir Þórhallsson fulltrúi hjá Flugfélagi íslands tjáði Vlsi I morgun að samningar um þetta flug hafi runnið síðast út 1. júlí s. 1., en þeir voru fram að þeim tíma gerðir til eins árs í senn. Hefur það ævinlega vak- að fyrir Dönum og verið til umræðu hjá þeim að taka flugið í eigin hendur jafnskjótt og þeir hefðu möguleika til þess. Af því hafi þó ekki orðið fyrr en nú. Frá 1. júlí s. 1. hefur samn- ingunum milli Flugfélagsins og Grönlandsfly verið frestað um nokkrar vikur I senn, en frá 1. okt. telja Danir sig geta tekið flugið að sér sjálfir. Þó munu þeir verða að hafa íslenzkar á- hafnir á flugvélinni fyrst í stað og hefur vinsamleg samvinna tekizt um það við Flugfélag ís- lands. Sama flugvél verður og höfð í förum, og kaupir hana af Flugfélagi Islands. Birgir Þórhallsson sagði að enda þótt þessum samningum hafi verið sagt upp við Flugfó- lag íslands, stafaði það engan veginn af óánægju á einn eða annan hátt með flug eða þjón- ustu Flugfélagsins. Þar hafi rikt mikil ánægja af hálfu leigutaka frá upphafi. En, eins og áður er sagt, hafa Danir ekki talið það með öllu vansalaust að fela út- lendingum flug yfir eigin land- svæði og hafa um langt skeið talið það sem sjálfsagðan hlut að þeir tækju það í eigin hend- ur. Framh. á bls 5 íls. 4 Grein um Lyndon B. Johnson. — 7 ÚraþjófnaSur borgar sig ekki. — 8 Jón Leifs minnist Gunnlaugs Blöndal listmálara. — 9 Á Hveravöllum. VÍSIR fylgdist með Guðrúnu Bjamadóttur, þegar hún kom heim til sín f Njarðvíkum í gær og birtlr myndir og frásögn á 3. s/ðu en 6. september, þannig að það kemur ekki í verzlanir fyrr en n.k. föstudagsmorgun. Ekki er vitað um verð á því, þar eð Framleiðsluráð Iandbúnaðarins hefur ekki enn tek- ið ákvörðun um söluverðið. Það mun þó verða gert annaðhvort í dag eða á morgun. Næstu daga er ætlunin að slátra fé úr nærliggjandi sveitum, Mos- fellssveitinni og Kjalarnesinu. Aðeins ein undanþága hefur ver- ið gerð á sumarslátrun og sölu á nýju kindakjöti, en það var vegna Framh. á bls. 5 Þorskahítur farinn Togarinn Þorsteinn þorskabítur fór til sfldveiða frá Reykjavík í gærkvöldi. Verður farið norður fyr- ir land og leitað þar. Leiðangurs- stjóri er Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, en með honum verða að stoðarmenn frá Fiskideild Atvinnu deildar Háskólans. Einhver vand- kvæði voru við mannaráðningar i gær, erfiðleikar að fá menn, en úr því rættist. Á slysstað í Kópavogi í morgun. Brotinn staurinn og bíllinn úti f skurði. (Ljósm. Vfsis: B.G.) — stálkur slösuðast í Kópavogi í nótt Skömmu fyrir kl. 2 í nótt varð slys í sunnanverðum Kópavogs- hálsi er drukkinn ökuinaður ók á Ijósastaur, kubbaði staurinn, stórskemmdi bifreiðina og slas- aði 3 stúlkur sem I henni voru, eina svo að flytja varð hana í sjúkrahús. Atburður þessi skeði rétt við gatnamót Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Sex manna bifreið af De Soto-gerð var þar á ferð með fjóra farþega ,auk ökumanns, þrjár stúlkur og einn karlmann. Bifreiðin Ienti á Ijósastaur, út á vegbrúninni, og mun hafa ver- ið á mikilli ferð, því að staur- inn brotnaði í tvennt og lá efri hluti staursins spöl fyrir utan- veginn, þegar lögregluna bar að. Að því búnu rann bifreiðin um 20 metra vegalengd frá staum- um unz hún staðnæmdist. ■ Ökumaðurinn tók til fótanna strax að árekstrinum loknum og skildi slasaða farþega sína eftir í bílnum án þess að hirða um að leita þeim hjálpar. Fór hann Framhald i bls. 5.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.