Vísir


Vísir - 05.09.1963, Qupperneq 2

Vísir - 05.09.1963, Qupperneq 2
V í SIR . Fimmtudagur 5. sept. 1963. '~l r TTD ‘i d ©^“Tn1 jh H2L y., 7////^/////////^^//////m^z/Æ t=j—czT} , jv Þróttararnir, sem tóku þátt í ferðinni til Danmerkur. Myndin tekin á Gullfossi á heimleið. Piltamir eru með félagsfánann útbreiddan fyrir framan sig. Góð frammistaða ungra Þróttarpilta í Danmörku Þríöji flokkur úr knatt- spyrnufélaginu Þrótti er kominn heim úr ferðalagi til Danmerkur. Flokkurinn dvaldi í tvær sólríkar vik- ur í bezta yfirlæti hjá íþróttafélaginu HOLBÆK, sem Þróttur hefur náð mjög góðum samskiptum við. I gær sagði einn af fararstjórum flokksins, Sölvi Óskarsson, okkur frá ferðalaginu. „Hópurinn lagði af stað frá Reykjavík með „Drottningunni“ 19. júlí, en kom til Kaupmannahafn- ar 25. júlí, hátt á annan sólarhring eftir áætlun, enda lenti skipið í aftaka veðri á leiðinni. Flokkurinn fékk hinar prýðilegustu móttökur af hálfu Dana og piltarnir dvöldust á heimilum félagsmanna i Holbæk og lifðu í vellystingum. Við lék- um sama dag og við komum við gestgjafana, allir með sjóriðu og ekki lausir við vanlíðanina. Hol- |wj<* Danski markvörðurinn grípur inn f. Ur Ieiknum við Taarnby Green. bæk vann þennan leik 8:4. Meist- araflokkur KR lék sama kvöld á velli við hliðina og varð jafntefli, 6:6, 24 mörk á 2 tfmum! Seinna lékum við aftur við Hol- bæk og unnum þá, 3:1. Við lék- um einnig við eldri pilta úr Taarn- by Green og töpuðum 1:6, en í hálf leik var staðan 1:1, en Taarnby- piltarnir nutu vissulega stærðar- munar. í Holbæk var okkur sýnd pappírsverksmiðja mikil, sem þar Di Stefano vill hætta Di Stefano — knattspyrnusnill- ingurinn heimsfrægi, sem rænt var á dögunum af stjórnarandstæðing- um f Venezuela, hefur nú lýst því yfir, að hann vilji binda enda á feril sinn sem knattspyrnumaður. Di Stefano er enn nokkuð tauga- óstyrkur eftir ránið á dögunum, en eftír það hefur hann búið á heimili spénska ambassadorsins í Caracas, höfuðborg Venezuela. „Auðvitað vil ég standa við samn ing minn við Real Madrid, en eftir að hann rennur út, hætti ég", seg- ir hann. Di Stefano var hylltur gífurlega, er Real lék við liðið Sao Paulo Leiknum iauk 0:0, en di Stefano varð að yfirgefa völlinn í fyrri hálf leik vegna meiðsla í öðrum fætin- um. „Ég veit ekki ennþá hvort ég hef áhuga á að gerast þjálfari eftir að ég hætti, eða hvort ég flyt til Argentínu aftur og fer að stunda kvikfjárrækt“, sagði di Stefano. tffiES®'.. er og búgarður fyrir utan borgina. Einnig stunduðum við baðstrandir, fórum til Nyköbing og skoðuðum okkur um. Daginn fyrir brottför okkar var okkur haldið samsæti í ráðhúsi borgarinnar og skipzt var á gjöfum. Eftir vikudvö! í Holbæk fórum við til Söborg, sem er í nágrenni Kaupmannahafnar. — Þarna voru tveir leikir leiknir. Söborg vann fyrri leikinn, 2:0, en við hinn seinni með sömu tölu. Við notuðum dvöl- ina í Söborg til Kaupmannahafnar- ferðar, fórum í Tivoli og Dyre- havsbakken, dýragarðinn og skoð- uðum fleira markvert. Farið var heim með Gullfossi og heppnaðist sá hluti ferðarinnar ekki síður vel en annað. Þess má geta að lokum, að 3. flckkspiltar Þróttar gekk sérlega vel í Landsmótinu eftir heimkom- una, hafa ekki tapað einum ein- asta leik, og f gærkvöldi unnu þeir Vestmannaeyinga með 5:2 í æf- ingaleik, en einmitt Vestmannaey- ingar voru í úrslitum gegn Akra- nesi á sunnudaginn var, en Akra- nes vann þann leik, 3:2 og varð meistari. A STi'-r: . .......... Ágæt héraðsmót Sjálf stæðismanna nyrðra Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu var haldið á Blönduósi sfðastliðinn sunnudag. Samkomuna setti og stjórnaði síðan Pálmi Jónsson, bóndi, Akri. Dagskráin hófst með því að Gunn- ar Gísiason alþingismaður flutti ræðu. Síðan söng Guðmundur Guð jónsson óperusöngvari einsöng, undirleik annaðist Skúli Halldórs- son píanóleikari. Þá flutti Her- mann Þórarinsson hreppstjóri ræðu Þar næst söng Guðmundur Guð- jónsson nokkur lög. Að lokum var gamanþáttur, er þeir fluttu leik- ararnir Árni Tryggvason og Jón Sigurbjörnsson. Ræðumönnum og listamönnun- um var mjög vel tekið af áheyr- endum. Fjölmenni var og fór mótið mjög vel fram. Samkomunni lauk svo með dansleik. it Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Siglufirði var haldið laugardag- inn 30. ágs. s. 1. Samkomuna setti og stjómaði síðan Ólafur Ragnars son. Dagskráin hófst með því að Jónas G. Rafnar, aiþingismaður flutti ræðu. Þá söng Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, ein- söng, undirleik annaðist Skúli Halldórsson, píanóleikari. Því næst flutti Einar Ingimundarson alþingismaður ræðu, að lokinni ræðu Einars var gamanþáttur, er þeir fluttu leikararnir Árni Trygg- vason og Jón Sigurbjörnsson. Að lokum söng Guðmundur Guðjóns- son nokkur lög. Ræðumönnum og listamönnum var mjög vel tekið af áheyrend- um. Húsfylli var og fór mótið mjög vel fram. Samkomunni lauk með dansleik Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Ólafsfirði var haldið iaugardaginn 30. ágúst s.l. Samkomuna setti og stjórnaði síðan Lárus Jónsson, bæj argjaldkeri, Ólafsfirði. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar, óperusöngvara, undirleik annaðist Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari. Þá flutti Magnús Jónsson, bankastjóri ræðu. Síðan söng Sigurveig Hjaltested, óperusöngkona, einsöng. Því næst flutti Ólafur Björnsson, prófessor, ræðu. Að lokinni ræðu Ólafs sungu þau Kristinn Hallsson og Sigur- veig Hjaitested tvísöng við und- irleik Ólafs V, Albertssonar. Að Iokum flutti Brynjólfur Jóhannes- son, ieikari, gamanþátt. Ræðumönnum og listafólkinu var mjög vel tekið af áheyrendum. Mótið var fjölsótt og fór mjög vel fram. Samkomunni lauk síðan með dansleik. Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Dalvík var haldið síðastliðinn sunnudag. Samkomuna setti og stjórnaði síðan Valdimar Óskars- son, sveitarstjóri, Dalvík. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar, óperusöngvara, undirleik annaðist Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari. Því næst flutti Bjartmar Guðmundsson, al- þingismaður, ræðu. Þá söng Sigur- veig Hjaltested, óperusöngkona, einsöng. Síðan flutti Ólafur Björns- son prófessor, ræðu. Að lokinni ræðu Ólafs sungu þau Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested tvfsöng við undirleik Ólafs V. Albertssonar. — Að lokum flutti Brynjólfur Jóhannesson, leikari, gamanþátt. Ræðpmönnum og listafólkinu var mjög vel tekið af áheyrendum. — Mótið var fjölsótt og fór hið bezta fram. Samkomunni lauk síðan með dansleik. Afbmgðs síld- veiði hjá Norsk um bátum Síidveiði Norðmanna við Austur- strönd Islands hefur verið mjög góð síðustu daga. í nótt fengu margir norskir bátar fullfermi og var tilkynnt í Álasundi, að 11 fiski skip og flutningaskip væru nú á leiðinni til Noregs með bræðslu- síld, samtals um 40 þús. hekto- lítra. Sum skipin voru með yfir 5 þúsund hektólítra. Síldveiðarnar við Island eru svo góðar, að víst þykir, að þær haldi áfram fram eftir september. Drengjameistaramót Reykja- víkur hefst á Melavellinum í kvöld kl. 19. Skráðir Þátttak- endur eru 30. Keppt verður í 100, 400, 1500 m hlaupi, 110 m grindahlaupi, 4x100 m boðhl., kúluvarpi, kringlukasti, há- stökki og langstökki. 2. deilds Þróttur - Breiðablik í úrslitum á mánudag Lokið er nú kærumáli, sem spannst út af leik Þróttar og Sigl- firðinga í 2. deild á Siglufirði. Töldu Þróttarar að Siglfirðingar hefðu haft í liði sínu leikmann, sem hafði náð tilskyldum aldri til að leika í meistaraflokki. Kærðu þeir þetta til dómstólsins á Siglu- firði, sem vísaði málinu frá á þeirri forsendu, að kæran hefði borizt of seint. Þróttur áfrýjaði þeim úr- skurði til K.S.I., og var þar dæmt í málinu og urðu endalokin þau, að Þrótti var dæmdur sigurinn í leiknum. Er þá komin niðurstaða í báðum riðlum 2, deildar og hefur Þrót-tur unnið annan riðilinn og Breiðablik í Kópavogi hinn. Leika þessi félög til úrsiita n.k. mánudag á Laugar- dalsvelli kl. 8.30. Það lið, senv fer með sigur í þeim leik, tekur sæti Akureyringa í 1. deildinni næsta sumar. n-. ' -y - iLii'F lsns*2SF!«ÉB

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.