Vísir - 05.09.1963, Side 4
VÍSIR . Fimmtudagur 5. sept. 1363-
HfcíL. .33WTagigSnaKa«Bim^aranSllK!tfeieHg;'CT>.TiglBB3g«3Hng1Eia3E?ronma«BgC'
/ frjálsu landi
segir Lyndon B. Johnson, vnrnforseti Bnndnríkjanna
um sjólfan sig, en hann kemur í opinbera heimsókn til
íslands 17. þessa mónaðar
„Ég er frjáls mað-
ur, Bandaríkjamaður,
bandarískur þingmaður
og lýðræðissinni. — Ég
er einnig frjálslyndur,
íhaldsmaður, Texasbúi,
skattgreiðandi, bóndi,
verzlunarmaður, faðir
og kjósandi- Ég er ekki
jafn ungur og áður, en
ég er heldur ekki eins
gamall og ég hafði búizí
við“.
Þannig Iýsir Lyndon
B. Johnson, varaforseti
Bandarikjanna sjálfum
sér. Á honum er von
hingað til lands í opin-
bera heimsókn á næst-
uni, og því ekki úr vegi,
að gefa íslendingum
kost á að fræðast ögn
meira um þennan tigna
gest.
Johnson kemur frá Texas, eins
og hann segir sjálfur frá, með
stolti. í Texas er ekkert smátt,
landið er stórt, fólkið er stórt
Lyndon B. Johnson varaforseti Bandaríkjanna.
og það sópar af hreyfingum
þess. Og það sem meira er,
hjartað er einnig stórt.
Þegar varaforsetinn kom til
Parlsar í fyrra, rakst hann á
fátækan kamelekil, bauð honum
að heimsækja sig í Bandaríkj-
unum, og veitti honum tækifæri
til að ferðast um þvera og endi-
langa Ameríku, Johnson leysti
síðan Frakkann Ut með nýrri
bifreið og nú ekur kamelekillinn
fyrrverandi í leigubifreið og hef
ur 300 krónur i stað 80 króna í
dagkaup. Allt þetta gat John-
son látið ógert, en það sýnir vel
hug hans og innræti.
En menn verða ekki vara-
forsetar Bandarlkjanna með því
að gera góðverk, enda pólitískir
hæfileikar Johnsons ótvlræðir.
„Skipulagsmeistarinn frá Tex-
as“, hefur hann verið kallaður,
vegna óvenjulegrar stjórn-
málavizku, sem hefur leitt hann
eins langt á framabrautinni og
frekast er kostur. Löngu áður
en hann varð varaforseti, háfði
hann verið leiðandi maður I
Bandaríkjunum. Síðan 1953 hef-
ir hann verið foringi meirihluta
þingmanna, verið form. I stjórn
málanefnd Demokrata, verið for
maður I nefndum sem höfðu um
sjón með flugvélatækni og geim
flugi og ótal, ótal fleira. Hann
er maður sem hefur öðlazt
mikla og dýrmæta reynslu á
sviði löggjafar, stjórnmála og
atvinnulífs.
Lyndon Johnson er 55 ára.
Hann var I fyrstu skólakennari,
en lagði jafnframt stund á land
búnað. Þannig tókst honum að
vinna sér inn fyrir námsgjöld-
um og iauk hann prófi frá Texas
State Teachers Coliege 1930.
Hann kenndi I tvö ár, en stjórn
málaáhuginn náði yfirtökunum
og Johnson hélt til Washington
ákveðinn I þvi að gerast stjórn
málamaður. Þar varð hann full-
trúi I einu ráðuneytanna.
Franklin D. Roosevelt kom
fljótt auga á þennan metorða-
gjarna og áhugasama Texas-
kennara, sem jafnan vann 18
tíma á sólarhring. Sá dugnaður
varð ekki stöðvaður fyrr en
1955 — með snert af hjarta-
slagi. Héldu þá margir, að starfs
ferli hans væri lokið, en svo
var þó ekki, og enn I dag er
starfsdagur Johnson’s oft á tíð-
um 15—18 tímar. Roosevelt fól
Johnson snemma ýmis verkefni
og Johnson reyndist þeim vax-
inn, þvl hann leysti þau öll
vel af hendi.
1937 sló hann fyrst I gegn 1
bandarískum stjórnmálum. —
Hann bauð sig fram I Texas
og vann þar glæsilegri kosn-
ingasigur en sögur höfðu farið
af.
Aðeins nokkrum klukkustund
Johnso-n 1 „Texasbúningi“ sínum, en varaforsetinn er fæddur
Texasbúi og þingmaður þess fyikis.
um eftir að hann greiddi þvi
atkvæði að Þýzkalandi og Japan
skyldi sagt stríð á hendur árið
1941, var Johnson kominn I ein
kennisbúning sinn, fyrsti þing-
fulltrúinn, sem skráður var í
herinn. Hann var framúrskar-
andi hermaður og hlaut silfur-
stjörnuna fyrir hreysti 1 flugleið
angri yfir Nýju Guineu.
Johnson kvæntist konu sinni
Claudia Taylor, sem þekkt er
undir nafninu „Lady Bird“ og
eiga þau tvær dætur. Frú John-
son erfði eftir föður sinn, all
mikið fé, og keyptu þau hjón
in fyrir þá peninga útvarpstöð
og síðar sjónvarpstöð, Johnson
notaði þessar stöðvar I kosning?
baráttu sinni.
ISI
Lyndon Johnson lítur út eins
og sannur Texasbúi. Hann er
rúmlega sex fet á hæð, þétt-
vaxinn og sterklegur, með skörp
augu og ber Texashatt sem fer
vel á hans gráhærða höfði.
Hann talar ætíð hreinskilnis-
lega, segir meiningu sína, og
kemur oft ónotalega á óvart
meðal diplómatanna, með hisp
ursleysi sínu. Hann er maður
blátt áfram en samt sem áður
persónuleiki, sem tekið er eftir.
HSI
Híngað kemur varaforsetinn
16. september. Hann kemur á-
samt konu sinni, dóttur og öðru
fylgdarliði. Af dagskránni, sem
út hefur verið gefin, má sjá að
Johnson hyggst ekki sitja hér
auðum höndum. Utanríkisráð-
hennar Guðmundur 1. Guð-
mundsson og kona hans taka á
móti gestunum á Keflavíkur-
flugvelli og fylgja þeim til Bessa
staða 1 heimsókn til forseta ís-
lands. Síðan heimsækir vara-
forsetinn rlkisstjórnina 1 Stjórn
arráðshúsinu.
Eftir hádegi verður Reykja-
vík skoðuð og um eftirmiðdag-
inn fer Johnson til Þingvalla.
Kl. 17.15 heldur varaforsetinn
ræðu I Háskólabíó. Forseti Is-
lands býður til hádegisverðar i
Hótel Sögu til heiðurs varafor-
seta Bandaríkjanna og forsætis-
ráðherra Ólafur Thors heldur
kvöldverðarboð að Hótel Borg.
Gestirnir búa að Hótel Sögu
og fara frá Reykjavik að morgni
þriðjudagsins 17. september.
BKSBBBHHi