Vísir


Vísir - 05.09.1963, Qupperneq 7

Vísir - 05.09.1963, Qupperneq 7
VlSIR . Fimmtudagur 5. sept. 1963 7 Ég skil ekki hvað þjófar eru sólgnir í að stela úrum sagði Vilhelm Norðfjörð stórlcaupmað ur í stuttu viðtali við Vísi fyrir skemmstu. Þjófarnir athuga það ekki að í flestum tilfellum hengja þeir snöru um eigin háls um Ieið og þeir stela úri. Það var í tilefni af því að rannsóknarlögreglunni í Reykja- vík hafði með fárra daga milli- bili tekizt að upplýsa tvo mestu úraþjófnaði sem til þessa hafa verið framdir á íslandi, að Vísir sneri sér til Vilhelms Norðfjörðs stórkaupmanns, en hann er aðal eigandi annars fyrirtækisins, sem brotizt var inn hjá. Vísir langaði að vita hvað úrakaup- mennirnir sjálfir hafa til mál- anna að leggja. — Er meiri vandkvæðum bundið að stela úrum heldur en öðrum verðmætum? — Vissuiega. Það stafar ein- kum af því að undir venjuleg- um kringumstæðum er erfitt fyrir þjófinn að hagnýta sér úr nema þá til eigin nota. Sölu- möguleikar fyrir hann á úrum eru mjög tæpir. — Hvers vegna? —- Vegna þess að öll úr sem til landsins flytjast eru skrásett hjá útsölunum. Á öllum dýrari úrum er hlaupandi númer, en venja er að úrasalarnir auð- kenni hin, þannig að ef stolið úr kemur einhversstaðar fram getur eigandinn sannað eignar- rétt sinn á því á óyggjandi hátt. Og sem dæmi um það hve erfitt það er fyrir úraþjófa að koma úrunum í verð skal á það bent, að um það bil einni klst. afgreiðslumaðurinn skrifað upp öll númer á hinum stolnu úrum, ásamt nöfnum á hverju einu þeirra og lýsingu. Afrit af þess ari skrá var afhent öllum úr- smiðum borgarinnar svo til sam stundis, þannig að um leið og eitthvert hinna stolnu úra kæmi þangað til viðgerðar, eða yrði boðið til sölu, myndi viðkom- andi úrsmiður á augabragði sjá að úrið .væri stolið og um leið hvaðan þvf hefði verið stolið. — Hafa úraþjófnaðir verið upplýstir á þennan hátt? — Iðulega, en stundum þó ekki fyrr en mörgum árum seinna en þjófnaðurinn var fram inn. Fyrir mörgum árum var innbrot framið í úra- og skart- Vilhelm Norðfjörð stórkaupm. gripaverzlun Jóhannesar Norð- fjörð h.f. sem þá var til húsa í Pósthússtræti, og stolið þáðan úrum fyrir um 50 þúsund krón- ur, sem var mikið verðmæti I ið í innbrotinu í Pósthússtræti, heldur úr sem stolið hafði verið í úrsmíðavinnustofu Björns og Ingvars hér í borg. Samt sem áður leiddi þetta til handtöku þjófsins sem framið hafði inn- brotið í Pósthússtræti. Annað dæmi get ég nefnt. Það er ekki ýkja langt síðan að ég frétti af tilviljun af Alpina- úri, sem selt hafði verið hér í borg. Þar sem fyrirtæki mitt hefur haft umboð fyrir Alpina úr um 25 ára skeið, fannst mér þetta undarlegt og skrifaði verk smiðjunni til að vita hverju þetta sætti, hvort annað um- boð hefði verið sett á laggimar í Reykjavík án þess að ég vissi, eða hvort orsakanna væri ann- arsstaðar að leita. Með því að fá uppgefið núm- er á viðkomandi úri og senda upplýsingar um það til verk- smiðjunnar kom í ljós að úrinu hafði verið stolið £ stórinnbroti í Kaupmannahöfn nokkru áður. Málið var fengið íslenzku lög- reglunni í hendur og hafði hún upp á manninum sem selt hafði úrið í Reykjavík. Jafnframt kom í Ijós að að þvf hafði verið smyglað frá Kaupmannahöfn og þessi rannsókn leiddi síðan til handtöku innbrotsþjófanna í Kaupmannahöfn. Ég held að þessi dæmi ætti að nægja til þess að benda þjóf um á að láta úr í friði. Ég minn- ist ekki margra úraþjófnaða, sem ekki hafa komizt upp. Þegar Vísir hafði leitað álits Vilhelms Norðfjörðs á úraþjófn aði og tilgangsleysi þeirrar „at- vinnugreinar", sneri blaðið sér til annars úra- og skartgripasala ,íiReyk*jÖvIk1!'en það er Mágh'ús Ásrnunössón úrsmiður. Hann hefur senilega orðið oftar fyrir hattbarðinu á úraþjófum en í mörg ár var það árátta innbrotsþjófa að ráðast á sýningarrúðu I úra- og skartgripaverzlun Mangúsar Ásmundssonar í Ingólfsstræti 3 og brjóta hana til að stela úrum. Um skeið var hún brotin á hálfs- mánaðarfresti. En nú er þetta gaman úr sögunni. Magnús hefur kom- -srsJÍöannEi ! iöii ina •U9Ó, — ið fyrir öryggisútbúnaði fyrir iunan rúðuna, enda er öllum innbrots- tilraunum þár Éætí. 11 ' ‘1';’ “ " eftir að úraþjófnaðurinn mikli var framinn í úra- og skart- gripaverzluninni í kjallara Bóka- verzlunar Sigfúsar Eymundsson ar í s. 1. janúarmánuði, hafði .V ■>>.»»>>>v>>;>■.•.>»»>»».>; þá daga. Um það bil þremur árum seinna kom úr til við- gerðar hjá einum úrsmið borgar innar. Það var þó ekki eitt af þeim úrum sem stolið hafði ver- Cr þessari verzlun — í kjallara Bókaverzlunar Sigfúsar Eymunds- sonar í Austurstræti — var um miðjan janúar s. 1. stolið úrum og öðrum verðmætum fyrir rúmlega 100 þús. kr. Þjófurinn hefur nú fund- izt — eins og flestallir úraþjófar yfirleitt. Það er enn ein sönnun þess að úraþjófnaður svarar ekki kostnaði. nokkur annar hérlendur úra- og skartgripasali. í verzlun hans £ Ingólfsstræti 3 hefur verið brotizt svo oft inn að Magnús er hættur að hafa tölu á inn- brotunum. — Hefur verið unnt að upp- lýsa þau öll? — Ekki öll, en mörg þeirra. Það getur tekið nokkurn tíma, e.t.v. mörg ár unz ferill þjófsins verður rakinn. En hann er £ stöð ugri hættu. Einn góðan veður- dag lendir stolið úr f viðgerð. Úrsmiðurinn veitir númeri úrs- ins athygli, sér að þv£ hefur verið stolið og gerir lögreglunni aðvart. Ekkert er líklegra en að úr þvf verði hægt að leita þjóf inn uppi, jafnvel þótt hann hafi verið búinn að selja úrið. En hvað sem því líður hafa mörg úrin komið í leitirnar, sum á mjög óvæntan hátt. — Hvernig? Tvö atvik eru mér sérstaklega minnisstæð. I öðru tilfellinu kom leigubílstjóri til mín eftir að hafa lesið um innbrot í verzl- unina mína f Vfsi. Hann kom með úr sem hann sagðist háfa tekið að veði fyrir ökugjald nótt ina sem innbrotið var framið, og er hann las fregnina um inn- brotið í Vísj tók hann að gruna að ég ætti úrið. Sú var líka raunin — ég átti úrið. Með að- stoð leigubílstjórans tókst að hafa uppi á þjófnum, og þá fyrst varð ég undrandi. Þetta var gam Magnús Ásmundsson úrsmiður. all félagi minn, nágranni og kunningi sem ég hafði iðulega gert ýmiss konar greiða án þess að hafa nokkru sinni tekið eyri fyrir. í hinu tilfellinu var ég erlend- is þegar brotizt var inn f verzl- unina til mín og þá stolið 9 úr- um. Svo líða nokkur ár án þess nokkuð bæri til tíðinda. Þá bar það allt í einu við að krakkar sem voru að leika sér í húsa- garði við Grettisgötu fundu 5 úr grafin í mold. Við athugun kom f Ijós að þetta voru nokkur þeirra úra sem stolið var úr búð- inni minni forðum. — Voru þau ekki ónýt eftir allan þenna tíma? - Sum þeirra voru ónýt með öllu, en tvö þeirra, af Mido- gerð, gengu hárrétt á eftir eins og ekkert hefði f skorizt. Þau eru líka rnjög sterk. — Eru innbrotsþjófarnir enn að ónáða þig? — Nei, nú eru þeir hættir, loksins. Stundum var brotizt inn á hálfsmánaðar fresti, venjulega með grjótkasti á sýningarrúðuna og síðan stolið því sem til náð- ist. Ekki alltaf miklu — stund- um engu. Ég hafði naumast við að setja rúður f gluggann. — En af hverju eru þjófarnir hættir? — Ég útbjó skáp úr óbrjótan- legu gleri fyrir innan gluggann. Það hefur verið gerð ein tilraun til að ráðast á hann, og merkin. sjást á honum enn. En þjófurinn fékk engu áórkað og varð að hverfa slyppur burt. Síðan hef- ur verzlunin mín verið látin í friði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.