Vísir - 05.09.1963, Síða 16
VÍSIR
Fimmtudagur 5. sept. 1963.
Hyllingarhátíð
fyrir Guðrúnu
Hyllingarhátíð verður haldin
Guðrúnu Bjamadóttur á Hótel
Sögu n.k. laugardag. Þetta verður
eins konar móttöku- og kveðjuhá-
ttð fyrir Guðrúnu, því að hún
staldrar ekki lengi við í þetta sinn.
Ýmis skemmtiatriði verða ,t.d. sýn
ing á vetrarfatnaði frá Bernharð
Laxdal, sem Tízkuskólinn sýnir,
sumar allstórar, gjafir frá ýmsum
fyrirtækjum í Reykjavík verða af-
hentar Guðrúnu ,flutt verður ávarp
og skemmtiþáttur. Endar hátfðin í
miklum dansleik.
/andbúnaðarvara
Eins og getið var í blaðinu
í gær hafa fulltrúar bænda i
verðlagningarnefnd landbúnað-
arafurða krafizt milli 30 og 40
% hækkunar á búvörum bænda
í haust, eða nánar tiltekið
3614% hækkunar, eins og Sverr
ir Gíslason, formaður Stéttar-
sambandsins skýrði frá í yfir-
litsræðu sinni við setningu Stétt
arsambandsfundarins f gærmorg
un að Hótel Sögu. Sæmundur
Friðriksson, framkvæmdastjóri
sambandsins, sagði frá því að
byggingarkostnaður við Bænda-
höllina næmi nú yfir 100 millj-
ónum króna og er ýmsu þó ó-
lokið. Hann sagði að gera mætti
ráð fyrir að húsbúnaður og tæki
til hallarinnar næmu um 20
milljónum að kostnaðarverði.
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ
ÞÚSUND.
Hermóður Guðmundsson í Ár-
nesi krafðist þess í umræðum
Lokunartími verzlana
ræddur í borgarstjórn
um stjórnarskýrsluna, að bú-
vöruverðið hækkaði um 67% og
Sveinn Jónsson á Egilsstöðum
gerði kröfu til þess að bændur
ættu að hafa að meðaltali á
þriðja hundrað þúsund krónur í
árstekjur, fyrst 150 þúsund og
síðan til viðbótar 60 þúsund
krónur hver bóndi, sem þóknun
fyrir að gegna ábyrgðarmiklu
starfi.
En það var einróma álit bænda
fulltrúanna á Stéttarsambands-
þinginu i gær, að þessir menn
hefðu skotið hátt yfir markið.
Sveinn sagði að starf bónd-
ans væri metið á við starf
dreggjatappara í áfengisverzlun-
inni.
EKKI TEKIÐ UNDIR
ÖFGARNAR.
Það sannaðist m. a. af því
að enginn fulltrúanna, sem tal-
aði á eftir þeim Hermóði og
Sveini í gær, tók undir öfgar
þeirra, enda voru þeir lítt sann-
færandi. Hins vegar bentu flest-
ir fulltrúanna á það, að sann-
gjarnt væri að hagur bænda-
stéttarinnar væri enn réttur en
töldu ekki einhlítt að það yrði
einungis gert með hækkun af-
urðaverðs. í því sambandi var
m. a. talað um staðaruppbót til
bænda, sem greidd er í ýmsum
löndum til bænda, sem búa við
sérlega erfiða aðstöðu.
RIERK TILLAGA.
Einnig var á fundinum I gær
lögð fram merk tillaga frá
stjórn stéttarsambandsins um
að nefnd verði skipuð til að at-
huga skipulag iandbúnaðarins
yfirleitt og framtíðarskipan
hans og markmið með tilliti til
reynslu annarra þjóða og þess,
hvort islenzkur iandbúnaður á
framvegis að framleiða nær ein-
göngu fyrir inniendan markað
eða einnig jafnframt til útflutn-
ings.
Framh. á bls. 5
STEYPIR 200 M Á DAG
Tillögur um lokunartíma sölu-
búða verða ræddar f borgar-
stjóm í kvöld. Mun Sigurður
Magnússon gera grein fyrir til-
lögunum, en hann hefur samið
þær ásamt Páii Lfndal, skrif-
stofustjóra borgarstjóra. Leitaö
hefur verið umsagnar fjöl-
margra aðila um málið, m. a.
samtaka kaupmanna, sem málið
snertir, svo og Neytendasam-
takanna og Verzlunarmannafé-
iags Reykjavíkur.
Tillögurnar fjalla m. a. um
að heimiia verzlunum að selja
eftir sérstökum reglum vörur
sínar lengur en verið hefur og
leitazt verður við að skilgreina
Fóskrúðsfirði
8. september
nánar en gert hefur verið starfs-
svið veitingahúsaverzlana og
kvöldsölubúða og koma á auknu
samræmi milli verzlunarheim-
ildar kvöldsölubúða og annarra
verzlana.
Fundurinn í borgarstjórn hefst
kl. 17 f dag.
Undanfariö hefur Reykjavfk- sem veldur tölverðum breyting-
urborg verið að reyna nýja vél, um f gatnagerð. Hér er um að
ræða steypuvél, sem rennur á
spori og steypir gangstéttar-
brúnir. Lokið er við að reyna
vélina, pg að sögn starfsmann-
anna, sem'vjnna við hana, hefur
hún reynzt nijo*g vel.
Reykjavíkurborg keypt f i
sumar tvær svipaðar vélar frá
Bandarfkjunum. önnur vélin
steypir kant og syllu út frá hon
um, en hin aðeins kant. I. M.
Ijósmyndari Vfsis, tók þessa
mynd f morgun, þar sem verið
var að vinna með stærri vélinni
í Eskihlfð. Engin binding er f
steypunni, og rfður á miklu að
rétt bleytustig sé f steypunni.
Afkastageta vélarinnar er talin
vera um 200 metrar á dag. —
Steypuvélin blandar efnið sjálf,
og er það þvf þurrt þegar það
kemur úr steypubílnum. Nokkr-
ar tafir hafa verið undanfarið,
vegna þess að möl hefur farið
í sandinn, en hér er án efa um
að ræða töluverða nýjung f
gatnagerð, m. a. sparar vélin
mikla mótavinnu.
Héraðsmót Sjólfstæðismanna
Að Búðum
Ungi listamaðurinn
Stundar nám í húsagerðarlist
— Heldur múlverkusýningu
Vlð litum inn f Ásmundarsal
við Freyjugötu f morgun og hitt
um þar fyrlr ungan mann, Jes
Einar Þorsteinsson. Hann var að
undirbúa málverkasýningu, sem
hann ætlar að opna annað kvöld
— Er þetta fyrsta sýning þín
Jes?
— Já, ég hef aldrei fyrr haft
sýningu eða tekið þátt í sýn-
ingu.
— Hefurðu lengi fengizt við
myndlist?
— Já, alveg frá því að ég var
krakki og byrjaði að krota. Á
menntaskólaárum mínum var ég
á kvöldnámskeiðum í Handíða-
og Myndlistaskólanum og svo
hef ég verið dálítið við mynd-
listarnám I Frakklandi, en þar
hef ég dvalizt undanfarin 8 ár
við nám í húsagerðarlist.
Framh. á bls. 5
Héraðsmót Sjálfstæðismanna á Austfjörðum verður haldið að
Búðum, Fáskrúðsfirði sunnudaginn 8. september kl. 4 síðdegis.
Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og Jónas Pétursson al-
þingismaður flytja ræður.
Til skemmtunar verður einsöngur og tvfsöngur. Flytjendur verða
óperusöngvararnir Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested, undir-
leik annast Ólafur Vignir Albertsson pfanóleikari.
Ennfremur skemmtir Brynjólfur Jóhannesson, leikari.
Dansleikur verður um kvöldið. „Kómó“ Ieikur.