Vísir - 06.09.1963, Blaðsíða 9
V1S I R . Föstudagur 6. sept. 1963.
9
íIhIhhIHIíIí!"
lVTig langar til að rifja upp
minningu frá því ég var
fyrir nokkrum árum á ferðalagi
í BandaríkjUnum. Ég var þá
staddur í borginni St. Louis á
bökkum Missisippifljóts inni á
víðáttum Miðríkjanna og var
mér boðið að fara með embætt-
ismanni borgarinnar f heimsókn
f nokkra barnaskóla. Það átti að
sýna mér, hvernig verið væri
að leysa kynþáttavandamálið
með því að blanda kynþáttun-
um saman í skólunum.
St. Louis stendur á mótum
norður og suðurrfkja. íbúarnir
þar voru komnir óvenjulega
langt í að sameina skólagöngu
hvítra og svartra og það var
vissulega mjög áhrifamikið að
sjá hvernig börnunum var bland
að saman í námi og leik.
í kennslustundunum sátu
svertingjabörnin á víð og dreif
innan um þau hvftu og í frí-
mínútum skipuðu þau sér í
blönduð lið, þar sem litlu nigg
arastrákarnir virtust enga minni
máttarkennd hafa gagnvart hvít
um félögum sínum.
Fylgdarmaður minn, sem virt
ist tilheyra hinum frjálslyndari
hluta hvítu íbúanna, sem trúir
á stjórnarskrána og mannrétt-
indaákvæðin eins og heilaga
bók, virtist mjög hreykinn af
þessum framförum. Bandaríkin,
sem hafa verið merkisberar lýð
ræðis í heiminum, máttu ekki
sjálf balda uppi kúgun og kyn-
þáttaoísóknum. Og hann skýrði
fyrir mér, að samblöndun kyn-
þáttanna í barnaskólunum væri
upphafið að þeirri þróun að
hefja svertingjana úr niðurlæg-
ingu. Þegar þeir hefðu öðlazt
meiri menntun, myndi draga úr
spennúhni og svertingjarnir „ -------------------------- ...
verða hollir og löghlýðnir borg- Hér sér yflr hlnn mlkla mannfjölda, sem tók þátt í frelsisgöngunni í Washington. Myndin er tekin frá minnismerki Lincolns, í baksýn J
arar sést minnisvarði Washingtons. ’ *
Frelsisganga
iy|ér datt í hug að spyrja hann
1 A að því, eins og ég hafði
spurt fleiri um, hvort kynþátta
vandamálið leystist nokkurn
tfma, fyrr en fram hefði farið
kynbliindun þessara tveggja kyn
þátta.
Ég tók eftir þvf, að jafnvel
þessum frjálslynda fylgdar-
manni mínum hryllti við slfkri
hugsun. Hann sagði að slíkt
væri allt annað mál. Hann vildi
samstarf kynþáttanna, en svo
langt gat hann ekki gengið, að
fmynda sér, að öll bandaríska
þjóðin yrði múlattaþjóð.
Vel má vera, að slík hugsun
sé líka fjarstæð. Sannleikurinn
er sá, að þessi rótgróni hrylling
ur við kynblöndun er ekki að-
eins á veg hvítu mannanna, held
ur líka meðal þeirra svörtu.
En sé kynblöndun ófram-
kvæmanleg, þykir mér hins veg
ar sýnt, að Bandaríkin muni í
framtíðinni mæta svo gífurleg-
um þjóðfélagsvandamálum, að
ómögulegt er að ímynda sér
hverjar afleiðingarnar geta orð-
ið af því. Kynþáttadeilurnar,
sem fara nú stöðugt vaxandi,
geta náð þvf marki að Banda-
rfkin veikist verulega út á við
og getur það jafnvel skapað
hættur fyrir vestrænt samstarf.
TTeilur þjóðernisbrotanna í
Evrópu hafa oft orðið harð-
vítugar. Þ6 var þar lítill mun-
ur á ættum og menningu þjóð-
anna. Hinar ólíku þjóðir Evrópu
hafa meira að segja auðveldlega
blandazt saman sem innflytjend
ur vestanhafs. En munurinn á
hvftum og svörtum í Bandaríkj-
unum er svo mikill, að útilokað
er að sættir og samruni geti orð
ið þar. Þar hljóta tvær ólíkar
þjóðir að byggja landið og má
ímynda sér að ástandið getur
orðið hættulegt, eldfimt eins og
púður, ef deilurnar milli kyn-
þáttanna magnast enn að ráði.
Margir hinna frjálslyndari
hvítra manna í Bandaríkjunum
hafa ímyndað sér, að draga
myndi úr deilunum með aukinni
menntun svertingja, en það er
hætt við að þær vonir rætist
ekki. Því meiri menntun sem
svertingjarnir hljóta, þeim mun
verra munu þeir eiga með að
sætta sig við að vera annars
flokks þjóðfélagsborgarar, þvf
skipulegri verða mótspyrnusam-
tök þeirra, jafnvel skemmdar-
verkahópar þeirra. Það er jafn-
vel hægt að ímynda sér, eins
alvarlega og nú stefnir, að eins
konar borgarastyrjöld brjótist
út í Bandaríkjunum með ein-
hvers konar skæruliðahernaði.
Svertingjarósturnar hafa stund
um nálgazt það.
J>andaríkjamenn hafa löngum
barizt fyrir því og beitt á-
hrifum sínum til að evrópsku
nýlenduveldin veittu nýlendum
sínum sjálfstæði. Nú er það orð-
ið, svertingjar í Afríku stjórna
sér nú flestir sjálfir með aðstoð
hvítra manna. Og þá bregður
allt í einu svo við, að röðin er
komin að Bandaríkjunum sjálf-
um. Þau eru í rauninni líka ný-
lenduveldi. Munurinn er aðeins
sá, að svertingjanýlenda þeirra
er innan um og saman við þeirra
eigin rfki. Svertingjarnir f Af-
rfku hafa fengið sjálfstæði, svert
ingjarnir í Bandaríkjunum hafa
hins vegar ekki fengið það sjálf
stæði sem felst í því að þeir
fái að njóta sömu réttinda og
hvítir íbúar landsins.
En nú eru þeir að hefja frels-
isbaráttu sína. Fyrir um það bil
tíu árum sáust fyrstu merki
hennar. Svertingjar suður í Ala-
bama neituðu að sitja í strætis-
vögnum þar sem hvítir menn
og svartir voru aðskildir. Síðar
komu atburðir eins og Little
Rock, þegar svertingjar sóttu
inn í skóla hvítra manna. Og
Hæstiréttur kvað upp dóma sína
um jafnrétti hvítra og svartra,
sem höfðu þó minni áhrif en
ætla mætti vegna þess hve hin
einstöku fylki Bandaríkjanna
eru sjálfstæð og stjórna sjálf
flestum málum sínum.
Tjessi barátta náði nýju há-
marki í síðustu viku, þegar
200 þúsund svertingjar söfn-
uðust saman í Washington í svo
kallaðri frelsisgöngu. Þeir
fylltu allt svæðið milli minnis
merkja Lincolns og Washington
og höfuðkrafa þeirra var, að
svertingjar hefðu jafnan rétt og
hvítir menn til starfa.
Þeir krefjast þess, að séð
verði um, að svertingjar fái
10,5% af öllum stöðum og störf
um í öllum stéttum þjóðfélags-
ins, vegna þess, að svertingjar
eru 10,5% af íbúatölu Banda-
ríkjanna. Aðrir í hópnum settu
kröfurnar jafnvel hærra, að
svertingjar hljóti forgangsrétt
að 25% af öllum embættum og
stöðum, til þess, að bæta svarta
kynþættinum upp að honum hef
ur verið haldið niðri.
jprelsisganga svertrngjanna fór
fram í höfuðborginni,
Washington, sem er „svartasta"
stórborg Bandaríkjanna. Árið
1940 voru um 15% íbúa Wash-
ington svertingjar. Nú eru þeir
meira en helmingur þeirra eða
líklega um 57%. Stjómarskrif-
stofurnar í höfuðborginni þarfn
ast mikils þjónustuliðs, þess
vegna hefur straumur svertingj-
anna flætt þar inn.
Gangan í síðustu viku fór
fram vel og skipulega. Þrátt fyr-
ir þessar kröfugerðtr, var þetta
sá hluti bandarískra svertingja,
sem hógværastur telst og sá
hluti sem bandaríska stjórnin
getur rætt og samið við. Og
það er hollara að taka nokkurt
tillit til krafna þeirra, því að
annars er við öfgamenn að fást.
Svörtu múhameðstrúarflokk-
ana, sem eflast nú stöðugt og
lýsa því yfip, að Kristur sé að-
eins guð hvítra manna. Þeir
segjast ekki gera sig ánægða
með neinar smánarbætur og fyr
irlíta allar rökræður um sameig
inlega skólagöngu eða sætt
hvítra og svartra.
Framh. á bls. 6