Vísir - 06.09.1963, Blaðsíða 15
75
VÍSíR . Föstudagur 6. sept. 1963.
mmmammmmmmm a
oa
Peggy Gaddis:
3
Hann þreif símann á borðinu
sem var við höfðagaflinn á rúmi
hennar, sneri skífunni nokkrum
sinnum:
— Sankti Simon sjúkrahús? Þetta
er Nichols — ég ,,óperera“ klukk-
an 9 í fyrramálið. Gerið Hopkins
og Murdock aðvart. Ég þarf á þeim
að halda og tveimur dugandi hjúkr
unarkonum — já, já, ég veit að
allar ykkar hjúkrunarkonur eru
dugandi, en ég þarf tvær, sem eru
vanar að aðstoða við uppskurð.
Það heyrðist eins og ómur af
mannamáli í heyrnartólinu, er Nic-
hols hélt því frá sér sem snöggv-
ast, svo urraði hann í tólið:
— Reynið ekki að telja mér trú
um, að þið hafið ekki herbergi.
Hendið á dyr einni af þessum fínu
frúm, sem eru í „hvíldarkúr" hjá
ykkur, það er mynd af einni í síð-
degisblaðinu, og segir þar að hún
sé í sjúkrahúsinu sér til hvíldar
í læknis umsjá vegna þess hve mik-
ið hún hafi lagt á sig vegna stríðs-
þarfa. Svei, svei, eina, sem hún
hefur gert í þá átt er að láta taka
myndir af sér í búningi Rauða
kross hjúkrunarkvenna, með sinn
feita háls í fellingum og fíflslegt
bi-os á vö^um — burt með hana,
Qg takið í staðinn gamla, snauða
konu, sem er sjúklingur minn, og
tíu sinnum meira virði en allar
ykkar „hvíldarkúra“-kerlingar.
Og eins og það skipti hann ekki
neinu máli, að sá sem var við
hinn endann, .var enn að tala,
skellti hann á og sagði við Mere-
dith:
— Þér verðið komar með hana
í sjúkrahúsið klukkan átta. Ég verð
kominn. Gætið þess að koma á
stundinni.
— Ég verð komin, svaraði Mere-
dith þakklátlega. — Ég veit ekki
hvernig ég á að þakka yður.
— Og því í fjáranum ættuð þér
að þakka mér? Þetta er skylda
mín, er það ekki? Og þessj kona
á skilið, að allt sé gert fyrir hana,
'era hægt er.
Hann var kominn út að dyrum,
er hann sneri sér við og sagði:
— Eruð þér búnar að borða mið-
degisverð?
— Miðdegisverð ,sagði Meredith
og hló, — ég er ekki búin að
'oorða hádegisverð.
— Hvert í logandi, eruð þér að
reyna að svelta f hel — eða eruð
þér kannski í megrunarkúr?
— Ekki er sá tilgangur minn,
sagði hún og einhvern veginn féll
henni prýðilega vel við hann þrátt
fyrir ruddaskapinn.
— Tyllið þá hattinum á koll
yðar í snarheitum og komið. Elda-
buskan min verður vitlaus, ef ég
kem ekki á réttum tíma.
— En — get ég farið heim til
yðar til miðdegisverðar — fyrir-
varalaust?
— Og því í skollanum gætuð
þér það ekki?
— Hvernig líkar frú Nichols, ef
þér óvænt komið heim með gest
í eftirdragi — gest eins og mig —
sem hún þekkir ekki og á ekki
von á...?
— Frú Nichols? Að því er ég
bezt veit er ekki til nein frú Nic-
hols, sagði hann hvasslega. Ég hef
aldre; haft tíma til að hugleiða
kvonfang. Ætlið þér að koma eða
ekki? Ég er orðinn glorhungraður
og það er komið langt fram yfir
venjulegan miðdegisverðartíma og
kerlingin orðin vitlaus, ef ég þekki
hana rétt.
Meredith fannst eins og hún
sópaðist með hvirfilvindi og naut
þess. Hún þaut inn til Marthy
frænku. Hún sagði henni í stuttu
mál ihvað gerzt hafði, en gamla
konan var í senn undrandi og þakk-
lát fyrir alla umönnunina og yfir
öllu þessu tilstandi, eins og hún
kallaði það. Það jafnvel_.vottaðí
fyrir, að hún væri dálítið upp með
sér
Meredith þaut inn í baðherberg-
ið, hagræddi hári sínu og púðraði
sig og setti dálítinn lit á varirnar,
fór svo til Nichols og sagði:
— Ég ætla að senda eitthvað
upp handa Marthy frænku.
Það var gott að koma út í
kvöldsvalann. Þau gengu nú að bif-
reið Nichols og er að henni kom
sáu þau að settur hafði verið miði
undir „vinnukonuna" á rúðunni —
læknirinn hafði nefnilega lagt bif-
reið sinni ólöglega, og allt í einu
birtist lögregluþjónn, ákveðinn á
svip, í sömu svifum og Nichols
tók miðann og reif hann í tætlur.
— Hugleiðið, hvað þér eruð að
gera, sagði Iögregluþjónninn, mið-
inn var ekki settur þarna til skreyt
ingar. Þér eigið nefnilega að mæta
fyrir rétti í fyrramálið og verðið
áreiðanlega að greiða sekt fyrir að
hafa lagt bíl yðar ólöglega.
Nichols læknir hvessti á hann
augun:
— Ungi maður, sagði hann, þér
eruð sjálfsagt nýliði. Hvað er langt
síðan læknj var talið leyfilegt að
leggja bifreið sinni fram yfir venju-
legan tíma, þegar hann stundar
sjúkling?
— Þér hefðuð getað beðið dyra-
vörð gistihússins að sjá um bif-
reiðina.
— Og þér ættuð ekki að skipta
yður af öðru en því, sem yður
kemur við, sagði Nicþols læknir.
— Hæ, andartak, kallaði lög-
regluþjónninn, er Nichols ók af
stað, og er Meredith leit um öxl
sá hún, að Iögreglumaðurinn skrif-
aði hjá sér númer bifreiðarinnar.
— Hann skrifaði hjá sér núm-
erið á bifreiðinni, sagði Meredith.
— Ja — jæja, gerði hann það?
Þú erum við jafnir. Ég lagði nefni-
lega á minnið númerið hans.
— En leiðir þetta ekki til óþæg-
inga? spurði Meredith.
— Það er ekki gott að vita,
sagði Nichols læknir svo kæru-
leysislega, að Meredith hreyfði
þessu ekki frekara, og hún sá á
svip hans, að hann var undir niðri
ánægður eins og strákur, sem leik-
ið hefur á „lögguna“.
Ellefti kapituli.
Nichols læknir átti heima í gam-
aldags byggingu, sem eitt sinn
hafði verið skrauthýsi í auðmanna-
hverfi, í norðurhluta borgarinnar.
Innréttingunni hafði verið breytt
og voru nú tvær íbúðir á grunn-
hæð og tvær á efri hæð. Á dyrun-
um til vinstri, er inn var gengið
'í forstofuna, var málmplata með
nafni læknisins á.
Þegar þau voru komin inn 1 for-
stofuna og Nichols var að taka
upp lyklakippu sína, sagði hann:
— Þetta er kyrrlátasti bletturinn
í borginni að kvöldi og næturlagi,
hamingjunni sé lof, — því að ég
er aldrei heima nema þá — og
stundum aðeins blánóttina. Gatan
var mannlaus og enga sál hafði
■ Meredith séð á ferli, er þau óku
' að húsinu.
— Og-hásið er kyrrlátt — enda
! engir krakkar í húsinu. Ég vaf
j orðinn þreyttur á hávaðanum sem
þeim fylgir, svo að ég keypti hús-
ið, og nú leigj ég aðeins barnlausu
| fólki.
Það kom mjög á Meredith að
j heyra þetta og vafalaust. gætti þess
j í svip hennar, en hann lét sem
hann sæi það ekki og kallaði þrum-
andi röddu:
— Mandy, hvar ertu?
Gildvaxin blökkukona, með
kappa á höfði, og hvíta svuntu
birtist í dyragættinni, og horfði á
hann. þannig, að auðséð var, að
henni mislíkaði framkoma hans.
— Hérna, húsbóndi, sagði hún
ákveðinni röddu. Hvar annars stað-
ar munduð þér halda að ég væri
á þessum tíma sólarhrings?
— Hvernig ætti ég að vita það
— þér hafið yðar einkalíf.
— Einkalíf, o-sei, sei, sagði
Mandy alvarleg á svip og beindi
svo athygli sinni að Meredith.
— Gott kvöld, frú, sagði hún
kurteislega.
— Konan er Meredith Blake
Iæknir, Mandy — hún borðar með
okkur. Við skulum vona, að þú
hafir eitthvað Iystilegt að borða.
— Bara snarl, sem var ætlað
yður, þvi að ekki átti ég von á,
að þér kæmuð með gest, svaraði
Mandy.
Meredith varð að kæfa hlátur.
Hún hafði á tilfinningunni, að
Mandy væri jafnan við öllu búin,
— einnig að láta engan bilbug á
sér finna þegar Nichols var í þess-
um ham. Hún var greinilega vön
að skylmast við hann og allsendis
ósmeyk, þótt hann mælti þrum-
andi röddu.
— Einhvern tíma ætla ég að losa
mig við þig á þann hátt, að þú
fljúgir hærra en nokkur flugdreki.
— Já, húsbóndi góður, og ein-
hvern tíma ætla ég að fá mér vel
launað og rólegt starf, til dæmis
við katlasmtði. Maturinn fer að
kólna.
— Mundi snarlið bragðast
nokkuð betur heitt? spurði læknir-
inn með bitru háði.
— Nei, ég geri ekki ráð fyrir
því.
— Frekjulega galdrakerling,
tautaði Nichols fyrir munni sér. —
Ekki vantar, að hún hafi túlann
fyrir neðan nefið, kerlingarfjand-
inn .tautað; hann áfram, er hún
var horfin inn í borðstofuna á
undan þeim, en það fór ekki fram
hjá Meredith að glettni var í aug-
um hans, alveg eins og þegar hann
var að skattyrðast við lögreglu-
þjóninn.
Mandy kom með hanastélsglös
á bakka, en í þeim var bragðbezti
drykkur með tómatbragði, sem
örvaði matarlystina, og svo leiddi
Nichols hana inn í mjög smekk-
Iega búna borðstofu þar sem hinir
lystilegustu réttir vooru á borð
bornir. Leið Meredith svo vel í
þessu umhverfi og andrúmslofti,
að hún afþreyttist gersamlega.
Nichols var hinn ræðnasti og
virtist hafa gaman af að láta
þannig ljós sitt skína ,og var svo
skemmtilegur, að Meredith íiætti
sig hið bezta við að vera hlust-
andi, sera aðeins skgut inn orði og
órði ‘á stkngli frárhan''a'f, sam-
tímis sem hún uppgötvaði að hún
var miklu meir matarþurfi en hún
hafði gert sér grein fyrir og að
réttirnir hennar Mandy voru hrein-
asta fyrirtak.
Allt í einu sagði hann:
— Meðal annarra orða, gleymið
öllu varðandi þessa þúsund doll-
ara þóknun.
— Það gerj ég ekki. Ég skal ná
í peningana.
— Vitið þér ekki, að hið opin-
bera í yðar ríki sér fyrir slíkum
þörfum, þegar um fólk eins og
Marthy frænku er að ræða? spurði
hann af nokkurri forvitni.
— Einnig, ef leggja þarf sjúk-
ling inn í Faber-klinikina í Mem-
orial-sjúkrahúsinu? spurði Meredith
á móti og hafði munnsvipurinn
harðnað nokkuð.
— O, svo að þér hafið hitt
Sykes?
Hann horfði einkennilega á hana.
— Já, ég hef hitt hann — og
ég fékk ógeð á honum, og ekki að
ástæðulausu. Það virðist svo, sem
Marthy frænka geti ekki fengið
inngöngu þar af því að hún á ekki
heima í Midland City.
— Hún er heppin, ég veit að
Stökktu til hliðar Tarzan, hróp Iyfta sér til stökks. Það gerir
ar Wildcat, þegar ljónið er að Tarzan svikalaust, og rétt slepp
.................
ur við hárbeittar klær þess. Joe með nokkrum skotum úr vélbyss-
Wildcat, gerir svo út af við það unni.
Bii;
Ektioir
Jo«*{
læknir á ekki að fara niðrandi orð-
um um stéttarbróður, en Sykes er
klaufi, og starfslið hans þorir varla
að draga andann í nálægð hans.
Hún hefði ekki frekar getað fengið
bata þar en snjóbolti haldið lögun
sinni í Víti.
— Þér hafið greinilega ekki álit
á Harbour Memorial?
— Hver minntist á Harbour
Memorial? spurði hann stuttlega.
Ég var að tala um Faber-klinikina.
— Þekkið þér Farley lækni, yfir-
lækni í Harbour Memorial?
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI 6, sími 15493.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72.
Símj 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, simi 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(Marla Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13. sími 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð (lyfta).
Sími 24616
Hárgreiðslustofan
Hverfisgötu 37, (horni Klappar-
stígs og Hverfisgötu) Gjörið
svo vei og gangið inn. Engar
sérstakar pantanir. úrgreiðslur.
P E R M A, Garðsenda 21, sími
33968 — Hárgreiðslu og snyrti-
stofa.
Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin Simi 14662
Hárgreiðslustofan
Háaleitisbraut 20 Simi 12614
tAAAAAAAAAAA/VNAAfW\A<
Ódýrar þykkar
drengjapeysur
HAGKAUP
Miklatorgi