Vísir - 16.09.1963, Side 1
VISIR
Ólafur Thors forsætisráðherra býður Lyndon Johnson varaforseta
velkominn.
Forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson fagnar varaforseta Bandaríkjanna við komu hans til Bessa-
staða. Forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir er lengst til hægri. (Ljósm. Vfsis, I. M.).
//
Úr augum fálks les muBur hiartulugið"
— mælti Johnson vnrnforseti í ávnrpi á Lækjnrtorgi
Flugvél Lyndon B. Johnson,
varaforseta Bandaríkjanna, lenti
í heilirígningu á Keflavíkur-
flugvelli í morguci kl. 10.45.
Áugnabliki áður en varaforset-
inn og fjölskylda hans stigu
út úr flugvélinni gerði upp-
styttu og sá lítið eitt til sóiar.
Utanrfkisráðherra fslands, Guð-
mundur I. Guðmundsson tók á
móti varaforsetanum fyrir hönd
íslenzku rfkisstjómarinnar.
Jafnskjótt og varaforsetinn
hafði heilsað opimberum full-
trúum, gekk hann til mann-
fjöldans, sem var mestmegnis
amerískar fjölskyldur af flug-
velHnum og tók í hendur svo
margra sem hamn gat á þeim
fáu mínútum, sem hann hafði
til umráða á vellinum. Lá við
slagsmálum um eiginhandarárit-
anir hans.Þá fór varaforsetinn í
þyrlu til Bessastaða en þar
tóku forseti fslands hr. Ásgeir
Ásgeirsson og frú hans Dóra
Þórhallsdóttir á móti honum.
Eftir að skipzt hafði veríð á
gjöfum hélt varaforsetinn í
bifreið til Reykjavíkur, hitti
ríkisstjómina í Stjómarráðinu
og síðan til hádegisveröar í
boði forsetahjónanna að Hótel
Sögu.
Skömmu áður en flugvél
varaforsetans lenti á Keflavlk-
urflugvelli hóf 12 manna hljóm-
sveit varnarliðsins að leika
marsa fyrir framan Flugvallar-
hótelið til að fagna komu vara-
forsetans. Var þarna aðallega
Framhald á bls. 2
Fjölmennum í HÁSKÓLABÍÓ
í dag kl. 5 e. h. flytur
varaforseti Bandaríkj-
anna Lyndon B. Johnson
ræðu í Háskólabíói.
Er skorað á alla lýð-
ræðissinna að mæta á
fundinum. Komið verð-
ur fyrir gjallarhornum
utan á húsinu og í and-
dyri þess, svo þar verði
einnig unnt að hlýða á
ræðuna.
Ein deild kommúnistaflokks-
ins hefir boðað fylgismenn sina
til mótmæla fyrir utan húsið,
þrátt fyrir bann lögreglunnar
um fundarhald þar. Því fram-
ferði svara allir lýðræðissinnar
bezt með því að fjölmenna til
fundarins.
Varaforsetinn við Stjómarráðið. James Penfield, ambassador Bandarikjanna (t. v.) og Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra (t h.)